Super 1 kaupir tímabundið vörur af Högum

Í þeirri sátt sem Hagar gerðu við Samkeppnisyfirlitið vegna samrunans við Olis var kveðið á um að nýir eigendur að þremur Bónusverslunum gætu tímabundið keypt vörur frá vöruhúsi Haga.

Super 1 opnaði á Hallveigarstíg um liðna helgi.
Super 1 opnaði á Hallveigarstíg um liðna helgi.
Auglýsing

Versl­un­ar­keðjan Super 1, sem keypti nýverið þrjár versl­anir Bónus sem Högum var gert að selja af sam­keppn­is­yf­ir­völd­um, kaupir hluta af inn­lendum vörum sem eru í boði í versl­un­unum af Aðföng­um, vöru- og dreif­ing­ar­fyr­ir­tæki Haga, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans frá völdum birgj­um.

Að sögn Finns Árna­son­ar, for­stjóra Haga var það hluti af sátt sem Hagar gerðu við Sam­keppn­is­eft­ir­litið vegna sam­runa félags­ins við Olís að sá sem myndi kaupa Bón­usversl­an­irnar af Högum gæti, kysi hann svo, tíma­bundið keypt inn vörur af Aðföng­um. Um sé að ræða hluta af vöru­vali Aðfanga en vörur sem séu merktrar versl­unum Haga sér­stak­lega séu á meðal þeirra sem séu und­an­skild­ar.

Versl­an­irnar sem Sig­urður Pálmi Sig­­ur­­björns­­son, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Sports Direct á Íslandi og annar eig­enda Box­ins, keypti verða reknar undir merkjum Super 1. Þær eru stað­settar á Hall­veig­­ar­­stíg, í Faxa­­feni og Skeif­unni. Versl­unin á Hall­veig­ar­stíg opn­aði síð­ast­lið­inn laug­ar­dag.

Auglýsing

Sig­­urður Pálmi er sonur Ing­i­­bjargar Pálma­dótt­­ur, en faðir hennar stofn­aði og rak Hag­kaups­veldið um ára­bil. Eig­in­­maður Ing­i­­bjargar er Jón Ásgeir Jóhann­es­­son, stofn­andi Bón­us. Félög tengd þeim hjónum eiga tæp­lega fimm pró­­senta hlut í Hög­­um.

 

Hagar hafa und­ir­­ritað kaup­­samn­inga um allar eignir sem félagið þarf að selja til að upp­­­fylla sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið vegna kaupa þess á Olís. Óháður kunn­átt­u­­maður hefur skilað áliti og metið kaup­endur eign­anna hæf­a.

Þurftu að selja versl­anir og bens­ín­stöðvar

Sam­keppn­is­eft­ir­litið heim­il­aði í sept­em­ber 2018  kaup Haga á Olís og fast­­eigna­­fé­lag­inu DGV hf. Sam­run­inn var háður skil­yrðum sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið og sam­runa­að­ilar gerðu sátt um. Þannig skuld­bundu Hagar sig til aðgerða til þess að bregð­­ast við þeirri röskun á sam­keppni sem sam­run­inn myndi ann­­ars leiða til.

Sig­urður Pálmi samdi um kaup á versl­un­unum þremur í októ­ber 2018. Óháður kunn­áttu­maður þurfti svo að votta kaupin og ganga úr skugga um að kaupin næðu til­gangi skil­yrða sam­keppn­is­yf­ir­valda og að nýir eig­endur væru hæf­ir. Hann skil­aði slíkri nið­ur­stöðu nokkrum vikum síð­ar.

Á meðal þeirra skil­yrða var að selja ofan­greindar þrjár dag­vöru­versl­anir og var það skil­yrði sett til að sam­run­inn myndi ekki styrkja mark­aðs­ráð­andi stöðu Haga á dag­vöru­mark­aði.

Sam­ein­uðu félagi var einnig gert að selja fimm elds­neyt­is­stöðvar sem reknar höfðu verið undir merkjum Olís og ÓB. Atl­ants­olía keypti þær stöðv­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lítil eru geð guma – Um Landsrétt og Sjálfstæðisflokkinn
Kjarninn 3. desember 2020
Borgarfulltrúi vill ráðningarbann hjá Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg ætlar að verja milljarði króna til að búa til ný störf fyrir fólk sem annars þyrfti fjárhagsaðstoð eða færi á atvinnuleysisbætur. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, vill ráðningarbann í borginni.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent