Framkvæmdarstjóri hjá Eimskip með stöðu sakbornings á Íslandi og húsleit í Danmörku

Eimskip sendi tvær tilkynningar til Kauphallar í gær. Aðra vegna húsleitar samkeppnisyfirvalda í Danmörku, hina vegna sakamálarannsóknar héraðssaksóknara hérlendis.

Skjáskot úr kveik af Eimskip
Auglýsing

Eim­skip sendi frá sér tvær til­kynn­ingar til Kaup­hallar í gær­kvöldi. Í annarri þeirra er greint frá því að í gær hafi danska sam­keppn­is­eft­ir­litið fram­kvæmt hús­leit í Ála­borg hjá dönsku dótt­ur­fé­lagi Eim­skip Hold­ing B.V., sem er í eigu Eim­skipa­fé­lags Íslands hf., á grund­velli dóms­úr­skurð­ar.

Þar segir að hús­leitin snúi að „starf­semi Atl­antic Truck­ing sem er hluti af Eim­skip Den­mark A/S og er hluti af rann­sókn á hátt­semi í land­flutn­ingum í Dan­mörku og tók til fleiri félaga á þeim mark­aði. Til­gangur hús­leit­ar­innar er að rann­saka hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum danskra sam­keppn­islaga. Dótt­ur­fé­lagið vinnur að því að veita dönskum sam­keppn­is­yf­ir­völdum aðgang að umbeðnum upp­lýs­ing­um. Eim­skipa­fé­lag Íslands hf. hefur ekki ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn dönskum sam­keppn­is­lögum í starf­semi Atl­antic Truck­ing sem hefur um 5% mark­aðs­hlut­deild í gáma­flutn­ingum á þessum mark­að­i.“

Auglýsing
Í hinni til­kynn­ing­unni var greint frá því að Hilm­­ar Pét­ur Val­g­arðs­son, fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs hjá Eim­skip, hafi í gær verið boð­aður til skýrslu­töku hjá hér­aðs­sak­sókn­ara vegna rann­sóknar emb­ætt­is­ins á sölu skip­anna Goða­foss og Lax­foss á árinu 2019, sem Umhverf­is­stofnun kærði til hér­aðs­sak­sókn­ara árið 2020. „Mun hann njóta rétt­ar­stöðu sak­born­ings við skýrslu­tök­una. Þá mun for­stjóri félags­ins gefa skýrslu hjá emb­ætt­inu í þágu rann­sóknar máls­ins sem fyr­ir­svars­maður félags­ins, en hann er ekki grun­aður um refsi­verða hátt­sem­i.“ For­stjóri Eim­skip er Vil­helm Már Þor­steins­son. 

Hús­leit á Íslandi í des­em­ber í fyrra

Seinna mál­ið, það sem snýr að sölu Goða­foss og Lax­foss, kom upp á yfir­­­borðið eftir umfjöllun Kveiks um það í sept­em­ber 2020.

Þá var sagt frá því að Eim­­skip hefði selt skipin tvö til fyr­ir­tækis sem heitir GMS, og sér­­­­­­hæfir sig í að vera milli­­­­­­liður sem kaupir skip til að setja þau í nið­­­­­­ur­rif í Asíu þar sem kröfur um aðbúnað starfs­­­­­­manna og umhverf­is­á­hrif nið­­­­­­ur­rifs­ins eru mun lak­­­­­­ari en í Evr­­­­­­ópu. 

Þar eru skip oft rifin í flæð­­­­­­ar­­­­­­mál­inu og ýmis spilli­efni látin flæða út í umhverf­ið. Þá vinna starfs­­­­­­menn þar við svo erf­iðar aðstæður að þær hafa verið kall­aðar mann­rétt­inda­brot.

Ein helsta ástæðan fyrir því að skip eru flutt á þessar slóð­ir, í umræddu til­­­viki í skipa­­­kirkju­­­garð í Alang á Ind­landi, er sú að það er greitt fjórum sinnum meira fyrir skip á leið í nið­­­ur­rif þar en í Evr­­­ópu. Það útskýrist af því að í Evr­­­ópu þarf að greiða laun sam­­­kvæmt kjara­­­samn­ing­um, við­halda öryggi starfs­­­manna á vinn­u­­­stöðum og mæta lög­­­­­gjöf frá árinu 2018 sem leggur bann við því að skip yfir 500 brúttó­­­­tonnum séu rifin ann­­­­ars staðar en í vott­uðum end­­­­ur­vinnslu­­­­stöðv­­­­­­­um. 

Hér­­aðs­sak­­sókn­­ari fékk heim­ild til hús­­leitar á starfs­­stöðvum Eim­skips á grund­velli úrskurðar hér­­aðs­­dóms vegna máls­ins í des­em­ber 2021. Í til­­kynn­ingu Eim­­skips á þeim tíma sagði að emb­ættið hefði „óskað eftir afmörk­uðum gögnum vegna sölu skip­anna Goða­­foss og Lax­­foss á árinu 2019 sem Umhverf­is­­stofnun kærði til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara 2020“ og að engir ein­stak­l­ingar hefðu rétt­­ar­­stöðu í mál­inu.

Það hefur nú breyst.

Stærsti eig­andi Eim­skips er Sam­herji Hold­ing með 32,8 pró­sent eign­ar­hlut. Þar á eftir koma stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Var Ríkisendurskoðun að misskilja eða veitti Bankasýslan ráðherra ekki réttar upplýsingar?
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Þar hefur meðal annars verið tekist á um hvort Bankasýsla ríkisins hafi verið að fullu meðvituð um hver eftirspurn eftir bréfum í bankanum.
Kjarninn 3. desember 2022
Elísabet Englandsdrottning og hirðdaman Susan Hussey voru nánar vinkonur og samstarfskonur.
Aldursfordómar að kenna elli hirðdömu um kynþáttafordóma
Hirðdama á níræðisaldri hefur sagt skilið við bresku hirðina eftir að hafa látið rasísk ummæli falla um formann góðgerðarsamtaka í móttöku í Buckingham-höll. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem kynþáttafordómar varpa skugga á konungsfjölskylduna.
Kjarninn 2. desember 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að framlengja fjölmiðlastyrki til tveggja ára en ekki eins árs
Þvert á það sem Kjarninn hefur heimildir fyrir að hafi orðið niðurstaðan á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni er nú komið fram frumvarp sem framlengir styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til tveggja ára.
Kjarninn 2. desember 2022
Helgi Þór Ingason
Yfirmaður minn – vitvélin?
Kjarninn 2. desember 2022
Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkurborgar.
Starfsmenn voru að meðaltali 4,5 sekúndur að slá inn kennitöluna í mötuneytinu
Sérfræðingar borgarinnar fylgdust með starfsmönnum stjórnsýslunnar í borginni skammta sér á diska og komust að þeirri niðurstöðu að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um stafræna umbreytingu í mötuneytum svaraði vart kostnaði.
Kjarninn 2. desember 2022
Forsvarsmenn Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun, ásamt tveimur lögfræðingum frá Logos.
Bankasýslumenn ekki orðnir afhuga tilboðsfyrirkomulaginu
Forsvarsmenn Bankasýslunnar sátu fyrir svörum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun og voru þar spurðir hvort þeir myndu mæla með tilboðsfyrirkomulagi í framtíðar bankasölum ríkisins.
Kjarninn 2. desember 2022
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent