Bankaráðið telur sig hafa sýnt varkárni og hófsemd með launahækkun bankastjóra

Bankaráð Landsbankans segist einfaldlega hafa fylgt eigendastefnu og starfskjarastefnu þegar það hækkaði laun bankastjóra bankans í 3,8 milljónir á mánuði. Þau hafi ekki verið samkeppnishæf og dregist langt aftur úr sambærilegum launum.

Mikil óánægja hefur verið í samfélaginu vegna launahækkana bankastjóra Landsbankans.
Mikil óánægja hefur verið í samfélaginu vegna launahækkana bankastjóra Landsbankans.
Auglýsing

Banka­ráð Lands­bank­ans, sem er í eigu íslenska rík­is­ins, segir að 82 pró­senta hækkun á launum Lilju Bjarkar Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra bank­ans, um mitt ár 2017 sé til­komin vegna þess að að laun banka­stjóra hefðu dreg­ist „langt aftur úr þeim launum sem greidd voru fyrir sam­bæri­leg störf“ á árunum 2009 til 2017. Þetta hefði gert það að verkum að laun banka­stjór­ans hafi ekki verið sam­keppn­is­hæf og ekki í sam­ræmi við starfs­kjara­stefnu bank­ans. Þá telur banka­ráðið sig hafa sýnt bæði hóf­semi og var­kárni þegar samið var um að hækka laun banka­stjór­ans.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi sem banka­ráð Lands­bank­ans hefur sent Banka­sýslu rík­is­ins vegna launa­hækk­ana Lilju. Banka­sýslan sendi banka­ráð­inu bréf í síð­ustu viku og krafð­ist þar skýr­inga á því af hverju laun banka­stjóra hefðu hækkað svona mik­ið. Þess var auk þess kraf­ist að svar bær­ist innan viku, eða fyrir lok dags 19. febr­ú­ar. Sam­bæri­legt bréf var sent til stjórnar Íslands­banka, sem er einnig í rík­i­s­eigu og heyrir því undir Banka­sýslu rík­is­ins.

Launin end­ur­skoðuð á næsta aðal­fundi

Þegar Lilja var ráðin í starfið í jan­úar 2017 lá fyrir að ákvörðun um laun banka­stjóra myndu fær­ast frá kjara­ráði yfir til banka­ráðs­ins um mitt það ár. „Við mat banka­ráðs á hver laun nýs banka­stjóra ættu að vera var m.a. aflað gagna frá óháðum ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækjum um laun stjórn­enda ann­arra fjár­mála­fyr­ir­tækja og for­stjóra stórra fyr­ir­tækja á Íslandi og óskað álits á hver sam­keppn­is­hæf laun væru. Nið­ur­stöður þeirra voru m.a. að eðli­legt væri að launin væru á bil­inu 3,5-4,9 millj­ónir króna á mán­uði. Í kjöl­farið var samið um að laun banka­stjóra yrðu 3,25 millj­ónir króna frá og með 1. júlí 2017. Í ráðn­ing­ar­samn­ingnum kemur fram að það sé stefna banka­ráðs að greiða banka­stjóra sam­keppn­is­hæf laun. 

Auglýsing
Launin voru síðan end­ur­skoðuð í sam­ræmi við ákvæði samn­ings­ins og starfs­kjara­stefn­unnar frá og með 1. apríl 2018. Heild­ar­laun banka­stjóra nema nú 3,8 millj­ónum króna á mán­uði. Eftir hækk­un­ina eru laun banka­stjóra Lands­bank­ans umtals­vert lægri en laun banka­stjóra hinna stóru bank­anna tveggja.“

Í bréfi banka­ráðs­ins, sem Helga Björk Eiríks­dóttir stjórn­ar­for­maður skrifar und­ir, kemur einnig fram að laun banka­stjór­ans séu end­ur­skoðuð einu sinni á ári. Sú end­ur­skoðun hefur ekki farið fram á árinu 2019 en við hana verði byggt á starfs­kjara­stefnu Lands­bank­ans eins og hún verður sam­þykkt á næsta aðal­fundi bank­ans, sem fram fer 20. mars. Í bréf­inu segir svo: „Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem hafa komið fram í fjöl­miðlum nema mán­að­ar­laun banka­stjóra Íslands­banka, um 4,8 millj­ónum króna á árinu 2019, eftir nýlegar breyt­ingar á kjörum banka­stjór­ans. Mán­að­ar­laun banka­stjóra Lands­bank­ans eru 3,8 millj­ónir króna. Miðað við þessar upp­lýs­ingar er mun­ur­inn á launum banka­stjór­anna tveggja um 12 millj­ónir króna á árs­grund­velli.“

Telja sig hafa sýnt hóf­semi og var­kárni

Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sendi einnig bréf til bank­anna vegna sama máls.

Í bréfi Bjarna er óskað eftir upp­­lýs­ingum um það hvernig hafi verið brugð­ust við til­­­mælum sem þáver­andi fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bene­dikt Jóhann­es­­son, sendi stjórnum þeirra beggja í jan­úar 2017 , sem síðar voru ítrek­uð, um að gæta var­kárni við launa­á­kvarð­an­­ir. Svar við bréfi Bjarna hefur ekki verið birt en í svar­bréf­inu til Banka­sýslu rík­is­ins er fjallað um við­brögð Lands­bank­ans við þessum til­mælum Bene­dikts, sem hann sjálfur telur að hafi verið hunsuð með öllu.

Í svari banka­ráðs­ins segir að til­mæli ráð­herr­ans hafi snúið að því að launa­á­kvarð­anir ættu að fylgja ákvæðum eig­enda­stefnu rík­is­ins frá árinu 2009.

Þar sem að banka­stjóri Lands­bank­ans hefði verið með miklu lægri laun en hinir banka­stjór­arnir á meðan að hann heyrði undir kjara­ráð telur banka­ráðið launa­hækkun Lilju ekki brjóta gegn til­mælum fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um að sýna hóf­semd við launa­á­kvarð­an­ir. „Ákvörðun banka­ráðs byggði á sam­an­burði við önnur sam­bæri­leg fyr­ir­tæki án þess þó að vera leið­andi. Miðað var við laun æðstu yfir­manna ann­arra fjár­mála­fyr­ir­tækja, þ.m.t. banka sem einnig er í eigu rík­is­ins, og telur banka­ráð að ákvarð­anir þess um launa­kjör banka­stjóra Lands­bank­ans upp­fylli í senn skil­yrði starfs­kjara­stefnu Lands­bank­ans og eig­anda­stefnu rík­is­ins.[...]­Banka­ráð áréttar að vegna þeirra sér­stöku aðstæðna sem eru uppi í þessu máli, þ.e. að laun banka­stjóra Lands­bank­ans höfðu dreg­ist langt aftur úr kjörum ann­arra æðstu stjórn­enda á fjár­mála­mark­aði, hafi verið nauð­syn­legt að færa launa­kjör banka­stjór­ans nær þeim launum sem greidd eru fyrir sam­bæri­leg störf hjá sam­bæri­legum fyr­ir­tækj­um.

Banka­ráðið telur því ákvörðun sína um laun banka­stjóra hafa verið var­kára að því leyti að umsamin laun hafi ekki verið leið­andi, þ.e. verið tölu­vert lægri en laun banka­stjóra hinna tveggja stóru bank­anna.

Hægt er að lesa svar­bréfið hér í heild sinni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa féllst ekki á röksemdir Icelandair um að flugfélagið þyrfti ekki að greiða bætur fyrir að aflýsa flugi með skömmum fyrirvara. Félagið bar því fyrir sig að ferðatakmarkanir væru óviðráðanlegar aðstæður. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent