Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar

Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.

Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Auglýsing

Vorið var óvenju­legt í Síber­íu. Það var vet­ur­inn reyndar líka. Í bænum Verk­hoyansk sýndu hita­mælar 38 gráðu hita þann 20. júní. Þessu áttu margir bágt með að trúa - enda bær­inn aðeins tíu kíló­metra sunnan við heim­skauts­baug og svæðið almennt með þeim köld­ustu í víðri ver­öld. Tíð­ind­in, sem þá voru óstað­fest röt­uðu í heims­frétt­irn­ar. Og nú hefur rúss­neska veð­ur­stofan yfir­farið sín gögn og nið­ur­staðan er þessi: Hit­inn fór vissu­lega upp í 38°C Verk­hoyansk þann 20. júní. Þar með var slegið hita­met - en ekki aðeins í þessum til­tekna bæ. Aldrei fyrr hefur svo hátt hita­stig mælst svo norð­an­lega á norð­ur­slóð­um.Þegar hita­mælar sýndu þessa tölu þennan til­tekna dag var ekki endi­lega efast um að þeir væru að sýna rétta nið­ur­stöðu. Hins vegar er talan það há að yfir­fara þurfti nið­ur­stöð­urnar að beiðni Alþjóð­legu veð­ur­stofn­un­ar­inn­ar.

AuglýsingFyrra hita­met var stað­fest 25. júlí árið 1988. Hita­mæl­ingar hafa verið gerðar í Verk­hoyansk allt frá árinu 1885. Sam­kvæmt þeim gögnum er með­al­hiti í lok júní um 20°C.Að vetri til mælist frostið á þessum slóðum oft milli 40-50 stig. Mest hefur frostið í Verk­hoyansk mælst 67,8 stig. Það gerð­ist í febr­úar árið 1892.

Breyti­leik­inn á milli þess­ara tveggja meta, 38 stiga hita ann­ars vegar og 67,8 stiga frosts hins veg­ar, er hvorki meira né minna en 105,8 gráður og að því er fram kemur í sam­an­tekt veð­ur­frétta­stof­unnar Weather.com þá er þetta lík­lega mesti munur sem um getur í mæli­gögnum sem liggja fyrir í heim­in­um.Júní var ein­stak­lega heitur í Síber­íu. Aðeins nokkrum dögum eftir að metið féll í Verk­hoyansk mæld­ist 34,3 stiga hiti í bænum Ust'-Olenek sem er um 640 kíló­metrum norðan við heim­skauts­baug. Talið er að þetta sé hæsti hiti sem mælst hefur svo norð­an­lega frá upp­hafi mæl­inga. Með­al­hit­inn þar er yfir­leitt í kringum 10-12 gráður á þessum árs­tíma. 

Skýr­ing­una á hita­bylgj­unni má rekja til háþrýsti­svæðis í háloft­unum sem kom sér fyrir yfir Síberíu um miðjan júní. Þessi þaul­sætna hæð hefur komið í veg fyrir að kald­ara loft frá norð­ur­strönd Rúss­lands fari suður á bóg­inn.En það er ekki bara sum­arið sem hefur verið óvenju­lega hlýtt. Hit­inn í Rúss­landi í vetur mæld­ist yfir með­al­tali síð­ustu ára og reyndar er það svo að tíma­bilið frá jan­úar til maí í ár er það heitasta frá upp­hafi, 1,9°C yfir sama tíma­bili frá árinu 2016 sem var þar til nú það heitasta.  Sér­fræð­ingar við jarð­vís­inda­stofnun Berkley-há­skóla segja að hvergi ann­ars staðar í heim­inum í ár hafi veðrið verið óvenju­legra en í Rúss­land­i. Þetta hefur orðið til þess að skóg­ar­eldar hafa geisað í land­inu frá því um miðjan apríl og þar sem loftið í sumar hefur verið þurrt halda þeir áfram að brenna.

Dúðaðar konur á gangi í bæ í Síberíu. Þar getur frostið bitið fast. Mynd: EPASér­fræð­ingar í lofts­lags­málum hafa bent á að spár um hlýnun vegna lofts­lags­breyt­inga hafi gert ráð fyrir hækk­andi hita á þessum slóðum en að það sem veki ugg sé að breyt­ing­arnar virð­ist vera að sýna sig ára­tugum fyrr en spár gerðu ráð fyr­ir. Meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið er veð­ur­fræð­ing­ur­inn Jeff Ber­ar­delli, sem hefur verið álits­gjafi í fjöl­miðlum um lofts­lags­breyt­ingar um hríð. Gavin Schmidt, sér­fræð­ingur í lofts­lags­fræðum hjá NASA, segir að svo virð­ist sem að norð­ur­slóðir séu að hlýna þrisvar sinnum hraðar en aðrir staðir á jörð­inn­i. Í nýrri rann­sókn á forn­lofts­lagi, sem birt var í vís­inda­tíma­rit­inu Nat­ure, er nið­ur­staðan sú að hita­stig jarðar í dag sé heit­ara en það hefur verið í að minnsta kosti 12 þús­und ár.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Jóhann Páll Jóhannsson
Frá atvinnukreppu til framsækinnar atvinnustefnu
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
„Við þurfum að undirbúa okkur fyrir að það verði stærri skjálftar“
Kristín Jónsdóttir hjá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands segir að líkur séu á fleiri skjálftum og að við þurfum að vera við því búin að þeir verði stærri en þeir sem orðið hafa í morgun.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands.
„Þetta eru mikil læti“
Eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson segir að jarðskjálftahrinan mikla á Reykjanesi í dag þurfi ekki að leiða til eldgoss en bendir á að svæðið sé þekkt eldgosasvæði „og það hlýtur að koma að því“ að það komi „eitthvað upp“.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent