Framkvæmdarstjóri hjá Eimskip með stöðu sakbornings á Íslandi og húsleit í Danmörku

Eimskip sendi tvær tilkynningar til Kauphallar í gær. Aðra vegna húsleitar samkeppnisyfirvalda í Danmörku, hina vegna sakamálarannsóknar héraðssaksóknara hérlendis.

Skjáskot úr kveik af Eimskip
Auglýsing

Eim­skip sendi frá sér tvær til­kynn­ingar til Kaup­hallar í gær­kvöldi. Í annarri þeirra er greint frá því að í gær hafi danska sam­keppn­is­eft­ir­litið fram­kvæmt hús­leit í Ála­borg hjá dönsku dótt­ur­fé­lagi Eim­skip Hold­ing B.V., sem er í eigu Eim­skipa­fé­lags Íslands hf., á grund­velli dóms­úr­skurð­ar.

Þar segir að hús­leitin snúi að „starf­semi Atl­antic Truck­ing sem er hluti af Eim­skip Den­mark A/S og er hluti af rann­sókn á hátt­semi í land­flutn­ingum í Dan­mörku og tók til fleiri félaga á þeim mark­aði. Til­gangur hús­leit­ar­innar er að rann­saka hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum danskra sam­keppn­islaga. Dótt­ur­fé­lagið vinnur að því að veita dönskum sam­keppn­is­yf­ir­völdum aðgang að umbeðnum upp­lýs­ing­um. Eim­skipa­fé­lag Íslands hf. hefur ekki ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn dönskum sam­keppn­is­lögum í starf­semi Atl­antic Truck­ing sem hefur um 5% mark­aðs­hlut­deild í gáma­flutn­ingum á þessum mark­að­i.“

Auglýsing
Í hinni til­kynn­ing­unni var greint frá því að Hilm­­ar Pét­ur Val­g­arðs­son, fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs hjá Eim­skip, hafi í gær verið boð­aður til skýrslu­töku hjá hér­aðs­sak­sókn­ara vegna rann­sóknar emb­ætt­is­ins á sölu skip­anna Goða­foss og Lax­foss á árinu 2019, sem Umhverf­is­stofnun kærði til hér­aðs­sak­sókn­ara árið 2020. „Mun hann njóta rétt­ar­stöðu sak­born­ings við skýrslu­tök­una. Þá mun for­stjóri félags­ins gefa skýrslu hjá emb­ætt­inu í þágu rann­sóknar máls­ins sem fyr­ir­svars­maður félags­ins, en hann er ekki grun­aður um refsi­verða hátt­sem­i.“ For­stjóri Eim­skip er Vil­helm Már Þor­steins­son. 

Hús­leit á Íslandi í des­em­ber í fyrra

Seinna mál­ið, það sem snýr að sölu Goða­foss og Lax­foss, kom upp á yfir­­­borðið eftir umfjöllun Kveiks um það í sept­em­ber 2020.

Þá var sagt frá því að Eim­­skip hefði selt skipin tvö til fyr­ir­tækis sem heitir GMS, og sér­­­­­­hæfir sig í að vera milli­­­­­­liður sem kaupir skip til að setja þau í nið­­­­­­ur­rif í Asíu þar sem kröfur um aðbúnað starfs­­­­­­manna og umhverf­is­á­hrif nið­­­­­­ur­rifs­ins eru mun lak­­­­­­ari en í Evr­­­­­­ópu. 

Þar eru skip oft rifin í flæð­­­­­­ar­­­­­­mál­inu og ýmis spilli­efni látin flæða út í umhverf­ið. Þá vinna starfs­­­­­­menn þar við svo erf­iðar aðstæður að þær hafa verið kall­aðar mann­rétt­inda­brot.

Ein helsta ástæðan fyrir því að skip eru flutt á þessar slóð­ir, í umræddu til­­­viki í skipa­­­kirkju­­­garð í Alang á Ind­landi, er sú að það er greitt fjórum sinnum meira fyrir skip á leið í nið­­­ur­rif þar en í Evr­­­ópu. Það útskýrist af því að í Evr­­­ópu þarf að greiða laun sam­­­kvæmt kjara­­­samn­ing­um, við­halda öryggi starfs­­­manna á vinn­u­­­stöðum og mæta lög­­­­­gjöf frá árinu 2018 sem leggur bann við því að skip yfir 500 brúttó­­­­tonnum séu rifin ann­­­­ars staðar en í vott­uðum end­­­­ur­vinnslu­­­­stöðv­­­­­­­um. 

Hér­­aðs­sak­­sókn­­ari fékk heim­ild til hús­­leitar á starfs­­stöðvum Eim­skips á grund­velli úrskurðar hér­­aðs­­dóms vegna máls­ins í des­em­ber 2021. Í til­­kynn­ingu Eim­­skips á þeim tíma sagði að emb­ættið hefði „óskað eftir afmörk­uðum gögnum vegna sölu skip­anna Goða­­foss og Lax­­foss á árinu 2019 sem Umhverf­is­­stofnun kærði til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara 2020“ og að engir ein­stak­l­ingar hefðu rétt­­ar­­stöðu í mál­inu.

Það hefur nú breyst.

Stærsti eig­andi Eim­skips er Sam­herji Hold­ing með 32,8 pró­sent eign­ar­hlut. Þar á eftir koma stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent