Vilja að bannað verði að nota pálmaolíu í lífdísil á Íslandi

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga á Alþingi um að bannað verði að nota pálmaolíu í framleiðslu lífdísils á Íslandi. Eftirspurn eftir pálmaolíu hefur aukist gríðarlega en framleiðslunni fylgir aukin eyðing regnskóga og losun gróðurhúsalofttegunda

Pálmaolía
Auglýsing

Tíu þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Vinstri Grænna, Við­reisnar og Pírata hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að bannað verði að nota pálma­olíu í fram­leiðslu líf­dís­ils á Íslandi. Í til­lög­unni er lagt til að Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, ferða­mála-, iðn­aðar og nýsköp­un­ar­ráð­herra verði falið að leggja fram frum­varp, eigi síður en í lok árs 2019, um að bannað verði að nota pálma­olíu í líf­dísil. Í grein­ar­gerð­inni segir að regn­skógar séu ruddir þegar pálma­olía er unnin og að það hafi ill áhrif á umhverfið og valdi marg­vís­legum skaða sem brýnt er að girða fyrir með bann­i. 

Pálma­olía með hærra kolefn­is­spor en jarð­efna­elds­neyti 

Í grein­ar­gerð til­lög­unn­ar, sem byggð er á umfjöllun Rann­veig­ar ­Magn­ús­ar­dóttur vist­fræð­ings, segir að olíu­pálmi er fljót­vax­inn hita­beltispálmi og upp­runn­inn í Vest­ur- og Suð­vest­ur­-Afr­íku. Úr ávöxtum þessa pálma er unnin pálma­ol­ía. Pálma­olía er ódýrasta jurta­ol­ían á mark­að­inum í dag og er að finna í gríð­ar­legum fjölda neyt­enda­vara, jafnt í kex­kökum sem í sápu og snyrti­vör­um. Evr­ópu­sam­bandið sam­þykkti reglu­gerð árið 2014 um að merkja þyrfti vörur með pálma­olíu sér­stak­lega.

Þó stærstur hluti þeirrar pálma­olíu sem fram­leidd er fari í mat­vörur og snyrti­vörur hefur hún í auknum mæli und­an­far­inn ára­tug verið notuð sem elds­neyti eða íblöndun í elds­neyti. Áætlað er að árið 2014 hafi evr­ópsk far­ar­tæki brennt meira en þremur millj­ónum tonna af pálma­ol­íu, eða um bil þriðj­ungur af allri líf­elds­neyt­is­notkun í Evr­ópu­sam­band­inu. Í grein­ar­gerð­inn­i ­segir að hefð hafi verið fyrir því að líta á líf­elds­neyti sem kolefn­is­hlut­lausa vöru en sú ein­földun hefur í raun blekkt stjórn­völd til að trúa því að pálma­olía í líf­elds­neyti sé betri fyrir lofts­lagið en jarð­efna­elds­neyti en því miður sé raunin þver­öf­ug.

Auglýsing

Líf­dís­ill fram­leiddur á þremur stöðum hér á landi 

Samtökin Green Peace mótmæla framleiðslu pálmaolíu í Indónesíu. Mynd:EPA

Aukin eft­ir­spurn í Evr­ópu eftir líf­elds­neyti hefur orsakað enn meiri fram­leiðslu á pálma­olíu í Malasíu og Indónesíu, og því fylgir aukin eyð­ing regn­skóga, þurrkun á mólendi, minni líf­fræði­legur fjöl­breyti­leiki og aukin losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Líf­dís­ill er algeng­asta líf­elds­neyti í Evr­ópuen en hrá­efn­ið ­sem notað er til fram­leiðslu líf­dísil ­getur ver­ið margs­kon­ar, þar á meðal dýrafita, fiskúr­gangur og jurta­ol­íu. Lífs­dísill­inn er hægt að nota á allar dísil­vél­ar, þó að í sumum til­fellum þurfi að leggj­ast í breyt­ingar á elds­neyt­is­kerf­inu.



Reiknað hefur verið út að líf­elds­neyti frá jurta­ol­íu, sem er um 70 pró­sent af líf­elds­neyt­is­mark­aði í Evr­ópu, losi 80 pró­sent meira af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum en jarð­efna­elds­neytið sem verið er að skipta út. Pálma­olía trónir þar hæst og er þrisvar sinnum verri en jarð­efna­elds­neyti, en næst á eftir kemur soja­olía sem er tvisvar sinnum verri.  

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Í grein­ar­gerð ­til­lög­unn­ar ­segir að líf­dís­ill sé fram­leiddur á þremur stöðum á Íslandi í dag og því sé það nýtt tæki­færi til að fram­leiða eins umhverf­is­vænan líf­dísil og mögu­legt er. Í grein­ar­gerð­inni segir að hægt að sé að nýta fjöl­margt annað í fram­leiðslu líf­dísill hér á landi en pálma­ol­íu, t.d. úrgangs­mat­ar­olíu og dýrafitu, end­ur­nýta ­met­anól og mögu­lega í fram­tíð­inni þör­unga. Því leggja þing­menn­irnir tíu til að bannað verði að nota pálma­ol­íu í fram­leiðslu líf­dísill hér á landi.

Veldur eyð­ing­u regn­skóga 

Í grein­ar­gerð­inn­i ­segir að eft­ir­spurn eftir pálma­olíu hafi auk­ist veru­lega und­an­farna ára­tug­i og til þessa anna henni séu regn­skógar ruddir í stórum stíl. Lönd eins og Indónesía og Malasía, sem fram­leiða lang­mest af pálma­ol­íu, hafa nú þegar fellt stóran hluta af regn­skóg­um sín­um. Talið er að hið minnsta 15 millj­ónir hekt­ara af regn­skógi sé nú þegar búið að fella fyrir fram­leiðslu á pálma­ol­íu, aðal­lega í Indónesíu og Malasíu. Slíkt land­flæmi jafn­ast á við eitt og hálft Ísland að stærð. Fram­leiðsla á pálma­olíu hefur tvö­fald­ast und­an­far­inn ára­tug og mun lík­lega vegna mik­illar auk­innar eft­ir­spurnar frá Asíu tvö­fald­ast aukast enn meira fram til árs­ins 2020.

Regn­skógar eru mjög frjósamir og búa yfir miklum líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika. Á einum hekt­ara í Amazon-frum­skóg­inum hafa til dæmis fund­ist fleiri en 230 teg­undir trjáa. Þar að auki er skógur miklu meira en aðeins tré og því miður tap­ast einnig margar dýra- og smá­dýra­teg­undir þegar skógar eru rudd­ir. 

Talið er að ef haldið verður áfram að eyðileggja regnskóga Indónesíu á sama hraða gætu órangútanar orðið útdauðir í náttúrunni innan örfárra áratuga. Mynd:EPA

Regn­skógar eru auk þess gríð­ar­lega stórar kolefn­is­geymslur og sumir regn­skóg­ar, einkum í Suð­aust­ur-Asíu, vaxa í kolefn­is­ríkum mýr­um. Þegar skóg­arnir eru ruddir og brenndir aukast áhrif lofts­lags­breyt­inga, því bæði losnar kolefni út í and­rúms­loftið þegar skóg­ur­inn sjálfur er brenndur og einnig þegar mýrin er ræst fram. 

Að auki kviknar oft í þessum mýrum og árið 2015, sem var mjög þurrt ár, var mik­ill hluti Suð­aust­ur-Asíu hul­inn meng­uðu mistri sem rekja mátti að miklu leyti til skóg­ar­elda í Indónesíu vegna pálma­ol­íu­fram­leiðslu. Við það að breyta regn­skógum í plantekrur eru í raun búin til nær líf­laus land­svæði þar sem dýr eins og órangút­anar eiga sér enga von. Talið er að ef haldið verður áfram að eyði­leggja regn­skóga Indónesíu á sama hraða gætu órangút­anar orðið útdauðir í nátt­úr­unni innan örfárra ára­tuga. Enn­fremur hafa sam­tökin Amnesty Internationa­l ný­lega komið upp um hræði­legan aðbúnað fólks og barna sem vinnur á pálma­ol­íu­plantekrum þar sem börnum er þrælað út og konur veikj­ast við að úða skor­dýra­eitri á skóg­ar­botn­inn.  

Síð­ustu ár hafa því ­nátt­úru­vernd­ar­sam­tök ­þrýst á fram­leið­endur í vest­rænum ríkjum að minnka notk­un  pálma­olíu eða að minnsta kosti þá sjálf­bæra pálma­ol­íu, þó skiptar skoð­anir séu um hvort að það fram­leiðsla á pálma­olía geti í raun verið sjálf­bær.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent