Ferðaþjónustufyrirtæki og samtök atvinnurekenda axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki

ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

ASÍ skorar á ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki og sam­tök atvinnu­rek­enda að axla þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfs­fólki og fyr­ir­byggja slík brot til fram­tíð­ar, þar á meðal með því að tryggja fræðslu til rekstr­ar­að­ila. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá ASÍ í dag. 

Algeng­ustu brot sem erlent starfs­fólk í ferða­þjón­ustu verður fyrir eru vegna van­greiddra launa og brota á reglum um hvíld­ar­tíma og frí­daga, að því er fram í nýrri skýrslu Rann­sókn­ar­mið­stöðvar ferða­mála undir yfir­skrift­inni Aðstæður erlends starfs­fólks í ferða­þjón­ustu: Sjón­ar­horn stétt­ar­fé­laga og starfs­fólks. 

Í til­kynn­ing­unni segir að nið­ur­stöður skýrsl­unnar séu í fullu sam­ræmi við fyrri skýrslur um sama efni og við reynslu stétt­ar­fé­laga og Vinnu­staða­eft­ir­lits ASÍ. 

Auglýsing

„Eins og fram kemur í skýrsl­unni fjölg­aði erlendu starfs­fólki í ferða­þjón­ustu mikið í tengslum við hraðan vöxt ferða­þjón­ust­unn­ar. Dæmi eru um að fólk vinni full störf og jafn­vel meira fyrir lítil eða engin laun og að sjálf­boða­liða­störf séu notuð sem yfir­varp. Nokkuð algengt er að atvinnu­rek­endur útvegi starfs­fólki hús­næði. Leigu­upp­hæð er gjarnan yfir mark­aðs­verði á við­kom­andi svæði en hvorki stétt­ar­fé­lög né aðrir eft­ir­lits­að­ilar hafa heim­ildir til að fylgja því eftir að hús­næði sé við­un­and­i. 

Ráðn­ing­ar­sam­bandið er oft ótryggt og mik­ill mis­brestur á gerð ráðn­ing­ar­samn­inga og útgáfu launa­seðla. Þá eru fjöl­mörg dæmi um að fólk þori ekki að hafa sam­band við stétt­ar­fé­lög af ótta við brott­rekstur eða vegna slæmrar reynslu af stétt­ar­fé­lögum í heima­land­i,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

ASÍ kallar eftir því að lof­orð Lífs­kjara­samn­ing­anna um laga­legar heim­ildir til refs­inga vegna brota á kjara­samn­ingum verði upp­fyllt, enda sé ólíð­andi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófn­að­ur, við­gang­ist refsi­laust. Þá þurfi að tryggja heim­ildir Vinnu­staða­eft­ir­lits stétt­ar­fé­lag­anna og opin­berra eft­ir­lits­að­ila, þ. á m. slökkvi­liðs og heil­brigð­is­eft­ir­lits, til að hafa eft­ir­lit með hús­næði sem atvinnu­rek­endur útvega starfs­fólki. 

Réttur erlends launa­fólks í ferða­þjón­ustu víða fyrir borð bor­inn

María Lóa Frið­jóns­dótt­ir, verk­efna­stjóri Vinnu­staða­eft­ir­lits ASÍ, segir í til­kynn­ing­unni að verka­lýðs­hreyf­ingin hafi ítrekað verið sökuð um að ljúga og fara offari þegar greint er frá aðbún­aði og kjörum erlends starfs­fólks. 

„Skýrsla Rann­sókn­ar­mið­stöðvar ferða­mála er mik­il­vægt inn­legg því hún sýnir svart á hvítu það sem fyrri úttektir og reynsla stétt­ar­fé­lag­anna hafa bent til, það er að réttur erlends launa­fólks í ferða­þjón­ustu er víða fyrir borð bor­inn. Þetta er full­kom­lega í sam­ræmi við þann veru­leika sem við í Vinnu­staða­eft­ir­liti ASÍ höfum orðið vitni að og kallað eftir aðgerðum gegn.

Fyrr á þessu ári gerðu ASÍ og ISA­VIA samn­ing sín í milli um miðlun upp­lýs­inga til erlends launa­fólks um íslenskan vinnu­mark­að, kjara­samn­inga, rétt­indi og skyld­ur. Stétt­ar­fé­lög reyna einnig að ná sam­bandi við erlent launa­fólk til að tryggja rétt­indi þess og eft­ir­lits­full­trúar ASÍ og aðild­ar­fé­lag­anna dreifa bæk­lingum og upp­lýs­ingum um stétt­ar­fé­lögin í öllum vinnu­staða­heim­sóknum sín­um. Við bíðum hins vegar enn eftir heim­ildum til að hafa eft­ir­lit með íbúð­ar­hús­næði og eftir því að refsi­heim­ildir vegna launa­þjófn­aðar verði settar í lög. Tími aðgerða hlýtur að vera runn­inn upp,“ segir hún. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent