ASÍ gagnrýnir líka skipan Svanhildar Hólm í starfshóp þegar „launafólk sé látið sitja hjá“

Bæði Neytendasamtökin og ASÍ hafa nú gagnrýnt harðlega skipan fulltrúa atvinnulífsins í starfshóp um samkeppnis- og neytendamál en horft sé framhjá neytendum og launafólki. Menningar- og viðskiptaráðherra segir að gagnrýni komi sér á óvart.

Kristján Þórður Snæbjörnsson er starfandi forseti ASÍ.
Kristján Þórður Snæbjörnsson er starfandi forseti ASÍ.
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) gagn­rýnir í i yfir­lýs­ingu að launa­fólk eigi ekki full­trúa i starfs­hópi sem Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, skip­aði nýverið og er ætlað að gera til­lögur að úrbótum á stofna­naum­hverfi sam­keppn­is- og neyt­enda­mála. „Engin rök hníga að því að full­trúi fyr­ir­tækja eigi sæti í slíkum starfs­hópi en launa­fólk sé látið sitja hjá,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Stjórn Neyt­enda­sam­tak­anna sendi frá sér sam­bæri­lega yfir­lýs­ingu í vik­unni þar sem sagði að það væri óásætt­an­legt að full­­trúi atvinn­u­lífs fái sæti í nefnd­inni, en horft sé fram hjá neyt­endum líkt og sam­keppn­is- og neyt­enda­­mál komi þeim ekki við. „Stjórn Neyt­enda­­sam­tak­anna gerir kröfu um sæti við borðið til að tryggja að raddir og sjón­­­ar­mið neyt­enda komi fram.“

Lilja skip­aði starfs­hóp­inn 24. ágúst síð­­ast­lið­inn. Í hann voru skip­aðir þrír ein­stak­l­ing­­ar: Þor­­geir Örlygs­­son, fyrr­ver­andi for­­seti Hæsta­rétt­­ar, for­­mað­­ur, Ang­an­­týr Ein­­ar­s­­son, fram­­kvæmda­­stjóri stjórn­­­sýslu- og fjár­­­mála­sviðs Vest­­manna­eyja, og Svan­hildur Hólm Vals­dótt­ir, fram­­kvæmda­­stjóri Við­­skipta­ráðs Íslands.

Meg­in­­mark­mið hóps­ins, sem á að skila til­­lögum til ráð­herra fyrir 1. febr­­úar 2023, er að finna leiðir til að styrkja sam­keppni inn­­an­lands, tryggja stöðu neyt­enda betur í nýju umhverfi við­­skipta og efla alþjóð­­lega sam­keppn­is­hæfni íslensks atvinn­u­lífs. 

Ráð­herra segir gagn­rýni koma á óvart

Lilja sagði í sam­tali við Kjarn­ann í gær að gagn­rýni Neyt­enda­sam­tak­anna hafi komið sér á óvart. „„Nú er það svo að ráðu­­neytið er að stór­auka sam­vinnu við Neyt­enda­­sam­tök­in. Það vill þannig til að ég ræddi þetta mál við Breka Karls­­son og sagði honum að nefndin yrði frekar fál­ið­uð, þar sem hún væri að fjalla ekki almennt um neyt­enda­­mál, heldur að fjalla um stofna­naum­­gjörð, eins og kveður á um í stjórn­­­ar­sátt­­mál­an­­um.“

Auglýsing
Auk þess sagði hún að Breki hafi verið „al­­gjör­­lega upp­­lýst­­ur“ um það að nefndin yrði „í nánu sam­­starfi við sam­tök­in“ þrátt fyrir að eiga ekki mann við borð­ið. „Hann gerði enga athuga­­semd við þetta þegar við fórum yfir þetta á sínum tíma. Þannig að við­brögð hans hafa komið mér á óvart og ég held ég geti full­yrt það að sam­vinna og sam­­starf við Neyt­enda­­sam­tökin sé með allra mesta mót­i.“

Vakið undrun víðar

Kjarn­inn hefur rætt við ýmsa fleiri, meðal ann­­ars innan verka­lýðs­hreyf­­ing­­ar­inn­­ar, sem undra sig sér­­stak­­lega á skipan Svan­hildar í hóp­inn. Bæði vegna þess að full­­trúar neyt­enda eða laun­þega eiga þar engan full­­trúa og þess að Við­­skipta­ráð hefur verið afar gagn­rýnið á starf­­semi og umfang Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á und­an­­förnum árum.

Í októ­ber í fyrra sendi Sam­keppn­is­eft­ir­litið frá sér til­­kynn­ingu þar sem það brýndi fyrir for­svar­s­­fólki hags­muna­­sam­­taka í atvinn­u­líf­inu að taka ekki þátt í umfjöllun um verð­lagn­ingu og mark­aðs­hegðun fyr­ir­tækja. Þar sagði meðal ann­­ars: „Ákvæði sam­keppn­islaga setja hags­muna­­sam­­tökum skorður í hags­muna­­gæslu sinni og verða sam­tök fyr­ir­tækja því að fara afar gæt­i­­lega þegar kemur að umræðu og fræðslu sem getur haft áhrif á mark­aðs­hegðun félags­­­manna. Öll þátt­­taka í umræðu um verð og verð­lagn­ingu er sér­­stak­­lega var­huga­verð og ætti ekki að eiga sér stað á vett­vangi hags­muna­­sam­­taka.“

Sögðu athuga­­semdir „að­­för að upp­­lýstri umræðu“

Hags­muna­­sam­tökin brugð­ust illa við þess­­ari til­­kynn­ingu. Sam­tök atvinn­u­lífs­ins og Við­­skipta­ráð sendu í kjöl­farið frá sér sam­eig­in­­lega yfir­­lýs­ingu þar sem þau sögðu athuga­­semdir Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vera „að­­för að upp­­lýstri umræð­u“.

Í umræðu út á við væri eðli­­legt að þau ræði ýmis mál er tengj­­ast félags­­­mönnum sínum og íslensku atvinn­u­­lífi í heild. „Þar má til dæmis nefna umræðu sem snýr að launa­­kjörum, kvöðum stjórn­­­valda á borð við gjöld og leyf­­is­veit­ing­­ar, hrá­vöru­verði og fleiri atriðum sem öll geta haft áhrif á almennt verð­lag. Að benda á þá stað­­reynd að þróun varð­andi fyrr­­greind atriði geti leitt til verð­hækk­­ana felur hvorki í sér brot á sam­keppn­is­lögum né hvetur það til þeirra. Í raun er óum­flýj­an­­legt að hags­muna­­sam­tök fyr­ir­tækja láti sig verð­lag í land­inu varða þegar ýmsar kvaðir sem stjórn­­völd setja hafa áhrif á verð­lag á þeim vörum og þjón­­ustu sem félags­­­menn þeirra bjóða upp á.“

Engin ákvæði sam­keppn­islaga banni sam­­tökum fyr­ir­tækja þátt­­töku í opin­berri umræðu. „Það er mat SA og VÍ að með aðfinnslum sínum sé Sam­keppn­is­eft­ir­litið komið langt út fyrir lög­­bundið hlut­verk sitt. Hversu langt má ganga? Hverjir mega tjá sig? Verða settar skorður á Seðla­­bank­ann að tjá sig um verð­lag í land­inu? Eða grein­ing­­ar­að­ila, t.d. innan við­­skipta­­bank­anna? Mega hags­muna­­sam­tök fyr­ir­tækja tjá sig um vaxta­hækk­­an­ir?“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent