Fólk sums staðar látið vinna „bara eins og það sé þrælar“

Barátta gegn því að fólk komi hingað í stórum stíl til að starfa launalaust eða með laun langt undir lágmarkslaunum var ofarlega í huga margra viðmælenda í nýrri skýrslu Rann­sókna­mið­stöðvar ferða­mála.

vi-seljalandsfoss_14520557736_o.jpg
Auglýsing

„Það sem við höfum nátt­úru­lega miklar áhyggjur af er hversu mikið af ferða­þjón­ust­unni er bara undir borð­inu. Þetta eru sjálf­boða­liðar og það eru nemar að koma sem við höldum að séu á ein­hverjum mjög fölskum for­send­um. Við erum að rekast á fólk sem kemur til okkar með papp­íra um að þeir séu starfs­þjálf­un­ar­nemar og séu þar af leið­andi ekki á launum og við teljum að það sé í raun og veru bara ódýrt vinnu­afl. Þeir eru á stöðum sem hafa í raun ekki neina fag­mennsku til að taka nema. Þetta þarf að laga.“

Þetta kemur fram hjá einum við­mæl­anda í skýrslu Rann­­sókna­mið­­stöðvar ferða­­mála um aðstæður erlends starfs­fólks í ferða­þjón­ustu. Höf­undar skýrsl­unnar tóku við­­töl við starfs­­fólk stétt­­ar­­fé­laga utan höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins og einnig við erlent starfs­­fólk í ferða­­þjón­­ustu víða um land­ið.

Á Vest­ur­landi var mikið rætt um fjölgun „starfs­þjálf­un­ar­nema“ í ferða­þjón­ustu, á stöðum sem hefðu ekki menntað fag­fólk til að leið­beina þeim. Tekið var dæmi um hótel á svæð­inu sem var búið „að rúlla 13 þjónum í gegn“ án þess að vera með lærðan þjón á staðn­um. Að þeirra mati var þetta enn ein leið til að ná í „ódýrt vinnu­afl“.

Auglýsing

Vax­andi ógn

Bar­átta gegn því að fólk komi hingað í stórum stíl til að starfa launa­laust eða með laun langt undir lág­marks­laun­um, var ofar­lega í huga margra við­mæl­end­anna. Litið var á þessa þróun sem vax­andi ógn, sem hefði auk­ist í takt við vöxt ferða­þjón­ustu um land allt og auknar vin­sældir lands­ins meðal ferða­manna. Birt­ing­ar­mynd þess­arar þró­unar eru sjálf­boða­lið­ar, sem mest voru tengdir við hesta­leigur og minni gisti­staði, og starfs­nemar á hót­el­um. Einnig var minnst á söfn og rætt um til­raunir sveit­ar­fé­laga til að taka upp þetta fyr­ir­komu­lag, að því er fram kemur í skýrsl­unni.

Á­hyggj­urnar beindust að því að verið væri að grafa undan leik­reglum á íslenskum vinnu­mark­aði og eðli­legri sam­keppni milli fyr­ir­tækja, en ekki síður að við­kvæmri stöðu fólks sem væri að vinna án trygg­inga og ann­arra rétt­inda. Einnig væru dæmi um að fólk væri látið vinna mjög mikið án launa. Ef fólk er án trygg­inga getur það verið í vondum málum ef það lendi í vinnu­slysum:

„Mesta ógnin sem mér finnst hafa verið núna und­an­far­ið, það er sjálf­boða­liða­störf­in. Það er verið að aug­lýsa þetta á alls­konar síð­um. Það þýðir að fólk er hérna jafn­vel án trygg­inga og það eru dæmi um vinnu­slys.“

Annar við­mæl­andi taldi að fólk væri oft sett í mun meiri vinnu en talað hefði verið um í aug­lýs­ingu eftir sjálf­boða­liða.

„Ég held það sé líka í þessu sjálf­boða­lið­aum­hverfi að fólk kemur og gerir ráð fyrir að vinna nokkrar klukku­stundir á viku en svo vinnur það bara tugi klukku­stunda, bara eins og það sé þræl­ar.“

Margir þó sáttir

Í skýrsl­unni segir að það virð­ist þó vera að margir sem eru að vinna sem sjálf­boða­liðar séu sáttir með að fá að dvelja frítt á Íslandi og fáir sjálf­boða­liðar og nemar kvarta til stétt­ar­fé­lag­anna. Frekar að þeir bregð­ist illa við afskiptum þeirra. Sjálf­boða­lið­arnir líti á þetta sem tæki­færi til að dvelja ódýrt í nálægð við dýr og nátt­úru og slá þessu saman við ferða­lag um land­ið. Það sé helst ef að vinnan verður of mikil eða öðru­vísi en um var samið, sem fólk yfir­gefur gest­gjafa eða vinnu­veit­anda.

Dæmi var tekið um konu á fimm­tugs­aldri sem sætti sig ekki við vera „í ferða­þjón­ustu að búa um rúm“ eftir að hafa ráðið sig til að hugsa um dýr á sveita­bæ. Hún lét ekki bjóða sér það og fór, en „henni var alveg sama þó hún fengi bara 50 þús­und krónur á mán­uði“ fyrir að hugsa um dýr­in.

Sumir kjósa að horfa í hina átt­ina

Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur barist fyrir því að fá samn­inga og álit sem styðja við sjón­ar­mið hennar um að það séu engin óljós mörk á milli ferða­manna, náms­manna og starfs­manna. Ein setn­ing skýri þetta: „Það er ólög­legt að nota sjálf­boða­liða í efna­hags­legri starf­sem­i.“

„Við höfum fengið stað­fest álit rík­is­skatt­stjóra um hvað sé launa­laus vinna og hvað ekki. Við höfum sam­eig­in­legt álit við Sam­tök atvinnu­lífs­ins um hvað sé eðli­legt í þessu og hvað ekki. Við höfum líka sam­eig­in­legt álit með Bænda­sam­tök­unum um hvað sé eðli­legt og hvað ekki. Svona heilt yfir þá skilja þetta all­ir. Það vita það allir að vinna á Íslandi er almennt laun­uð, en ein­stakir atvinnu­rek­endur þeir kjósa að horfa svo­lítið fram hjá þessu.“

Fram kom í við­töl­unum að kjara­samn­ingar hér­lendis næðu til flest allra starfa á Ísland­i. ­Stétt­ar­fé­lögin settu sig hins vegar ekki upp á móti sjálf­boða­liðum t.d. stíga­gerð í þjóð­görðum og köku­sölu kven­fé­laga.

Van­traust til stétt­ar­fé­laga

Fram kemur hjá skýrslu­höf­unum að rauður þráður í við­tölum við starfs­fólk stétt­ar­fé­laga hafi verið að erlent starfs­fólk í ferða­þjón­ustu væri hrætt við að sækja kröfur um leið­rétt­ingu á launum á meðan það væri í vinnu á við­kom­andi stað.

Sam­kvæmt því sem fram kemur í skýrsl­unni „þora þau ekki“ eða eru „hrædd við“ að fá aðstoð hjá stétt­ar­fé­lög­un­um, vegna ótta um að missa starfið eða vegna van­trausts á stétt­ar­fé­lög­um. Byggir það van­traust oft­ast á orð­spori stétt­ar­fé­laga í heima­löndum þeirra. Var ýmist talað um þau sem „ma­fíu sam­tök“ eða að vinnu­veit­endur hefðu stétt­ar­fé­lög „í vas­an­um“. Oft er van­traust hjá fólki sem kemur frá Aust­ur-­Evr­ópu, en fjallað verður nánar um mun eftir upp­runa­löndum í næsta und­ir­kafla.

„Það er van­traust til okk­ar. Margt, af þessu fólki sem kemur frá Austur Evr­ópu, það er eig­in­lega sann­fært um að við séum bara hluti af mafí­unni heima og telur að við getum ekki lagað neitt.“

Flestir sem eru að koma til stétt­ar­fé­lag­anna er fólk „sem er að hætta, fara heim til sín eða skipta um vinn­u“. Þá fyrst er fólk e.t.v. að kanna hvort að það hafi fengið borgað sam­kvæmt kjara­samn­ingum og áunnin rétt­indi hafi verið gerð upp við þau. Stundum er verið að biðja stétt­ar­fé­lögin að reikna nokkur ár aftur í tím­ann, en oft þarf að hafna gömlum málum vegna skorts á gögnum „[…] þau eru jafn­vel að fara tvö þrjú ár aftur í tím­ann og senda fjöl­póst á gamla vinnu­fé­laga og við eigum að fara að reikna út eld­gömul mál. Þetta er eitt­hvað sem við höfum verið að reyna að sporna við“ (Suð­ur­land-1). Þó að fólk hafi verið sátt á vinnu­stað, þá sé það búið að átta sig á að það getur fengið meiri laun, en er ekki til­búið að fara fram á það við atvinnu­rek­and­ann á meðan það er í vinnu. Stétt­ar­fé­lögin þurfa að leggja kröfur fram í nafni ákveð­inna ein­stak­linga og mörgum finnst það erfitt. Þar sem fólk er gjarnan að hafa sam­band rétt áður en það fer úr landi nær það jafn­vel ekki að ganga frá þessu umboði fyrir brott­för: „… af því að fólk er svo hrætt og það er líka hrætt við okk­ur. Það vill helst vera komið úr land­i.“

Ekki ástæðu­laus ótti

Ótt­inn við að missa starf ef kvartað er eða settar fram form­legar kröfur var ekki tal­inn ástæðu­laus, því að það væri auð­velt að reka fólk úr starfi á Íslandi:

„Ger­ist alveg mis­kunn­ar­laust að Íslend­ing­arn­ir, fyr­ir­tæk­ið, þeir nýta sér það að reka fólk án ástæðu […] Því er bara sagt upp vegna skipu­lags­breyt­inga eða vegna sam­drátt­ar, þó að það sé jafn­vel raun­veru­leg deila um launa­kjör eða aðbún­að.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent