Rútufyrirtæki kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ við Leifsstöð

Gray Line hefur sent kæru til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að Isavia ætlar að rukka hópferðarfyrirtæki um tæpar 20 þúsund krónur í hvert sinn sem rúta sækir farþega í Leifsstöð. Fyrirtækið segir hækkunina geta valdið sér óbætanlegum skaða.

gray line
Auglýsing

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækið Gray Line hefur sent Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu kæru þar sem fyr­ir­tækið telur að Isa­via hafi mis­notað ein­ok­un­ar­að­stöðu sína á Kefla­vík­ur­flug­velli með því að ætla sér að taka gjald af hóp­ferða­bílum sem starfi við flug­völl­inn. Gray Line telur að gjald­takan sé marg­falt hærri en eðli­legt geti talist og að hún stríð gegn hags­munum neyt­enda. Fyr­ir­tækið vill að Sam­keppn­is­eft­ir­litið stöðvi fyr­ir­hug­aða gjald­töku. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Gray Line. Isa­via er í eigu íslensku rík­is­ins.

Þórir Garð­ars­son, stjórn­ar­for­maður Gray Line, segir að um sé að ræða ofur­gjald­töku í skjóli ein­ok­unar sem lendi á engum öðrum en flug­far­þeg­um. „Gera má ráð fyrir að far­gjaldið þurfi að hækka um 30-50 pró­sent hjá öllum hóp­ferða­fyr­ir­tækj­unum til að Isa­via fái sitt. Far­þegar fá ekk­ert meiri eða betri þjón­ustu. Isa­via tekur þá ein­fald­lega í gísl­ingu og heimtar lausn­ar­gjald svo þeir kom­ist frá flug­stöð­inn­i.“

Í kæru fyr­ir­tæk­is­ins segir að á Heat­hrow flug­velli í London sé tekið 3.900 króna gjald fyrir stóra hóp­ferða­bíla sem sækja far­þega. „Isa­via ætlar hins vegar frá og með 1. mars næst­kom­andi að taka 19.900 kr. fyrir hvert skipti sem stór rúta sækir far­þega í flug­stöð Leifs Eiríks­son­ar. Gjald Isa­via er fimm­falt hærra en á Heat­hrow. Á flug­völlum á borð við Kaup­manna­höfn, Billund og Stokk­hólm og fleiri á Norð­ur­lönd­unum er ekk­ert slíkt gjald tekið og á Gatwick flug­velli er það 2.400 kr.“

Auglýsing

Gjald­takan er fyrir nýt­ingu á svoköll­uðu fjar­svæði, sem liggur ekki upp við flug­stöð­ina. Hún kemur til við­bótar við það sem tvö hóp­ferð­ar­fyr­ir­tæki greiða fyrir að vera með aðstöðu upp við flug­stöð­ina, en þau greiða rúm­lega 300 millj­ónir króna á ári til Isa­via fyrir þá aðstöðu.

For­svars­menn Gray Line telja að skyndi­leg og mikil hækkun stefni við­skiptum fyr­ir­tæk­is­ins á svæð­inu í hættu „svo óbæt­an­legur skaði geti hlot­ist af“.

280 þúsund manns dáið úr of stórum skammti á 5 árum
Gífurleg aukning hefur verið á dauðsföllum úr of stórum skammti vímuefna. Tölur um dauðsföll á Íslandi hjá ungum fíklum þykja „ógnvekjandi“.
20. janúar 2018
Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps
Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.
20. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kjósum um Borgarlínuna
20. janúar 2018
Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Falsaðir reikningar, breyttir samningar og gervilén í fjárdráttarmáli Magnúsar
Fyrrverandi forstjóri United Silicon er talinn hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um 605 milljóna króna fjárdrátt.
20. janúar 2018
Eyþór á fyrirtæki úti á Granda og vill byggja í Örfirisey
Eyþór Arnalds frambjóðandi í oddvitakjöri Sjálfstæðisflokksins vill að borgin reisi íbúabyggð í Örfirisey. Hann á sjálfur fyrirtæki í rekstri svæðinu en telur hagsmunatengslin ekki þannig að honum sé ókleift að vera talsmaður uppbyggingar á svæðinu.
20. janúar 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru Málin 19 - Viðar Guðhjonsen, Davíð Oddsson og Donald Trump
20. janúar 2018
Á tímabilinu 2000-2016 voru byggðar um 1.800 íbúðir að meðaltali á hverju ári á Íslandi. Miðað við vænta mannfjölgun þá þarf að byggja rúmlega 2.200 á ári til að mæta þörf.
Þörf á að byggja um 2.200 íbúðir á ári til að mæta eftirspurn
Íbúðalánasjóður vinnur að gerð líkans til að meta undirliggjandi þörf fyrir nýjar íbúðir. Fyrstu niðurstöður benda til þess að mikil mannfjölgun leiði til þess að skortur á nýjum íbúðum hafi verið vanmetinn.
20. janúar 2018
Áreiðanlegir fjölmiðlar munu fá aukið vægi
Mark Zuckerberg heldur áfram að boða miklar breytingar á fréttastraumi notenda Facebook.
20. janúar 2018
Meira úr sama flokkiInnlent