Fréttablaðið og Hringbraut fá undanþágu til að renna strax saman

Útgáfufélag Fréttablaðsins fær að taka yfir Hringbraut þó Samkeppniseftirlitið hafi ekki lokið umfjöllun sinni á samrunanum. Ástæðan er sú að Hringbraut þarf fjármagn til að styrkja rekstur sinn.

Fréttablaðið
Auglýsing

Torg, útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla, má fram­kvæma yfir­töku sína á sjón­varps­stöð­inni Hring­braut strax þótt að umfjöllun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um hann sé ekki lok­ið. Eft­ir­litið hefur veitt slíka heim­ild á grund­velli und­an­þágu í sam­keppn­is­lög­um. 

Ástæðan fyrir veit­ingu heim­ild­ar­innar er að Hring­braut þurfi á auknum fjár­munum að halda til að styrkja rekstur sinn en er háð því að ekki verði aðhafst nokkuð í rekstri Hring­brautar á und­an­þágu­tíma sem ekki verði mögu­legt að vinda ofan af verði ekki af sam­runa félag­anna.

Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag

Nýr aðal­eig­andi

Sam­run­inn á sér stað í kjöl­far þess að Helgi Magn­ús­­son fjár­­­fest­ir, sem í sumar keypti helm­ing­inn í útgáfu­­fé­lagi Frétta­­blaðs­ins, bætti við sig hinum helm­ingnum fyrr í mán­uð­in­um. Með þeim kaupum lauk ára­löngu eign­­­ar­haldi hjón­anna Jóns Ásgeirs Jóhann­es­­­sonar og Ing­i­­­bjargar Pálma­dóttur á íslenskum fjöl­mið­l­um, en þau höfðu verið aðal­­­eig­endur 365 miðla og fyr­ir­renn­­­ara þeirrar fjöl­miðla­­­sam­­­steypu í um 16 ár. 

Auglýsing
Samhliða var Ólöfu Skafta­dóttur gert að hætta sem öðrum rit­­stjóra blaðs­ins og Jón Þór­is­­son, fyrr­ver­andi banka­­stjóri VBS fjár­­­fest­inga­­banka og lög­­­mað­­ur, tók við hennar stöðu. Hinn rit­­stjóri Frétta­­blaðs­ins er Davíð Stef­áns­­son, sem hefur aðal­­­lega starfað við almanna­­tengsl og ráð­­gjöf áður, sem var ráð­inn í sum­­­ar. 

Auk þess var greint frá því að sjón­­varps­­stöðin Hring­braut verði sam­einuð Frétta­­blað­inu og í kjöl­far þess sam­runa verði Sig­­urður Arn­gríms­­son, við­­skipta­­fé­lagi Helga sem á meg­in­þorra hluta­fjár í Hring­braut, hlut­hafi í sam­ein­uðu félagi ásamt Jóni Þór­s­­syni og Guð­­mundi Erni Jóhanns­­syni, stofn­anda Hring­braut­­ar.

Í ljósi þess að búið er að veita und­an­þágu fyrir þeim sam­runa getur Hring­braut flutt starf­semi sína í höf­uð­stöðvar Frétta­blaðs­ins á Hafn­ar­torgi. Áhrif sam­run­ans sáust strax í Frétta­blað­inu í morgun þar sem stór aug­lýs­ing var frá Hring­braut á síðu sex. 

Frétta­blaðið situr bráðum eitt að efn­inu sínu

Þegar 365 miðl­ar, fyrr­ver­andi eig­andi Torgs ehf., seldi ljós­vaka­miðla sína og Vísi.is til félags­­ins sem nú heitir Sýn var upp­­haf­­lega gerður samn­ingur um að efni úr Frétta­­blað­inu myndi birt­­ast áfram á Vísi.is í 44 mán­uði. Sam­keppn­is­eft­ir­litið lét aðila máls­ins hins vegar stytta þann samn­ing vegna þess að það taldi hann vera of lang­­an. Nið­­ur­­staðan var að samn­ing­­ur­inn myndi gilda frá 1. des­em­ber 2017, þegar mið­l­­arnir færð­ust for­m­­lega yfir til Sýn­­ar, og til 1. des­em­ber 2019.

Torg ehf. hefur alla tíð síðan verið að byggja upp nýjan frétta­vef, Fretta­bla­did.­is, og til stendur að vefur Hring­brautar muni sam­ein­ast hon­um. Því hefur sama efnið birst að morgni á tveimur mis­­mun­andi vefum í nálægt tvö ár. 

Nú stytt­ist veru­­lega í að Fretta­bla­did.is sitji eitt að efn­inu úr blað­inu á vefn­um, en það ger­ist eftir rúman mán­uð.

Ný og gjör­breytt rit­stjórn­ar­stefna

Í lok síð­ustu viku var ný rit­stjórn­ar­stefna fjöl­miðla í eigu Torgs ehf. birt á vef fjöl­miðla­nefnd­ar. Í henni felst að halda fram „borg­­ara­­legum við­horf­um, víð­­sýni og frjáls­­lyndi. Frelsi verði gert hátt undir höfði og hag neyt­enda haldið á lofti. Stjórn­­völdum á hverjum tíma verði veitt aðhald á öllum svið­­um. Sama gildi um dóm­stóla. Áhersla verði lögð á mik­il­vægi umhverf­is­vernd­­ar, efl­ingu atvinn­u­lífs­ins og sam­­starf Íslend­inga á alþjóð­­legum vett­vang­i.“

Til við­­bótar við þetta verður „kapp­­kostað að fjöl­miðlar TORGS verði áfram mik­il­vægur vett­vangur skoð­ana­­skipta og frétta­mið­l­unar á Ísland­i.“

Rit­­stjórn­­­ar­­stefnan er mjög frá­­brugðin þeirri stefnu sem áður var við lýði. Í henni sagði meðal ann­­ars að Frétta­­blaðið legði áherslu á „áreið­an­­legan og vand­aðan frétta­­flutn­ing“, að hafa „sjálft ekki skoðun á neinu máli“, að  fjalla um „margar hliðar mála og draga fram ólíkar skoð­­anir og sjón­­­ar­mið“ og að vera „.op­inn og líf­­legur umræð­u­vett­vangur fyrir les­endur og birta dag­­lega umræð­u­­greinar frá þeim“. Þá var lögð sér­­­stök áhersla á að blaðið væri „hóf­stillt í fram­­setn­ingu og útlit­i“.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent