Ferðaþjónustufyrirtæki og samtök atvinnurekenda axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki

ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

ASÍ skorar á ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki og sam­tök atvinnu­rek­enda að axla þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfs­fólki og fyr­ir­byggja slík brot til fram­tíð­ar, þar á meðal með því að tryggja fræðslu til rekstr­ar­að­ila. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá ASÍ í dag. 

Algeng­ustu brot sem erlent starfs­fólk í ferða­þjón­ustu verður fyrir eru vegna van­greiddra launa og brota á reglum um hvíld­ar­tíma og frí­daga, að því er fram í nýrri skýrslu Rann­sókn­ar­mið­stöðvar ferða­mála undir yfir­skrift­inni Aðstæður erlends starfs­fólks í ferða­þjón­ustu: Sjón­ar­horn stétt­ar­fé­laga og starfs­fólks. 

Í til­kynn­ing­unni segir að nið­ur­stöður skýrsl­unnar séu í fullu sam­ræmi við fyrri skýrslur um sama efni og við reynslu stétt­ar­fé­laga og Vinnu­staða­eft­ir­lits ASÍ. 

Auglýsing

„Eins og fram kemur í skýrsl­unni fjölg­aði erlendu starfs­fólki í ferða­þjón­ustu mikið í tengslum við hraðan vöxt ferða­þjón­ust­unn­ar. Dæmi eru um að fólk vinni full störf og jafn­vel meira fyrir lítil eða engin laun og að sjálf­boða­liða­störf séu notuð sem yfir­varp. Nokkuð algengt er að atvinnu­rek­endur útvegi starfs­fólki hús­næði. Leigu­upp­hæð er gjarnan yfir mark­aðs­verði á við­kom­andi svæði en hvorki stétt­ar­fé­lög né aðrir eft­ir­lits­að­ilar hafa heim­ildir til að fylgja því eftir að hús­næði sé við­un­and­i. 

Ráðn­ing­ar­sam­bandið er oft ótryggt og mik­ill mis­brestur á gerð ráðn­ing­ar­samn­inga og útgáfu launa­seðla. Þá eru fjöl­mörg dæmi um að fólk þori ekki að hafa sam­band við stétt­ar­fé­lög af ótta við brott­rekstur eða vegna slæmrar reynslu af stétt­ar­fé­lögum í heima­land­i,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

ASÍ kallar eftir því að lof­orð Lífs­kjara­samn­ing­anna um laga­legar heim­ildir til refs­inga vegna brota á kjara­samn­ingum verði upp­fyllt, enda sé ólíð­andi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófn­að­ur, við­gang­ist refsi­laust. Þá þurfi að tryggja heim­ildir Vinnu­staða­eft­ir­lits stétt­ar­fé­lag­anna og opin­berra eft­ir­lits­að­ila, þ. á m. slökkvi­liðs og heil­brigð­is­eft­ir­lits, til að hafa eft­ir­lit með hús­næði sem atvinnu­rek­endur útvega starfs­fólki. 

Réttur erlends launa­fólks í ferða­þjón­ustu víða fyrir borð bor­inn

María Lóa Frið­jóns­dótt­ir, verk­efna­stjóri Vinnu­staða­eft­ir­lits ASÍ, segir í til­kynn­ing­unni að verka­lýðs­hreyf­ingin hafi ítrekað verið sökuð um að ljúga og fara offari þegar greint er frá aðbún­aði og kjörum erlends starfs­fólks. 

„Skýrsla Rann­sókn­ar­mið­stöðvar ferða­mála er mik­il­vægt inn­legg því hún sýnir svart á hvítu það sem fyrri úttektir og reynsla stétt­ar­fé­lag­anna hafa bent til, það er að réttur erlends launa­fólks í ferða­þjón­ustu er víða fyrir borð bor­inn. Þetta er full­kom­lega í sam­ræmi við þann veru­leika sem við í Vinnu­staða­eft­ir­liti ASÍ höfum orðið vitni að og kallað eftir aðgerðum gegn.

Fyrr á þessu ári gerðu ASÍ og ISA­VIA samn­ing sín í milli um miðlun upp­lýs­inga til erlends launa­fólks um íslenskan vinnu­mark­að, kjara­samn­inga, rétt­indi og skyld­ur. Stétt­ar­fé­lög reyna einnig að ná sam­bandi við erlent launa­fólk til að tryggja rétt­indi þess og eft­ir­lits­full­trúar ASÍ og aðild­ar­fé­lag­anna dreifa bæk­lingum og upp­lýs­ingum um stétt­ar­fé­lögin í öllum vinnu­staða­heim­sóknum sín­um. Við bíðum hins vegar enn eftir heim­ildum til að hafa eft­ir­lit með íbúð­ar­hús­næði og eftir því að refsi­heim­ildir vegna launa­þjófn­aðar verði settar í lög. Tími aðgerða hlýtur að vera runn­inn upp,“ segir hún. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Staða ungs fólks á Íslandi
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent