Alþingi gefi út dóma Yfirréttar

Forsætisnefnd hefur falið Alþingi að birta dóma og skjöl frá 1563 og til aldamótaársins 1800 í tilefni hundrað ára afmæli Hæstaréttar á næsta ári. Samkvæmt nefndinni eru málsskjölin ómetanlegar heimildir um margt í íslensku þjóðlífi þessa tíma.

Forsetahjón á svölum
Auglýsing

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis skoðar nú að fela forseta þingsins að standa að útgáfu á dómum og skjölum Yfirréttarins á Íslandi í samstarfi við Þjóðaskjalasafn Íslands og Sögufélagið. Yfirrétturinn var æðsti dómstóll landsins sem starfaði á Alþingi á árunum 1563 til 1800. 

Dómar réttarins þykja ekki einungis áhugaverðir fyrir bæði réttarsögu og almenna sögu Íslands á þessum tíma, heldur eru málsskjölin ómetanlegar heimildir um margt í íslensku þjóðlífi þessa tíma. 

100 milljóna styrkur

Lengi hafa verið uppi fyrirætlanir um útgáfu á dómum og skjölum Yfirréttarins og hófust áætlanir um slíka útgáfu árið 1991. Það var þó ekki fyrr en árið 2011 sem fyrsta bindið af dómum Yfirréttarins kom út og stóð Alþingi fyrir þeirri útgáfu í samstarfi við Sögufélag og Þjóðskjalasafn. 

Nú hefur forsætisnefnd lagt fram þingsályktunartillögu um málið þar sem nefndin telur að vel færi á að ljúka því verki í tilefni af 100 ára afmæli Hæstaréttar á næsta ári. Nefndin leggur því til að Alþingi samþykki að styðja útgáfuna fjárhagslega um 10 milljónir árlega næstu 10 ár. 

Auglýsing

Í greinargerðinni í dag segir að með útgáfu skjala yfirréttar fengist fyllri mynd af réttarsögu Íslands en nú er fyrir hendi. Gefin hafa verið út dómar Hæstaréttar frá upphafi sem og dóma Landsyfirréttar, sem varforveri Hæstaréttar Íslands á tímabilinu 1800 til 1920. 

Æðsti dómstóll Íslands fram til 1800

Eins og áður segir var Yfirrétturinn æðsti dómstóll á Íslandi frá 1563 og gegndi því hlutverki hæstaréttar á Íslandi þar til Landsyfirréttur var settur á laggirnar árið 1800. Hann var stofnaður á tíma þegar stjórnsýsla konungs var að byrja að mótast.

firrétturinn kom saman á Þingvelli fram til 1798. Mynd:Birgir Þór Harðarson.

Í konungsbréfi Friðriks II. kemur fram að vandi væri oft fyrir fátæka landsmenn að sækja rétt sinn til Danmerkur og því væri nauðsynlegt að koma á yfirdómi á Íslandi.

Tilgangurinn var því að málum yrði vísað til hans fremur en til Kaupmannahafnar. Öll mál sem Yfirrétturinn tók fyrir höfðu áður verið tekin til meðferðar hjá lögmönnum landsins og sýslumönnum á Alþingi en dómstörfin fóru fram í Lögréttu. 

Ómetanlegar heimildir um íslenskt þjóðlíf á þessum tíma

Í greinargerð þingsályktunartillögunnar segir að heimildargildi dóma og málsskjala Yfirréttarins er ótvírætt. Mest hafi þó varðveist af skjölum og dómabókum frá 18. öld en sú öld var tími mikilla breytinga í Íslandssögunni, hugmyndir um réttarfar breyttust og þar tókust á eldri lagahugmyndir Íslendinga og þeirra dönsku og norsku lögbóka sem innleiddar voru eftir að einveldi var tekið upp árið 1662. 

Enn fremur segir í greinargerðinni að ekki aðeins séu dómarnir áhugaverðir fyrir bæði réttarsögu og almenna sögu Íslands á þessum tíma, heldur séu málsskjölin ómetanlegar heimildir um margt í íslensku þjóðlífi þessa tíma. Málsskjölin eru í raun beinar heimildir um hugarfar, réttarfar og viðhorf einnig heimildir um aðstæður, stéttaskiptingu, samgöngur, búskaparhætti og margt fleira.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent