„Stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar“

Guðmundur Kristjánsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í morgun. Samkeppniseftirlitið sendi einnig frá sér tilkynningu vegna málsins.

guðmundur fréttablaðið
Auglýsing

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi HB Granda, setur fréttaflutning Fréttablaðsins af meintum athugasemdum Samkeppniseftirlitsins við viðskiptahætti Guðmundar í samhengi við það að Einar Þór Sverrisson, stjórnarformaður Fréttablaðsins, sé einnig lögfræðingur meirihlutaeigenda í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Guðmundur hefur lengi átt í illdeilum við þann hóp, en hann var minnihlutaeigandi í Vinnslustöðinni þar til í vikunni, þegar hann seldi þann hlut á 9,4 milljarða króna til FISK Seafood, útgerð­ar­hluta Kaup­fé­lags Skag­firð­inga.

Í frétt Fréttablaðsins sagði að Samkeppniseftirlitið hefði gert fjórar alvar­legar athuga­semdir við við­skipta­hætti Guð­mundar Krist­jáns­son­ar, aðal­eig­anda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat ­stofn­un­ar­innar sé á rökum reist sé um að ræða „al­var­leg brot“ á sam­keppn­is­lög­um.

Niðurstaða í málinu liggur ekki fyrir

Eftirlitið sendi sjálft frá sér tilkynningu í dag vegna umfjöllunarinnar þar sem segir að tilkynnt hafi verið um það í júlí til kauphallar og birt opinberlega að til skoðunar væru mál tengd Guðmundi. Einkum væri til skoðunar hvort breytingar hafi orðið á yfirráðum í HB Granda þegar Brim eignaðist verulegan hlut í félaginu í maí síðastliðnum og tengsl fyrirtækja í gegnum eignarhluti og stjórnarsetu Guðmundar sem til staðar voru á þeim tíma eða áður. 

Auglýsing
Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins segir: „Rétt er taka skýrt fram að endanleg niðurstaða í framangreindu máli liggur ekki fyrir. Það frummat sem kynnt var aðilum máls byggði á fyrirliggjandi upplýsingum á þeim tíma. Var frummatið sett fram til þess að gefa hlutaðeigandi aðilum tækifæri til þess bregðast við því og koma skýringum og sjónarmiðum á framfæri. Af eðli máls leiðir að umrætt frummat getur því breyst.

Aðilar málsins hafa nú komið á framfæri skýringum og sjónarmiðum vegna málsins, þ.á.m þess efnis að Guðmundur var genginn úr stjórn Vinnslustöðvarinnar þegar athugun Samkeppniseftirlitsins hófst. Er Samkeppniseftirlitið nú að fara yfir fram komnar skýringar og upplýsingar og afla frekari upplýsinga áður en ákvörðun verður tekin um hvort þörf sé íhlutunar í málinu.“

Stjórnarformaður er lögfræðingur VSV

Guðmundur sendi síðan sjálfur tilkynningu rétt eftir hádegi í dag. Þar segir að Samkeppniseftirlitið hafi kaup Brims á hlutabréfum í HB Granda í athugun og hafi sent félögunum af því tilefni erindi í júlí á þessu ári. „Þar kemur fram að Samkeppniseftirlitið skoðar fjögur atriði. Í fyrsta lagi hvort tilkynningarskyldur samruni hafi átt sér stað þegar Brim hf. eignaðist þann 4.maí 34 prósent hlut í HB Granda. Það er enn í skoðun.

Í öðru lagi hvort það standist 10.gr. samkeppnislaga að aðaleigandi Brims hf. sé forstjóri HB Granda. Það er enn í skoðun.

Auglýsing
Í þriðja lagi hvort að stjórnarseta aðaleigandi Brims hf. í stjórn Vinnslustöðvarinnar brjóti gegn 10.gr. samkeppnislaga. Það er rangt að Guðmundur Kristjánsson hafi í vor verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar og þarfnast því ekki frekari skoðunar.

Í fjórða lagi er athugað hvort að tilkynningaskyldur samruni hafi átt sér stað þegar Brim hf. keypti allt hlutafé í Ögurvík árið 2016. Samskipti áttu sér stað við Samkeppniseftirlitið á þeim tíma og var það sameiginleg niðurstaða þá að þessi viðskipti væru ekki tilkynningaskyld og er það atriði ekki lengur til skoðunar.“

Síðan segir Guðmundur að málið hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í byrjun júlí á þessu ári og þá hafi hann sagt í viðtali við Morgunblaðið að eðlilegt væri að eftirlitsstofnanir væru að fylgjast með viðskiptalífinu og er hann enn þeirrar skoðunar. „En vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins má geta þessa að stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar  í Vestmannaeyjum hf. og varaformaður stjórnar VSV.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent