Bankaráðið telur sig hafa sýnt varkárni og hófsemd með launahækkun bankastjóra

Bankaráð Landsbankans segist einfaldlega hafa fylgt eigendastefnu og starfskjarastefnu þegar það hækkaði laun bankastjóra bankans í 3,8 milljónir á mánuði. Þau hafi ekki verið samkeppnishæf og dregist langt aftur úr sambærilegum launum.

Mikil óánægja hefur verið í samfélaginu vegna launahækkana bankastjóra Landsbankans.
Mikil óánægja hefur verið í samfélaginu vegna launahækkana bankastjóra Landsbankans.
Auglýsing

Bankaráð Landsbankans, sem er í eigu íslenska ríkisins, segir að 82 prósenta hækkun á launum Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um mitt ár 2017 sé tilkomin vegna þess að að laun bankastjóra hefðu dregist „langt aftur úr þeim launum sem greidd voru fyrir sambærileg störf“ á árunum 2009 til 2017. Þetta hefði gert það að verkum að laun bankastjórans hafi ekki verið samkeppnishæf og ekki í samræmi við starfskjarastefnu bankans. Þá telur bankaráðið sig hafa sýnt bæði hófsemi og varkárni þegar samið var um að hækka laun bankastjórans.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi sem bankaráð Landsbankans hefur sent Bankasýslu ríkisins vegna launahækkana Lilju. Bankasýslan sendi bankaráðinu bréf í síðustu viku og krafðist þar skýringa á því af hverju laun bankastjóra hefðu hækkað svona mikið. Þess var auk þess krafist að svar bærist innan viku, eða fyrir lok dags 19. febrúar. Sambærilegt bréf var sent til stjórnar Íslandsbanka, sem er einnig í ríkiseigu og heyrir því undir Bankasýslu ríkisins.

Launin endurskoðuð á næsta aðalfundi

Þegar Lilja var ráðin í starfið í janúar 2017 lá fyrir að ákvörðun um laun bankastjóra myndu færast frá kjararáði yfir til bankaráðsins um mitt það ár. „Við mat bankaráðs á hver laun nýs bankastjóra ættu að vera var m.a. aflað gagna frá óháðum ráðgjafarfyrirtækjum um laun stjórnenda annarra fjármálafyrirtækja og forstjóra stórra fyrirtækja á Íslandi og óskað álits á hver samkeppnishæf laun væru. Niðurstöður þeirra voru m.a. að eðlilegt væri að launin væru á bilinu 3,5-4,9 milljónir króna á mánuði. Í kjölfarið var samið um að laun bankastjóra yrðu 3,25 milljónir króna frá og með 1. júlí 2017. Í ráðningarsamningnum kemur fram að það sé stefna bankaráðs að greiða bankastjóra samkeppnishæf laun. 

Auglýsing
Launin voru síðan endurskoðuð í samræmi við ákvæði samningsins og starfskjarastefnunnar frá og með 1. apríl 2018. Heildarlaun bankastjóra nema nú 3,8 milljónum króna á mánuði. Eftir hækkunina eru laun bankastjóra Landsbankans umtalsvert lægri en laun bankastjóra hinna stóru bankanna tveggja.“

Í bréfi bankaráðsins, sem Helga Björk Eiríksdóttir stjórnarformaður skrifar undir, kemur einnig fram að laun bankastjórans séu endurskoðuð einu sinni á ári. Sú endurskoðun hefur ekki farið fram á árinu 2019 en við hana verði byggt á starfskjarastefnu Landsbankans eins og hún verður samþykkt á næsta aðalfundi bankans, sem fram fer 20. mars. Í bréfinu segir svo: „Samkvæmt upplýsingum sem hafa komið fram í fjölmiðlum nema mánaðarlaun bankastjóra Íslandsbanka, um 4,8 milljónum króna á árinu 2019, eftir nýlegar breytingar á kjörum bankastjórans. Mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans eru 3,8 milljónir króna. Miðað við þessar upplýsingar er munurinn á launum bankastjóranna tveggja um 12 milljónir króna á ársgrundvelli.“

Telja sig hafa sýnt hófsemi og varkárni

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sendi einnig bréf til bank­anna vegna sama máls.

Í bréfi Bjarna er óskað eftir upp­lýs­ingum um það hvernig hafi verið brugð­ust við til­mælum sem þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bene­dikt Jóhann­es­son, sendi stjórnum þeirra beggja í jan­úar 2017 , sem síðar voru ítrek­uð, um að gæta var­kárni við launa­á­kvarð­an­ir. Svar við bréfi Bjarna hefur ekki verið birt en í svarbréfinu til Bankasýslu ríkisins er fjallað um viðbrögð Landsbankans við þessum tilmælum Benedikts, sem hann sjálfur telur að hafi verið hunsuð með öllu.

Í svari bankaráðsins segir að tilmæli ráðherrans hafi snúið að því að launaákvarðanir ættu að fylgja ákvæðum eigendastefnu ríkisins frá árinu 2009.

Þar sem að bankastjóri Landsbankans hefði verið með miklu lægri laun en hinir bankastjórarnir á meðan að hann heyrði undir kjararáð telur bankaráðið launahækkun Lilju ekki brjóta gegn tilmælum fjármála- og efnahagsráðherra um að sýna hófsemd við launaákvarðanir. „Ákvörðun bankaráðs byggði á samanburði við önnur sambærileg fyrirtæki án þess þó að vera leiðandi. Miðað var við laun æðstu yfirmanna annarra fjármálafyrirtækja, þ.m.t. banka sem einnig er í eigu ríkisins, og telur bankaráð að ákvarðanir þess um launakjör bankastjóra Landsbankans uppfylli í senn skilyrði starfskjarastefnu Landsbankans og eigandastefnu ríkisins.[...]Bankaráð áréttar að vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem eru uppi í þessu máli, þ.e. að laun bankastjóra Landsbankans höfðu dregist langt aftur úr kjörum annarra æðstu stjórnenda á fjármálamarkaði, hafi verið nauðsynlegt að færa launakjör bankastjórans nær þeim launum sem greidd eru fyrir sambærileg störf hjá sambærilegum fyrirtækjum.

Bankaráðið telur því ákvörðun sína um laun bankastjóra hafa verið varkára að því leyti að umsamin laun hafi ekki verið leiðandi, þ.e. verið töluvert lægri en laun bankastjóra hinna tveggja stóru bankanna.

Hægt er að lesa svarbréfið hér í heild sinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur
„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent