Bankaráðið telur sig hafa sýnt varkárni og hófsemd með launahækkun bankastjóra

Bankaráð Landsbankans segist einfaldlega hafa fylgt eigendastefnu og starfskjarastefnu þegar það hækkaði laun bankastjóra bankans í 3,8 milljónir á mánuði. Þau hafi ekki verið samkeppnishæf og dregist langt aftur úr sambærilegum launum.

Mikil óánægja hefur verið í samfélaginu vegna launahækkana bankastjóra Landsbankans.
Mikil óánægja hefur verið í samfélaginu vegna launahækkana bankastjóra Landsbankans.
Auglýsing

Banka­ráð Lands­bank­ans, sem er í eigu íslenska rík­is­ins, segir að 82 pró­senta hækkun á launum Lilju Bjarkar Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra bank­ans, um mitt ár 2017 sé til­komin vegna þess að að laun banka­stjóra hefðu dreg­ist „langt aftur úr þeim launum sem greidd voru fyrir sam­bæri­leg störf“ á árunum 2009 til 2017. Þetta hefði gert það að verkum að laun banka­stjór­ans hafi ekki verið sam­keppn­is­hæf og ekki í sam­ræmi við starfs­kjara­stefnu bank­ans. Þá telur banka­ráðið sig hafa sýnt bæði hóf­semi og var­kárni þegar samið var um að hækka laun banka­stjór­ans.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi sem banka­ráð Lands­bank­ans hefur sent Banka­sýslu rík­is­ins vegna launa­hækk­ana Lilju. Banka­sýslan sendi banka­ráð­inu bréf í síð­ustu viku og krafð­ist þar skýr­inga á því af hverju laun banka­stjóra hefðu hækkað svona mik­ið. Þess var auk þess kraf­ist að svar bær­ist innan viku, eða fyrir lok dags 19. febr­ú­ar. Sam­bæri­legt bréf var sent til stjórnar Íslands­banka, sem er einnig í rík­i­s­eigu og heyrir því undir Banka­sýslu rík­is­ins.

Launin end­ur­skoðuð á næsta aðal­fundi

Þegar Lilja var ráðin í starfið í jan­úar 2017 lá fyrir að ákvörðun um laun banka­stjóra myndu fær­ast frá kjara­ráði yfir til banka­ráðs­ins um mitt það ár. „Við mat banka­ráðs á hver laun nýs banka­stjóra ættu að vera var m.a. aflað gagna frá óháðum ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækjum um laun stjórn­enda ann­arra fjár­mála­fyr­ir­tækja og for­stjóra stórra fyr­ir­tækja á Íslandi og óskað álits á hver sam­keppn­is­hæf laun væru. Nið­ur­stöður þeirra voru m.a. að eðli­legt væri að launin væru á bil­inu 3,5-4,9 millj­ónir króna á mán­uði. Í kjöl­farið var samið um að laun banka­stjóra yrðu 3,25 millj­ónir króna frá og með 1. júlí 2017. Í ráðn­ing­ar­samn­ingnum kemur fram að það sé stefna banka­ráðs að greiða banka­stjóra sam­keppn­is­hæf laun. 

Auglýsing
Launin voru síðan end­ur­skoðuð í sam­ræmi við ákvæði samn­ings­ins og starfs­kjara­stefn­unnar frá og með 1. apríl 2018. Heild­ar­laun banka­stjóra nema nú 3,8 millj­ónum króna á mán­uði. Eftir hækk­un­ina eru laun banka­stjóra Lands­bank­ans umtals­vert lægri en laun banka­stjóra hinna stóru bank­anna tveggja.“

Í bréfi banka­ráðs­ins, sem Helga Björk Eiríks­dóttir stjórn­ar­for­maður skrifar und­ir, kemur einnig fram að laun banka­stjór­ans séu end­ur­skoðuð einu sinni á ári. Sú end­ur­skoðun hefur ekki farið fram á árinu 2019 en við hana verði byggt á starfs­kjara­stefnu Lands­bank­ans eins og hún verður sam­þykkt á næsta aðal­fundi bank­ans, sem fram fer 20. mars. Í bréf­inu segir svo: „Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem hafa komið fram í fjöl­miðlum nema mán­að­ar­laun banka­stjóra Íslands­banka, um 4,8 millj­ónum króna á árinu 2019, eftir nýlegar breyt­ingar á kjörum banka­stjór­ans. Mán­að­ar­laun banka­stjóra Lands­bank­ans eru 3,8 millj­ónir króna. Miðað við þessar upp­lýs­ingar er mun­ur­inn á launum banka­stjór­anna tveggja um 12 millj­ónir króna á árs­grund­velli.“

Telja sig hafa sýnt hóf­semi og var­kárni

Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sendi einnig bréf til bank­anna vegna sama máls.

Í bréfi Bjarna er óskað eftir upp­­lýs­ingum um það hvernig hafi verið brugð­ust við til­­­mælum sem þáver­andi fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bene­dikt Jóhann­es­­son, sendi stjórnum þeirra beggja í jan­úar 2017 , sem síðar voru ítrek­uð, um að gæta var­kárni við launa­á­kvarð­an­­ir. Svar við bréfi Bjarna hefur ekki verið birt en í svar­bréf­inu til Banka­sýslu rík­is­ins er fjallað um við­brögð Lands­bank­ans við þessum til­mælum Bene­dikts, sem hann sjálfur telur að hafi verið hunsuð með öllu.

Í svari banka­ráðs­ins segir að til­mæli ráð­herr­ans hafi snúið að því að launa­á­kvarð­anir ættu að fylgja ákvæðum eig­enda­stefnu rík­is­ins frá árinu 2009.

Þar sem að banka­stjóri Lands­bank­ans hefði verið með miklu lægri laun en hinir banka­stjór­arnir á meðan að hann heyrði undir kjara­ráð telur banka­ráðið launa­hækkun Lilju ekki brjóta gegn til­mælum fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um að sýna hóf­semd við launa­á­kvarð­an­ir. „Ákvörðun banka­ráðs byggði á sam­an­burði við önnur sam­bæri­leg fyr­ir­tæki án þess þó að vera leið­andi. Miðað var við laun æðstu yfir­manna ann­arra fjár­mála­fyr­ir­tækja, þ.m.t. banka sem einnig er í eigu rík­is­ins, og telur banka­ráð að ákvarð­anir þess um launa­kjör banka­stjóra Lands­bank­ans upp­fylli í senn skil­yrði starfs­kjara­stefnu Lands­bank­ans og eig­anda­stefnu rík­is­ins.[...]­Banka­ráð áréttar að vegna þeirra sér­stöku aðstæðna sem eru uppi í þessu máli, þ.e. að laun banka­stjóra Lands­bank­ans höfðu dreg­ist langt aftur úr kjörum ann­arra æðstu stjórn­enda á fjár­mála­mark­aði, hafi verið nauð­syn­legt að færa launa­kjör banka­stjór­ans nær þeim launum sem greidd eru fyrir sam­bæri­leg störf hjá sam­bæri­legum fyr­ir­tækj­um.

Banka­ráðið telur því ákvörðun sína um laun banka­stjóra hafa verið var­kára að því leyti að umsamin laun hafi ekki verið leið­andi, þ.e. verið tölu­vert lægri en laun banka­stjóra hinna tveggja stóru bank­anna.

Hægt er að lesa svar­bréfið hér í heild sinni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent