Lestur, læsi og lesskilningur – grundvallaratriði náms

Ólafur Helgi Jóhannsson, kennari á eftirlaunum, segir að markvisst þurfi að styðja við börn sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli í námi. Grunnskólanemendur af erlendum uppruna séu nú yfir 4000 og fari fjölgandi.

Auglýsing

Sýnt hefur verið fram á að börnum líður vel í íslenskum skól­um. Það er ómet­an­legt því vellíðan og and­legt jafn­vægi eru nauð­syn­leg skil­yrði fyrir góðu gengi í námi. En fleira þarf að koma til. Við­fangs­efni þurfa að vera hæfi­lega ögrandi og fjöl­breytt til að styrkja og efla þá hæfni sem fyrir er og til að gera hverjum nem­anda kleift að nýta styrk sinn og fjöl­þætta hæfi­leika.

Þessa dag­ana eru skóla­mál í brennid­epli því í nýlegri skýrslu Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar kemur fram að kunn­áttu nem­enda í íslenskum skólum hrakar sam­kvæmt PISA-­mæl­ingum þar sem athygli er beint að færni í læsi, stærð­fræði og nátt­úru­fræði. Svo bæt­ist grátt ofan á svart þegar í ljós kemur að íslenskir nem­endur standa verr að vígi en jafn­aldrar þeirra á Norð­ur­lönd­um, það særir þjóð­arstolt­ið. Ekki eru þetta ný tíð­indi því þetta hefur verið vitað í mörg ár. Og í hvert skipti sem vís­bend­ingar hafa borist um þessa þróun hafa sprottið umræður um skýr­ingar eða orsak­ir. Útskýr­arar hafa tekið and­köf og slegið fram full­yrð­ingum eins og að íslenskir drengir séu upp til hópa ólæsir við lok grunn­skóla, þ.e. ófærir um að lesa texta eða töl­ur. Oft virð­ist blandað saman hug­tök­unum lestur og lesskiln­ingur sem merkir að les­and­inn skilur merk­ingu þess sem lesið er. Nem­and­inn getur lesið en lest­ur­inn kemur ekki að gagni því hann skilur ekki hug­tökin sem notuð eru. Þetta hafa allir reynt á eigin skinni: verg þjóð­ar­fram­leiðsla, stýri­vextir, fram­leiðni, vaxta­bæt­ur. Vitum við hvað þessi hug­tök merkja? Ef ekki þá getum við slegið þeim upp í orða­bók (gúgglað þau). Ríku­legur orða­forði er þannig lyk­ill að skiln­ingi, hvort sem er á mæltu máli eða rituðu.

Nem­andi þarf að búa yfir sér­hæfðum orða­forða (snún­ingur jarð­ar, massi jarð­ar, tómið í geimn­um), ein­beit­ingu og vilja til að geta leyst úr þessu verk­efni. Of margir, einkum drengir geta ekki leyst verk­efni af þessu tagi.

Auglýsing

Hvernig aukum við lík­urnar á að meiri hluti nem­enda við lok grunn­skóla sé fær um að lesa og jafn­framt að skilja það sem hann les og leita svara þegar hann hittir fyrir orð sem hann skilur ekki? Á því eru engar töfra­lausnir, en hér eru nokkrar ábend­ing­ar:

For­eldr­ar, afar og ömmur frændur og frænkur, sem sagt full­orðið fólk, leggi sig fram um að tala við börn frá frum­bernsku, fái þau til að segja frá og virki eðl­is­læga for­vitni þeirra. Segi þeim sögur og syngi fyrir þau og um fram allt með þeim.

For­eldrar og aðrir í fjöl­skyld­unni lesi reglu­lega fyrir börn sín frá unga aldri og noti fjöl­breytt efni.

Þegar börn hafa náð tökum á að lesa er mik­il­vægt að halda að þeim bókum um fjöl­breytt efni. Það þarf líka að halda áfram að lesa fyrir börn­in, því þau geta hlustað á flókn­ari bækur en þau geta sjálf les­ið.

Fjöl­breytt les­efni og hent­ugt náms­efni þarf að standa nem­endum til boða þegar skóla­ganga hefst og meðan á henni stend­ur.

Koma þarf  á fót náms­stjórn sem hefur heild­ar­sýn yfir þróun ein­stakra fags­viða og skipu­leggur nauð­syn­legan stuðn­ing.

Vel mennt­aðir kenn­arar gegna lyk­il­hlut­verki, þeir fást ekki nema námið sé áhuga­vert, starfið njóti virð­ing­ar, laun séu sóma­sam­leg og stuðn­ingur yfir­valda við skóla­starf sé öfl­ug­ur, ekki hvað síst á þetta við um símenntun starfs­fólks og stuðn­ing við þró­un­ar- og umbóta­starf  þar sem leitað er leiða til að efla skóla­starf­ið.

Mark­visst þarf að styðja við börn sem hafa annað tungu­mál en íslensku að móð­ur­máli og sama gildir um fjöl­skyldur þeirra. Mik­il­vægt er að þau fái að við­halda sínu móð­ur­máli. Grunn­skóla­nem­endur af erlendum upp­runa eru nú yfir 4000, þ.e. um 10%, og fer fjölg­andi.

Hér þurfa allir að leggj­ast á árar: for­eldr­ar, kenn­ar­ar, mennta­mála­yf­ir­völd, bæði ríki og sveit­ar­fé­lög, útgef­endur og allur almenn­ing­ar. Þegar það tekst aukast líkur á að þau börn sem nú eru í frumbernsku standi sig vel á písa-­prófum sem þau þurfa að glíma við.

Höf­undur er kenn­ari á eft­ir­laun­um.

Hér er dæmi úr PISA-könnun 2015:

Reiki­steinar og gígar

Spurn­ing 1 / 3

Vísar til „Reiki­steinar og gíg­ar” til hægri. Smelltu á val­mögu­leika til að svara spurn­ing­unni.

Þegar reiki­steinn nálg­ast jörðu og loft­hjúp hennar eykst hraði hans. Af hverju ger­ist þetta?

  • Snún­ingur jarðar togar til sín reiki­stein­inn.

  • Ljós sól­ar­innar þrýstir áfram reiki­stein­in­um.

  • Massi jarðar dregur að sér reiki­stein­inn.

  • Tómið í geimnum hrindir frá sér reiki­stein­in­um.

Lýs­ing sem vísað er til:

REIKI­STEINAR OG GÍGAR

Geim­grýti sem berst inn í loft­hjúp jarðar kall­ast reiki­stein­ar. Reiki­steinar hitna og glóa þegar þeir hrapa í gegnum loft­hjúp jarð­ar. Flestir reiki­steinar brenna upp áður en þeir ná til jarð­ar. Þegar reiki­steinn skellur á jörð­inni getur hann myndað holu sem kall­ast gíg­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi
Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í Nóvember.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar