Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku Isavia við bílastæði

Samkeppniseftirlitið hefur stöðvað gjaldtöku Isavia á ytri rútustæðum við Leifsstöð. Telur að Isavia hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með óhóflegri verðlagningu. Jafnframt mismuni það viðskiptavinum í verðlagningu og skilmálum.

Grayline Leifsstöð
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur stöðvað gjald­töku Isa­via á ytri rútu­stæðum við Leifs­stöð. Gjald­takan tók gildi þann 1. mars 2018, í fram­haldi af útboði og samn­ingum um nýt­ingu tveggja hóp­ferða­fyr­ir­tækja á nær­stæðum við flug­stöðv­ar­bygg­ing­una.

­Sam­keppn­is­eft­ir­litið tók málið til skoð­unar og hefur tekið bráða­birgð­á­kvörðun í því, og telur þannig senni­legt að sú hátt­semi sem til athug­unar er gangi gegn ákvæðum sam­keppn­islaga og ef lík­legt þykir að bið eftir end­an­legri ákvörðun leiði til rösk­unar á sam­keppni eða að málið þoli ekki að öðru leyti bið.

Þannig telur eft­ir­litið senni­legt að Isa­via hafi mis­notað mark­aðs­ráð­andi stöðu sína með óhóf­legri verð­lagn­ingu við gjald­töku fyrir notkun á fjar­stæð­um. Jafn­framt mis­muni Isa­via við­skipta­vinum í verð­lagn­ingu og skil­mál­um.

Auglýsing

Þá telur Sam­keppn­is­eft­ir­litið að bið eftir end­an­legri ákvörðun getið skaðað sam­keppni. Verði ekk­ert að gert muni gjald­taka Isa­via á fjar­stæðum hafa veru­leg skað­leg áhrif á rekstur fyr­ir­tækja sem nýta þurfi fjar­stæð­in. Þá liggur fyrir að gjöld vegna stæð­anna munu að óbreyttu hækka veru­lega þann 1. sept­em­ber nk., en þá verður svo­kall­aður afsláttur á aðlög­un­ar­tíma­bili felldur nið­ur.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur því að skil­yrði fyrir töku bráða­birgða­á­kvörð­unar séu fyrir hendi. Í henni felst að umrædd gjald­taka er stöðvuð tíma­bund­ið. Gildir bráða­birgða­á­kvörð­unin til 31. des­em­ber 2018.

Sam­hliða hefur Sam­keppn­is­eft­ir­litið sent Isa­via and­mæla­skjal þar sem nánar er gerð grein fyrir frum­nið­ur­stöðum eft­ir­lits­ins vegna rann­sókn­ar­innar og félag­inu gef­inn kostur á að koma sjón­ar­miðum og and­mælum á fram­færi áður en end­an­leg ákvörðun verður tekin í mál­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent