Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Sótt­varna­læknir hefur lagt til við heil­brigð­is­ráð­herra að breyta reglum um skimun á landa­mærum vegna COVID-19. Breyt­ingin snýr ein­göngu að íslenskum rík­is­borg­urum og þeim sem eru búsettir hér á landi. Sem fyrr verður hægt að velja á milli 14 daga sótt­kvíar eða skimunar á landa­mærum en gert er ráð fyrir að ein­stak­lingar úr fyrr­nefndum hópi sem velja skimun þurfi að fara aftur í skimun 4 – 5 dögum eftir kom­una til lands­ins og vera í sótt­kví þar til nið­ur­staða seinni sýna­tök­unnar liggur fyr­ir. Heil­brigð­is­ráð­herra hefur fall­ist á til­lögu sótt­varna­læknis þessa efnis og er stefnt að því að breyt­ingin komi til fram­kvæmda eigi síðar en 13. júlí.

Í minn­is­blaði sótt­varna­læknis, sem liggur til grund­vallar ákvörðun ráð­herra, kemur fram að reynslan af skimun á landa­mærum hafi leitt í ljós hættu á því að ein­stak­lingar sem hafa smit­ast nýlega beri með sér smit sem grein­ist ekki við landamæra­skimun en komi fram síð­ar. Sótt­varna­læknir telur að til­vik sem þessi skapi hættu á hópsmitum og þá sér­stak­lega þegar í hlut eiga ein­stak­lingar með útbreitt tengsla­net hér á landi. Þess vegna leggur hann til að breyttar reglur um skimun taki ekki til almennra ferða­manna heldur verði bundnar við íslenska rík­is­borg­ara og aðra sem eru búsettir hér á landi.

Und­ir­bún­ingur að breyttu fyr­ir­komu­lagi er þegar haf­inn. Breyt­ing á reglum um sótt­kví og ein­angrun vegna COVID-19 í sam­ræmi við þetta er í und­ir­bún­ingi og verður send Stjórn­ar­tíð­indum til birt­ingar innan skamms.

Auglýsing

Fyrir liggur að þeir sem þurfa að fara í tvær sýna­tökur sam­kvæmt fyr­ir­hug­aðri breyt­ingu á reglum um sýna­töku á landa­mærum þurfa ekki að greiða fyrir seinni sýna­tök­una.

Sam­komur mið­ist áfram við 500 manns

Þá hefur heil­brigð­is­ráð­herra einnig ákveð­ið, að til­lögu sótt­varna­lækn­is, að fram­lengja aug­lýs­ingu um tak­mörkun á sam­komum óbreytta um þrjár vik­ur, þ.e. til 26. júlí. Fjölda­tak­mörk á sam­komum mið­ast því áfram við 500 manns. Opn­un­ar­tími spila­sala og veit­inga­staða með vín­veit­inga­leyfi verður einnig óbreyttur og heim­ilt að hafa opið til 23.00 á kvöld­in. Upp­lýs­inga­gjöf til almenn­ings um ein­stak­lings­bundnar sýk­inga­varnir verður efld.

Ákveðið bakslag

Frá því að skimanir hófust á landa­mærum 15. júní síð­ast­lið­inn hafi um 22.000 ferða­menn komið til lands­ins og sýni verið tekin hjá um 16.000 manns. Virk smit hafa greinst hjá sjö ein­stak­lingum og rúm­lega 400 manns hafa þurft að fara í sótt­kví eftir smitrakn­ingu. Eng­inn er alvar­lega veik­ur. 

Sótt­varna­læknir segir um ákveðið bakslag að ræða sem hafi ekki verið óvið­búið en að lág­marka þurfi áhætt­una á því að far­ald­ur­inn nái sér á strik hér á landi. Til­laga sótt­varna­læknis um að ekki verði slakað frekar á reglum um sam­komu­bann að sinni bygg­ist á þessu, auk þess sem hann leggur áherslu á að efla fræðslu um ein­stak­lings­bundnar sýk­inga­varn­ir. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent