Alþingi gefi út dóma Yfirréttar

Forsætisnefnd hefur falið Alþingi að birta dóma og skjöl frá 1563 og til aldamótaársins 1800 í tilefni hundrað ára afmæli Hæstaréttar á næsta ári. Samkvæmt nefndinni eru málsskjölin ómetanlegar heimildir um margt í íslensku þjóðlífi þessa tíma.

Forsetahjón á svölum
Auglýsing

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis skoðar nú að fela for­seta þings­ins að standa að útgáfu á dómum og skjölum Yfir­rétt­ar­ins á Íslandi í sam­starfi við ­Þjóða­skjala­safn Ís­lands­ og ­Sögu­fé­lag­ið. Yfir­rétt­ur­inn var æðsti dóm­stóll lands­ins sem starf­aði á Alþingi á árunum 1563 til 1800. Dómar rétt­ar­ins þykja ekki ein­ung­is á­huga­verðir fyrir bæði rétt­ar­sögu og almenna sögu Íslands á þessum tíma, heldur eru máls­skjölin ómet­an­legar heim­ildir um margt í íslensku þjóð­lífi þessa tíma. 

100 millj­óna styrkur

Lengi hafa verið uppi fyr­ir­ætl­anir um útgáfu á dómum og skjölum Yfir­rétt­ar­ins og hófust áætl­anir um slíka útgáfu árið 1991. Það var þó ekki fyrr en árið 2011 sem fyrsta bindið af dómum Yfir­rétt­ar­ins kom út og stóð Alþingi fyrir þeirri útgáfu í sam­starfi við Sögu­fé­lag og Þjóð­skjala­safn. 

Nú hefur for­sætis­nefnd lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um málið þar sem nefnd­in telur að vel færi á að ljúka því verki í til­efni af 100 ára afmæli Hæsta­réttar á næsta ári. ­Nefndin leggur því til að Alþingi sam­þykki að styðja ­út­gáf­una fjár­hags­lega um 10 millj­ónir árlega næstu 10 ár. 

Auglýsing

Í grein­ar­gerð­inn­i í dag segir að með útgáfu skjala yfir­réttar feng­ist ­fyll­ri ­mynd af rétt­ar­sögu Íslands en nú er fyrir hend­i. ­Gefin hafa verið út dóm­ar Hæsta­rétt­ar frá upp­hafi sem og dóma Lands­yf­ir­rétt­ar, sem var­for­veri Hæsta­réttar Íslands á tíma­bil­inu 1800 til 1920. 

Æðsti dóm­stóll Íslands fram til 1800

Eins og áður segir var Yfir­rétt­ur­inn æðsti dóm­stóll á Íslandi frá 1563 og ­gegndi því hlut­verki hæsta­réttar á Íslandi þar til Lands­yf­ir­réttur var settur á lagg­irnar árið 1800. Hann var stofn­aður á tíma þegar stjórn­sýsla kon­ungs var að byrja að mót­ast.

firrétturinn kom saman á Þingvelli fram til 1798. Mynd:Birgir Þór Harðarson.

Í kon­ungs­bréfi Frið­riks II. kemur fram að vandi væri oft fyrir fátæka lands­menn að sækja rétt sinn til Dan­merkur og því væri nauð­syn­legt að koma á yfir­dómi á Íslandi.Til­gang­ur­inn var því að málum yrði vísað til hans fremur en til Kaup­manna­hafn­ar. Öll mál sem Yfir­rétt­ur­inn tók fyrir höfðu áður verið tekin til með­ferðar hjá lög­mönnum lands­ins og sýslu­mönnum á Alþingi en dóm­störfin fóru fram í Lög­rétt­u. 

Ómet­an­legar heim­ildir um íslenskt þjóð­líf á þessum tíma

Í grein­ar­gerð ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­ar ­segir að heim­ild­ar­gild­i ­dóma og máls­skjala Yfir­rétt­ar­ins er ótví­rætt. Mest hafi þó varð­veist af skjölum og dóma­bókum frá 18. öld en sú öld var tími mik­illa breyt­inga í Íslands­sög­unni, hug­myndir um rétt­ar­far breytt­ust og þar tók­ust á eldri laga­hug­myndir Íslend­inga og þeirra dönsku og norsku lög­bóka sem inn­leiddar voru eftir að ein­veldi var tekið upp árið 1662. 

Enn fremur segir í grein­ar­gerð­inni að ekki aðeins séu dóm­arnir áhuga­verðir fyrir bæði rétt­ar­sögu og almenna sögu Íslands á þessum tíma, heldur séu máls­skjölin ómet­an­legar heim­ildir um margt í íslensku þjóð­lífi þessa tíma. ­Máls­skjölin eru í raun beinar heim­ildir um hug­ar­far, rétt­ar­far og við­horf einnig heim­ildir um aðstæð­ur, stétta­skipt­ingu, sam­göng­ur, búskap­ar­hætti og margt fleira.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Regluveldi án réttinda
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda
Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata.
Rúmlega 95 prósent af tekjum Pírata og Flokks fólksins komu úr ríkissjóði
Flokkur fólksins hagnaðist um 27 milljónir króna í fyrra en Píratar töpuðu 11,7 milljónum. Báðir flokkarnir fengu engin framlög yfir 200 þúsund krónum og komu tekjur þeirra að uppistöðu úr ríkissjóði.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent