Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína

Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.

Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Auglýsing

Norð­ur­löndin ættu að koma sér saman um sam­eig­in­lega stefnu í lofts­lags­málum og beita sér fyrir henni á alþjóða­vett­vangi, þar sem það hefur oft og tíðum sýnt sig að sam­eig­in­legt nor­rænt átak innan alþjóða­stofn­ana getur hjálpað til við að setja mál á dag­skrá.

Einnig ættu Norð­ur­löndin að vinna sam­eig­in­lega að stefnu og nálgun varð­andi norð­ur­slóða­stefnu Kína, þar sem auk­inn áhugi Kín­verja á norð­ur­slóðum mun hafa áskor­anir í för með sér fyrir örygg­is­mál í heims­hlut­an­um. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um örygg­is- og utan­rík­is­mál Norð­ur­land­anna sem Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráð­herra, hefur skilað af sér til nor­rænu utan­rík­is­ráð­herr­anna. 

Auglýsing

Björn var feng­inn til þess að skrifa skýrsl­una í des­em­ber í fyrra, en þá var ára­tugur frá því að Thor­vald Stol­ten­berg, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra Nor­egs var feng­inn til að vinna sam­bæri­lega skýrslu.

Í frétta­til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu segir að stórum hluta þeirra til­lagna sem settar voru fram í Stol­ten­berg-­skýrsl­unni hafi verið hrint í fram­kvæmd. Haft er eftir Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra að hann von­ist til þess að til­lögur Björns kom­ist í fram­kvæmd á næstu mán­uðum og árum.

Sam­starf um við­brögð við fram­tíð­ar­f­ar­öldrum

Birni var falið að að beina athygli sinni að lofts­lags­breyt­ing­um, fjöl­þáttaógnum og net­ör­yggi auk leiða til að efla fjöl­þjóða­sam­starf og virð­ingu fyrir alþjóða­reglum við skýrslu­gerð­ina. Lagði hann fram 14 til­lögur í heild­ina, sem settar eru fram með knöppum hætti líkt og utan­rík­is­ráð­herrar Norð­ur­land­anna ósk­uðu eft­ir. 

Á meðal til­lagna, auk þeirra sem nefndar eru hér í inn­gangi, er að hið opin­bera og einka­að­ilar vinni saman á sviði orku­skipta, Norð­ur­löndin vinni saman að haf­rann­sóknum til þess að sporn gegn áhrifum lofts­lags­breyt­inga og hafi einnig sam­starf um við­brögð við heims­f­ar­öldrum fram­tíð­ar. 

Hvað það síð­ast­nefnda varðar leggur Björn til að rann­saka skuli hvernig Norð­ur­löndin gætu komið sér upp örygg­is­birgða­kerfi fyrir heil­brigð­is­geir­ann og mögu­leik­ann á því að koma upp sam­nor­rænum birgðum fyrir lyf og nauð­syn­legar heil­brigð­is­vörur og -tæki.

Í inn­gangi skýrsl­unnar kemur fram að við gerð hennar hafi Björn og Jóna Sól­veig Elín­ar­dótt­ir, sem stýrir deild um alþjóð­leg örygg­is- og varn­ar­mála­sam­starf í ráðu­neyt­inu, átt yfir 80 fundi með nor­rænum stjórn­mála­mönn­um, diplómöt­um, sér­fræð­ingum og fræði­mönnum þar sem þau hafi fundið fyrir miklum og ein­lægum áhuga á að styrkja nor­rænt sam­starf innan þess mála­flokks sem skýrslan tekur til.

„Ef skýrslan verður til þess að auka nor­rænt sam­starf á sviði utan­rík­is- og örygg­is­mála er hún skref til bjart­ari fram­tíð­ar,“ segir Björn í inn­gangi skýrsl­unn­ar.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent