Siðferðisleg sjónarmið í fákeppnissamfélagi

Magnús Freyr Erlingsson skrifar um siðferði í íslensku viðskiptalífi og reifar nokkur mál sem snúa að brotum á samkeppnislögum og hvað gæti orsakað þau.

Auglýsing

Frá því að ég var barn hef ég heyrt vanga­veltur fólks um hvers vegna verð­lag sé eins hátt á Íslandi og raun ber vitni. Sem dæmi má nefna elds­neyt­is­verð sem hefur síð­ast­liðna ára­tugi verið fremur hátt hér á landi sam­an­borið við nágranna­lönd okk­ar. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á elds­neyt­is­verð hér á landi en þar spila geng­is­sveiflur og flutn­ings­kostn­aður stór hlut­verk. 

Árið 2012 sagði Her­mann Guð­munds­son, þáver­andi for­stjóri N1, að olíu­verð á Íslandi gæti verið lægra en það sem þá var. Hindr­un­ina sagði hann vera háa skuld­setn­ingu ann­ara olíu­fé­laga en N1. Hann taldi að verð­stríð myndi enda í gjald­þroti eins eða tveggja aðila og eftir stæðu þá í mesta lagi tveir aðilar á mark­að­inum sem væri ekki ákjós­an­legt. Nokkrum árum síðar velti ég því fyrir mér hvernig fyr­ir­tæki eins og Costco, sem kom inn á elds­neyt­is­mark­að­inn árið 2017, hefur getað boðið tölu­vert lægra verð en aðr­ir? Costco rekur eina dælu­stöð og því er það ekki stærð­ar­hag­kvæmni sem gerir þeim kleift að keyra niður verð. 

Ef sam­keppni á Íslandi væri eðli­leg, hefði þá ekki eitt­hvert olíu­fyr­ir­tækj­anna sem fyrir voru á mark­að­inum átt að lækka verð löngu fyrir komu Costco? Sam­keppn­is­eft­ir­litið var stofnað með nýjum Sam­keppn­is­lögum nr. 44/2005 og tók þá við hlut­verkum Sam­keppn­is­stofn­unar og Sam­keppn­is­ráðs. Mark­mið Sam­keppn­islag­anna er í grófum dráttum að efla virka sam­keppni og vinna að hag­kvæm­ari nýt­ingu á fram­leiðslu­þáttum þjóð­fé­lags­ins. Þá er hlut­verk Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að sjá til þess að þessum lögum sé fram­fylgt. Við skulum skoða nokkur mál sem Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið/­Sam­keppn­is­stofnun hafa tekið fyrir á síð­ast­liðnum 15 árum.

Auglýsing

Á árunum 1993 til 2001 stund­uðu þrjú olíu­fé­lög sam­ráð á íslenska elds­neyt­is­mark­að­inum með mark­aðs­skipt­ingu, verð­sam­ráði og sam­ræm­ingu í gerð til­boða.  Ol­íu­fé­lög­in, sem saman höfðu ráð­andi stöðu á mark­aði með fljót­andi elds­neyti, sýndu af sér ein­stakan brota­vilja gegn íslenskum neyt­end­um. Sam­keppn­is­ráð áætl­aði árið 2004 að þetta verð­sam­ráð hafi skilað olíu­fé­lög­unum 6,5 millj­arða ávinn­ingi á verð­lagi þess árs. Árið 2001 sektaði sam­keppn­is­eft­ir­litið þrjú fyr­ir­tæki á græn­met­is- og ávaxta­mark­aði fyrir verð­sam­ráð og mark­aðs­skipt­ingu. Verð­sam­ráðið var þess eðlis að fyr­ir­tækin sömdu um að hafa áhrif á og jafn­vel stýra verði hjá hvort öðru. Fyr­ir­tækin studd­ust við svokölluð „rauð strik“ sem verð máttu ekki fara niður fyr­ir. Með þessu gátu þau komið í veg fyrir eðli­lega verð­sam­keppni á kostnað íslenskra neyt­enda. Árið 2008 komst Sam­keppn­is­eft­ir­litið að þeirri nið­ur­stöðu að Sam­tök iðn­að­ar­ins og Sam­tök versl­unar og þjón­ustu hafi gerst brot­leg við sam­keppn­is­lög í tengslum við lækkun á virð­is­auka­skatti á mat­vör­um. Sam­tökin ákváðu í sam­ein­ingu hvernig standa ætti að verð­breyt­ingum í tengslum við fyrr­nefndar breyt­ingar á virð­is­auka­skatti. Bæði sam­tökin geng­ust við því að hafa brotið sam­keppn­is­lög og sam­þykktu greiðslu á stjórn­valds­sekt fyrir brot­in. Árið 2009 úrskurð­aði þá Sam­keppn­is­eft­ir­litið að Bænda­sam­tök Íslands hafi brotið sam­keppn­is­lög. Nið­ur­staða eft­ir­lits­ins var að Bænda­sam­tökin höfðu beitt aðgerðum sem mið­uðu að því hækka verð á búvör­um. Sam­keppn­is­eft­ir­litið lagði 10 milljón kr. stjórn­valds­sekt á sam­tökin fyrir brot­in. Svo fleiri dæmi séu tekin má nefna að Byko og gamla Húsa­smiðjan voru árið 2015 fundin sek um að brjóta sam­keppn­is­lög með verð­sam­ráði. Átta ein­stak­lingar sem áttu hlut að því máli voru sak­felldir í Hæsta­rétti árið 2016 fyrir verð­sam­ráð og sam­keppn­islaga­brot. Fyr­ir­tækj­unum var einnig gert að greiða stjórn­valds­sekt fyrir brot­in.

Þetta er langt frá því að vera tæm­andi listi yfir þau sam­keppn­is­brot sem kom­ist hafa upp um á síð­ast­liðnum árum. Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur bæði úrskurðað í og tekið til skoð­unar fleiri mál sem snúa að brotum á sam­keppn­is­lög­um. Brot sem þessi hafa ein­ungis einn til­gang, að koma í veg fyrir eðli­lega verð­myndun á mark­aði. Þau verða þess vald­andi að verð sem neyt­endur greiða er hærra en ger­ist við eðli­lega sam­keppni. Eins og áður hefur komið fram geta þessi brot skilað þátt­tak­endum gíf­ur­legum hagn­aði á til­tölu­lega stuttum tíma. Við­brögð Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins voru í flestum áður­nefndum til­vikum sektir á lög­að­ila máls þó for­dæmi sé nú fyrir ákærum á hendur ein­stak­linga. Það má hins vegar velta því fyrir sér hvort að slíkum sektum sé ekki hrein­lega velt út í verð­lag til neyt­enda á fákeppn­is­mark­aði. Með öðrum orðum að neyt­endur greiði sekt­ina fyrir að á þeim sé brot­ið. Það virð­ist einnig sem þessi brot séu fremur algeng á Íslandi. Hvers vegna, er spurn­ing sem vert er að skoða bet­ur.

Áður­nefnd inn­koma Costco á íslenskan markað hefur ekki ein­ungis haft áhrif á elds­neyt­is­verð, heldur hefur fyr­ir­tækið boðið verð á mat­vöru sem ekki hafa sést hér á landi. Þessi verð eru oft­ast boðin í krafti magn­pakkn­inga eins og við­skipta­vinir versl­un­ar­innar vita. Fólk kaupir meira magn en borgar minna á hverja ein­ingu. Það breytir því ekki að kjör neyt­enda á mat­vöru­mark­aði hafa batnað til muna með til­komu Costco. Til­koma banda­ríska ris­ans hér á land er ekki eins­dæmi um áhrif erlendra stór­versl­ana á íslenskt verð­lag. Einnig má nefna til­komu Bauhaus og áhrif þess á verð­lag bygg­ing­ar­vara. Getur verið að þessi erlendu fyr­ir­tæki setji sér skýr­ari reglur þegar kemur að sam­keppn­is­sjón­ar­miðum og séu ólík­legri til að nýta sér fákeppn­is­að­stæður hér á landi?

Þrátt fyrir sektir og ákærur virð­ast stórir aðilar á Íslandi ítrekað brjóta gegn neyt­endum með brotum á sam­keppn­is­lög­um. Hvað er það sem orsakar að stjórn­endur þess­ara fyr­ir­tækja sem oft á tíðum eru hámenntað fólk leyfir brotum á sam­keppn­is­lögum að við­gangast? Ég hef sjálfur gengið í gegnum grunn­skóla-, mennta­skóla- og háskóla­nám á Íslandi. Í gegnum þetta nám hef ég aldrei kynnst áfanga sem snýr að sið­ferði í við­skipt­um. Það hefur þó í mörgum áföngum verið tekið fram að ákveðnir hlutir séu ekki í sam­ræmi við lög en slíkt er í algjöru auka­hlut­verki. Oft­ast er það hug­takið um hámörkun hagn­aðar sem ræður ríkjum og er aðal­á­herslu­mál kennsl­unn­ar.

Á litlum mörk­uðum virð­ist freist­ingin til að mis­nota mark­aðs­að­stæður tölu­vert algeng­ari en á þeim stærri. Þetta stafar mögu­lega af því að það er mun auð­veld­ara að fremja slík brot þegar sam­keppnin er lít­il. Almennt er ég ekki hlynntur þeirri hug­mynd að þyngri refs­ingar skili sér í færri afbrot­um. Ég tel að það megi frekar koma í veg fyrir afbrot með for­vörnum t.a.m. betri kennslu í mennta­kerf­inu. Hvaða úrræðum getum við beitt til að breyta til hins betra? Ég tel að hlut­verk við­skiptasið­ferðis í mennta­kerf­inu þurfi að vera mikið stærra en það er í raun. Sem dæmi þá kennum við krökkum að vera góð við hvort annað og útskýrum fyrir ung­lingum að það sé óhollt að neyta tóbaks. Við þurfum að leggja meiri áherslu á að fræða fólk um hversu mik­il­vægt það er fyrir lítið sam­fé­lag eins og okkar að við­halda sið­ferði í við­skipt­um. Kjör íslenskra neyt­enda myndu batna umtals­vert ef við tryggjum að allir spili eftir sömu regl­un­um.

Höf­undur er við­skipta­fræð­ingur og mastersnemi í fjár­mál­um.

1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Almenningur hvattur í stefnumótun
Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við.
Kjarninn 24. september 2018
Brett Kavanaugh
Konan sem sakar Brett Kavanaugh um kynferðisbrot ber vitni á fimmtudaginn
Vitnisburður Christine Bla­sey Ford fer fram næstkomandi fimmtudag gegn Brett Kavanaugh. Önnur kona hefur nú stigið fram og sakað hann um kynferðisbrot.
Kjarninn 24. september 2018
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Segir þvingunaraðgerðir Icelandair aðför að kvennastétt
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt en Icelandair setti flug­freyjum og flug­þjónum þá afar­kosti á dögunum að velja á milli þess að fara í fulla vinnu ellegar missa vinnuna.
Kjarninn 24. september 2018
Læknar deila við Svandísi
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sent yfirlýsingu frá ráðuneytinu þar sem hún sér sig knúna til að leiðrétta fullyrðingar í grein þriggja lækna sem halda því fram að ráðherra ætli sér að færa þjónustu sérgreinalækna inn á göngudeildir.
Kjarninn 24. september 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Vanlíðan ungmenna í hamingjusamasta landi í heimi
Kjarninn 24. september 2018
Íbúðalánasjóður vill endurskilgreina viðmið um hvað sé hæfilegt leiguverð
Þau leigufélög sem eru með lán frá Íbúðalánasjóði eru að rukka leigu í samræmi við markaðsleigu eða aðeins undir henni. Íbúðalánasjóður segir markaðsleigu hins vegar ekki vera réttmætt viðmið og vill endurskilgreina hvað sé hæfilegt leiguverð.
Kjarninn 24. september 2018
ESB krefst rannsóknar á Danske Bank
Stærsti banki Danmerkur er nú í vondum málum vegna ásakana um peningaþvætti.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar