Samkeppniseftirlitið gerir athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar

Vitnað er til bréfs Samkeppniseftirlitsins vegna viðskiptahátta Guðmundar Kristjánssonar, útgerðarmanns, í Fréttablaðinu í dag.

Guðmundur Kristjánsson Mynd: Brim Seafood
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið ger­ir fjórar alvar­legar athuga­semdir við við­skipta­hætti Guð­mundar Krist­jáns­son­ar, aðal­eig­anda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat ­stofn­un­ar­innar sé á rökum reist sé um að ræða „al­var­leg brot“ á sam­keppn­is­lög­um. 

Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag

Til­kynnt var um það í gær að Brim hf., nú Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, hefði selt þriðj­ungs­hlut sinn í Vinnslu­stöð­inni fyrir 9,4 millj­arða króna til FISK Seafood, útgerð­ar­hluta Kaup­fé­lags Skag­firð­inga. 

Auglýsing

Fyrr í mán­uð­inum var síðan greint frá því að HB Grandi hygð­ist kaupa Ögur­vík af Brimi, fyrir 12,3 millj­arða króna. Á skömmum tíma hefur Brim til­kynnt um sölu á eignum upp á 21,7 millj­arð króna. 

Fram kemur í bréfi frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­in­u, ­sem vitnað er til í Mark­aðnum í dag, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um við­skipti, að sú staða að aðal­eig­and­i Brims sé for­stjóri HB Granda kunni að leiða til brota á sam­keppn­is­lög­um. Guð­mundur tók við sem for­stjóri HB Granda í júní eftir kaup á kjöl­festu hlut í fyr­ir­tæk­inu í vor, en eign­ar­hlut­ur­inn nemur um 37 pró­sentum af heild­ar­hluta­fé.

Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið ­segir að það sé var­huga­vert í sam­keppn­is­leg­u tilliti að sami aðili, sem eigi allt hlutafé í einu félagi, sé á sama ­tíma for­stjóri félags á sama mark­að­i og stjórn­ar­maður í því þriðja, að því er fram kemur í Frétta­blað­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum
Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.
Kjarninn 27. maí 2020
Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá vinna að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Samfélagsmiðillinn Facebook tekur til sín umtalsverðan hluta af íslensku birtingarfé, án þess að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.
Fimm milljarðar fara árlega í auglýsingakaup á miðlum eins og Google og Facebook
Tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum drógust saman milli ára og voru sambærilegar við árið 2004 í hitteðfyrra. Hlutdeild innlendra vefmiðla er mun minni en á þorra hinna Norðurlandanna og prentmiðla mun meiri.
Kjarninn 27. maí 2020
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent