Vilja að bannað verði að nota pálmaolíu í lífdísil á Íslandi

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga á Alþingi um að bannað verði að nota pálmaolíu í framleiðslu lífdísils á Íslandi. Eftirspurn eftir pálmaolíu hefur aukist gríðarlega en framleiðslunni fylgir aukin eyðing regnskóga og losun gróðurhúsalofttegunda

Pálmaolía
Auglýsing

Tíu þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Vinstri Grænna, Við­reisnar og Pírata hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að bannað verði að nota pálma­olíu í fram­leiðslu líf­dís­ils á Íslandi. Í til­lög­unni er lagt til að Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, ferða­mála-, iðn­aðar og nýsköp­un­ar­ráð­herra verði falið að leggja fram frum­varp, eigi síður en í lok árs 2019, um að bannað verði að nota pálma­olíu í líf­dísil. Í grein­ar­gerð­inni segir að regn­skógar séu ruddir þegar pálma­olía er unnin og að það hafi ill áhrif á umhverfið og valdi marg­vís­legum skaða sem brýnt er að girða fyrir með bann­i. 

Pálma­olía með hærra kolefn­is­spor en jarð­efna­elds­neyti 

Í grein­ar­gerð til­lög­unn­ar, sem byggð er á umfjöllun Rann­veig­ar ­Magn­ús­ar­dóttur vist­fræð­ings, segir að olíu­pálmi er fljót­vax­inn hita­beltispálmi og upp­runn­inn í Vest­ur- og Suð­vest­ur­-Afr­íku. Úr ávöxtum þessa pálma er unnin pálma­ol­ía. Pálma­olía er ódýrasta jurta­ol­ían á mark­að­inum í dag og er að finna í gríð­ar­legum fjölda neyt­enda­vara, jafnt í kex­kökum sem í sápu og snyrti­vör­um. Evr­ópu­sam­bandið sam­þykkti reglu­gerð árið 2014 um að merkja þyrfti vörur með pálma­olíu sér­stak­lega.

Þó stærstur hluti þeirrar pálma­olíu sem fram­leidd er fari í mat­vörur og snyrti­vörur hefur hún í auknum mæli und­an­far­inn ára­tug verið notuð sem elds­neyti eða íblöndun í elds­neyti. Áætlað er að árið 2014 hafi evr­ópsk far­ar­tæki brennt meira en þremur millj­ónum tonna af pálma­ol­íu, eða um bil þriðj­ungur af allri líf­elds­neyt­is­notkun í Evr­ópu­sam­band­inu. Í grein­ar­gerð­inn­i ­segir að hefð hafi verið fyrir því að líta á líf­elds­neyti sem kolefn­is­hlut­lausa vöru en sú ein­földun hefur í raun blekkt stjórn­völd til að trúa því að pálma­olía í líf­elds­neyti sé betri fyrir lofts­lagið en jarð­efna­elds­neyti en því miður sé raunin þver­öf­ug.

Auglýsing

Líf­dís­ill fram­leiddur á þremur stöðum hér á landi 

Samtökin Green Peace mótmæla framleiðslu pálmaolíu í Indónesíu. Mynd:EPA

Aukin eft­ir­spurn í Evr­ópu eftir líf­elds­neyti hefur orsakað enn meiri fram­leiðslu á pálma­olíu í Malasíu og Indónesíu, og því fylgir aukin eyð­ing regn­skóga, þurrkun á mólendi, minni líf­fræði­legur fjöl­breyti­leiki og aukin losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Líf­dís­ill er algeng­asta líf­elds­neyti í Evr­ópuen en hrá­efn­ið ­sem notað er til fram­leiðslu líf­dísil ­getur ver­ið margs­kon­ar, þar á meðal dýrafita, fiskúr­gangur og jurta­ol­íu. Lífs­dísill­inn er hægt að nota á allar dísil­vél­ar, þó að í sumum til­fellum þurfi að leggj­ast í breyt­ingar á elds­neyt­is­kerf­inu.Reiknað hefur verið út að líf­elds­neyti frá jurta­ol­íu, sem er um 70 pró­sent af líf­elds­neyt­is­mark­aði í Evr­ópu, losi 80 pró­sent meira af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum en jarð­efna­elds­neytið sem verið er að skipta út. Pálma­olía trónir þar hæst og er þrisvar sinnum verri en jarð­efna­elds­neyti, en næst á eftir kemur soja­olía sem er tvisvar sinnum verri.  

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Í grein­ar­gerð ­til­lög­unn­ar ­segir að líf­dís­ill sé fram­leiddur á þremur stöðum á Íslandi í dag og því sé það nýtt tæki­færi til að fram­leiða eins umhverf­is­vænan líf­dísil og mögu­legt er. Í grein­ar­gerð­inni segir að hægt að sé að nýta fjöl­margt annað í fram­leiðslu líf­dísill hér á landi en pálma­ol­íu, t.d. úrgangs­mat­ar­olíu og dýrafitu, end­ur­nýta ­met­anól og mögu­lega í fram­tíð­inni þör­unga. Því leggja þing­menn­irnir tíu til að bannað verði að nota pálma­ol­íu í fram­leiðslu líf­dísill hér á landi.

Veldur eyð­ing­u regn­skóga 

Í grein­ar­gerð­inn­i ­segir að eft­ir­spurn eftir pálma­olíu hafi auk­ist veru­lega und­an­farna ára­tug­i og til þessa anna henni séu regn­skógar ruddir í stórum stíl. Lönd eins og Indónesía og Malasía, sem fram­leiða lang­mest af pálma­ol­íu, hafa nú þegar fellt stóran hluta af regn­skóg­um sín­um. Talið er að hið minnsta 15 millj­ónir hekt­ara af regn­skógi sé nú þegar búið að fella fyrir fram­leiðslu á pálma­ol­íu, aðal­lega í Indónesíu og Malasíu. Slíkt land­flæmi jafn­ast á við eitt og hálft Ísland að stærð. Fram­leiðsla á pálma­olíu hefur tvö­fald­ast und­an­far­inn ára­tug og mun lík­lega vegna mik­illar auk­innar eft­ir­spurnar frá Asíu tvö­fald­ast aukast enn meira fram til árs­ins 2020.

Regn­skógar eru mjög frjósamir og búa yfir miklum líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika. Á einum hekt­ara í Amazon-frum­skóg­inum hafa til dæmis fund­ist fleiri en 230 teg­undir trjáa. Þar að auki er skógur miklu meira en aðeins tré og því miður tap­ast einnig margar dýra- og smá­dýra­teg­undir þegar skógar eru rudd­ir. 

Talið er að ef haldið verður áfram að eyðileggja regnskóga Indónesíu á sama hraða gætu órangútanar orðið útdauðir í náttúrunni innan örfárra áratuga. Mynd:EPA

Regn­skógar eru auk þess gríð­ar­lega stórar kolefn­is­geymslur og sumir regn­skóg­ar, einkum í Suð­aust­ur-Asíu, vaxa í kolefn­is­ríkum mýr­um. Þegar skóg­arnir eru ruddir og brenndir aukast áhrif lofts­lags­breyt­inga, því bæði losnar kolefni út í and­rúms­loftið þegar skóg­ur­inn sjálfur er brenndur og einnig þegar mýrin er ræst fram. 

Að auki kviknar oft í þessum mýrum og árið 2015, sem var mjög þurrt ár, var mik­ill hluti Suð­aust­ur-Asíu hul­inn meng­uðu mistri sem rekja mátti að miklu leyti til skóg­ar­elda í Indónesíu vegna pálma­ol­íu­fram­leiðslu. Við það að breyta regn­skógum í plantekrur eru í raun búin til nær líf­laus land­svæði þar sem dýr eins og órangút­anar eiga sér enga von. Talið er að ef haldið verður áfram að eyði­leggja regn­skóga Indónesíu á sama hraða gætu órangút­anar orðið útdauðir í nátt­úr­unni innan örfárra ára­tuga. Enn­fremur hafa sam­tökin Amnesty Internationa­l ný­lega komið upp um hræði­legan aðbúnað fólks og barna sem vinnur á pálma­ol­íu­plantekrum þar sem börnum er þrælað út og konur veikj­ast við að úða skor­dýra­eitri á skóg­ar­botn­inn.  

Síð­ustu ár hafa því ­nátt­úru­vernd­ar­sam­tök ­þrýst á fram­leið­endur í vest­rænum ríkjum að minnka notk­un  pálma­olíu eða að minnsta kosti þá sjálf­bæra pálma­ol­íu, þó skiptar skoð­anir séu um hvort að það fram­leiðsla á pálma­olía geti í raun verið sjálf­bær.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent