Isavia svaraði ekki fyrirspurn um skuldir flugfélaga í vanskilum

Þingmaður spurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hversu háar gjaldfallnar skuldir flugfélaga við Isavia hefðu verið 1. nóvember síðastliðinn. Ríkisfyrirtækið vildi ekki veita upplýsingar um það.

Isavia rekur meðal annars alþjóðaflugvöllinn í Keflavík.
Isavia rekur meðal annars alþjóðaflugvöllinn í Keflavík.
Auglýsing

Isavia veitir ekki upplýsingar um hverjar skuldir flugfélaga við fyrirtækið sem komnar væru fram yfir gjalddaga og/eða eindaga 1. nóvember síðastliðinn. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar, um málið sem birt hefur verið að vef Alþingis.

Í svari Sigurðar Inga segir að samkvæmt upplýsingum frá Isavia séu „eingöngu gefnar upp fjárhagslegar upplýsingar miðað við dagsetningar í árs- og árshlutareikningum félagsins.“

Jón Steindór spurði ráðherrann einnig hvort hann teldi það ásættanlegt að Isavia veitti einstökum flugfélögum greiðslufrest án trygginga á háum fjárhæðum sem væru í vanskilum. Í svari Sigurðar Inga er rakið hvernig almennt greiðslufyrirkomulag Isavia sé í þessum efnum og greint frá því að hvert flugfélag hafi mánuð í gjaldfrest eftir að gjaldfallinn gjöls séu tekin saman í lok fyrri mánaðar. Innheimta t.d. lendingagjalda geti því spannað allt að tvo mánuði.

Auglýsing

Siðan segir í svarinu: „Alltaf geta komið upp tilvik eða aðstæður sem leiða til þess að ekki er greitt á réttum tíma, enda er flugrekstur sveiflukenndur rekstur. Alla jafna kemur það ekki að sök og greiddir eru dráttarvextir af því sem gjaldfallið er. Eðlilegt þykir að tilvik sem þessi geti komið upp og er brugðist við því í samræmi við það sem hér hefur verið sagt. Síðan ber að líta til þess að félagið hefur ríkar stöðvunarheimildir til að tryggja greiðslur ef því er að skipta.“

Undir lok svarsins segir að Isavia sé fyrirtæki í rekstri á markaði með sérstaka stjórn. Fyrirtækið sjálft taki því ákvarðanir um það sem spurt sé um. „Ráðherra hefur ekki sérstaka skoðun á fyrirkomulagi fyrirtækisins í þessum efnum.“

Því haldið fram að WOW air skuldaði Isavia

Isavia er opin­bert hluta­­­fé­lag og að öllu leyti í eigu íslenska rík­­­is­ins. Fyrirtækið ann­­­ast rekstur og upp­­­­­bygg­ingu allra flug­­­valla á Íslandi auk þess sem það stýrir flugumferð á íslenska flug­­­­­stjórn­­­­­ar­­­svæð­inu. Isavia á fjögur dótt­­­ur­­­fé­lög. Þau eru Frí­höfnin ehf., TernSystems ehf., Domavia ehf. og Suluk APS.

Á síðari hluta ársins 2018 var erfið staða íslenskra flugfélaga mikið til umfjöllunar. Rekstur Icelandair gekk illa vegna ytri aðstæðna og rangra viðskiptaákvarðana sem teknar höfðu verið, en félagið átti umtalsvert eigið fé til að takast á við þær aðstæður. Staða WOW air var sýnu alvarlegri, enda félagið í miklum lausafjárerfiðleikum vegna þrenginga í rekstri.

Um miðjan september 2018 greindi Morg­un­blaðið frá því að WOW air skuld­aði Isavia um tvo millj­arða króna í lend­ing­ar­gjöld. Þar af er um helm­ingur skuld­ar­innar þegar gjald­fall­inn sam­kvæmt frétt­inni.

Skúli Mogensen, for­stjóri og eig­andi WOW air, brást við með stöðu­upp­færslu á Facebook þar sem hann sagði að frétt Morg­un­blaðs­ins sé röng. Í stöðuuppfærslunni er hins vegar ekki borið til baka að WOW air hefði skuldað Isavia fé né að sú skuld væri gjaldfallinn heldur einungis að sú skuld hafi aldrei verið yfir tvo milljarða króna.

Kjarninn spurði Isavia í kjölfarið um hversu mikið WOW air skuldaði fyrirtækinu. Í svari þess sagði að Isavia veiti ekki upplýsingar um það hverjar tekjur fyrirtækisins eru af við­skiptum við ein­stök flug­fé­lög. Það veiti heldur ekki upp­lýs­ingar um hvort ein­hver flug­fé­lög séu í van­skilum með lend­ing­ar­gjöld sín við Isavia en tók fram að félagið vinni „með við­kom­andi félögum að lausn mála ef upp koma til­vik þar sem van­skil verða á lend­ing­ar­gjöldum með hags­muni Isavia að leið­ar­ljósi.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent