Rútufyrirtæki kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ við Leifsstöð

Gray Line hefur sent kæru til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að Isavia ætlar að rukka hópferðarfyrirtæki um tæpar 20 þúsund krónur í hvert sinn sem rúta sækir farþega í Leifsstöð. Fyrirtækið segir hækkunina geta valdið sér óbætanlegum skaða.

gray line
Auglýsing

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækið Gray Line hefur sent Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu kæru þar sem fyr­ir­tækið telur að Isa­via hafi mis­notað ein­ok­un­ar­að­stöðu sína á Kefla­vík­ur­flug­velli með því að ætla sér að taka gjald af hóp­ferða­bílum sem starfi við flug­völl­inn. Gray Line telur að gjald­takan sé marg­falt hærri en eðli­legt geti talist og að hún stríð gegn hags­munum neyt­enda. Fyr­ir­tækið vill að Sam­keppn­is­eft­ir­litið stöðvi fyr­ir­hug­aða gjald­töku. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Gray Line. Isa­via er í eigu íslensku rík­is­ins.

Þórir Garð­ars­son, stjórn­ar­for­maður Gray Line, segir að um sé að ræða ofur­gjald­töku í skjóli ein­ok­unar sem lendi á engum öðrum en flug­far­þeg­um. „Gera má ráð fyrir að far­gjaldið þurfi að hækka um 30-50 pró­sent hjá öllum hóp­ferða­fyr­ir­tækj­unum til að Isa­via fái sitt. Far­þegar fá ekk­ert meiri eða betri þjón­ustu. Isa­via tekur þá ein­fald­lega í gísl­ingu og heimtar lausn­ar­gjald svo þeir kom­ist frá flug­stöð­inn­i.“

Í kæru fyr­ir­tæk­is­ins segir að á Heat­hrow flug­velli í London sé tekið 3.900 króna gjald fyrir stóra hóp­ferða­bíla sem sækja far­þega. „Isa­via ætlar hins vegar frá og með 1. mars næst­kom­andi að taka 19.900 kr. fyrir hvert skipti sem stór rúta sækir far­þega í flug­stöð Leifs Eiríks­son­ar. Gjald Isa­via er fimm­falt hærra en á Heat­hrow. Á flug­völlum á borð við Kaup­manna­höfn, Billund og Stokk­hólm og fleiri á Norð­ur­lönd­unum er ekk­ert slíkt gjald tekið og á Gatwick flug­velli er það 2.400 kr.“

Auglýsing

Gjald­takan er fyrir nýt­ingu á svoköll­uðu fjar­svæði, sem liggur ekki upp við flug­stöð­ina. Hún kemur til við­bótar við það sem tvö hóp­ferð­ar­fyr­ir­tæki greiða fyrir að vera með aðstöðu upp við flug­stöð­ina, en þau greiða rúm­lega 300 millj­ónir króna á ári til Isa­via fyrir þá aðstöðu.

For­svars­menn Gray Line telja að skyndi­leg og mikil hækkun stefni við­skiptum fyr­ir­tæk­is­ins á svæð­inu í hættu „svo óbæt­an­legur skaði geti hlot­ist af“.

Meira úr sama flokkiInnlent