Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína

Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.

Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Auglýsing

Norð­ur­löndin ættu að koma sér saman um sam­eig­in­lega stefnu í lofts­lags­málum og beita sér fyrir henni á alþjóða­vett­vangi, þar sem það hefur oft og tíðum sýnt sig að sam­eig­in­legt nor­rænt átak innan alþjóða­stofn­ana getur hjálpað til við að setja mál á dag­skrá.

Einnig ættu Norð­ur­löndin að vinna sam­eig­in­lega að stefnu og nálgun varð­andi norð­ur­slóða­stefnu Kína, þar sem auk­inn áhugi Kín­verja á norð­ur­slóðum mun hafa áskor­anir í för með sér fyrir örygg­is­mál í heims­hlut­an­um. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um örygg­is- og utan­rík­is­mál Norð­ur­land­anna sem Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráð­herra, hefur skilað af sér til nor­rænu utan­rík­is­ráð­herr­anna. 

Auglýsing

Björn var feng­inn til þess að skrifa skýrsl­una í des­em­ber í fyrra, en þá var ára­tugur frá því að Thor­vald Stol­ten­berg, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra Nor­egs var feng­inn til að vinna sam­bæri­lega skýrslu.

Í frétta­til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu segir að stórum hluta þeirra til­lagna sem settar voru fram í Stol­ten­berg-­skýrsl­unni hafi verið hrint í fram­kvæmd. Haft er eftir Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra að hann von­ist til þess að til­lögur Björns kom­ist í fram­kvæmd á næstu mán­uðum og árum.

Sam­starf um við­brögð við fram­tíð­ar­f­ar­öldrum

Birni var falið að að beina athygli sinni að lofts­lags­breyt­ing­um, fjöl­þáttaógnum og net­ör­yggi auk leiða til að efla fjöl­þjóða­sam­starf og virð­ingu fyrir alþjóða­reglum við skýrslu­gerð­ina. Lagði hann fram 14 til­lögur í heild­ina, sem settar eru fram með knöppum hætti líkt og utan­rík­is­ráð­herrar Norð­ur­land­anna ósk­uðu eft­ir. 

Á meðal til­lagna, auk þeirra sem nefndar eru hér í inn­gangi, er að hið opin­bera og einka­að­ilar vinni saman á sviði orku­skipta, Norð­ur­löndin vinni saman að haf­rann­sóknum til þess að sporn gegn áhrifum lofts­lags­breyt­inga og hafi einnig sam­starf um við­brögð við heims­f­ar­öldrum fram­tíð­ar. 

Hvað það síð­ast­nefnda varðar leggur Björn til að rann­saka skuli hvernig Norð­ur­löndin gætu komið sér upp örygg­is­birgða­kerfi fyrir heil­brigð­is­geir­ann og mögu­leik­ann á því að koma upp sam­nor­rænum birgðum fyrir lyf og nauð­syn­legar heil­brigð­is­vörur og -tæki.

Í inn­gangi skýrsl­unnar kemur fram að við gerð hennar hafi Björn og Jóna Sól­veig Elín­ar­dótt­ir, sem stýrir deild um alþjóð­leg örygg­is- og varn­ar­mála­sam­starf í ráðu­neyt­inu, átt yfir 80 fundi með nor­rænum stjórn­mála­mönn­um, diplómöt­um, sér­fræð­ingum og fræði­mönnum þar sem þau hafi fundið fyrir miklum og ein­lægum áhuga á að styrkja nor­rænt sam­starf innan þess mála­flokks sem skýrslan tekur til.

„Ef skýrslan verður til þess að auka nor­rænt sam­starf á sviði utan­rík­is- og örygg­is­mála er hún skref til bjart­ari fram­tíð­ar,“ segir Björn í inn­gangi skýrsl­unn­ar.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent