Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar

Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.

Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Auglýsing

Vorið var óvenju­legt í Síber­íu. Það var vet­ur­inn reyndar líka. Í bænum Verk­hoyansk sýndu hita­mælar 38 gráðu hita þann 20. júní. Þessu áttu margir bágt með að trúa - enda bær­inn aðeins tíu kíló­metra sunnan við heim­skauts­baug og svæðið almennt með þeim köld­ustu í víðri ver­öld. Tíð­ind­in, sem þá voru óstað­fest röt­uðu í heims­frétt­irn­ar. Og nú hefur rúss­neska veð­ur­stofan yfir­farið sín gögn og nið­ur­staðan er þessi: Hit­inn fór vissu­lega upp í 38°C Verk­hoyansk þann 20. júní. Þar með var slegið hita­met - en ekki aðeins í þessum til­tekna bæ. Aldrei fyrr hefur svo hátt hita­stig mælst svo norð­an­lega á norð­ur­slóð­um.Þegar hita­mælar sýndu þessa tölu þennan til­tekna dag var ekki endi­lega efast um að þeir væru að sýna rétta nið­ur­stöðu. Hins vegar er talan það há að yfir­fara þurfti nið­ur­stöð­urnar að beiðni Alþjóð­legu veð­ur­stofn­un­ar­inn­ar.

AuglýsingFyrra hita­met var stað­fest 25. júlí árið 1988. Hita­mæl­ingar hafa verið gerðar í Verk­hoyansk allt frá árinu 1885. Sam­kvæmt þeim gögnum er með­al­hiti í lok júní um 20°C.Að vetri til mælist frostið á þessum slóðum oft milli 40-50 stig. Mest hefur frostið í Verk­hoyansk mælst 67,8 stig. Það gerð­ist í febr­úar árið 1892.

Breyti­leik­inn á milli þess­ara tveggja meta, 38 stiga hita ann­ars vegar og 67,8 stiga frosts hins veg­ar, er hvorki meira né minna en 105,8 gráður og að því er fram kemur í sam­an­tekt veð­ur­frétta­stof­unnar Weather.com þá er þetta lík­lega mesti munur sem um getur í mæli­gögnum sem liggja fyrir í heim­in­um.Júní var ein­stak­lega heitur í Síber­íu. Aðeins nokkrum dögum eftir að metið féll í Verk­hoyansk mæld­ist 34,3 stiga hiti í bænum Ust'-Olenek sem er um 640 kíló­metrum norðan við heim­skauts­baug. Talið er að þetta sé hæsti hiti sem mælst hefur svo norð­an­lega frá upp­hafi mæl­inga. Með­al­hit­inn þar er yfir­leitt í kringum 10-12 gráður á þessum árs­tíma. 

Skýr­ing­una á hita­bylgj­unni má rekja til háþrýsti­svæðis í háloft­unum sem kom sér fyrir yfir Síberíu um miðjan júní. Þessi þaul­sætna hæð hefur komið í veg fyrir að kald­ara loft frá norð­ur­strönd Rúss­lands fari suður á bóg­inn.En það er ekki bara sum­arið sem hefur verið óvenju­lega hlýtt. Hit­inn í Rúss­landi í vetur mæld­ist yfir með­al­tali síð­ustu ára og reyndar er það svo að tíma­bilið frá jan­úar til maí í ár er það heitasta frá upp­hafi, 1,9°C yfir sama tíma­bili frá árinu 2016 sem var þar til nú það heitasta.  Sér­fræð­ingar við jarð­vís­inda­stofnun Berkley-há­skóla segja að hvergi ann­ars staðar í heim­inum í ár hafi veðrið verið óvenju­legra en í Rúss­land­i. Þetta hefur orðið til þess að skóg­ar­eldar hafa geisað í land­inu frá því um miðjan apríl og þar sem loftið í sumar hefur verið þurrt halda þeir áfram að brenna.

Dúðaðar konur á gangi í bæ í Síberíu. Þar getur frostið bitið fast. Mynd: EPASér­fræð­ingar í lofts­lags­málum hafa bent á að spár um hlýnun vegna lofts­lags­breyt­inga hafi gert ráð fyrir hækk­andi hita á þessum slóðum en að það sem veki ugg sé að breyt­ing­arnar virð­ist vera að sýna sig ára­tugum fyrr en spár gerðu ráð fyr­ir. Meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið er veð­ur­fræð­ing­ur­inn Jeff Ber­ar­delli, sem hefur verið álits­gjafi í fjöl­miðlum um lofts­lags­breyt­ingar um hríð. Gavin Schmidt, sér­fræð­ingur í lofts­lags­fræðum hjá NASA, segir að svo virð­ist sem að norð­ur­slóðir séu að hlýna þrisvar sinnum hraðar en aðrir staðir á jörð­inn­i. Í nýrri rann­sókn á forn­lofts­lagi, sem birt var í vís­inda­tíma­rit­inu Nat­ure, er nið­ur­staðan sú að hita­stig jarðar í dag sé heit­ara en það hefur verið í að minnsta kosti 12 þús­und ár.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent