Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður

Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.

Kjarnafæði - Norðlenska
Auglýsing

Eig­endur Kjarna­fæðis og Norð­lenska hafa kom­ist að sam­komu­lagi um helstu skil­mála sam­runa félag­anna tveggja, sem hefur verið til umræðu frá því árið 2018. Í frétta­til­kynn­ingu í dag segir að með sam­run­anum sé verið að „bregð­ast við breyt­ingum í rekstar­um­hverfi mat­væla­iðn­aðar und­an­farin miss­er­i“.

„Það er mat eig­enda félag­anna að sam­einað félag sé betur í stakk búið til að veita við­skipta­vinum sínum og birgj­um, ekki síst bænd­um, góða þjón­ustu á sam­keppn­is­hæfu verð­i,“ segir í til­kynn­ingu vegna sam­run­ans, sem gerður er með fyr­ir­vara um sam­þykki bæði Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og hlut­hafa­fundar Búsæld­ar, eig­anda Norð­lenska. 

Þar munu um 500 bændur greiða atkvæði um sam­run­ann. 

Auglýsing

Við­ræður um þennan stóra sam­runa á kjöt­fram­leiðslu­mark­aði hafa sem áður segir verið í gangi því árið 2018, en þær virt­ust þó úr sög­unni í fyrra. 

Þá var greint frá því að þær hefðu verið settar á ís og fram kom í til­kynn­ingu frá Norð­lenska að enn bæri tals­vert í milli og við­ræðum yrði ekki haldið áfram nema „ein­hver nýr vink­ill“ kæmi á mál­ið. Nú hafa félögin náð saman um þau atriði sem út af stóðu.

Hátt á fjórða hund­rað starfs­menn í heild

Eig­endur Kjarna­fæði eru bræð­urnir Eiður og Hreinn Gunn­laugs­syn­ir, en fyr­ir­tækið var stofnað árið 1985. Þar starfa um 130 manns og fer starf­semi að mestu fram á Sval­barðs­eyri í Eyja­firði. Bræð­urnir eiga einnig afurða­stöð SAH á Blöndu­ósi, þar sem unnin eru um 52 árs­verk og einnig eiga þeir 34 pró­sent hlut í Slát­ur­fé­lagi Vopn­firð­inga, sem rekur sauð­fjár­slát­ur­hús.

Norð­lenska varð til árið 2000 við sam­runa kjöt­iðn­ar­stöðvar KEA og Kjöt­iðj­unnar Húsa­vík, en stækk­aði árið 2001 þegar félagið sam­ein­að­ist þremur kjöt­vinnslum Goða. Norð­lenska fram­leiðir kjöt­vör­ur, einkum undir vöru­merkj­unum Norð­lenska, Goði, Húsa­vík­ur­kjöt, og KEA.

Félagið er sem áður segir í eigu Búsæld­ar, félags kjöt­fram­leið­enda í Eyja­firði, Þing­eyj­ar­sýslum og á Aust­ur- og Suð­aust­ur­landi, en hlut­hafar Búsældar eru um 500 bænd­ur.

Um 190 árs­verk eru unnin hjá félag­inu og skipt­ist starf­semin á milli Akur­eyr­ar, þar sem rekið er stór­gripa­slát­ur­hús og kjöt­vinnsla, Húsa­vík­ur, þar sem rekin eru sauð­fjár­slát­ur­hús og kjöt­vinnsla fyrir sauð­fjár­af­urð­ir, og sölu­skrif­stofa í Reykja­vík. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent