Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar

Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Auglýsing

Á fundi rík­is­stjórnar Íslands í morgun var fjallað um, að frum­kvæði Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra, lausn tveggja dóm­ara við Hæsta­rétt Íslands frá emb­ættum sín­um. Um er að ræða Gretu Bald­urs­dóttur og Þor­geir Örlygs­son, sem er sitj­andi for­seti Hæsta­réttar Íslands. 

Þetta þýðir að á innan við ári munu fimm dóm­arar við Hæsta­rétt hafa hætt störf­um, og fjórir nýir verða skip­aðir í þeirra stað. 

í ágúst í fyrra var greint frá því að Markús Sig­­ur­­björns­­son og Viðar Már Matt­h­í­a­s­­son hefðu óskað eftir lausn frá emb­ætti og myndu hætta frá og með 1. októ­ber 2019. Sam­hliða yrði dóm­urum fækkað úr átta í sjö, líkt og staðið hafði til frá því að nýju milli­­­dóm­­stígi, Lands­rétti, var komið á. Eitt emb­ætti dóm­­ara við Hæsta­rétt var í kjöl­farið aug­lýst og í des­em­ber í fyrra var Ing­veldur Ein­ars­dóttir skipuð í það af Áslaugu Örn­u. 

Reynslu­mestu dóm­ar­arnir horfnir á braut

Markús hafði verið dóm­­ari við Hæsta­rétt Íslands frá árinu 1994, eða í 25 ár. Hann var vara­­for­­seti Hæsta­réttar 2002 og 2003 og for­­seti Hæsta­réttar 2004 og 2005 og frá 01. jan­úar 2012  til loka árs 2016. Áður en að Markús var skip­aður dóm­­ari var hann meðal ann­­ars pró­­fessor í rétt­­ar­fari við laga­­deild Háskóla Íslands 1988 -1994. Eng­inn dóm­­ara við Hæsta­rétt komst á þeim tíma sem hann til­kynnti um starfs­lok sín nálægt því að hafa setið þar jafn lengi og Mark­ús. Sá sem komst næst því er Ólafur Börkur Þor­­valds­­son sem var skip­aður í emb­ætti árið 2003.

Auglýsing
Þar á eftir kom Viðar Már sem var skip­aður 2010. Hann var vara­­for­­seti Hæsta­réttar Íslands frá byrjun árs 2012 og út árið 2016. Viðar Már var pró­­fessor í skaða­­bóta­rétti við laga­­deild Háskóla Íslands 1996 – 2010 og var auk þess settur hæsta­rétt­­ar­­dóm­­ari í aðdrag­anda þess að hann var skip­aður í emb­ætt­ið, eða á árunum 2009 til 2010. 

Kúvend­ing á sam­setn­ingu rétt­ar­ins á innan við ári

Í jan­úar síð­ast­liðnum óskaði svo Helgi I. Jóns­son eftir lausn frá emb­ætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara. Hann var þá vara­for­seti rétt­ar­ins og hafði setið í honum frá 2012. Í apríl var Sig­urður Tómas Magn­ús­son, þá dóm­ari við Lands­rétt, skip­aður í emb­ætt­ið. 

Nú bæt­ast þau Greta og Þor­geir, sem bæði voru skipuð dóm­arar við Hæsta­rétt í sept­em­ber 2011, við hóp þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem hafa hætt störfum á skömmum tíma. 

Þeir þrír dóm­arar sem munu sitja áfram í emb­ætti, og voru hluti af Hæsta­rétti síð­asta sumar líka, eru áður­nefndur Ólafur Börkur (skip­aður 2003) , Bene­dikt Boga­son vara­for­seti Hæsta­réttar (skip­aður 2012) og Karl Axels­son (skip­aður 2015). 

Þegar búið verður að skipa í stað þeirra Gretu og Þor­geirs munu því fjórir af sjö dóm­urum Hæsta­réttar Íslands hafa verið skip­aðir frá því í des­em­ber 2019, og þrír þeirra á árinu 2020. Allir fjórir munu hafa verið skip­aðir af Áslaugu Örn­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent