„Þægilegra fyrir fákeppnismógúla landsins að þessi bankaráðsformaður segði sem minnst“

Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans, svarar ummælum Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, um að viðbrögð Gylfa hafi ekki sæmt stöðu hans.

Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands
Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands
Auglýsing

„Sjálf­sagt væri þægi­legra fyrir fákeppn­is­mó­gúla lands­ins að þessi banka­ráðs­for­maður segði sem minnst eða tal­aði kannski bara einu sinni á ári um árs­reikn­ing bank­ans. Enda hætt við að á hann sé hlustað eins og fram­kvæmda­stjór­inn bendir á.“ 

Þetta skrifar Gylfi Magn­ús­son, dós­ent í við­skipta­fræði og for­maður banka­ráðs ­Seðla­banka Íslands, í stöðu­færslu á Face­book og vísar þar í ummæli fram­kvæmda­stjóra Sam­taka atvinnu­lífs­ins um við­brögð Gylfa við nýju frum­varpi um breyt­ingar á sam­keppn­is­lög­gjöf­inn­i. 

Gylfi gagn­rýndi frum­varp stjórn­valda harð­lega í gær og sagði hann meðal ann­ars að ráð­herr­arnir væru að láta blauta drauma fákeppn­is­mó­gúla ræt­ast. „Þetta eru ekki ný bar­átt­u­­mál mógúl­anna, hug­­myndir í þessa veru hafa oft verið viðr­aðar áður en ekki fengið braut­­ar­­gengi vegna harðrar and­­stöðu. Nú sjá þeir hins vegar grein­i­­lega lag til að knýja þetta fram,“ sagði Gylfi meðal ann­ars.

Hlustað á hann sem for­mann banka­ráðs

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Mynd: Bára Huld BeckHall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, segir í sam­tali við Frétta­blaðið í dag að við­brögð Gylfa sæmi ekki stöðu hans. „Það er hryggi­legt og ekki sæm­andi for­manni banka­ráðs Seðla­banka Íslands að lýsa afstöðu sinni með þessum hætt­i,“ segir Hall­dór. 

Hann segir að Gylfi verði að gæta þess að vegna stöðu hans sé á hann hlustað og að orð hans hafi áhrif bæði hér á landi og erlend­is. 

„Það stendur upp á hann að skýra hvernig þetta sam­ræm­ist stöðu hans og ég vænti þess að gengið verði eftir þeim skýr­ing­um,“ segir Halldór.

Auglýsing

Hefur skiln­ing á draum­förum mógúla og martröðum neyt­enda

Í nýrri færslu á Face­book svarar Gylfi ummælum Hall­dórs í Frétta­blað­inu í dag og segir að hann tali frekar í krafti þess að hafa verið á árum áður for­maður stjórn­ar ­Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og ráð­herra sam­keppn­is­mála sem og háskóla­kenn­ari fremur en for­maður banka­ráðs Seðla­bank­ans. 

„Hefur for­mað­ur­inn því ágæta þekk­ingu á sam­keppn­is­mál­um, m.a. skiln­ing á draum­förum mógúla og martröðum neyt­enda. En for­mað­ur­inn bíður jafn­spenntur eftir þessum skýr­ingum sem von virð­ist á og fram­kvæmda­stjór­inn,“ skrifar Gylfi. 

Sjálf­sagt væri þægi­legra fyrir fákeppn­is­mó­gúla lands­ins að þessi banka­ráðs­for­maður segði sem minnst eða tal­aði kannski...

Posted by Gylfi Magn­ús­son on Tues­day, Oct­o­ber 22, 2019
Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent