Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar

Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.

Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Auglýsing

Vorið var óvenju­legt í Síber­íu. Það var vet­ur­inn reyndar líka. Í bænum Verk­hoyansk sýndu hita­mælar 38 gráðu hita þann 20. júní. Þessu áttu margir bágt með að trúa - enda bær­inn aðeins tíu kíló­metra sunnan við heim­skauts­baug og svæðið almennt með þeim köld­ustu í víðri ver­öld. Tíð­ind­in, sem þá voru óstað­fest röt­uðu í heims­frétt­irn­ar. Og nú hefur rúss­neska veð­ur­stofan yfir­farið sín gögn og nið­ur­staðan er þessi: Hit­inn fór vissu­lega upp í 38°C Verk­hoyansk þann 20. júní. Þar með var slegið hita­met - en ekki aðeins í þessum til­tekna bæ. Aldrei fyrr hefur svo hátt hita­stig mælst svo norð­an­lega á norð­ur­slóð­um.Þegar hita­mælar sýndu þessa tölu þennan til­tekna dag var ekki endi­lega efast um að þeir væru að sýna rétta nið­ur­stöðu. Hins vegar er talan það há að yfir­fara þurfti nið­ur­stöð­urnar að beiðni Alþjóð­legu veð­ur­stofn­un­ar­inn­ar.

AuglýsingFyrra hita­met var stað­fest 25. júlí árið 1988. Hita­mæl­ingar hafa verið gerðar í Verk­hoyansk allt frá árinu 1885. Sam­kvæmt þeim gögnum er með­al­hiti í lok júní um 20°C.Að vetri til mælist frostið á þessum slóðum oft milli 40-50 stig. Mest hefur frostið í Verk­hoyansk mælst 67,8 stig. Það gerð­ist í febr­úar árið 1892.

Breyti­leik­inn á milli þess­ara tveggja meta, 38 stiga hita ann­ars vegar og 67,8 stiga frosts hins veg­ar, er hvorki meira né minna en 105,8 gráður og að því er fram kemur í sam­an­tekt veð­ur­frétta­stof­unnar Weather.com þá er þetta lík­lega mesti munur sem um getur í mæli­gögnum sem liggja fyrir í heim­in­um.Júní var ein­stak­lega heitur í Síber­íu. Aðeins nokkrum dögum eftir að metið féll í Verk­hoyansk mæld­ist 34,3 stiga hiti í bænum Ust'-Olenek sem er um 640 kíló­metrum norðan við heim­skauts­baug. Talið er að þetta sé hæsti hiti sem mælst hefur svo norð­an­lega frá upp­hafi mæl­inga. Með­al­hit­inn þar er yfir­leitt í kringum 10-12 gráður á þessum árs­tíma. 

Skýr­ing­una á hita­bylgj­unni má rekja til háþrýsti­svæðis í háloft­unum sem kom sér fyrir yfir Síberíu um miðjan júní. Þessi þaul­sætna hæð hefur komið í veg fyrir að kald­ara loft frá norð­ur­strönd Rúss­lands fari suður á bóg­inn.En það er ekki bara sum­arið sem hefur verið óvenju­lega hlýtt. Hit­inn í Rúss­landi í vetur mæld­ist yfir með­al­tali síð­ustu ára og reyndar er það svo að tíma­bilið frá jan­úar til maí í ár er það heitasta frá upp­hafi, 1,9°C yfir sama tíma­bili frá árinu 2016 sem var þar til nú það heitasta.  Sér­fræð­ingar við jarð­vís­inda­stofnun Berkley-há­skóla segja að hvergi ann­ars staðar í heim­inum í ár hafi veðrið verið óvenju­legra en í Rúss­land­i. Þetta hefur orðið til þess að skóg­ar­eldar hafa geisað í land­inu frá því um miðjan apríl og þar sem loftið í sumar hefur verið þurrt halda þeir áfram að brenna.

Dúðaðar konur á gangi í bæ í Síberíu. Þar getur frostið bitið fast. Mynd: EPASér­fræð­ingar í lofts­lags­málum hafa bent á að spár um hlýnun vegna lofts­lags­breyt­inga hafi gert ráð fyrir hækk­andi hita á þessum slóðum en að það sem veki ugg sé að breyt­ing­arnar virð­ist vera að sýna sig ára­tugum fyrr en spár gerðu ráð fyr­ir. Meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið er veð­ur­fræð­ing­ur­inn Jeff Ber­ar­delli, sem hefur verið álits­gjafi í fjöl­miðlum um lofts­lags­breyt­ingar um hríð. Gavin Schmidt, sér­fræð­ingur í lofts­lags­fræðum hjá NASA, segir að svo virð­ist sem að norð­ur­slóðir séu að hlýna þrisvar sinnum hraðar en aðrir staðir á jörð­inn­i. Í nýrri rann­sókn á forn­lofts­lagi, sem birt var í vís­inda­tíma­rit­inu Nat­ure, er nið­ur­staðan sú að hita­stig jarðar í dag sé heit­ara en það hefur verið í að minnsta kosti 12 þús­und ár.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Sérhagsmunaöflin „stökkva á tækifærið“ til að hafa afkomuöryggið af fólki
Forseti Alþýðusambands Íslands setti 44. þing sambandsins í dag. Hún sagði í ávarpi við þingsetningu að hættan þegar harðnar á dalnum væri sú að réttindi yrðu gefin eftir og ójöfnuður ykist.
Kjarninn 21. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji aftur kominn yfir 30 prósent í Eimskip og gerir yfirtökutilboð
Í annað sinn á þessu ári er Samherji Holding komið með yfir 30 prósent eignarhlut í Eimskip, en þá myndast yfirtökuskylda. Síðast fékk félagið að sleppa undan henni vegna „sérstakra aðstæðna sem hefðu skapast á fjármálamarkaði vegna útbreiðslu Covid-19“.
Kjarninn 21. október 2020
ASÍ gagnrýnir að skattalækkun til fjármagnseigenda sé í forgangi
Alþýðusamband Íslands segir að skattalækkun upp á 2,1 milljarða til fjármagnseigenda eigi ekki að vera í forgangi heldur eigi verkefni stjórnvalda að vera að tryggja afkomu fólks. Sambandið segir að atvinnuleysi megi ekki leiða til fátæktar og ójöfnuðar.
Kjarninn 21. október 2020
Jóhann Páll Jóhannsson
Ósannfærandi málamiðlunartillaga
Kjarninn 21. október 2020
Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda.
Meirihluti hlynntur aðskilnaði og fjórðungur segist eiga mikla samleið með þjóðkirkjunni
Könnun sem framkvæmd var fyrr á þessu ári sýnir að yfir 54 prósent landsmanna er hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju en um fimmtungur þeirra er andvígur honum. Tæpur helmingur er á móti kristilegum trúarathöfnum, bænum eða guðsorði í leik- og grunnskólum.
Kjarninn 21. október 2020
Árni Stefán Árnason
Flugmál – ævintýraleg þróun flugherma til heimabrúks
Kjarninn 21. október 2020
Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifar undir umsögnina.
Vill nánari útlistun á aðhaldsaðgerðum
Viðskiptaráð kallar eftir nánari útskýringu á því hvernig hið opinbera ætlar að haga aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum sem eru boðaðar eftir rúm tvö ár.
Kjarninn 21. október 2020
Félagsmiðlarnir Facebook og Twitter lágu undir ámæli í vikunni sem leið fyrir að hefta dreifingu fréttar frá New York Post.
Hliðverðirnir sýna klærnar
Vafasöm frétt í New York Post um Biden-feðgana Joe og Hunter og viðbrögð Facebook og Twitter við henni hafa vakið upp umræðu um ægivald félagsmiðlanna yfir þeim upplýsingum sem almenningur hefur fyrir augum á internetinu.
Kjarninn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent