Liggur ekki fyrir hversu miklu var komið undan í skattaskjól

Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallaði um ýmis mál í Vísbendingu sem rædd voru 30. og 31. ágúst á ráðstefnu í Háskóla Íslands.

Gylfi Zoega
Auglýsing

„Sú spurn­ing kom fram hvað hefði orðið um þá þús­undir millj­arða sem teknir voru að láni af íslensku bönk­un­um. Í ljós kom að ekki hefur verið gerð til­raun til þess að finna þessa pen­inga. Það sem liggur fyrir er að eig­endur bank­anna lán­uðu sjálfum sér og eigin eign­ar­halds­fé­lögum óspart en ekki liggur fyrir hversu mikið af láns­fénu tap­að­ist í erlendum fjár­fest­ingum og hversu miklu var komið undan í skatta­skjól.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítar­legri grein Gylfa Zoega, pró­fess­ors í hag­fræði við Háskóla Íslands, í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ing­ar. 

Þar fjallar hann meðal ann­ars um ráð­stefnu sem fram fór í Háskóla Íslands 30. og 31. ágúst síð­ast­lið­inn. Þar var fjallað um þau tíma­mót að tíu ár eru nú frá hruni fjár­mála­kerf­is­ins á Íslandi og hápunkti hinnar alþjóð­legu fjár­málakreppu. 

Auglýsing

„Það sjón­ar­mið kom fram að frjálst flæði fjár­magns krefð­ist þess að stofn­anir fjár­mála­mark­aðar væru þroskaðar í þeim skiln­ingi að eft­ir­lit væri í lagi og spill­ing ekki mik­il. Ef spillt lönd – spill­ing fæli þá í sér óeðli­leg tengsl eft­ir­lits­að­ila, stjórn­mála og fjár­mála­afla – eða lönd með veikar eft­ir­lits­stofn­anir opn­uðu sig of snemma gagn­vart umheim­inum væri voð­inn vís. Þannig væri unnt að rétt­læta fjár­mála­höft í van­þró­uðum ríkjum eins og t.d. Kína. Frjálst aðgengi að erlendu fjár­magni fæli þá í sér hættu vegna þess að þeir mis­brestir sem væru innan lands væru magn­aðir upp þegar aðilar fá mun meira fjár­magn undir hendur á erlendum mörk­uðum en þeir gætu kom­ist yfir innan lands. Þannig væru höft á flæði fjár­magns það sem á ensku kall­ast „second best“ ef ekki er hægt að gera inn­lendar stofn­anir og fjár­mála­mark­aði virk­ari og upp­ræta spill­ingu.

Í þessu sam­hengi var þeirri spurn­ingu varpað fram hvort hömlum á frelsi í fjár­magns­flutn­ingum hefði verið aflétt of snemma á Íslandi, að „dýr­un­um“ hafi verið sleppt of snemma út úr „búr­inu“ eins og ein­hver orð­aði það fyrir mörgum árum síð­an,“ segir meðal ann­ars í grein­inni.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent