Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður

Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.

Kjarnafæði - Norðlenska
Auglýsing

Eig­endur Kjarna­fæðis og Norð­lenska hafa kom­ist að sam­komu­lagi um helstu skil­mála sam­runa félag­anna tveggja, sem hefur verið til umræðu frá því árið 2018. Í frétta­til­kynn­ingu í dag segir að með sam­run­anum sé verið að „bregð­ast við breyt­ingum í rekstar­um­hverfi mat­væla­iðn­aðar und­an­farin miss­er­i“.

„Það er mat eig­enda félag­anna að sam­einað félag sé betur í stakk búið til að veita við­skipta­vinum sínum og birgj­um, ekki síst bænd­um, góða þjón­ustu á sam­keppn­is­hæfu verð­i,“ segir í til­kynn­ingu vegna sam­run­ans, sem gerður er með fyr­ir­vara um sam­þykki bæði Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og hlut­hafa­fundar Búsæld­ar, eig­anda Norð­lenska. 

Þar munu um 500 bændur greiða atkvæði um sam­run­ann. 

Auglýsing

Við­ræður um þennan stóra sam­runa á kjöt­fram­leiðslu­mark­aði hafa sem áður segir verið í gangi því árið 2018, en þær virt­ust þó úr sög­unni í fyrra. 

Þá var greint frá því að þær hefðu verið settar á ís og fram kom í til­kynn­ingu frá Norð­lenska að enn bæri tals­vert í milli og við­ræðum yrði ekki haldið áfram nema „ein­hver nýr vink­ill“ kæmi á mál­ið. Nú hafa félögin náð saman um þau atriði sem út af stóðu.

Hátt á fjórða hund­rað starfs­menn í heild

Eig­endur Kjarna­fæði eru bræð­urnir Eiður og Hreinn Gunn­laugs­syn­ir, en fyr­ir­tækið var stofnað árið 1985. Þar starfa um 130 manns og fer starf­semi að mestu fram á Sval­barðs­eyri í Eyja­firði. Bræð­urnir eiga einnig afurða­stöð SAH á Blöndu­ósi, þar sem unnin eru um 52 árs­verk og einnig eiga þeir 34 pró­sent hlut í Slát­ur­fé­lagi Vopn­firð­inga, sem rekur sauð­fjár­slát­ur­hús.

Norð­lenska varð til árið 2000 við sam­runa kjöt­iðn­ar­stöðvar KEA og Kjöt­iðj­unnar Húsa­vík, en stækk­aði árið 2001 þegar félagið sam­ein­að­ist þremur kjöt­vinnslum Goða. Norð­lenska fram­leiðir kjöt­vör­ur, einkum undir vöru­merkj­unum Norð­lenska, Goði, Húsa­vík­ur­kjöt, og KEA.

Félagið er sem áður segir í eigu Búsæld­ar, félags kjöt­fram­leið­enda í Eyja­firði, Þing­eyj­ar­sýslum og á Aust­ur- og Suð­aust­ur­landi, en hlut­hafar Búsældar eru um 500 bænd­ur.

Um 190 árs­verk eru unnin hjá félag­inu og skipt­ist starf­semin á milli Akur­eyr­ar, þar sem rekið er stór­gripa­slát­ur­hús og kjöt­vinnsla, Húsa­vík­ur, þar sem rekin eru sauð­fjár­slát­ur­hús og kjöt­vinnsla fyrir sauð­fjár­af­urð­ir, og sölu­skrif­stofa í Reykja­vík. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent