Samkeppniseftirlitið er ekki að neyða Haga til þess að loka Bónus á Hallveigarstíg

Eiríkur Ragnarsson leiðréttir misskilning um lokun Bónusverslunar og reynir að koma fólki í skilning um það sem Samkeppniseftirlitið gerir og hvers vegna.

Auglýsing

Um daginn birtist grein á Vísi um ákvörðun Haga að gangast að skilyrðum Samkeppniseftirlitsins (SE) til þess að fá samþykki eftirlitsins fyrir yfirtöku Haga á Olís. Í fyrirsögn greinarinnar segir að Hagar hafi ákveðið að „loka Bónus á Hallveigarstíg“. Þessi grein var skrifuð á þann hátt að auðveldlega var hægt að túlka hana sem svo að SE hefði neytt Haga til þess að loka verslun sinni, af því bara. Þar af leiðandi er eflaust heill hellingur af fólki sem las greinina (og hef ég séð þó nokkur dæmi þess á internetinu) og heldur í dag að SE sé í þeim bisness að ákveða hvaða búð skal vera opin hvar.

En staðreyndin er sú að greinin á Vísi er orðuð á villandi máta (eflaust óviljandi). Ef hún er lesin þá má lesa úr henni að SE hafi einfaldlega sagt Bónus að loka einni búð í 101. En það er ekki þannig sem SE vinnur. Tvö mikilvægustu hlutverk SE, að mínu mati, eru að:

Auglýsing
  1. sjá til þess að stór fyrirtæki misnoti sér ekki stöðu sína til þess að græða fullt af pening á kostnað neytenda; og
  2. reyna að koma í veg fyrir að markaðir, þar sem einhver samkeppni ríkir í dag, breytist í fákeppnis- eða einokunarmarkaði.

Þetta er reyndar ekki orðrétt hlutverk þeirra, en á mannamáli er þetta hlutverk SE (fyrir þá sem kunna og nenna að lesa lögfræðsku með hagfræðskum hreim þá er hægt að lesa allt um SE á heimasíðu þeirra).

Venjulega þegar Samkeppniseftirlitið er í fréttunum tengist það fyrsta liðnum að ofan. Til dæmis var það frægt þegar Byko og Húsasmiðjan fóru í sæng saman til þess að hækka verð á timbri. Slíkar fréttir er oft þokkalega auðvelt að skilja: Byko og Húsasmiðjan töluðu saman, hækkuðu verð á timbri og allir sem keyptu þessa tegund timburs, beint eða óbeint, borguðu meira fyrir það. Því eru neytendur venjulega þokkalega sáttir við SE þegar þeir heyra slíkar fréttir. Það fær sér svo sem enginn tattú með SE lógóinu, en það gleður flesta þó að  vita að það sé afl sem kemur í veg fyrir að stór fyrirtæki misnoti stöðu sína öllum, nema sjálfum sér, til ama.

Seinni liðurinn hefur að gera með samruna. Ein leið sem fyrirtæki geta farið til þess að græða er að eiga í samráð við önnur félög, rétt eins og Byko og Húsasmiðjan gerðu. En vandamálið við samráð er að fyrirtækin í samráðinu hafa oft hvata til þess að svíkjast undan og lækka verð til þess að stela kúnnum af þeim sem þeir eru í samráði við. Einnig er það bannað með samkeppnislögum að eiga í samráði. Og eins og Byko hefur nú lært, þá getur það verið ansi dýrt spaug þegar SE kemst á sporin og sektar þá um 650 miljónir fyrir brotið, og vararíkissaksóknari lætur stinga starfsmönnum Byko í steininn, skilorðsbundið.

Með því að sameinast losna þessi fyrirtæki við þessi vandamál. Nýja einingin getur hækkað verð án þess að eiga á því hættu að einhver steli af þeim viðskiptavinum og SE getur ekki skellt á þá sekt af því að ekki er hægt að vera í samráði við sjálfan sig.

Samrunar eru þó ekki alltaf slæmir. Til dæmis getur sameining leitt til skalahagkvæmni sem á það til að skila sér í lægri verðum til neytenda. Einnig geta tvö lítil fyrirtæki, sem vegna smæðar sinnar í dag veita stóru fyrirtæki á sama markaði takmarkað aðhald, sameinast og í stærð sinni veitt stærri fyrirtækjum meira aðhald.

Greinin á Vísi lætur það hljóma svolítið eins og SE hafi sagt Högum að loka Bónus á Hallveigarstíg. En það er ekki rétt. SE vann vinnuna sína fyrir okkur neytendur, með okkar hagsmuni í huga. Rannsókn SE gaf þeim ástæðu til að trúa því að þessi samruni gæti dregið úr samkeppni, en gæti einnig skilað sér í hagræðingu fyrir Haga. Því gerði SE samning við Haga: Hagar fengju að kaupa Olís, en með því skilyrði að þeir myndu selja Bónus búðina á Hallveigarstíg til „aðila sem er til þess fallinn og líklegur að veita Högum og öðrum keppinautum umtalsvert samkeppnislegt aðhald“ . Sem þýðir það að þegar Bónus búðin lokar á Hallveigarstíg þá ætti önnur sambærileg verslun að opna í sama húsi, innan skamms.

Til að mynda gæti Iceland mögulega keypt reksturinn. Það ætti að gera rekstur Iceland skilvirkari, sem gæti leitt til lægra verðs fyrir alla Reykvíkinga. Annar möguleiki, þó ólíklegur sé, er að erlend verslunarkeðja myndi kaupa búðina og við gætum fengið búð eins og Aldi, Lidl eða Waitros til Íslands. Ef Costco er fordæmi, þá myndi slíkri innkomu á markað vera fagnað af landsmönnum.

Að sjálfsögðu má deila um það hvort þessi niðurstaða SE hafi verið sanngjörn eða rétt. Það má deila um það hvort Bensínstöðvar og Bónus séu á sama markaði (þó svo eignarhald á Íslandi séu svo flókið að oft er samruni ekki bara samruni), en það er ekki hægt að deila um hlutverk SE. Þeir eru ekki í þeim bisness að loka búðum, heldur eru þeir í þeim bisness að reyna að sjá til þess að fyrirtæki okri ekki á neytendum í valdi stærðar sinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics