Samkeppniseftirlitið er ekki að neyða Haga til þess að loka Bónus á Hallveigarstíg

Eiríkur Ragnarsson leiðréttir misskilning um lokun Bónusverslunar og reynir að koma fólki í skilning um það sem Samkeppniseftirlitið gerir og hvers vegna.

Auglýsing

Um dag­inn birt­ist grein á Vísi um ákvörðun Haga að gang­ast að skil­yrðum Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins (SE) til þess að fá sam­þykki eft­ir­lits­ins fyrir yfir­töku Haga á Olís. Í fyr­ir­sögn grein­ar­innar segir að Hagar hafi ákveðið að „loka Bónus á Hall­veig­ar­stíg“. Þessi grein var skrifuð á þann hátt að auð­veld­lega var hægt að túlka hana sem svo að SE hefði neytt Haga til þess að loka verslun sinni, af því bara. Þar af leið­andi er eflaust heill hell­ingur af fólki sem las grein­ina (og hef ég séð þó nokkur dæmi þess á inter­net­inu) og heldur í dag að SE sé í þeim bis­ness að ákveða hvaða búð skal vera opin hvar.

En stað­reyndin er sú að greinin á Vísi er orðuð á vill­andi máta (ef­laust óvilj­and­i). Ef hún er lesin þá má lesa úr henni að SE hafi ein­fald­lega sagt Bónus að loka einni búð í 101. En það er ekki þannig sem SE vinn­ur. Tvö mik­il­væg­ustu hlut­verk SE, að mínu mati, eru að:

Auglýsing
  1. sjá til þess að stór fyr­ir­tæki mis­noti sér ekki stöðu sína til þess að græða fullt af pen­ing á kostnað neyt­enda; og

  2. reyna að koma í veg fyrir að mark­að­ir, þar sem ein­hver sam­keppni ríkir í dag, breyt­ist í fákeppn­is- eða ein­ok­un­ar­mark­aði.

Þetta er reyndar ekki orð­rétt hlut­verk þeirra, en á manna­máli er þetta hlut­verk SE (fyrir þá sem kunna og nenna að lesa lög­fræðsku með hag­fræðskum hreim þá er hægt að lesa allt um SE á heima­síðu þeirra).

Venju­lega þegar Sam­keppn­is­eft­ir­litið er í frétt­unum teng­ist það fyrsta liðnum að ofan. Til dæmis var það frægt þegar Byko og Húsa­smiðjan fóru í sæng saman til þess að hækka verð á timbri. Slíkar fréttir er oft þokka­lega auð­velt að skilja: Byko og Húsa­smiðjan töl­uðu sam­an, hækk­uðu verð á timbri og allir sem keyptu þessa teg­und timb­urs, beint eða óbeint, borg­uðu meira fyrir það. Því eru neyt­endur venju­lega þokka­lega sáttir við SE þegar þeir heyra slíkar frétt­ir. Það fær sér svo sem eng­inn tattú með SE lógóinu, en það gleður flesta þó að  vita að það sé afl sem kemur í veg fyrir að stór fyr­ir­tæki mis­noti stöðu sína öll­um, nema sjálfum sér, til ama.

Seinni lið­ur­inn hefur að gera með sam­runa. Ein leið sem fyr­ir­tæki geta farið til þess að græða er að eiga í sam­ráð við önnur félög, rétt eins og Byko og Húsa­smiðjan gerðu. En vanda­málið við sam­ráð er að fyr­ir­tækin í sam­ráð­inu hafa oft hvata til þess að svíkj­ast undan og lækka verð til þess að stela kúnnum af þeim sem þeir eru í sam­ráði við. Einnig er það bannað með sam­keppn­is­lögum að eiga í sam­ráði. Og eins og Byko hefur nú lært, þá getur það verið ansi dýrt spaug þegar SE kemst á sporin og sektar þá um 650 milj­ónir fyrir brotið, og vara­rík­is­sak­sókn­ari lætur stinga starfs­mönnum Byko í stein­inn, skil­orðs­bund­ið.

Með því að sam­ein­ast losna þessi fyr­ir­tæki við þessi vanda­mál. Nýja ein­ingin getur hækkað verð án þess að eiga á því hættu að ein­hver steli af þeim við­skipta­vinum og SE getur ekki skellt á þá sekt af því að ekki er hægt að vera í sam­ráði við sjálfan sig.

Sam­runar eru þó ekki alltaf slæm­ir. Til dæmis getur sam­ein­ing leitt til skala­hag­kvæmni sem á það til að skila sér í lægri verðum til neyt­enda. Einnig geta tvö lítil fyr­ir­tæki, sem vegna smæðar sinnar í dag veita stóru fyr­ir­tæki á sama mark­aði tak­markað aðhald, sam­ein­ast og í stærð sinni veitt stærri fyr­ir­tækjum meira aðhald.

Greinin á Vísi lætur það hljóma svo­lítið eins og SE hafi sagt Högum að loka Bónus á Hall­veig­ar­stíg. En það er ekki rétt. SE vann vinn­una sína fyrir okkur neyt­end­ur, með okkar hags­muni í huga. Rann­sókn SE gaf þeim ástæðu til að trúa því að þessi sam­runi gæti dregið úr sam­keppni, en gæti einnig skilað sér í hag­ræð­ingu fyrir Haga. Því gerði SE samn­ing við Haga: Hagar fengju að kaupa Olís, en með því skil­yrði að þeir myndu selja Bónus búð­ina á Hall­veig­ar­stíg til „að­ila sem er til þess fall­inn og lík­legur að veita Högum og öðrum keppi­nautum umtals­vert sam­keppn­is­legt aðhald“ . Sem þýðir það að þegar Bónus búðin lokar á Hall­veig­ar­stíg þá ætti önnur sam­bæri­leg verslun að opna í sama húsi, innan skamms.

Til að mynda gæti Iceland mögu­lega keypt rekst­ur­inn. Það ætti að gera rekstur Iceland skil­virk­ari, sem gæti leitt til lægra verðs fyrir alla Reyk­vík­inga. Annar mögu­leiki, þó ólík­legur sé, er að erlend versl­un­ar­keðja myndi kaupa búð­ina og við gætum fengið búð eins og Aldi, Lidl eða Waitros til Íslands. Ef Costco er for­dæmi, þá myndi slíkri inn­komu á markað vera fagnað af lands­mönn­um.

Að sjálf­sögðu má deila um það hvort þessi nið­ur­staða SE hafi verið sann­gjörn eða rétt. Það má deila um það hvort Bens­ín­stöðvar og Bónus séu á sama mark­aði (þó svo eign­ar­hald á Íslandi séu svo flókið að oft er sam­runi ekki bara sam­runi), en það er ekki hægt að deila um hlut­verk SE. Þeir eru ekki í þeim bis­ness að loka búð­um, heldur eru þeir í þeim bis­ness að reyna að sjá til þess að fyr­ir­tæki okri ekki á neyt­endum í valdi stærðar sinn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics