Fréttablaðið og Hringbraut fá undanþágu til að renna strax saman

Útgáfufélag Fréttablaðsins fær að taka yfir Hringbraut þó Samkeppniseftirlitið hafi ekki lokið umfjöllun sinni á samrunanum. Ástæðan er sú að Hringbraut þarf fjármagn til að styrkja rekstur sinn.

Fréttablaðið
Auglýsing

Torg, útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla, má fram­kvæma yfir­töku sína á sjón­varps­stöð­inni Hring­braut strax þótt að umfjöllun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um hann sé ekki lok­ið. Eft­ir­litið hefur veitt slíka heim­ild á grund­velli und­an­þágu í sam­keppn­is­lög­um. 

Ástæðan fyrir veit­ingu heim­ild­ar­innar er að Hring­braut þurfi á auknum fjár­munum að halda til að styrkja rekstur sinn en er háð því að ekki verði aðhafst nokkuð í rekstri Hring­brautar á und­an­þágu­tíma sem ekki verði mögu­legt að vinda ofan af verði ekki af sam­runa félag­anna.

Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag

Nýr aðal­eig­andi

Sam­run­inn á sér stað í kjöl­far þess að Helgi Magn­ús­­son fjár­­­fest­ir, sem í sumar keypti helm­ing­inn í útgáfu­­fé­lagi Frétta­­blaðs­ins, bætti við sig hinum helm­ingnum fyrr í mán­uð­in­um. Með þeim kaupum lauk ára­löngu eign­­­ar­haldi hjón­anna Jóns Ásgeirs Jóhann­es­­­sonar og Ing­i­­­bjargar Pálma­dóttur á íslenskum fjöl­mið­l­um, en þau höfðu verið aðal­­­eig­endur 365 miðla og fyr­ir­renn­­­ara þeirrar fjöl­miðla­­­sam­­­steypu í um 16 ár. 

Auglýsing
Samhliða var Ólöfu Skafta­dóttur gert að hætta sem öðrum rit­­stjóra blaðs­ins og Jón Þór­is­­son, fyrr­ver­andi banka­­stjóri VBS fjár­­­fest­inga­­banka og lög­­­mað­­ur, tók við hennar stöðu. Hinn rit­­stjóri Frétta­­blaðs­ins er Davíð Stef­áns­­son, sem hefur aðal­­­lega starfað við almanna­­tengsl og ráð­­gjöf áður, sem var ráð­inn í sum­­­ar. 

Auk þess var greint frá því að sjón­­varps­­stöðin Hring­braut verði sam­einuð Frétta­­blað­inu og í kjöl­far þess sam­runa verði Sig­­urður Arn­gríms­­son, við­­skipta­­fé­lagi Helga sem á meg­in­þorra hluta­fjár í Hring­braut, hlut­hafi í sam­ein­uðu félagi ásamt Jóni Þór­s­­syni og Guð­­mundi Erni Jóhanns­­syni, stofn­anda Hring­braut­­ar.

Í ljósi þess að búið er að veita und­an­þágu fyrir þeim sam­runa getur Hring­braut flutt starf­semi sína í höf­uð­stöðvar Frétta­blaðs­ins á Hafn­ar­torgi. Áhrif sam­run­ans sáust strax í Frétta­blað­inu í morgun þar sem stór aug­lýs­ing var frá Hring­braut á síðu sex. 

Frétta­blaðið situr bráðum eitt að efn­inu sínu

Þegar 365 miðl­ar, fyrr­ver­andi eig­andi Torgs ehf., seldi ljós­vaka­miðla sína og Vísi.is til félags­­ins sem nú heitir Sýn var upp­­haf­­lega gerður samn­ingur um að efni úr Frétta­­blað­inu myndi birt­­ast áfram á Vísi.is í 44 mán­uði. Sam­keppn­is­eft­ir­litið lét aðila máls­ins hins vegar stytta þann samn­ing vegna þess að það taldi hann vera of lang­­an. Nið­­ur­­staðan var að samn­ing­­ur­inn myndi gilda frá 1. des­em­ber 2017, þegar mið­l­­arnir færð­ust for­m­­lega yfir til Sýn­­ar, og til 1. des­em­ber 2019.

Torg ehf. hefur alla tíð síðan verið að byggja upp nýjan frétta­vef, Fretta­bla­did.­is, og til stendur að vefur Hring­brautar muni sam­ein­ast hon­um. Því hefur sama efnið birst að morgni á tveimur mis­­mun­andi vefum í nálægt tvö ár. 

Nú stytt­ist veru­­lega í að Fretta­bla­did.is sitji eitt að efn­inu úr blað­inu á vefn­um, en það ger­ist eftir rúman mán­uð.

Ný og gjör­breytt rit­stjórn­ar­stefna

Í lok síð­ustu viku var ný rit­stjórn­ar­stefna fjöl­miðla í eigu Torgs ehf. birt á vef fjöl­miðla­nefnd­ar. Í henni felst að halda fram „borg­­ara­­legum við­horf­um, víð­­sýni og frjáls­­lyndi. Frelsi verði gert hátt undir höfði og hag neyt­enda haldið á lofti. Stjórn­­völdum á hverjum tíma verði veitt aðhald á öllum svið­­um. Sama gildi um dóm­stóla. Áhersla verði lögð á mik­il­vægi umhverf­is­vernd­­ar, efl­ingu atvinn­u­lífs­ins og sam­­starf Íslend­inga á alþjóð­­legum vett­vang­i.“

Til við­­bótar við þetta verður „kapp­­kostað að fjöl­miðlar TORGS verði áfram mik­il­vægur vett­vangur skoð­ana­­skipta og frétta­mið­l­unar á Ísland­i.“

Rit­­stjórn­­­ar­­stefnan er mjög frá­­brugðin þeirri stefnu sem áður var við lýði. Í henni sagði meðal ann­­ars að Frétta­­blaðið legði áherslu á „áreið­an­­legan og vand­aðan frétta­­flutn­ing“, að hafa „sjálft ekki skoðun á neinu máli“, að  fjalla um „margar hliðar mála og draga fram ólíkar skoð­­anir og sjón­­­ar­mið“ og að vera „.op­inn og líf­­legur umræð­u­vett­vangur fyrir les­endur og birta dag­­lega umræð­u­­greinar frá þeim“. Þá var lögð sér­­­stök áhersla á að blaðið væri „hóf­stillt í fram­­setn­ingu og útlit­i“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent