„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“

Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.

ferðamenn í reykjavík
Auglýsing

Algeng­ustu brot í ferða­þjón­ustu eru að fólk sé að fá van­greidd laun miðað við ákvæði kjara­samn­inga um skipu­lag vakta og álags­greiðslna í vakta­vinnu eða skipt­ingu launa í dag­vinnu og eft­ir­vinnu. Þetta kemur fram í skýrslu Rann­sókna­mið­stöðvar ferða­mála. 

Höf­undar skýrsl­unnar tóku við­töl við starfs­fólk stétt­ar­fé­laga utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og einnig við erlent starfs­fólk í ferða­þjón­ustu víða um land­ið.

Talað var um jafn­að­ar­laun og tví­skiptar vaktir sem sér­stakt vanda­mál í ferða­þjón­ustu, sem fæli í sér brot á kjara­samn­ing­um.

Auglýsing

Þá segir í skýrsl­unni að starfs­fólk sé látið vinna á tví­skiptum vöktum á álags­tímum að morgni eða í hádegi, fara síðan í nokkra tíma pásu án launa og mæta aftur til vinnu í kringum kvöld­mat, þar sem það henti starf­sem­inni. Í einu við­tali var sagt að sumir atvinnu­rek­endur segðu að erlent starfs­fólk vildi nýta þennan tíma um miðjan dag í að skoða land­ið:

„Helstu mál snúa oft að vakta­vinnu, þessar tví­skiptu vaktir sem að við sam­þykkjum ekki. Þá er kannski verið að setja fólk á vakt tíu til tvö og aftur frá sex til tíu. Eru að skipu­leggja þetta svona og láta fólkið stimpla sig út. Borga ekki á milli. Skýr­ingar atvinnu­rek­enda eru oft: „Fólkið vill þetta. Langar svo mikið að skoða sig um.“ Er bara svo kjána­legt. Svo er fólk ekki einu sinni með bíl.“

„Sulla saman dag­vinnu og vakta­vinnu“

­Fyrir utan tví­skiptar vaktir voru til­tekin önnur dæmi í skýrsl­unni um ann­marka á skipu­lagi vakta, auk þess sem að útreikn­ingur á vakta­á­lagi virt­ist vefj­ast fyrir mörg­um, þ.e. 33 pró­sent álag á kvöld­in, 45 pró­sent álag um nætur og helgar og 90 pró­sent stór­há­tíða­á­lag. Einnig væru sumir atvinnu­rek­endur að „sulla saman dag­vinnu og vakta­vinn­u“, til dæmis með því að greiða dag­vinnu á milli klukkan sjö og átta á morgn­ana hjá vakta­vinnu­fólki sem ætti að vera með 45 pró­sent álag á þeim tíma. 

Starfs­fólk ætti einnig rétt á að fá vak­taplan með ákveðnum fyr­ir­vara þar sem fram kæmi bæði upp­haf og endir vakta, sem greitt væri fyr­ir. Það skipu­lag þyrfti líka að virða reglur um hvíld­ar­tíma og yfir­vinnu­greiðsl­ur.

Greiðsla jafn­að­ar­launa, í stað þess að skilja á milli launa fyrir dag­vinnu og yfir­vinnu eins og kjara­samn­ingar kveða á um, kom oft upp sem vanda­mál í við­töl­un­um, að því er fram kemur í skýrsl­unni. Var það bæði tengt við til­raunir atvinnu­rek­enda til að ein­falda launa­út­reikn­inga og sem leið til að halda niðri launa­kostn­að­i: 

„Þum­al­putta­reglan er sú að ef að fyr­ir­tækið býður upp á jafn­að­ar­laun þá er það vegna þess að þeir eru að halda niðri launa­kostn­aði […].Það er þægi­legra að reikna það út.“ 

Þegar greitt sé jafn­að­ar­kaup búi atvinnu­rek­and­inn til sinn eigin taxta sem sé hærri en dag­vinnu­laun, en langt undir yfir­vinnu­taxta. Greitt sé eftir þessum heima­til­búna taxta, óháð heild­ar­vinnu­tíma yfir mán­uð­inn og hvenær sól­ar­hrings­ins vinnan er unn­in. Þegar starfs­fólk er farið að vinna eitt­hvað að ráði yfir 173 tíma á mán­uði sé það yfir­leitt að fá und­ir­borgað „svo vinna menn ekki undir 173 tíma heldur 250-60 tíma á mán­uði alltaf á sama kaup­inu þá eru þeir komnir í mínus“. 

Sami við­mæl­andi taldi meiri til­hneig­ingu til­ að ráða erlent starfs­fólk sem stopp­aði stutt við á háanna­tíma í ferða­þjón­ustu á jafn­að­ar­kaup, á meðan aðrir nefndu að íslensk ung­menni væru oft fljót að sam­þykkja jafn­að­ar­kaup. Í báðum til­vikum væri starfs­fólkið ekki að kynna sér kjara­samn­inga vel áður en tekið væri til­boði um jafn­að­ar­kaup. 

Lenska að vera alltaf und­ir­mönnuð

Í skýrsl­unni kemur enn fremur fram að í ofan­greindum dæmum sé vísað til óhóf­legs vinnu­tíma og séu brot á reglum um 11 tíma hvíld­ar­tíma og frí­daga meðal mála sem oft teng­ist ferða­þjón­ust­unni í frá­sögnum við­mæl­end­un­um. Brot á rétti fólks til að fá styttri eða lengri frí hafi meðal ann­ars verið rakið til und­ir­mönn­un­ar:

„Ég held að það sé ein lenska og ekki síst í ferða­þjón­ust­unni og það er að vera alltaf und­ir­mönn­uð. Að spara þar. En það segir bara að þeir sem eftir eru að þeir þurfi að hlaupa hraðar og vinna leng­ur.“ 

Það væri keyrt á sama fólk­inu sem aldrei fengi frí­dag: 

„Við erum búin að fá mörg dæmi um að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og það er ekki verið að virða þennan viku­lega frí­dag eða sam­eina tvo hálfs­mán­að­ar­lega, sem er í kjara­samn­ing­i.“ 

Neitað um sum­ar­frí

Eitt dæmið var um par sem bjó á gisti­heim­ili og þurfti að vera til taks allan sól­ar­hring­inn að þjón­usta gesti. Þau fengu aldrei frí­dag, en skruppu frá í nokkra daga eftir fjóra mán­uði og þá var það dregið af kaup­inu þeirra. Í við­tali við eft­ir­lits­full­trúa sem fór um víð­feðmt svæði, Vest­firð­ina og suður í Hval­fjörð, var talað um að algengt væri að staðan væri þannig í smærri og afskekkt­ari gisti­húsum að fólk væri á föstum mán­að­ar­launum með óskil­greindan vinnu­tíma og kæm­ist aldrei í frí „og sumir segja bara að þeir séu að vinna ein­hverja 16, 17 tíma á sól­ar­hring og fá aldrei frí. Kom­ast ekki burt af því þeir eru út í rass­gati og hafa ekki aðgang að bíl og svo fá þeir bara ein­hver föst mán­að­ar­laun.“ 

Annað dæmi var nefnt um und­ir­mann­aða bíla­leigu þar sem eig­in­maður konu af erlendum upp­runa bað um aðstoð verka­lýðs­fé­lags­ins þegar að henni var neitað um sum­ar­frí: 

„Hún er ekki að fá viku­legan frí­dag. Hún er bara látin vinna sjö daga vik­unn­ar, alltaf. Hún var að biðja um sum­ar­frí, þá fékk hún­ það ekki.“

Vanda­mál tengd fríum

Yfir lág­anna­tíma í ferða­þjón­ustu á sumum svæðum var talað um ann­ars konar vanda­mál tengt fríum heils­árs­starfs­fólks. Þá væri starfs­fólki sagt að það ætti að taka launa­laust leyfi í des­em­ber og fram í jan­úar á meðan stað­ur­inn er lok­að­ur. Þar sem þeim er ekki sagt upp ættu þau ekki rétt á atvinnu­leys­is­bótum í gegnum Vinnu­mála­stofn­un. Þau misstu einnig áunnin rétt­indi um greiðslu fyrir marga rauða daga á þessum tíma:

„Þetta er mjög algengt, bara sagt við erlenda starfs­menn „Nú verðið þið að taka ykkur frí, það er ekk­ert að gera í des­em­ber fram að 20. jan­úar … Þá tekur fyr­ir­tækið af þeim rauðu dag­ana í leið­inni, sem eru nátt­úr­lega áunnin rétt­indi eftir mán­að­ar­starf. Þá er verið að hlunn­fara fólkið um þessa rauðu daga. Oft eru jólin þannig að það eru frí­dagar í ein­hverja 5-6 daga.“

Í skýrsl­unni segir að í núgild­andi ferða­þjón­ustu­samn­ing hafi komið bókun sem leið­rétti þetta. Þar sé kveðið á um að starfs­fólk sem hefur áunnið sér þau rétt­indi eigi að fá greitt dag­vinnu­kaup fyrir rauða daga um jól og ára­mót, þó að það sé ekki í vinnu á þessum tíma. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent