Super 1 kaupir tímabundið vörur af Högum

Í þeirri sátt sem Hagar gerðu við Samkeppnisyfirlitið vegna samrunans við Olis var kveðið á um að nýir eigendur að þremur Bónusverslunum gætu tímabundið keypt vörur frá vöruhúsi Haga.

Super 1 opnaði á Hallveigarstíg um liðna helgi.
Super 1 opnaði á Hallveigarstíg um liðna helgi.
Auglýsing

Verslunarkeðjan Super 1, sem keypti nýverið þrjár verslanir Bónus sem Högum var gert að selja af samkeppnisyfirvöldum, kaupir hluta af innlendum vörum sem eru í boði í verslununum af Aðföngum, vöru- og dreifingarfyrirtæki Haga, samkvæmt upplýsingum Kjarnans frá völdum birgjum.

Að sögn Finns Árnasonar, forstjóra Haga var það hluti af sátt sem Hagar gerðu við Samkeppniseftirlitið vegna samruna félagsins við Olís að sá sem myndi kaupa Bónusverslanirnar af Högum gæti, kysi hann svo, tímabundið keypt inn vörur af Aðföngum. Um sé að ræða hluta af vöruvali Aðfanga en vörur sem séu merktrar verslunum Haga sérstaklega séu á meðal þeirra sem séu undanskildar.

Verslanirnar sem Sigurður Pálmi Sig­ur­björns­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sports Direct á Íslandi og annar eig­enda Box­ins, keypti verða reknar undir merkjum Super 1. Þær eru staðsettar á Hall­veig­ar­stíg, í Faxa­feni og Skeif­unni. Verslunin á Hallveigarstíg opnaði síðastliðinn laugardag.

Auglýsing

Sig­urður Pálmi er sonur Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur, en faðir hennar stofn­aði og rak Hagkaupsveldið um ára­bil. Eig­in­maður Ingi­bjargar er Jón Ásgeir Jóhann­es­son, stofn­andi Bón­us. Félög tengd þeim hjónum eiga tæplega fimm pró­senta hlut í Hög­um.

 

Hagar hafa und­ir­ritað kaup­samn­inga um allar eignir sem félagið þarf að selja til að upp­fylla sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið vegna kaupa þess á Olís. Óháður kunn­áttu­maður hefur skilað áliti og metið kaup­endur eign­anna hæf­a.

Þurftu að selja verslanir og bensínstöðvar

Sam­keppn­is­eft­ir­litið heim­ilaði í september 2018  kaup Haga á Olís og fast­eigna­fé­lag­inu DGV hf. Sam­run­inn var háður skil­yrðum sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið og sam­runa­að­ilar gerðu sátt um. Þannig skuld­bundu Hagar sig til aðgerða til þess að bregð­ast við þeirri röskun á sam­keppni sem sam­run­inn myndi ann­ars leiða til.

Sigurður Pálmi samdi um kaup á verslununum þremur í október 2018. Óháður kunnáttumaður þurfti svo að votta kaupin og ganga úr skugga um að kaupin næðu tilgangi skilyrða samkeppnisyfirvalda og að nýir eigendur væru hæfir. Hann skilaði slíkri niðurstöðu nokkrum vikum síðar.

Á meðal þeirra skilyrða var að selja ofangreindar þrjár dagvöruverslanir og var það skilyrði sett til að samruninn myndi ekki styrkja markaðsráðandi stöðu Haga á dagvörumarkaði.

Sameinuðu félagi var einnig gert að selja fimm eldsneytisstöðvar sem reknar höfðu verið undir merkjum Olís og ÓB. Atlantsolía keypti þær stöðvar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent