Vilja að bannað verði að nota pálmaolíu í lífdísil á Íslandi

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga á Alþingi um að bannað verði að nota pálmaolíu í framleiðslu lífdísils á Íslandi. Eftirspurn eftir pálmaolíu hefur aukist gríðarlega en framleiðslunni fylgir aukin eyðing regnskóga og losun gróðurhúsalofttegunda

Pálmaolía
Auglýsing

Tíu þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Vinstri Grænna, Við­reisnar og Pírata hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að bannað verði að nota pálma­olíu í fram­leiðslu líf­dís­ils á Íslandi. Í til­lög­unni er lagt til að Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, ferða­mála-, iðn­aðar og nýsköp­un­ar­ráð­herra verði falið að leggja fram frum­varp, eigi síður en í lok árs 2019, um að bannað verði að nota pálma­olíu í líf­dísil. Í grein­ar­gerð­inni segir að regn­skógar séu ruddir þegar pálma­olía er unnin og að það hafi ill áhrif á umhverfið og valdi marg­vís­legum skaða sem brýnt er að girða fyrir með bann­i. 

Pálma­olía með hærra kolefn­is­spor en jarð­efna­elds­neyti 

Í grein­ar­gerð til­lög­unn­ar, sem byggð er á umfjöllun Rann­veig­ar ­Magn­ús­ar­dóttur vist­fræð­ings, segir að olíu­pálmi er fljót­vax­inn hita­beltispálmi og upp­runn­inn í Vest­ur- og Suð­vest­ur­-Afr­íku. Úr ávöxtum þessa pálma er unnin pálma­ol­ía. Pálma­olía er ódýrasta jurta­ol­ían á mark­að­inum í dag og er að finna í gríð­ar­legum fjölda neyt­enda­vara, jafnt í kex­kökum sem í sápu og snyrti­vör­um. Evr­ópu­sam­bandið sam­þykkti reglu­gerð árið 2014 um að merkja þyrfti vörur með pálma­olíu sér­stak­lega.

Þó stærstur hluti þeirrar pálma­olíu sem fram­leidd er fari í mat­vörur og snyrti­vörur hefur hún í auknum mæli und­an­far­inn ára­tug verið notuð sem elds­neyti eða íblöndun í elds­neyti. Áætlað er að árið 2014 hafi evr­ópsk far­ar­tæki brennt meira en þremur millj­ónum tonna af pálma­ol­íu, eða um bil þriðj­ungur af allri líf­elds­neyt­is­notkun í Evr­ópu­sam­band­inu. Í grein­ar­gerð­inn­i ­segir að hefð hafi verið fyrir því að líta á líf­elds­neyti sem kolefn­is­hlut­lausa vöru en sú ein­földun hefur í raun blekkt stjórn­völd til að trúa því að pálma­olía í líf­elds­neyti sé betri fyrir lofts­lagið en jarð­efna­elds­neyti en því miður sé raunin þver­öf­ug.

Auglýsing

Líf­dís­ill fram­leiddur á þremur stöðum hér á landi 

Samtökin Green Peace mótmæla framleiðslu pálmaolíu í Indónesíu. Mynd:EPA

Aukin eft­ir­spurn í Evr­ópu eftir líf­elds­neyti hefur orsakað enn meiri fram­leiðslu á pálma­olíu í Malasíu og Indónesíu, og því fylgir aukin eyð­ing regn­skóga, þurrkun á mólendi, minni líf­fræði­legur fjöl­breyti­leiki og aukin losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Líf­dís­ill er algeng­asta líf­elds­neyti í Evr­ópuen en hrá­efn­ið ­sem notað er til fram­leiðslu líf­dísil ­getur ver­ið margs­kon­ar, þar á meðal dýrafita, fiskúr­gangur og jurta­ol­íu. Lífs­dísill­inn er hægt að nota á allar dísil­vél­ar, þó að í sumum til­fellum þurfi að leggj­ast í breyt­ingar á elds­neyt­is­kerf­inu.Reiknað hefur verið út að líf­elds­neyti frá jurta­ol­íu, sem er um 70 pró­sent af líf­elds­neyt­is­mark­aði í Evr­ópu, losi 80 pró­sent meira af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum en jarð­efna­elds­neytið sem verið er að skipta út. Pálma­olía trónir þar hæst og er þrisvar sinnum verri en jarð­efna­elds­neyti, en næst á eftir kemur soja­olía sem er tvisvar sinnum verri.  

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Í grein­ar­gerð ­til­lög­unn­ar ­segir að líf­dís­ill sé fram­leiddur á þremur stöðum á Íslandi í dag og því sé það nýtt tæki­færi til að fram­leiða eins umhverf­is­vænan líf­dísil og mögu­legt er. Í grein­ar­gerð­inni segir að hægt að sé að nýta fjöl­margt annað í fram­leiðslu líf­dísill hér á landi en pálma­ol­íu, t.d. úrgangs­mat­ar­olíu og dýrafitu, end­ur­nýta ­met­anól og mögu­lega í fram­tíð­inni þör­unga. Því leggja þing­menn­irnir tíu til að bannað verði að nota pálma­ol­íu í fram­leiðslu líf­dísill hér á landi.

Veldur eyð­ing­u regn­skóga 

Í grein­ar­gerð­inn­i ­segir að eft­ir­spurn eftir pálma­olíu hafi auk­ist veru­lega und­an­farna ára­tug­i og til þessa anna henni séu regn­skógar ruddir í stórum stíl. Lönd eins og Indónesía og Malasía, sem fram­leiða lang­mest af pálma­ol­íu, hafa nú þegar fellt stóran hluta af regn­skóg­um sín­um. Talið er að hið minnsta 15 millj­ónir hekt­ara af regn­skógi sé nú þegar búið að fella fyrir fram­leiðslu á pálma­ol­íu, aðal­lega í Indónesíu og Malasíu. Slíkt land­flæmi jafn­ast á við eitt og hálft Ísland að stærð. Fram­leiðsla á pálma­olíu hefur tvö­fald­ast und­an­far­inn ára­tug og mun lík­lega vegna mik­illar auk­innar eft­ir­spurnar frá Asíu tvö­fald­ast aukast enn meira fram til árs­ins 2020.

Regn­skógar eru mjög frjósamir og búa yfir miklum líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika. Á einum hekt­ara í Amazon-frum­skóg­inum hafa til dæmis fund­ist fleiri en 230 teg­undir trjáa. Þar að auki er skógur miklu meira en aðeins tré og því miður tap­ast einnig margar dýra- og smá­dýra­teg­undir þegar skógar eru rudd­ir. 

Talið er að ef haldið verður áfram að eyðileggja regnskóga Indónesíu á sama hraða gætu órangútanar orðið útdauðir í náttúrunni innan örfárra áratuga. Mynd:EPA

Regn­skógar eru auk þess gríð­ar­lega stórar kolefn­is­geymslur og sumir regn­skóg­ar, einkum í Suð­aust­ur-Asíu, vaxa í kolefn­is­ríkum mýr­um. Þegar skóg­arnir eru ruddir og brenndir aukast áhrif lofts­lags­breyt­inga, því bæði losnar kolefni út í and­rúms­loftið þegar skóg­ur­inn sjálfur er brenndur og einnig þegar mýrin er ræst fram. 

Að auki kviknar oft í þessum mýrum og árið 2015, sem var mjög þurrt ár, var mik­ill hluti Suð­aust­ur-Asíu hul­inn meng­uðu mistri sem rekja mátti að miklu leyti til skóg­ar­elda í Indónesíu vegna pálma­ol­íu­fram­leiðslu. Við það að breyta regn­skógum í plantekrur eru í raun búin til nær líf­laus land­svæði þar sem dýr eins og órangút­anar eiga sér enga von. Talið er að ef haldið verður áfram að eyði­leggja regn­skóga Indónesíu á sama hraða gætu órangút­anar orðið útdauðir í nátt­úr­unni innan örfárra ára­tuga. Enn­fremur hafa sam­tökin Amnesty Internationa­l ný­lega komið upp um hræði­legan aðbúnað fólks og barna sem vinnur á pálma­ol­íu­plantekrum þar sem börnum er þrælað út og konur veikj­ast við að úða skor­dýra­eitri á skóg­ar­botn­inn.  

Síð­ustu ár hafa því ­nátt­úru­vernd­ar­sam­tök ­þrýst á fram­leið­endur í vest­rænum ríkjum að minnka notk­un  pálma­olíu eða að minnsta kosti þá sjálf­bæra pálma­ol­íu, þó skiptar skoð­anir séu um hvort að það fram­leiðsla á pálma­olía geti í raun verið sjálf­bær.

Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær
Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.
Kjarninn 23. maí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.
Kjarninn 23. maí 2019
Örn Bárður Jónsson
Réttilega að málum staðið
Kjarninn 23. maí 2019
3.839 íbúðir í byggingu á Íslandi
Þjóðskrá Íslands hefur hafið birtingu á nýjum gögnum um fjölda íbúða í byggingu.
Kjarninn 23. maí 2019
Búið að vísa Klausturmálinu til siðanefndar Alþingis
Tveir tímabundnir varaforsetar forsætisnefndar hafa vísað Klausturmálinu, sem snýst um drykkjutal sex þingmanna Miðflokksins, til siðanefndar Alþingis.
Kjarninn 23. maí 2019
Ólafur Páll Jónsson
Yfir strikið
Leslistinn 23. maí 2019
Selja helming í HS Orku til Ancala Partners og færa hlut í Bláa lóninu út
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keypti í dag öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir, seldi helming þeirra síðan til bresks sjóðsstýringarfyrirtækis en seldi nýju félagi lífeyrissjóða fyrst 30 prósent hlut í Bláa lóninu á 15 milljarða.
Kjarninn 23. maí 2019
Aðkomu Ross Beaty, sem verið hefur stjórnarformaður HS Orku undanfarin ár, að fyrirtækinu fer senn að ljúka.
Lífeyrissjóðirnir búnir að kaupa Innergex út úr HS Orku
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt 53,9 prósent hlut í HS Orku á 37,3 milljarða króna. Það mun að öllum líkindum eignast allt hlutafé í HS Orku. Að minnsta kosti um stund.
Kjarninn 23. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent