Rútufyrirtæki kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ við Leifsstöð

Gray Line hefur sent kæru til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að Isavia ætlar að rukka hópferðarfyrirtæki um tæpar 20 þúsund krónur í hvert sinn sem rúta sækir farþega í Leifsstöð. Fyrirtækið segir hækkunina geta valdið sér óbætanlegum skaða.

gray line
Auglýsing

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækið Gray Line hefur sent Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu kæru þar sem fyr­ir­tækið telur að Isa­via hafi mis­notað ein­ok­un­ar­að­stöðu sína á Kefla­vík­ur­flug­velli með því að ætla sér að taka gjald af hóp­ferða­bílum sem starfi við flug­völl­inn. Gray Line telur að gjald­takan sé marg­falt hærri en eðli­legt geti talist og að hún stríð gegn hags­munum neyt­enda. Fyr­ir­tækið vill að Sam­keppn­is­eft­ir­litið stöðvi fyr­ir­hug­aða gjald­töku. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Gray Line. Isa­via er í eigu íslensku rík­is­ins.

Þórir Garð­ars­son, stjórn­ar­for­maður Gray Line, segir að um sé að ræða ofur­gjald­töku í skjóli ein­ok­unar sem lendi á engum öðrum en flug­far­þeg­um. „Gera má ráð fyrir að far­gjaldið þurfi að hækka um 30-50 pró­sent hjá öllum hóp­ferða­fyr­ir­tækj­unum til að Isa­via fái sitt. Far­þegar fá ekk­ert meiri eða betri þjón­ustu. Isa­via tekur þá ein­fald­lega í gísl­ingu og heimtar lausn­ar­gjald svo þeir kom­ist frá flug­stöð­inn­i.“

Í kæru fyr­ir­tæk­is­ins segir að á Heat­hrow flug­velli í London sé tekið 3.900 króna gjald fyrir stóra hóp­ferða­bíla sem sækja far­þega. „Isa­via ætlar hins vegar frá og með 1. mars næst­kom­andi að taka 19.900 kr. fyrir hvert skipti sem stór rúta sækir far­þega í flug­stöð Leifs Eiríks­son­ar. Gjald Isa­via er fimm­falt hærra en á Heat­hrow. Á flug­völlum á borð við Kaup­manna­höfn, Billund og Stokk­hólm og fleiri á Norð­ur­lönd­unum er ekk­ert slíkt gjald tekið og á Gatwick flug­velli er það 2.400 kr.“

Auglýsing

Gjald­takan er fyrir nýt­ingu á svoköll­uðu fjar­svæði, sem liggur ekki upp við flug­stöð­ina. Hún kemur til við­bótar við það sem tvö hóp­ferð­ar­fyr­ir­tæki greiða fyrir að vera með aðstöðu upp við flug­stöð­ina, en þau greiða rúm­lega 300 millj­ónir króna á ári til Isa­via fyrir þá aðstöðu.

For­svars­menn Gray Line telja að skyndi­leg og mikil hækkun stefni við­skiptum fyr­ir­tæk­is­ins á svæð­inu í hættu „svo óbæt­an­legur skaði geti hlot­ist af“.

Bára Halldórsdóttir
Kröfu Miðflokksmanna í Klaustursmáli hafnað
Bára Halldórsdóttir hafði betur í Landsrétti eins og í hún hafði í héraði, þegar krafa um gagnaöflunarvitnaleiðslur var umfjöllunar.
Kjarninn 16. janúar 2019
Vilhelm Már Þorsteinsson nýr forstjóri Eimskips
Formaður stjórnar er Baldvin Þorsteinsson, en hann er náfrændi nýja forstjórans. Eimskip er skráð á aðallista kauphallar Íslands, en Samherji er stærsti eigandi félagsins.
Kjarninn 16. janúar 2019
Magnús Halldórsson
Að gera hlutina vel
Kjarninn 16. janúar 2019
Vísitala leiguverðs lækkar milli mánaða
Leiguverð lækkaði milli mánaða, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár.
Kjarninn 16. janúar 2019
May telur allur líkur á að ríkisstjórn hennar standi af sér vantrauststillöguna
Í kvöld munu bresk­ir þing­menn greiða at­kvæði um van­traust á rík­is­stjórn Th­eresu May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, aðeins sól­ar­hring eft­ir að þingið hafnaði Brex­it-samn­ingi stjórn­ar­inn­ar og Evr­ópu­sam­bands­ins.
Kjarninn 16. janúar 2019
Auður Jónsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir og Bára Huld Beck samankomnar þegar Þjáningarfrelsið var tilnefnt til verðlaunanna.
Bók um fjölmiðla hlýtur Fjöruverðlaunin
Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlauna kvenna 2019 voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða í dag klukkan 15.
Kjarninn 16. janúar 2019
Helga Vala Helgadóttir stýrði fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
Hefur verið rætt óformlega að skipa rannsóknarnefnd vegna sendiherramálsins
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segist telja að það verði að skoða hvort að skipa þurfi rannsóknarnefnd um sendiherramálið svokallaða, sem snýst um meint pólitísk hrossakaup um sendiherrastöður. Þetta kemur fram í sjónvarpsþættinum 21 á Hring
Kjarninn 16. janúar 2019
Leikskólagjöld lægst í Reykjavík
Mikill munur er á leikskólagjöldum á milli sveitarfélaga, munurinn á almennu leikskólagjaldi er mest 53 prósent á milli sveitarfélaga eða rúm 150 þúsund á ári. Leikskólagjöld hækka hja 80 prósent sveitarfélaga á þessu ári.
Kjarninn 16. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent