Öll skref í átt frá sterkara samkeppniseftirliti vond

Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að breytingar á samkeppnislöggjöfina sem hafa verið boðaðar séu ekki til bóta.

Gylfi Magnússon
Auglýsing

Gylfi Magn­ús­son, dós­ent við Háskóla Íslands og fyrr­ver­andi við­skipta­ráð­herra, segir að allar breyt­ingar sem miða að því að veikja sam­keppn­is­lög og eft­ir­lit með sam­keppni séu vond skref fyrir íslenskt efna­hags­líf. 

Hann segir auk þess að vegna þess hve íslenskt efna­hags­líf sé lítið og ein­angr­að, í sam­an­burði við alþjóð­leg mark­aðs­svæði, þá sé þeim mun mik­il­væg­ara að hafa virkt eft­ir­lit með sam­keppni. Ann­ars geti fyr­ir­tæki nýtt sér það til að skapa ein­ok­un­ar­stöðu og þannig unnið gegn almenn­ing­i. 

Þetta kom fram í Kast­ljósi á RÚV í kvöld, þar sem Gylfi ræddi um fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á sam­keppn­is­lög­gjöf­inni við Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka atvinnu­lífs­ins. 

Auglýsing

Hall­dór segir að breyt­ing­arn­ar, sem Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra sam­keppn­is­mála, hefur lagt fram, séu til þess fallnar að færa reglu­verkið nær því sem þekk­ist á Norð­ur­löndum og í Evr­ópu. Enda hljóti Íslend­ingar að vilja miða sig við nágranna­ríki sín og reyna að hafa sam­bæri­legt reglu­verk á íslenskum sam­keppn­is­mark­aði og gengur og ger­ist á Norð­ur­lönd­unum og í Evr­ópu. Hann telji að það yrði til bóta.

Þetta sagði Gylfi ein­fald­lega ekki vera rétt. Reglu­verkið á Íslandi væri einmitt svipað því sem þekkt­ist í Evr­ópu og á Norð­ur­lönd­un­um, og í nákvæm­is­at­riðum oft á tíð­um, en fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar miði að því að veikja eft­ir­litið og það sé aft­ur­för fyrir almenn­ing í land­in­u. 

Hall­dór segir það kall og svar tím­ans að leið­bein­andi hlut­verk eft­ir­lits­stofn­ana verði rík­ara og að það yrði lögð sú skylda á herðar eft­ir­lits­stofn­an­anna að veita fyr­ir­tækjum leið­bein­ingar um það með hvaða hætti þau geti farið að lögum sem heyra undir stofn­un­ina. 

Meg­in­reglur sam­keppn­is­réttar verði áfram til staðar og fyr­ir­tækjum yrði gert að fara eftir þeim. „Það er eng­inn að tala um það að við sinnum eft­ir­liti með okkur sjálf­um. Menn þurfa að hlíta lögum og reglum eftir sem áður, og ef þeir ger­ast brot­legir við lög, getur Sam­keppn­is­eft­ir­litið að sjálf­sögðu stigið inn.“

Að mati Hall­dórs liggur fyrir að neyt­endur muni á end­anum bera kostn­að­inn af íþyngj­andi eft­ir­lits­iðn­aði, sem hafi vaxið mikið á und­an­förn­um. „Ég geld var­hug við það að meiri og viða­meiri reglur skili endi­lega virk­ari sam­keppni og betra eft­ir­lit­i.“

Gylfi var heldur ekki sam­mála þess­ari rök­semd­ar­færslu Hall­dórs Benja­míns og sagði hana sam­bæri­lega þeim rökum sem færð voru fyrir því að veikja Fjár­mála­eft­ir­litið fyrir hrun. Það hafi skilið eftir sig bitra reynslu. Hall­dór taldi þá sam­lík­ingu Gylfa vera þunna og ein­falda. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Regluveldi án réttinda
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda
Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata.
Rúmlega 95 prósent af tekjum Pírata og Flokks fólksins komu úr ríkissjóði
Flokkur fólksins hagnaðist um 27 milljónir króna í fyrra en Píratar töpuðu 11,7 milljónum. Báðir flokkarnir fengu engin framlög yfir 200 þúsund krónum og komu tekjur þeirra að uppistöðu úr ríkissjóði.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent