Leggja til að malbikunarstöð í eigu borgarinnar verði seld

verkamenn.jpg
Auglýsing

Full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í umhverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­víkur hafa lagt til að ráðið sam­þykki áskorun til borg­ar­ráðs um að Mal­bik­un­ar­stöðin Höfði, sem er að fullu í eigu borg­ar­inn­ar, verði seld. Þetta kemur fram í fund­ar­gerð ráðs­ins. Í til­lög­unni segir að ástæður þessa séu tvær, ann­ars vegar sé eign­ar­hald borg­ar­innar á Höfða ósam­rým­an­legt sjón­ar­miðum um heil­brigða sam­keppni og hag­kvæma opin­bera þjón­ustu og hins vegar megi færa lagarök fyrir því að eign­ar­hald borg­ar­innar á mal­bik­un­ar­stöð­inni sé ólög­mætt.

Full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í ráð­inu eru Hall­dór Hall­dórs­son og Hildur Sverr­is­dótt­ir. Hildur segir að það sé ekki úr vegi að bera undir borg­ar­lög­mann hvernig það geti stað­ist að eign­ar­hald borg­ar­innar sé ekki ólög­mætt. Lagarök hnígi til þess að svo sé. „Hafa ber þá í huga að það er meg­in­regla sam­kvæmt íslenskum sveit­ar­stjórn­ar­lögum að atvinnu­rekstur sveit­ar­fé­laga á frjálsum mark­aði er óheim­ill nema sér­stök laga­heim­ild komi til.“

Með 73 pró­sent mark­aðs­hlut­deild

Kjarn­inn greindi frá því á mánu­dag að  Mal­bik­un­­ar­­stöðin Höfði hf., sem er að öllu leyti í eigu Reykja­vík­­­ur­­borgar og er með póli­­tískt skip­aða stjórn yfir sér, sé með 73 pró­­sent mark­aðs­hlut­­deild í mal­bik­un­­ar­verk­efnum á vegum borg­­ar­inn­­ar. Til sam­an­­burðar er Höfði með 24 pró­­sent mark­aðs­hlut­­deild í verk­efnum  sem Vega­­gerð­in, hinn stóri útboðs­að­ili mal­bik­un­­ar­verk­efna á Íslandi, býður út. Þetta kom fram í sam­an­­tekt Við­­skipta­ráðs Íslands á öllum útboðum Reykja­vík­­­ur­­borgar og Vega­­gerð­­ar­innar á árunum 2008-2016.

Auglýsing

Í grein sem Við­­skipta­ráð skrif­aði um málið sagði að eign­­ar­hald Reykja­vík­­­ur­­borgar á Höfða sé tíma­­skekkja, að atvinn­u­­rekst­­ur­inn skapi áhættu fyrir íbúa borg­­ar­innar og eign­­ar­haldið því ósam­­rým­an­­legt sjón­­­ar­miðum um heil­brigða sam­keppni og hag­­kvæma opin­bera þjón­­ustu. Því hvatti Við­­skipta­ráð til þess að Reykja­vík­­­ur­­borg selji Höfða.

Í grein ráðs­ins sagði: „Mik­il­vægt er aðilar á sam­keppn­is­­mark­aði keppi á jafn­­ræð­is­grund­velli. Staða fyr­ir­tækja er hins vegar óum­flýj­an­­lega ólík þegar verk­­kaupi og einn bjóð­enda er sami aðil­inn. Það bætir enn síður stöð­una þegar stjórn­­­ar­­maður fyr­ir­tæk­is­ins er jafn­­framt borg­­ar­­full­­trúi í Reykja­vík líkt og jafnan á við í til­­­felli Höfða. Hér gildir einu hvort farið sé eftir lög­­bundnum útboðs­­leið­­um. Á meðan Höfði er í eigu Reykja­vík­­­ur­­borgar er ekki hægt að tryggja jafn­­ræði á þessum sam­keppn­is­­mark­að­i.“

Sam­­kvæmt árs­­reikn­ingi árs­ins 2015 voru tekjur Höfða 1,7 millj­­arðar króna og hagn­aður þess 100 millj­­ónir króna. Heild­­ar­­eignir voru rúmur millj­­arður króna og árs­verk sam­tals 37 tals­ins. Í grein Við­­skipta­ráðs­ins segir að eign­­ar­hald borg­­ar­innar á „Mal­bik­un­­ar­­stöð­inni Höfða er tíma­­skekkja. Það skekkir sam­keppn­is­­stöðu á mark­aðn­­um, rök­­semdir um fákeppni eiga ekki við og áhætta er tekin með fjár­­muni skatt­greið­enda. Tíma­­bært er að Reykja­vík­­­ur­­borg taki af skarið og hætti fram­­leiðslu og lagn­ingu mal­biks fyrir inn­­­lendan mark­að. Þannig er hags­munum borg­­ar­­búa best borg­ið.“

Í stjórn Höfða sitja Mar­grét S. Björns­dótt­ir, sem er stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur, Bryn­hildur Þor­­geir­s­dóttir og Marta Guð­jóns­dótt­ir,  vara­­borg­­ar­­full­­trúi Sjálf­­stæð­is­­flokks í Reykja­vík.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None