Ferðaþjónustufyrirtæki og samtök atvinnurekenda axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki

ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

ASÍ skorar á ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki og sam­tök atvinnu­rek­enda að axla þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfs­fólki og fyr­ir­byggja slík brot til fram­tíð­ar, þar á meðal með því að tryggja fræðslu til rekstr­ar­að­ila. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá ASÍ í dag. 

Algeng­ustu brot sem erlent starfs­fólk í ferða­þjón­ustu verður fyrir eru vegna van­greiddra launa og brota á reglum um hvíld­ar­tíma og frí­daga, að því er fram í nýrri skýrslu Rann­sókn­ar­mið­stöðvar ferða­mála undir yfir­skrift­inni Aðstæður erlends starfs­fólks í ferða­þjón­ustu: Sjón­ar­horn stétt­ar­fé­laga og starfs­fólks. 

Í til­kynn­ing­unni segir að nið­ur­stöður skýrsl­unnar séu í fullu sam­ræmi við fyrri skýrslur um sama efni og við reynslu stétt­ar­fé­laga og Vinnu­staða­eft­ir­lits ASÍ. 

Auglýsing

„Eins og fram kemur í skýrsl­unni fjölg­aði erlendu starfs­fólki í ferða­þjón­ustu mikið í tengslum við hraðan vöxt ferða­þjón­ust­unn­ar. Dæmi eru um að fólk vinni full störf og jafn­vel meira fyrir lítil eða engin laun og að sjálf­boða­liða­störf séu notuð sem yfir­varp. Nokkuð algengt er að atvinnu­rek­endur útvegi starfs­fólki hús­næði. Leigu­upp­hæð er gjarnan yfir mark­aðs­verði á við­kom­andi svæði en hvorki stétt­ar­fé­lög né aðrir eft­ir­lits­að­ilar hafa heim­ildir til að fylgja því eftir að hús­næði sé við­un­and­i. 

Ráðn­ing­ar­sam­bandið er oft ótryggt og mik­ill mis­brestur á gerð ráðn­ing­ar­samn­inga og útgáfu launa­seðla. Þá eru fjöl­mörg dæmi um að fólk þori ekki að hafa sam­band við stétt­ar­fé­lög af ótta við brott­rekstur eða vegna slæmrar reynslu af stétt­ar­fé­lögum í heima­land­i,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

ASÍ kallar eftir því að lof­orð Lífs­kjara­samn­ing­anna um laga­legar heim­ildir til refs­inga vegna brota á kjara­samn­ingum verði upp­fyllt, enda sé ólíð­andi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófn­að­ur, við­gang­ist refsi­laust. Þá þurfi að tryggja heim­ildir Vinnu­staða­eft­ir­lits stétt­ar­fé­lag­anna og opin­berra eft­ir­lits­að­ila, þ. á m. slökkvi­liðs og heil­brigð­is­eft­ir­lits, til að hafa eft­ir­lit með hús­næði sem atvinnu­rek­endur útvega starfs­fólki. 

Réttur erlends launa­fólks í ferða­þjón­ustu víða fyrir borð bor­inn

María Lóa Frið­jóns­dótt­ir, verk­efna­stjóri Vinnu­staða­eft­ir­lits ASÍ, segir í til­kynn­ing­unni að verka­lýðs­hreyf­ingin hafi ítrekað verið sökuð um að ljúga og fara offari þegar greint er frá aðbún­aði og kjörum erlends starfs­fólks. 

„Skýrsla Rann­sókn­ar­mið­stöðvar ferða­mála er mik­il­vægt inn­legg því hún sýnir svart á hvítu það sem fyrri úttektir og reynsla stétt­ar­fé­lag­anna hafa bent til, það er að réttur erlends launa­fólks í ferða­þjón­ustu er víða fyrir borð bor­inn. Þetta er full­kom­lega í sam­ræmi við þann veru­leika sem við í Vinnu­staða­eft­ir­liti ASÍ höfum orðið vitni að og kallað eftir aðgerðum gegn.

Fyrr á þessu ári gerðu ASÍ og ISA­VIA samn­ing sín í milli um miðlun upp­lýs­inga til erlends launa­fólks um íslenskan vinnu­mark­að, kjara­samn­inga, rétt­indi og skyld­ur. Stétt­ar­fé­lög reyna einnig að ná sam­bandi við erlent launa­fólk til að tryggja rétt­indi þess og eft­ir­lits­full­trúar ASÍ og aðild­ar­fé­lag­anna dreifa bæk­lingum og upp­lýs­ingum um stétt­ar­fé­lögin í öllum vinnu­staða­heim­sóknum sín­um. Við bíðum hins vegar enn eftir heim­ildum til að hafa eft­ir­lit með íbúð­ar­hús­næði og eftir því að refsi­heim­ildir vegna launa­þjófn­aðar verði settar í lög. Tími aðgerða hlýtur að vera runn­inn upp,“ segir hún. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent