Super 1 kaupir tímabundið vörur af Högum

Í þeirri sátt sem Hagar gerðu við Samkeppnisyfirlitið vegna samrunans við Olis var kveðið á um að nýir eigendur að þremur Bónusverslunum gætu tímabundið keypt vörur frá vöruhúsi Haga.

Super 1 opnaði á Hallveigarstíg um liðna helgi.
Super 1 opnaði á Hallveigarstíg um liðna helgi.
Auglýsing

Versl­un­ar­keðjan Super 1, sem keypti nýverið þrjár versl­anir Bónus sem Högum var gert að selja af sam­keppn­is­yf­ir­völd­um, kaupir hluta af inn­lendum vörum sem eru í boði í versl­un­unum af Aðföng­um, vöru- og dreif­ing­ar­fyr­ir­tæki Haga, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans frá völdum birgj­um.

Að sögn Finns Árna­son­ar, for­stjóra Haga var það hluti af sátt sem Hagar gerðu við Sam­keppn­is­eft­ir­litið vegna sam­runa félags­ins við Olís að sá sem myndi kaupa Bón­usversl­an­irnar af Högum gæti, kysi hann svo, tíma­bundið keypt inn vörur af Aðföng­um. Um sé að ræða hluta af vöru­vali Aðfanga en vörur sem séu merktrar versl­unum Haga sér­stak­lega séu á meðal þeirra sem séu und­an­skild­ar.

Versl­an­irnar sem Sig­urður Pálmi Sig­­ur­­björns­­son, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Sports Direct á Íslandi og annar eig­enda Box­ins, keypti verða reknar undir merkjum Super 1. Þær eru stað­settar á Hall­veig­­ar­­stíg, í Faxa­­feni og Skeif­unni. Versl­unin á Hall­veig­ar­stíg opn­aði síð­ast­lið­inn laug­ar­dag.

Auglýsing

Sig­­urður Pálmi er sonur Ing­i­­bjargar Pálma­dótt­­ur, en faðir hennar stofn­aði og rak Hag­kaups­veldið um ára­bil. Eig­in­­maður Ing­i­­bjargar er Jón Ásgeir Jóhann­es­­son, stofn­andi Bón­us. Félög tengd þeim hjónum eiga tæp­lega fimm pró­­senta hlut í Hög­­um.

 

Hagar hafa und­ir­­ritað kaup­­samn­inga um allar eignir sem félagið þarf að selja til að upp­­­fylla sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið vegna kaupa þess á Olís. Óháður kunn­átt­u­­maður hefur skilað áliti og metið kaup­endur eign­anna hæf­a.

Þurftu að selja versl­anir og bens­ín­stöðvar

Sam­keppn­is­eft­ir­litið heim­il­aði í sept­em­ber 2018  kaup Haga á Olís og fast­­eigna­­fé­lag­inu DGV hf. Sam­run­inn var háður skil­yrðum sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið og sam­runa­að­ilar gerðu sátt um. Þannig skuld­bundu Hagar sig til aðgerða til þess að bregð­­ast við þeirri röskun á sam­keppni sem sam­run­inn myndi ann­­ars leiða til.

Sig­urður Pálmi samdi um kaup á versl­un­unum þremur í októ­ber 2018. Óháður kunn­áttu­maður þurfti svo að votta kaupin og ganga úr skugga um að kaupin næðu til­gangi skil­yrða sam­keppn­is­yf­ir­valda og að nýir eig­endur væru hæf­ir. Hann skil­aði slíkri nið­ur­stöðu nokkrum vikum síð­ar.

Á meðal þeirra skil­yrða var að selja ofan­greindar þrjár dag­vöru­versl­anir og var það skil­yrði sett til að sam­run­inn myndi ekki styrkja mark­aðs­ráð­andi stöðu Haga á dag­vöru­mark­aði.

Sam­ein­uðu félagi var einnig gert að selja fimm elds­neyt­is­stöðvar sem reknar höfðu verið undir merkjum Olís og ÓB. Atl­ants­olía keypti þær stöðv­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent