Tap á A-hluta Reykjavíkur 8,9 milljarðar á fyrri hluta árs – Miklu meira tap en ætlað var

Borgarstjóri segir að stóra áskorunin í rekstri sveitarfélaga séu þær fjárhæðir sem þau eigi útistandandi hjá ríkinu vegna þjónustu við fatlaða. Borgarráð hefur samþykkti að setja í forgang að leiðrétta hallann sem sé á fjárhagslegum samskiptum við ríkið.

Nýr meirihluti tók við stjórnartaumunum í Reykjavík í byrjun júní.
Nýr meirihluti tók við stjórnartaumunum í Reykjavík í byrjun júní.
Auglýsing

Í árs­hluta­reikn­ingi Reykja­vík­ur­borgar fyrir fyrstu sex mán­uði árs­ins, sem birt­­ur  var í dag, kemur fram að sá hluti rekstrar hennar sem fjár­­­­­magn­aður er með skatt­­­tekj­um, svo­­­kall­aður A-hluti, hafi verið rek­inn í 8,9 millj­­arða króna tapi. Það er umtals­vert verri nið­­ur­­staða en fjár­­hags­á­ætlun gerði ráð fyr­ir, en í henni var reiknað með 4,8 millj­arða króna tapi á þessum hluta rekstr­ar­ins. 

A-hluti borg­ar­innar tap­aði 3,8 millj­örðum króna á árinu 2021 og 5,8 millj­örðum króna á árinu 2020. 

Hinn hlut­inn í rekstri borg­­­ar­inn­­­ar, B-hlut­inn, nær yfir afkomu þeirra fyr­ir­tækja sem borgin á að öllu leyti eða að hluta. Fyr­ir­tækin sem telj­­­­ast til B-hlut­ans eru Orku­veita Reykja­vík­­­­­­­ur, Faxa­fló­a­hafnir sf., Félags­­­­­­­bú­­­­staðir hf., Íþrótta- og sýn­inga­höllin hf., Mal­bik­un­­­­ar­­­­stöðin Höfði hf., Slökkvi­lið höf­uð­­­­borg­­­­ar­­­­­svæð­is­ins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Afl­vaka hf og Þjóð­­­ar­­­leik­vangs ehf.

Í fjár­­hags­á­ætlun Reykja­vík­­­ur­­borgar vegna fyrri hluta árs­ins 2022 var gert ráð fyrir að sam­­stæða henn­­ar, bæði A- og B-hluti rekstr­­ar­ins, myndi skila 3,4 millj­­arða króna hagn­aði. Nið­­ur­­staðan í rekstr­inum reynd­ist allt önn­­ur, eða 13,2 millj­­arða króna hagn­að­­ur.  Hagn­aður sam­stæð­unnar var 23,4 millj­arðar króna í fyrra en árið 2020 tap­aði hún 2,8 millj­örðum króna. 

Virði íbúða Félags­bú­staða hækk­aði gríð­ar­lega

Stærsta ástæða þess að afkoma sam­stæð­unnar reynd­ist heilum 9,8 millj­örðum krónum betri en gert hafði verið ráð fyrir skýrist einkum af því að virði eigna Félags­bú­staða, félags utan um félags­legar leigu­í­búðir í eigu Reykja­vík­ur, hækk­aði 16,9 millj­arðar króna umfram áætl­un. Hækk­unin end­ur­speglar hækkun á fast­eigna­mati. Íbúð­irnar 3.030 sem Félags­bú­staðir eiga voru metnar á 146,7 millj­arða króna um mitt þetta ár.

Auglýsing
Á móti voru fjár­magns­gjöld 5,8 millj­örðum króna umfram áætlun sem að hluta til má rekja til auk­innar verð­bólgu. Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um sex pró­sent frá ára­mótum en áætl­anir höfðu gert ráð fyrir hækkun upp á 1,65 pró­sent. 

Í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg segir að vonir hefðu staðið til að við­snún­ingur í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs yrði kröft­ugur á árinu 2022. „Þrátt fyrir að vel hafi gengið að ná atvinnu­leysi niður hafa stríðs­á­tök og við­var­andi vanda­mál í aðfanga­keðjum sett hag­kerfi heims­ins í upp­nám. Verð­bólga mælist mun hærri en spáð var, bæði hér­lendis sem og í öllum helstu við­skipta­löndum Íslands. Þá hefur óvissa á fjár­mála­mörk­uðum auk­ist mikið sem m.a. hefur end­ur­spegl­ast í lækkun hluta­bréfa­verðs og hækk­andi ávöxt­un­ar­kröfu á skulda­bréfa­mark­aði. Þessi breytta staða í ytra umhverfi end­ur­spegl­ast í rekstr­ar­nið­ur­stöðu borg­ar­innar á tíma­bil­in­u.“

Rifa seglin í fjár­fest­ingu

Þar er haft eftir Degi B. Egg­erts­syni, borg­ar­stjóra í Reykja­vík að borgin sé nú að rifa seglin í takt við breyttar aðstæð­ur, eftir að hafa aukið fjár­fest­ingar í far­aldr­in­um, en fjár­fest­ingar árs­ins lækka um alls sjö millj­arða króna. „Stóra áskor­unin í rekstri sveit­ar­fé­laga um land allt eru svo þær fjár­hæðir sem þau eiga útistand­andi hjá rík­inu vegna lög­boð­inna skyldna sem þau inna af hendi í þjón­ustu við fatlað fólk. Það er eitt af lyk­il­verk­efnum í fjár­málum borg­ar­innar að knýja á um rétt­láta leið­rétt­ingu á þeim og von­umst við eftir góðri sam­vinnu við rík­is­stjórn, Alþingi og hags­muna­sam­tök fatl­aðs fólks við að fá úrbætur í þessu efni fljótt og vel. Það getur ekki beð­ið. Áfram verður unnið að fjár­málum og fjár­mála­stjórn borg­ar­innar af ábyrgð og fest­u.“

Borg­ar­ráð sam­þykkti í dag að setja í for­gang að leið­rétta þann mikla halla sem sé á fjár­hags­legum sam­skiptum Reykja­vík­ur­borgar og rík­is­ins. Sér­stakt aðgerðateymi hefur verið skipað sem vinnur að málum með borg­ar­stjóra, tryggir yfir­sýn og veitir full­trúum borg­ar­innar og sveit­ar­fé­laga í ýmsum hópum sem fjalla um málin á vett­vangi stjórn­sýsl­unnar bak­land og stuðn­ing. Borg­ar­stjóri og teymið mun reglu­lega upp­lýsa borg­ar­ráð um fram­gang mála og form­legt heild­ar­yf­ir­lit yfir fjár­hags­leg sam­skipti ríkis og Reykja­vík­ur­borgar verður lagt fyrir borg­ar­ráð að minnsta kosti tvisvar á ári.

Borg­ar­ráð sam­þykkti einnig ramma­út­hlutun þar sem sviðum borg­ar­innar eru lagðar línur fyrir gerð fjár­hags­á­ætl­unar næsta árs. Í til­kynn­ing­unni segir að hvatt sé til auk­ins aðhalds í rekstri um leið og  grænar áhersl­ur, sjálf­bærni til lengri og skemmri tíma, betri rekstur og skil­virk þjón­usta verði höfð að leið­ar­ljósi. „Gert er ráð fyrir hag­ræð­ingu sem nemur eitt pró­sent af launa­kostn­aði. Þá hefur mannauðs- og starfs­um­hverf­is­sviði verið falið að gera til­lögu að breyttum ráðn­ing­ar­reglum og eft­ir­fylgni með þeim. Mark­miðið er að auka yfir­sýn með nýráðn­ingum og end­ur­ráðn­ingum vegna starfs­manna­veltu, draga úr eða fresta ráðn­ingum þar sem færi er á en ekki skapa hik varð­andi ráðn­ingar vegna grunn­þjón­ustu við vel­ferð, skóla og frí­stund þar sem mik­il­vægt átak í ráðn­ingum stendur yfir.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent