Samkeppniseftirlitið hakkar búvörusamningana í sig

Samkeppniseftirlitið segir að frumvarp um nýja búvörusamninga þarfnist gagngerrar endurskoðunnar áður en það verður að lögum. Óbreytt muni það bæði skaða hagmuni bænda og neytenda.

Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skrifar undir búvörusamninana.
Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skrifar undir búvörusamninana.
Auglýsing

Nýir búvöru­samn­ingar skaða bæði hags­muni bænda og neyt­enda, verði þeir sam­þykktir af Alþingi óbreytt­ir. Nauð­syn­legt sé að taka þá til gagn­gerrar end­ur­skoð­unar til að tryggja almanna­hags­muni. Verið er að taka enn stærra skref í að und­an­þyggja mjólkur­iðn­að­inn frá sam­keppn­is­lög­um. Þetta er mat Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins í umsögn sem send var atvinnu­vega­nefnd Alþingis á mánu­dag og RÚV greinir frá. 

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, skrif­aði undir samn­ing­ana í vet­ur, en þeir hlutu ekki afgreiðslu Alþingis fyrir sum­ar­frí. Stefnt er að því að afgreiða þá í haust, fyrir kosn­ing­ar. 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið segir í umsögn sinni að raunar virð­ist ljós að ef frum­varpið verði óbreytt að lögum muni það koma í veg fyrir eða tak­marka beit­ingu banns á mis­notkun á mark­aðs­ráð­andi stöðu gagn­vart afurða­stöðvum í mjólkur­iðn­aði. Þá virð­ast þær sér­reglur sem settar eru um mark­aðs­ráð­andi afurð­ar­stöðvar skapa keppi­nautum og neyt­endum jafn­framt minni vernd heldur en núgild­andi lög. 

Auglýsing

Þá spyr Sam­keppn­is­eft­ir­litið jafn­framt Alþingi hvort það sé reiðu­búið að sam­þykkja sér­reglur um Mjólk­ur­sam­söl­una áður en rann­sókn á fyr­ir­tæk­inu vegna hugs­an­legs brots á banni við mis­notkun á mark­aðs­ráð­andi stöðu sé lok­ið. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None