Tap á A-hluta Reykjavíkur 8,9 milljarðar á fyrri hluta árs – Miklu meira tap en ætlað var

Borgarstjóri segir að stóra áskorunin í rekstri sveitarfélaga séu þær fjárhæðir sem þau eigi útistandandi hjá ríkinu vegna þjónustu við fatlaða. Borgarráð hefur samþykkti að setja í forgang að leiðrétta hallann sem sé á fjárhagslegum samskiptum við ríkið.

Nýr meirihluti tók við stjórnartaumunum í Reykjavík í byrjun júní.
Nýr meirihluti tók við stjórnartaumunum í Reykjavík í byrjun júní.
Auglýsing

Í árs­hluta­reikn­ingi Reykja­vík­ur­borgar fyrir fyrstu sex mán­uði árs­ins, sem birt­­ur  var í dag, kemur fram að sá hluti rekstrar hennar sem fjár­­­­­magn­aður er með skatt­­­tekj­um, svo­­­kall­aður A-hluti, hafi verið rek­inn í 8,9 millj­­arða króna tapi. Það er umtals­vert verri nið­­ur­­staða en fjár­­hags­á­ætlun gerði ráð fyr­ir, en í henni var reiknað með 4,8 millj­arða króna tapi á þessum hluta rekstr­ar­ins. 

A-hluti borg­ar­innar tap­aði 3,8 millj­örðum króna á árinu 2021 og 5,8 millj­örðum króna á árinu 2020. 

Hinn hlut­inn í rekstri borg­­­ar­inn­­­ar, B-hlut­inn, nær yfir afkomu þeirra fyr­ir­tækja sem borgin á að öllu leyti eða að hluta. Fyr­ir­tækin sem telj­­­­ast til B-hlut­ans eru Orku­veita Reykja­vík­­­­­­­ur, Faxa­fló­a­hafnir sf., Félags­­­­­­­bú­­­­staðir hf., Íþrótta- og sýn­inga­höllin hf., Mal­bik­un­­­­ar­­­­stöðin Höfði hf., Slökkvi­lið höf­uð­­­­borg­­­­ar­­­­­svæð­is­ins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Afl­vaka hf og Þjóð­­­ar­­­leik­vangs ehf.

Í fjár­­hags­á­ætlun Reykja­vík­­­ur­­borgar vegna fyrri hluta árs­ins 2022 var gert ráð fyrir að sam­­stæða henn­­ar, bæði A- og B-hluti rekstr­­ar­ins, myndi skila 3,4 millj­­arða króna hagn­aði. Nið­­ur­­staðan í rekstr­inum reynd­ist allt önn­­ur, eða 13,2 millj­­arða króna hagn­að­­ur.  Hagn­aður sam­stæð­unnar var 23,4 millj­arðar króna í fyrra en árið 2020 tap­aði hún 2,8 millj­örðum króna. 

Virði íbúða Félags­bú­staða hækk­aði gríð­ar­lega

Stærsta ástæða þess að afkoma sam­stæð­unnar reynd­ist heilum 9,8 millj­örðum krónum betri en gert hafði verið ráð fyrir skýrist einkum af því að virði eigna Félags­bú­staða, félags utan um félags­legar leigu­í­búðir í eigu Reykja­vík­ur, hækk­aði 16,9 millj­arðar króna umfram áætl­un. Hækk­unin end­ur­speglar hækkun á fast­eigna­mati. Íbúð­irnar 3.030 sem Félags­bú­staðir eiga voru metnar á 146,7 millj­arða króna um mitt þetta ár.

Auglýsing
Á móti voru fjár­magns­gjöld 5,8 millj­örðum króna umfram áætlun sem að hluta til má rekja til auk­innar verð­bólgu. Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um sex pró­sent frá ára­mótum en áætl­anir höfðu gert ráð fyrir hækkun upp á 1,65 pró­sent. 

Í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg segir að vonir hefðu staðið til að við­snún­ingur í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs yrði kröft­ugur á árinu 2022. „Þrátt fyrir að vel hafi gengið að ná atvinnu­leysi niður hafa stríðs­á­tök og við­var­andi vanda­mál í aðfanga­keðjum sett hag­kerfi heims­ins í upp­nám. Verð­bólga mælist mun hærri en spáð var, bæði hér­lendis sem og í öllum helstu við­skipta­löndum Íslands. Þá hefur óvissa á fjár­mála­mörk­uðum auk­ist mikið sem m.a. hefur end­ur­spegl­ast í lækkun hluta­bréfa­verðs og hækk­andi ávöxt­un­ar­kröfu á skulda­bréfa­mark­aði. Þessi breytta staða í ytra umhverfi end­ur­spegl­ast í rekstr­ar­nið­ur­stöðu borg­ar­innar á tíma­bil­in­u.“

Rifa seglin í fjár­fest­ingu

Þar er haft eftir Degi B. Egg­erts­syni, borg­ar­stjóra í Reykja­vík að borgin sé nú að rifa seglin í takt við breyttar aðstæð­ur, eftir að hafa aukið fjár­fest­ingar í far­aldr­in­um, en fjár­fest­ingar árs­ins lækka um alls sjö millj­arða króna. „Stóra áskor­unin í rekstri sveit­ar­fé­laga um land allt eru svo þær fjár­hæðir sem þau eiga útistand­andi hjá rík­inu vegna lög­boð­inna skyldna sem þau inna af hendi í þjón­ustu við fatlað fólk. Það er eitt af lyk­il­verk­efnum í fjár­málum borg­ar­innar að knýja á um rétt­láta leið­rétt­ingu á þeim og von­umst við eftir góðri sam­vinnu við rík­is­stjórn, Alþingi og hags­muna­sam­tök fatl­aðs fólks við að fá úrbætur í þessu efni fljótt og vel. Það getur ekki beð­ið. Áfram verður unnið að fjár­málum og fjár­mála­stjórn borg­ar­innar af ábyrgð og fest­u.“

Borg­ar­ráð sam­þykkti í dag að setja í for­gang að leið­rétta þann mikla halla sem sé á fjár­hags­legum sam­skiptum Reykja­vík­ur­borgar og rík­is­ins. Sér­stakt aðgerðateymi hefur verið skipað sem vinnur að málum með borg­ar­stjóra, tryggir yfir­sýn og veitir full­trúum borg­ar­innar og sveit­ar­fé­laga í ýmsum hópum sem fjalla um málin á vett­vangi stjórn­sýsl­unnar bak­land og stuðn­ing. Borg­ar­stjóri og teymið mun reglu­lega upp­lýsa borg­ar­ráð um fram­gang mála og form­legt heild­ar­yf­ir­lit yfir fjár­hags­leg sam­skipti ríkis og Reykja­vík­ur­borgar verður lagt fyrir borg­ar­ráð að minnsta kosti tvisvar á ári.

Borg­ar­ráð sam­þykkti einnig ramma­út­hlutun þar sem sviðum borg­ar­innar eru lagðar línur fyrir gerð fjár­hags­á­ætl­unar næsta árs. Í til­kynn­ing­unni segir að hvatt sé til auk­ins aðhalds í rekstri um leið og  grænar áhersl­ur, sjálf­bærni til lengri og skemmri tíma, betri rekstur og skil­virk þjón­usta verði höfð að leið­ar­ljósi. „Gert er ráð fyrir hag­ræð­ingu sem nemur eitt pró­sent af launa­kostn­aði. Þá hefur mannauðs- og starfs­um­hverf­is­sviði verið falið að gera til­lögu að breyttum ráðn­ing­ar­reglum og eft­ir­fylgni með þeim. Mark­miðið er að auka yfir­sýn með nýráðn­ingum og end­ur­ráðn­ingum vegna starfs­manna­veltu, draga úr eða fresta ráðn­ingum þar sem færi er á en ekki skapa hik varð­andi ráðn­ingar vegna grunn­þjón­ustu við vel­ferð, skóla og frí­stund þar sem mik­il­vægt átak í ráðn­ingum stendur yfir.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent