Fólk sums staðar látið vinna „bara eins og það sé þrælar“

Barátta gegn því að fólk komi hingað í stórum stíl til að starfa launalaust eða með laun langt undir lágmarkslaunum var ofarlega í huga margra viðmælenda í nýrri skýrslu Rann­sókna­mið­stöðvar ferða­mála.

vi-seljalandsfoss_14520557736_o.jpg
Auglýsing

„Það sem við höfum nátt­úru­lega miklar áhyggjur af er hversu mikið af ferða­þjón­ust­unni er bara undir borð­inu. Þetta eru sjálf­boða­liðar og það eru nemar að koma sem við höldum að séu á ein­hverjum mjög fölskum for­send­um. Við erum að rekast á fólk sem kemur til okkar með papp­íra um að þeir séu starfs­þjálf­un­ar­nemar og séu þar af leið­andi ekki á launum og við teljum að það sé í raun og veru bara ódýrt vinnu­afl. Þeir eru á stöðum sem hafa í raun ekki neina fag­mennsku til að taka nema. Þetta þarf að laga.“

Þetta kemur fram hjá einum við­mæl­anda í skýrslu Rann­­sókna­mið­­stöðvar ferða­­mála um aðstæður erlends starfs­fólks í ferða­þjón­ustu. Höf­undar skýrsl­unnar tóku við­­töl við starfs­­fólk stétt­­ar­­fé­laga utan höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins og einnig við erlent starfs­­fólk í ferða­­þjón­­ustu víða um land­ið.

Á Vest­ur­landi var mikið rætt um fjölgun „starfs­þjálf­un­ar­nema“ í ferða­þjón­ustu, á stöðum sem hefðu ekki menntað fag­fólk til að leið­beina þeim. Tekið var dæmi um hótel á svæð­inu sem var búið „að rúlla 13 þjónum í gegn“ án þess að vera með lærðan þjón á staðn­um. Að þeirra mati var þetta enn ein leið til að ná í „ódýrt vinnu­afl“.

Auglýsing

Vax­andi ógn

Bar­átta gegn því að fólk komi hingað í stórum stíl til að starfa launa­laust eða með laun langt undir lág­marks­laun­um, var ofar­lega í huga margra við­mæl­end­anna. Litið var á þessa þróun sem vax­andi ógn, sem hefði auk­ist í takt við vöxt ferða­þjón­ustu um land allt og auknar vin­sældir lands­ins meðal ferða­manna. Birt­ing­ar­mynd þess­arar þró­unar eru sjálf­boða­lið­ar, sem mest voru tengdir við hesta­leigur og minni gisti­staði, og starfs­nemar á hót­el­um. Einnig var minnst á söfn og rætt um til­raunir sveit­ar­fé­laga til að taka upp þetta fyr­ir­komu­lag, að því er fram kemur í skýrsl­unni.

Á­hyggj­urnar beindust að því að verið væri að grafa undan leik­reglum á íslenskum vinnu­mark­aði og eðli­legri sam­keppni milli fyr­ir­tækja, en ekki síður að við­kvæmri stöðu fólks sem væri að vinna án trygg­inga og ann­arra rétt­inda. Einnig væru dæmi um að fólk væri látið vinna mjög mikið án launa. Ef fólk er án trygg­inga getur það verið í vondum málum ef það lendi í vinnu­slysum:

„Mesta ógnin sem mér finnst hafa verið núna und­an­far­ið, það er sjálf­boða­liða­störf­in. Það er verið að aug­lýsa þetta á alls­konar síð­um. Það þýðir að fólk er hérna jafn­vel án trygg­inga og það eru dæmi um vinnu­slys.“

Annar við­mæl­andi taldi að fólk væri oft sett í mun meiri vinnu en talað hefði verið um í aug­lýs­ingu eftir sjálf­boða­liða.

„Ég held það sé líka í þessu sjálf­boða­lið­aum­hverfi að fólk kemur og gerir ráð fyrir að vinna nokkrar klukku­stundir á viku en svo vinnur það bara tugi klukku­stunda, bara eins og það sé þræl­ar.“

Margir þó sáttir

Í skýrsl­unni segir að það virð­ist þó vera að margir sem eru að vinna sem sjálf­boða­liðar séu sáttir með að fá að dvelja frítt á Íslandi og fáir sjálf­boða­liðar og nemar kvarta til stétt­ar­fé­lag­anna. Frekar að þeir bregð­ist illa við afskiptum þeirra. Sjálf­boða­lið­arnir líti á þetta sem tæki­færi til að dvelja ódýrt í nálægð við dýr og nátt­úru og slá þessu saman við ferða­lag um land­ið. Það sé helst ef að vinnan verður of mikil eða öðru­vísi en um var samið, sem fólk yfir­gefur gest­gjafa eða vinnu­veit­anda.

Dæmi var tekið um konu á fimm­tugs­aldri sem sætti sig ekki við vera „í ferða­þjón­ustu að búa um rúm“ eftir að hafa ráðið sig til að hugsa um dýr á sveita­bæ. Hún lét ekki bjóða sér það og fór, en „henni var alveg sama þó hún fengi bara 50 þús­und krónur á mán­uði“ fyrir að hugsa um dýr­in.

Sumir kjósa að horfa í hina átt­ina

Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur barist fyrir því að fá samn­inga og álit sem styðja við sjón­ar­mið hennar um að það séu engin óljós mörk á milli ferða­manna, náms­manna og starfs­manna. Ein setn­ing skýri þetta: „Það er ólög­legt að nota sjálf­boða­liða í efna­hags­legri starf­sem­i.“

„Við höfum fengið stað­fest álit rík­is­skatt­stjóra um hvað sé launa­laus vinna og hvað ekki. Við höfum sam­eig­in­legt álit við Sam­tök atvinnu­lífs­ins um hvað sé eðli­legt í þessu og hvað ekki. Við höfum líka sam­eig­in­legt álit með Bænda­sam­tök­unum um hvað sé eðli­legt og hvað ekki. Svona heilt yfir þá skilja þetta all­ir. Það vita það allir að vinna á Íslandi er almennt laun­uð, en ein­stakir atvinnu­rek­endur þeir kjósa að horfa svo­lítið fram hjá þessu.“

Fram kom í við­töl­unum að kjara­samn­ingar hér­lendis næðu til flest allra starfa á Ísland­i. ­Stétt­ar­fé­lögin settu sig hins vegar ekki upp á móti sjálf­boða­liðum t.d. stíga­gerð í þjóð­görðum og köku­sölu kven­fé­laga.

Van­traust til stétt­ar­fé­laga

Fram kemur hjá skýrslu­höf­unum að rauður þráður í við­tölum við starfs­fólk stétt­ar­fé­laga hafi verið að erlent starfs­fólk í ferða­þjón­ustu væri hrætt við að sækja kröfur um leið­rétt­ingu á launum á meðan það væri í vinnu á við­kom­andi stað.

Sam­kvæmt því sem fram kemur í skýrsl­unni „þora þau ekki“ eða eru „hrædd við“ að fá aðstoð hjá stétt­ar­fé­lög­un­um, vegna ótta um að missa starfið eða vegna van­trausts á stétt­ar­fé­lög­um. Byggir það van­traust oft­ast á orð­spori stétt­ar­fé­laga í heima­löndum þeirra. Var ýmist talað um þau sem „ma­fíu sam­tök“ eða að vinnu­veit­endur hefðu stétt­ar­fé­lög „í vas­an­um“. Oft er van­traust hjá fólki sem kemur frá Aust­ur-­Evr­ópu, en fjallað verður nánar um mun eftir upp­runa­löndum í næsta und­ir­kafla.

„Það er van­traust til okk­ar. Margt, af þessu fólki sem kemur frá Austur Evr­ópu, það er eig­in­lega sann­fært um að við séum bara hluti af mafí­unni heima og telur að við getum ekki lagað neitt.“

Flestir sem eru að koma til stétt­ar­fé­lag­anna er fólk „sem er að hætta, fara heim til sín eða skipta um vinn­u“. Þá fyrst er fólk e.t.v. að kanna hvort að það hafi fengið borgað sam­kvæmt kjara­samn­ingum og áunnin rétt­indi hafi verið gerð upp við þau. Stundum er verið að biðja stétt­ar­fé­lögin að reikna nokkur ár aftur í tím­ann, en oft þarf að hafna gömlum málum vegna skorts á gögnum „[…] þau eru jafn­vel að fara tvö þrjú ár aftur í tím­ann og senda fjöl­póst á gamla vinnu­fé­laga og við eigum að fara að reikna út eld­gömul mál. Þetta er eitt­hvað sem við höfum verið að reyna að sporna við“ (Suð­ur­land-1). Þó að fólk hafi verið sátt á vinnu­stað, þá sé það búið að átta sig á að það getur fengið meiri laun, en er ekki til­búið að fara fram á það við atvinnu­rek­and­ann á meðan það er í vinnu. Stétt­ar­fé­lögin þurfa að leggja kröfur fram í nafni ákveð­inna ein­stak­linga og mörgum finnst það erfitt. Þar sem fólk er gjarnan að hafa sam­band rétt áður en það fer úr landi nær það jafn­vel ekki að ganga frá þessu umboði fyrir brott­för: „… af því að fólk er svo hrætt og það er líka hrætt við okk­ur. Það vill helst vera komið úr land­i.“

Ekki ástæðu­laus ótti

Ótt­inn við að missa starf ef kvartað er eða settar fram form­legar kröfur var ekki tal­inn ástæðu­laus, því að það væri auð­velt að reka fólk úr starfi á Íslandi:

„Ger­ist alveg mis­kunn­ar­laust að Íslend­ing­arn­ir, fyr­ir­tæk­ið, þeir nýta sér það að reka fólk án ástæðu […] Því er bara sagt upp vegna skipu­lags­breyt­inga eða vegna sam­drátt­ar, þó að það sé jafn­vel raun­veru­leg deila um launa­kjör eða aðbún­að.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent