„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“

Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.

ferðamenn í reykjavík
Auglýsing

Algeng­ustu brot í ferða­þjón­ustu eru að fólk sé að fá van­greidd laun miðað við ákvæði kjara­samn­inga um skipu­lag vakta og álags­greiðslna í vakta­vinnu eða skipt­ingu launa í dag­vinnu og eft­ir­vinnu. Þetta kemur fram í skýrslu Rann­sókna­mið­stöðvar ferða­mála. 

Höf­undar skýrsl­unnar tóku við­töl við starfs­fólk stétt­ar­fé­laga utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og einnig við erlent starfs­fólk í ferða­þjón­ustu víða um land­ið.

Talað var um jafn­að­ar­laun og tví­skiptar vaktir sem sér­stakt vanda­mál í ferða­þjón­ustu, sem fæli í sér brot á kjara­samn­ing­um.

Auglýsing

Þá segir í skýrsl­unni að starfs­fólk sé látið vinna á tví­skiptum vöktum á álags­tímum að morgni eða í hádegi, fara síðan í nokkra tíma pásu án launa og mæta aftur til vinnu í kringum kvöld­mat, þar sem það henti starf­sem­inni. Í einu við­tali var sagt að sumir atvinnu­rek­endur segðu að erlent starfs­fólk vildi nýta þennan tíma um miðjan dag í að skoða land­ið:

„Helstu mál snúa oft að vakta­vinnu, þessar tví­skiptu vaktir sem að við sam­þykkjum ekki. Þá er kannski verið að setja fólk á vakt tíu til tvö og aftur frá sex til tíu. Eru að skipu­leggja þetta svona og láta fólkið stimpla sig út. Borga ekki á milli. Skýr­ingar atvinnu­rek­enda eru oft: „Fólkið vill þetta. Langar svo mikið að skoða sig um.“ Er bara svo kjána­legt. Svo er fólk ekki einu sinni með bíl.“

„Sulla saman dag­vinnu og vakta­vinnu“

­Fyrir utan tví­skiptar vaktir voru til­tekin önnur dæmi í skýrsl­unni um ann­marka á skipu­lagi vakta, auk þess sem að útreikn­ingur á vakta­á­lagi virt­ist vefj­ast fyrir mörg­um, þ.e. 33 pró­sent álag á kvöld­in, 45 pró­sent álag um nætur og helgar og 90 pró­sent stór­há­tíða­á­lag. Einnig væru sumir atvinnu­rek­endur að „sulla saman dag­vinnu og vakta­vinn­u“, til dæmis með því að greiða dag­vinnu á milli klukkan sjö og átta á morgn­ana hjá vakta­vinnu­fólki sem ætti að vera með 45 pró­sent álag á þeim tíma. 

Starfs­fólk ætti einnig rétt á að fá vak­taplan með ákveðnum fyr­ir­vara þar sem fram kæmi bæði upp­haf og endir vakta, sem greitt væri fyr­ir. Það skipu­lag þyrfti líka að virða reglur um hvíld­ar­tíma og yfir­vinnu­greiðsl­ur.

Greiðsla jafn­að­ar­launa, í stað þess að skilja á milli launa fyrir dag­vinnu og yfir­vinnu eins og kjara­samn­ingar kveða á um, kom oft upp sem vanda­mál í við­töl­un­um, að því er fram kemur í skýrsl­unni. Var það bæði tengt við til­raunir atvinnu­rek­enda til að ein­falda launa­út­reikn­inga og sem leið til að halda niðri launa­kostn­að­i: 

„Þum­al­putta­reglan er sú að ef að fyr­ir­tækið býður upp á jafn­að­ar­laun þá er það vegna þess að þeir eru að halda niðri launa­kostn­aði […].Það er þægi­legra að reikna það út.“ 

Þegar greitt sé jafn­að­ar­kaup búi atvinnu­rek­and­inn til sinn eigin taxta sem sé hærri en dag­vinnu­laun, en langt undir yfir­vinnu­taxta. Greitt sé eftir þessum heima­til­búna taxta, óháð heild­ar­vinnu­tíma yfir mán­uð­inn og hvenær sól­ar­hrings­ins vinnan er unn­in. Þegar starfs­fólk er farið að vinna eitt­hvað að ráði yfir 173 tíma á mán­uði sé það yfir­leitt að fá und­ir­borgað „svo vinna menn ekki undir 173 tíma heldur 250-60 tíma á mán­uði alltaf á sama kaup­inu þá eru þeir komnir í mínus“. 

Sami við­mæl­andi taldi meiri til­hneig­ingu til­ að ráða erlent starfs­fólk sem stopp­aði stutt við á háanna­tíma í ferða­þjón­ustu á jafn­að­ar­kaup, á meðan aðrir nefndu að íslensk ung­menni væru oft fljót að sam­þykkja jafn­að­ar­kaup. Í báðum til­vikum væri starfs­fólkið ekki að kynna sér kjara­samn­inga vel áður en tekið væri til­boði um jafn­að­ar­kaup. 

Lenska að vera alltaf und­ir­mönnuð

Í skýrsl­unni kemur enn fremur fram að í ofan­greindum dæmum sé vísað til óhóf­legs vinnu­tíma og séu brot á reglum um 11 tíma hvíld­ar­tíma og frí­daga meðal mála sem oft teng­ist ferða­þjón­ust­unni í frá­sögnum við­mæl­end­un­um. Brot á rétti fólks til að fá styttri eða lengri frí hafi meðal ann­ars verið rakið til und­ir­mönn­un­ar:

„Ég held að það sé ein lenska og ekki síst í ferða­þjón­ust­unni og það er að vera alltaf und­ir­mönn­uð. Að spara þar. En það segir bara að þeir sem eftir eru að þeir þurfi að hlaupa hraðar og vinna leng­ur.“ 

Það væri keyrt á sama fólk­inu sem aldrei fengi frí­dag: 

„Við erum búin að fá mörg dæmi um að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og það er ekki verið að virða þennan viku­lega frí­dag eða sam­eina tvo hálfs­mán­að­ar­lega, sem er í kjara­samn­ing­i.“ 

Neitað um sum­ar­frí

Eitt dæmið var um par sem bjó á gisti­heim­ili og þurfti að vera til taks allan sól­ar­hring­inn að þjón­usta gesti. Þau fengu aldrei frí­dag, en skruppu frá í nokkra daga eftir fjóra mán­uði og þá var það dregið af kaup­inu þeirra. Í við­tali við eft­ir­lits­full­trúa sem fór um víð­feðmt svæði, Vest­firð­ina og suður í Hval­fjörð, var talað um að algengt væri að staðan væri þannig í smærri og afskekkt­ari gisti­húsum að fólk væri á föstum mán­að­ar­launum með óskil­greindan vinnu­tíma og kæm­ist aldrei í frí „og sumir segja bara að þeir séu að vinna ein­hverja 16, 17 tíma á sól­ar­hring og fá aldrei frí. Kom­ast ekki burt af því þeir eru út í rass­gati og hafa ekki aðgang að bíl og svo fá þeir bara ein­hver föst mán­að­ar­laun.“ 

Annað dæmi var nefnt um und­ir­mann­aða bíla­leigu þar sem eig­in­maður konu af erlendum upp­runa bað um aðstoð verka­lýðs­fé­lags­ins þegar að henni var neitað um sum­ar­frí: 

„Hún er ekki að fá viku­legan frí­dag. Hún er bara látin vinna sjö daga vik­unn­ar, alltaf. Hún var að biðja um sum­ar­frí, þá fékk hún­ það ekki.“

Vanda­mál tengd fríum

Yfir lág­anna­tíma í ferða­þjón­ustu á sumum svæðum var talað um ann­ars konar vanda­mál tengt fríum heils­árs­starfs­fólks. Þá væri starfs­fólki sagt að það ætti að taka launa­laust leyfi í des­em­ber og fram í jan­úar á meðan stað­ur­inn er lok­að­ur. Þar sem þeim er ekki sagt upp ættu þau ekki rétt á atvinnu­leys­is­bótum í gegnum Vinnu­mála­stofn­un. Þau misstu einnig áunnin rétt­indi um greiðslu fyrir marga rauða daga á þessum tíma:

„Þetta er mjög algengt, bara sagt við erlenda starfs­menn „Nú verðið þið að taka ykkur frí, það er ekk­ert að gera í des­em­ber fram að 20. jan­úar … Þá tekur fyr­ir­tækið af þeim rauðu dag­ana í leið­inni, sem eru nátt­úr­lega áunnin rétt­indi eftir mán­að­ar­starf. Þá er verið að hlunn­fara fólkið um þessa rauðu daga. Oft eru jólin þannig að það eru frí­dagar í ein­hverja 5-6 daga.“

Í skýrsl­unni segir að í núgild­andi ferða­þjón­ustu­samn­ing hafi komið bókun sem leið­rétti þetta. Þar sé kveðið á um að starfs­fólk sem hefur áunnið sér þau rétt­indi eigi að fá greitt dag­vinnu­kaup fyrir rauða daga um jól og ára­mót, þó að það sé ekki í vinnu á þessum tíma. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent