Glæsileg uppbygging Landspítala við Hringbraut

Í þessari samantekt er rakið undirbúningsferlið við næsta stóra skrefið við uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Farið yfir söguna og hvernig komist hefur verið að þeirri niðurstöðu og ýmsar rangfærslur sem hafa komið fram að undanförnu leiðréttar.

Sóleyjartorg
Auglýsing
  • Færð hafa verið gild rök fyrir núver­andi stað­ar­vali og það sé besti kost­ur­inn í stöð­unni. Vand­aðar stað­ar­vals­grein­ingar hafa verið unnar allt frá  árið 2001. Einnig hafa ýmsar for­sendur verið end­ur­skoð­aðar og aðlag­aðar að þörfum og við­horfum á hverjum tíma. Ávallt frá árinu 2002 hefur afstaða aðila verið sú að besta stað­setn­ingin sé við Hring­braut þar sem Land­spít­ali er með stærstan hluta starf­sem­innar í dag. Búið er að skipu­leggja lóð fyrir starf­sem­ina, færa Hring­braut og gera allar þær sam­þykktir sem þarf á svæða­skipu­lagi, aðal­skipu­lagi og deiliskipu­lagi svæð­is­ins.Þorkell SigurlaugssonHans Guttormur Þormar.

  • Ódýr­ast  er að byggja við Hring­braut. Aðrar stað­setn­ingar kalla á mun stærri og kostn­að­ar­sam­ari fram­kvæmd sem hentar ekki jafn vel hlut­verki Land­spít­ala sem háskóla­sjúkra­húss, sem þarf að vera aðgengi­legt hvað varðar almenn­ings­sam­göng­ur, aðra bíla­um­ferð, hjólandi og gang­andi.
  • Örugg­ast og fljót­leg­ast er að byggja við Hring­braut. Búið er að for­hanna bygg­ing­ar, fulln­að­ar­hönnun með­ferð­ar­kjarna er vel á veg kom­in, for­vali vegna hönn­unar rann­sókna­húss er lokið og búið byggja sjúkra­hótel á lóð­inni. End­ur­teknar athug­anir sýna fram á að stað­setn­ingin við Hring­braut upp­fyllir best allar þær kröfur sem gera þarf til stað­ar­vals­ins.
  • Það mundi seinka gang­setn­ingu nýs hús­næðis fyrir Land­spít­ala um a.m.k. 10-15 ár og jafn­vel enn meira ef farið að að vinna við bygg­ingu Land­spít­ala á nýjum stað. Þegar rýnt er í þá val­kosti sem eru til staðar þá er vand­séð hvernig ein­hver þeirra getur hentað bet­ur.
  • Minnst umhverf­is­á­hrif eru við það að byggja við Hring­braut þar sem önnur fram­kvæmd myndi kalla á umtals­vert meira rask hvað varðar veitu­kerfi, umferð­ar­mann­virki, almenn­ings­sam­göngur og verk­legar fram­kvæmd­ir. Sóun fælist einnig í því að hætta notkun á þeim bygg­ingum sem þó henta enn við Hring­braut.
  • Nálægð við háskól­ana er afar mik­il­væg og for­senda þess að geta nýtt hann vel fyrir kennslu og rann­sókn­ar­starf­semi. Um 1.800 háskóla­nemar í mörgum háskóla­deildum eru í starfs­námi á spít­al­anum á ári hverju.
  • Spít­ala­starf­semi við Hring­braut hefur óveru­leg, eða innan við 10%, áhrif á umferð­ar­á­lag á svæð­inu.  Sam­göngu­erf­ið­leika ber að laga hvort sem Land­spít­ali er á svæð­inu eða eitt­hvað ann­að.
  • Mann­fjöld­inn er að degi til nálægt Land­spít­ala við Hring­braut. Ef horft er til svæðis umhverfis Land­spít­ala við Hring­braut t.d. í 3,5 km. rad­íus þá má áætla að þar séu yfir 100.000 manns yfir dag­inn. Þar er einnig langstærsti hluti ferða­manna auk þess sem allir stærstu við­burðir og fjölda­sam­komur eru nálægt Hring­braut, í mið­borg­inni, í Laug­ar­dalnum á háskóla­svæð­inu í Vatns­mýr­inni, við flug­völl­inn og hafn­ar­svæð­in. Fyrir þessa aðila er mjög stutt á Land­spít­ala við Hring­braut hvort sem þeir þurfa að sækja sér lækn­inga eða heim­sækja ætt­ingja eða vini.
  • Sagan

    Árið 1863 lagði Jón Hjalta­lín land­læknir fram frum­varp á Alþingi um sjúkra­hús sem þjóna myndi öllu land­inu.  Frum­varpið hlaut ekki fram­gang í það skipt­ið.  Nokkrum ára­tugum seinna hófu konur bar­áttu fyrir bygg­ingu Land­spít­ala og vildu með því minn­ast kosn­inga­réttar kvenna árið 1915. Það  bar þann ávöxt að 15. júní 1926 lagði Alex­andría drottn­ing Dana horn­stein að spít­al­an­um.  Bygg­ing spít­al­ans sem teikn­aður var af Guð­jóni Sam­ú­els­syni tók 4 ár og hýsti í upp­hafi hand­lækn­inga­deild og lyf­lækn­inga­deild.  Gamla bygg­ing Land­spít­ala er nú friðuð á ytra byrði.

    Auglýsing
    Eftir þetta fjölg­aði smám saman deildum á spít­al­an­um. Rann­sókn­ar­stofa háskól­ans 1934, Húð- og kyn­sjúk­dóma­deild 1934, Fæð­inga- og kven­sjúk­dóma­deild 1948, Blóð­bank­inn 1953, Barna­deild 1957

    Land­spít­ali – háskóla­sjúkra­hús sam­ein­aður spít­ali Foss­vogs og Hring­brautar var form­lega stofn­aður í Borg­ar­leik­hús­inu 16. maí árið 2000.

    Stað­ar­val fyrir nýjan sam­ein­aðan spít­ala

    Árið 2000 var byrjað fyrir alvöru að und­ir­búa bygg­ingu sam­ein­aðs nýs spít­ala. Vegna lít­illar inn­lendrar þekk­ing­ar/­reynslu við skipu­lag og bygg­ingu spít­ala var strax farið í það að leita eftir erlendum óháðum sér­fræð­ingum til að skoða þessi mál með íslenskum aðil­um. Reynt var að hafa sama skipu­lag á stað­ar­vals­á­kvörð­unum eins og í öðrum lönd­um. Fá ráð­gjafa til að gera þarfa­grein­ingu og gefa álit, taka saman kosti og galla mis­mun­andi stað­setn­inga, skoða kosti í sam­vinnu við sér­fræð­inga og hags­muna­að­ila, skoða áætl­anir um mann­fjölgun og borg­ar­skipu­lag og taka síðan ákvörðun í fram­haldi af því.

    Í fyrsta lagi var leitað til ráð­gjafa/verk­fræði­stof­unnar Ementor og henni fengið það hlut­verk að þarfa­greina verk­efn­ið. Skýrsla frá þeim kom út árið 2001 „Funct­inal Develop­ment Plan“.  

    Þessi verk­fræði­stofa sem var afsprengi frá Ernst&Young gerði þarfa­grein­ingu á því hvernig spít­ala­starf­semin myndi þró­ast bæði ef horft yrði til skamms tíma og til lengri tíma. Hún tekur tölu­lega á öllum deildum spít­al­ans, skoðar mögu­legan fjölda sjúk­linga, lækna, hjúkr­un­ar­fólks, fer­metra sem þarf fyrir starf­semi hverrar deildar til fram­tíðar og svo fram­veg­is. Í lok skýrsl­unnar eru ráð­legg­ingar Ementors um lang­tíma­á­ætlun að ef ekki borg­aði sig að byggja nýjan spít­ala frá grunni, væri betra að byggja við starf­sem­ina í Foss­vogi. Rökin voru þessi:

    • Hægt að byggja án þess að trufla núver­andi spít­ala­starf­semi

    • Ekki þyrfti að rífa bygg­ing­ar  

    • Hægt að byggja í skrefum næstu ára­tug­i  

    • Fjar­lægð frá Háskól­anum er ekki of mikil

    • Barna-, kvenna, krabba­meins og blóð­meina­fræði gætu verið áfram á Hring­braut í amk. 10-25 ár til við­bótar (skýrsla Ementor bls 82).

    Ementor töl­uðu m.a. um Víf­ils­staði í teng­ingu við nýjan spít­ala og töldu það gott bygg­ing­ar­land, en þó með svip­uðum ann­mörkum og síðar komu í skýrslu White arki­tekta sem unnið var að um svipað leyti.  

    Á sama tíma og Ementor var að ljúka við sína skýrslu var fengin til ráð­gjafar White arki­tekta­stofa frá Gauta­borg. Sú stofa skil­aði skýrslu í des­em­ber 2001 sem hét : „Ana­lys av möjlig­het­erna att utveckla sjuk­hu­set vid Hring­braut, Foss­vogur och Vif­ils­sta­dir“.  Þar er m.a. byggt á tölu­legum gögnum úr Ementor skýrsl­unni og farið nánar ofan í saumana á mögu­legum bygg­ing­arplön­um/útfærslum fyrir nýjan spít­ala við Hring­braut, í Foss­vogi og á Víf­ils­stöð­um.  Meðal ann­ars hvernig væri hægt að útfæra bygg­ingar á hverjum stað fyrir sig, hversu mikið þyrfti að byggja miðað við starf­semi á hverjum stað, sam­ein­ingu á einn stað eða nýjan spít­ala, auk þess að skoða kosti og ókosti hvers stað­ar.

    Þar setja White arki­tektar fram 4 val­kosti sem allir hafa sína kosti og galla.

    1. Hring­braut  I (79 þús. fer­metra nýbygg­ingar í fjórum skref­um, nota hluta eldri bygg­inga)

    2. Hring­braut II (85 þús. fer­metra nýbygg­ingar í tveimur skref­um, nota hluta eldri bygg­inga)

    3. Foss­vogur

    4. Víf­ils­staðir

    Með þessar nið­ur­stöður í fartesk­inu hefst síðan nefnd um fram­tíð­ar­skipu­lag spít­al­ans handa við að skoða þá mögu­leika sem eru til staðar og hvernig þær hug­myndir sam­rým­ast hug­myndum um upp­bygg­ingu og skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

    1. Spurn­ingar sem nefndin þurfti að spyrja sig voru margar t.d.:

    2. Hversu mikið ætlum við að byggja og hversu hratt?

    3. Hvað kostar að byggja á hverjum stað, hver er sparn­að­ur­inn til langs tíma lit­ið?

    4. Hverjir eru kost­irnir og gall­arnir við að byggja á hverjum stað?

    5. Hvernig eru sam­göngu­ás­arnir við mis­mun­andi stað­setn­ing­ar?

    6. Hvernig er með aðgengi að mis­mun­andi stöð­um?

    7. Hvernig verður íbúa­þróun m.t.t. skipu­lags höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins?

    8. Hversu margir nota spít­al­ann á dag?

    9. Hversu margir verða not­endur fram­tíð­inni?

    10. Hvernig verður með aðra upp­bygg­ingu á svæð­inu?

    11. Hvernig kemur fólk á spít­al­ann?

    12. Hvenær kemur fólk á spít­al­ann?

    13. Hversu margir nem­endur verða á spít­al­an­um?

    14. Hversu margir kenn­arar verða á spít­al­anum líka?

    15. Hvað með bíla­stæði

    16. Hvað með strætó

    17. Hvað með þyrlu­flug

    18. Hvað með sjúkra­flug

    19. Hvað með sjúkra­bíla

    Til þess að svara þessum og miklu fleiri spurn­ingum voru fengnir á fund tugir sér­fræð­inga sem þurftu síðan að vinna áfram að svörum við þessum spurn­ing­um.

    Á end­an­um, eftir 28 nefnd­ar­fundi, auk vinnufunda með sér­fræð­ingum hér heima og erlend­is, komst nefndin að þeirri nið­ur­stöðu að best væri að byggja nýjar spít­ala­bygg­ingar við Hring­braut og væru kostir þess að hafa hann þar fleiri en að hafa hann á öðrum stöðum sem skoð­aðir voru.  Hægt er að hafa mis­mun­andi skoð­anir á þess­ari ákvörð­un, en það getur eng­inn mót­mælt því að þessi vinna var gerð á mjög sam­bæri­legan hátt og í öðrum löndum í kringum okkur og nið­ur­staða fengin eftir tveggja ára yfir­legu. Ef velja á spít­al­anum nýjan stað frá grunni, þarf að fara í gegnum svip­aða vinnu.

    Umræðan um stað­ar­vals­á­kvörð­un­ina hefur verið byggð á van­þekk­ingu, ýktum talna­út­reikn­ing­um, hag­ræð­ingu stað­reynda með því að benda ein­göngu á kosti ann­arra staða og sleppa göll­un­um, auk rang­hug­mynda og ein­föld­unar á ferli stað­ar­vals­grein­ingar fyrir nýja spít­ala.

    Frá þessum tíma hefur stað­ar­valið verið metið aftur og aftur og í hvert ein­asta skipti sem sest hefur verið fag­lega yfir þetta mál hefur nið­ur­staðan verið sú sama._

    Þegar kostir og gallar hverrar stað­setn­ingar eru settir í sam­hengi verður Hring­braut alltaf ofan á og bygg­ing nýs spít­ala á nýjum stað ekki komið alvar­lega til skoð­unar og verið sífellt óraun­hæf­ari val­kost­ur.

    Nýjar bygg­ingar við Hring­braut

    Bygg­inga­fram­kvæmdir við nýjan með­ferð­ar­kjarna við Hring­braut og rann­sókn­ar­hús sem mun hýsa rann­sókn­ar­starf­semi spít­al­ans og háskól­ans eru að hefj­ast á þessu ári eftir margra ára und­ir­bún­ing.  Bygg­ing­ar­fram­kvæmdum við sjúkra­hót­elið er að ljúka og und­ir­bún­ings­vinnu vegna skipu­lags með­ferð­ar­kjarna og rann­sókn­ar­húss er að ljúka. Tuga mann­ára vinnu við verk­efnið m.a. starfs­manna spít­al­ans, verk­fræð­inga, arki­tekta og fleiri aðila liggja nú þegar að baki þess­arar innri og ytri skipu­lags­vinnu.

    Með­ferð­ar­kjarn­inn verður aðal­bygg­ing nýs spít­ala við Hring­braut og er mikið gleði­efni að stefnt er að því að taka þá nýbygg­ingu í notkun árið 2023.

    Í með­ferð­ar­kjarn­anum verður sam­einuð mest­öll bráða­starf­semi spít­al­ans s.s. bráða­mót­tök­ur, skurð­stofur og gjör­gæsla.  Þar verða um 220 ein­menn­ings­rými fyrir sjúk­linga._

    Meðferðarkjarninn við Hringbraut.Við bygg­ingu nýs með­ferð­ar­kjarna er sjúk­ling­ur­inn í fyr­ir­rúmi og allar sjúkra­stofur eru ein­menn­ings­stofur í stað 4-6 manna stofa.  Sjúkra­rúmum á nýjum spít­ala mun fjölga um 48 þrátt fyrir þetta og inni þeirri tölu eru ekki þau 75 her­bergi sem verða á nýja sjúkra­hót­el­inu né heldur öll þau rúm sem verða til staðar á nýrri sam­einaðri bráða­mót­töku og á gjör­gæslu._

    Starfs­manna­fjöldi á spít­al­anum við Hring­braut

    Ýmsar tölur hafa verið á kreiki varð­andi fjölda þeirra starfs­manna, nem­enda, sjúk­linga, gesta og ann­arra sem á spít­al­ann koma.

    Hér á eftir eru grófar tölur um mann­fjölda á spít­al­anum eins og hann er núna.  Ekki er gert ráð fyrir miklum breyt­ingum á þeim tölum til árs­ins 2023.

    Á dag­vinnu­tíma í miðri viku er mesti fjöldi starfs­manna sem mætir til vinnu um 1.500 á Hring­braut og um 700 í Foss­vogi eða sam­tals um 2.200 starfs­menn.

    Sjúk­lingum sem koma á spít­al­ann má að megn­inu til skipta í tvennt.  Þá sem koma á bráða­mót­tökur spít­al­ans sem eru 250-300 manns á dag og þá sem koma á dag- og göngu­deildir sem eru 1.200 til 1.300 manns á dag (árs­skýrsla LSH).

    Gestir til inniliggj­andi sjúk­linga eru um 700 á dag og lang­flestir þeirra koma eftir kl. 16.00. Nemar í starfs­námi á deildum spít­al­ans eru um 400 - 600  á hverjum tíma.  Nem­endur í starfs­námi eru 1.800 í heild­ina á heilu ári en eru ekki allir í einu á spít­al­an­um.

    Þetta eru sam­tals um 5- 6.000 manns sem koma á spít­al­ann á hverjum virkum degi á 24 tím­um. Til sam­an­burðar má nefna að við HÍ og HR eru fast­ráðnir starfs­menn um 2.000 og skráðir nem­endur a.m.k. um 15.000 og í Kringl­unni eru 10-12.000 gestir á dag og milli 5-700 starfs­menn.

    Umferð­ar­mál við spít­al­ann

    Margir hafa skrifað um og rætt umferð­ar­mál við Land­spít­ala og látið sem Land­spít­al­inn eigi sök á umferð­ar­vand­anum sem hrjáir alla borg­ina snemma að morgni  og seinni hluta dags. Þetta er alrangt eins og ofan­greindar tölur bera með sér. Þeir sem hafa getu til að skoða þessi umferð­ar­mál ofan í kjöl­inn kom­ast að því að Land­spít­al­inn hefur lítið sem ekk­ert með umferð­ar­á­lagið  að gera.

    Land­spít­al­inn hefur á und­an­förnum árum aftur og aftur gert ferða­venjukann­anir hjá starfs­fólki, nem­um, sjúk­lingum og gest­um, til að ná utan um hvernig fólk ferð­ist til og frá spít­al­an­um.

    Starfs­menn koma í 75% til­fella á bíl í vinn­una yfir vetr­ar­mán­uð­ina (69% keyra sjálfir og 6% fá far með öðrum)  en þeim fækkar niður í 61% á sumrin (57% keyra sjálfir og 4% fá far með öðrum)  (Ferða­venjukönnun Land­spít­ala 2016).  Ef miðað er við hærri töl­una, þá eru það rúm­lega 1.400 manns sem koma í vinnu á Land­spít­ala á bíl. Þessir ein­stak­lingar eru lang­flestir mættir í vinnu rétt fyrir eða um kl. 8 á morgn­anna og hafa því lítil áhrif á morg­un­um­ferð­ar­tepp­una austur í bæ sem teng­ist háskól­un­um.

    Sama er að segja um þá 400-600 nem­endur sem mæta á spít­al­ann, 57% þeirra mæta á bíl eða fá far með öðrum en þeir mæta ekki allir klukkan átta. Það fer eftir því hvenær þeir eru í bók­legu námi í fram­halds­skóla eða háskóla.

    Umferð­ar­teppan niður í bæ stendur frá 7:45 til 9:15 (stundum frá 07:30 ef umferð er þung við kópa­vogs­brúnna úr Garðabæ og Hafn­ar­firð­i).  Allan dag­inn frá 09:15 þar til 07:45 næsta morgun er greið­fært (án umferð­ar­teppu) fyrir alla umferð niður að Hring­braut auk þess sem vel yfir 100.000 manns dvelja þar, læra og starfa innan 3,5 kíló­metra frá Land­spít­al­anum  á hverjum virkum degi.  Eng­inn annar staður á höf­uð­borg­ar­svæð­inu býr yfir þessum ótví­ræðu kost­um._

    Nálægð við háskól­ana

    Ein af ástæð­unum fyrir því að Hring­braut var valin fyrir stað­setn­ingu spít­al­ans teng­ist nálægð­inni við háskól­ana. Það er mikið gleði­efni að loks­ins sé verið að fara af stað með upp­bygg­ingu heil­brigð­is­vís­inda­húss Háskóla Íslands, vís­inda­garða tengda líf­tækni og heil­brigð­is­vís­indum í sam­vinnu háskól­anna og Land­spít­ala. Nýsköpun og vís­inda­starf­semi fær byr undir báða vængi og suðu­pottar nýrra hug­mynda munu leiða af sér ný sprota­fyr­ir­tæki, einka­leyfi, sér­fræði­þekk­ingu og hag­vöxt þjóð­inni til heilla._

    Margar spurn­ingar hafa komið upp og full­yrð­ingar gefnar til að reyna að afvega­leiða almenn­ing og ná póli­tískum stuðn­ingi við nýjar stað­ar­vals­grein­ingar og hætta við fram­kvæmdir við Hring­braut.

    • Er hægt að ljúka stað­ar­vali, skipu­lags­vinnu, hönnun og bygg­ingu nýs spít­ala jafn hratt eða fyrr en að ljúka upp­bygg­ingu við Hring­braut?

    Svarið er Nei. Það er mat Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins, Skipu­lags­stofn­unar og fjöl­margra sér­fræð­inga að þetta muni seinka fram­kvæmdum um a.m.k. 10-15 ár. Nýr spít­ali yrði ekki til­bú­inn fyrr en í fyrsta lagi á árunum 2031-2035 ef byrjað er upp á nýtt. Öll þau dæmi sem SBSBS og fylg­is­menn þeirra hafa nefnt um hraðan tíma við stað­ar­val, skipu­lag og bygg­ingu spít­ala í Dan­mörku, Nor­egi og Bret­landi hafa verið röng og þeim sam­tökum bent á það aftur og aft­ur. Fyr­ir­mynd­ar­spít­al­inn í Hill­e­röd, sem hring­braut­ar­and­stæð­ingar hafa notað sem dæmi um hraða upp­bygg­ingu spít­ala, fór í stað­ar­á­kvörðun 2009 og hann verður í fyrsta lagi afhentur 2022 og er nú þegar kom­inn fram úr fjár­hags­á­ætl­un­um.

    • Spar­ast 60 millj­arðar í sam­göngu­kostnað við að hafa spít­al­ann austar í borg­inni eins og sumir halda fram?

    • Svarið eru Nei. Útreikn­ingar sem voru lagðir til grund­vallar voru kol­rangir, bæði hvað varðar fjölda bíl­ferða eins og áður var rak­ið, vega­lengdir starfs­fólks frá vinnu­stað, vega­lengdir not­enda, fjölda daga sem reiknað var með sem og kostnað á hvern kíló­metra.

    • Er betra að byggja hærra upp í loftið en þær 6 hæðir auk kjall­ara sem eru í með­ferð­ar­kjarna við Hring­braut?

    Svarið er Nei. Þessi rök voru oft notuð gegn stað­setn­ingu við Hring­braut af því að þar sé ekki hægt að byggja hærra út af flug­vell­in­um. Þótt erfitt sé að líkja sjúkra­húsi við hefð­bundna verk­smiðju, þá er margt líkt með vinnu­ferlum og þar. Mik­ill kostur er að brjóta ekki upp ein­staka ein­ingar á milli hæða eins og gjör­gæslu, mynd­grein­ingar og skurð­stof­ur.  Stað­reyndin er sú að flestar þjóðir í Evr­ópu byggja nýja spít­ala á breidd­ina. Mark­miðið með slíkum bygg­ingum er að ná sem mestu hag­ræði fyrir sjúk­linga og minnka alla flutn­inga með þá upp og niður í lyft­um. Nútíma spít­ali notar róbóta til að ann­ast flutn­inga á lyfj­um, þvotti og öðrum vörum á milli staða og hver deild er meira og minna sjálf­bær með sína starf­semi.  Með­ferð­ar­kjarn­inn verður á 7 hæðum sem er mjög sam­bæri­legt og nýjar spít­ala­bygg­ingar á Norð­ur­lönd­um.

    Sam­an­tekt

    Í þess­ari sam­an­tekt eru dregin fram helstu atriði varð­andi und­ir­bún­ing fram­kvæmda við áfram­hald­andi upp­bygg­ingu Land­spít­ala við Hring­braut. Öllum spurn­ingum er langt í frá svar­að, en reynt að drepa á því helsta og leið­rétta alvar­leg­ustu athuga­semd­irnar og rang­færsl­urnar sem komið hafa fram.

    Hring­braut­ar­verk­efni Land­spít­al­ans er gríð­ar­lega umfangs­mikið og hefur stað­setn­ingin við Hring­braut verið end­ur­metin nokkrum sinnum frá því ákvörðun var tekin um stað­setn­ingu árið 2003. Ef fara á í þessa vinnu enn einu sinni þarf fyrst að fara í val á ráð­gjöf­um, inn­lendum og erlendum og búa til þær for­sendur sem vinna skal eft­ir. Það þarf að ræða við fjölda hags­muna­að­ila áður en þær for­sendur eru settar fram og það vinnst ekki nema í nánu sam­starfi við stærstu hags­muna­að­il­ana svo sem Land­spít­ala, heil­brigð­is­yf­ir­völd, sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Vega­gerð­ina, Orku­veitu Reykja­vík­ur, Strætó og svo síð­ast en ekki síst fram­kvæmda­valdið og Alþingi, svo nokkrir aðilar sé taldir upp. Svona verk­efni um nýtt óháð og fag­legt stað­ar­val tekur að lág­marki eitt til tvö ár ef t.d. er miðað við reynslu af sam­bæri­legum verk­efn­um. Þings­á­lykt­un­ar­til­laga sem liggur fyrir um að fara enn og aftur í svo­kall­aða óháða, fag­lega stað­vals­grein­ingu og ljúka þeirri vinnu í maí 2018, fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, lýsir vel skiln­ings­leysi flutn­ings­manna þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­ar.

    Frá því árið 2001 er búið að vinna að þessu verk­efni mjög fag­lega og ýmsar for­sendur verið end­ur­skoð­aðar og aðlag­aðar að þörfum og við­horfum á hverjum tíma. Ávallt frá árinu 2002 hefur nið­ur­staða aðila verið sú, að besta stað­setn­ingin sé við Hring­braut þar sem LSH er með stærstan hluta starf­sem­innar í dag.

    Bið­tími eftir nýjum spít­ala er orðin allt of lang­ur, en mundi lengj­ast um a.m.k.10-15 ár ef byrja á upp á nýtt. Fjár­fest­ing sem tap­ast er upp á marga millj­arða króna og algjör­lega úti­lokað að sjá það fyrir að ný stað­setn­ing rétt­læti það tjón, ekki ein­göngu fjár­hags­legt, sem heil­brigð­is­kerfið og almenn­ingur mun verða fyr­ir. Auk þess væru skuld­bind­andi samn­ingar í upp­námi. Ef ekki er góð sam­staða um verk­efnið hjá ríki og sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og fjár­magn tryggt til verks­ins við upp­bygg­ingu á nýjum stað nán­ast frá upp­hafi til enda, þá verða tafir enn meir, jafn­vel 20 ár. Verk­efnið væri í raun í algjörri óvissu. Starfs­fólk, sjúk­lingar og allur almenn­ingur mundi líða fyrir þessa töf og starfs­menn í meira mæli hverfa til ann­arra starfa hér á landi eða erlend­is. Kjarna­starf­semi íslenskrar heil­brigð­is­þjón­ustu, heil­brigð­is­vís­inda og kennslu væri veru­lega ógn­að.

    Þegar á reynir verður sú leið að sjálf­sögðu ekki farin að hefja bygg­ingu nýs Land­spít­ala á nýjum stað. Nið­ur­staða skoð­unar á því getur ekki orðið önnur en að halda áfram með verk­efnið við Hring­braut. Það verður aftur á móti veru­legt tjón og ekki síst áfall fyrir starfs­menn og aðra sem standa að þessu verk­efni, ef það er sett út af spor­inu þótt ekki sé nema í nokkur miss­eri. Það er full ástæða til að vara við lýð­skrumi eða fals­fréttum um þetta verk­efni þar sem sam­fé­lags­miðlar og fjöl­miðlar eru nýttir til hins ýtrasta. Fyrir fag­lega og lýð­ræð­is­lega vinnu og ákvarð­ana­töku m.a. á Alþingi má slíkt ekki ger­ast.   Hitt er svo annað mál að sjálf­sagt er að fara að vinna við það að meta og taka frá stað fyrir annan spít­ala og heil­brigðistengda þjón­ustu sem yrði ann­ars konar en bráða­sjúkra­hús og háskóla­sjúkra­hús. Ekki er ráð nema í tíma sé tek­ið.   

    Þor­kell Sig­ur­laugs­son er við­skipta­fræð­ingur og Hans Gutt­ormur Þormar er líf­fræð­ing­­ur, vís­inda- og upp­­f­inn­inga­­mað­­ur.

    Við þurfum á þínu framlagi að halda

    Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

    Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

    Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

    Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

    Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

    Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

    Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

    Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

    Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


    Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
    Þorbjörn Guðmundsson
    Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
    Kjarninn 11. janúar 2023
    Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
    Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
    Kjarninn 11. janúar 2023
    Sverrir Albertsson
    Vatn á myllu kölska
    Kjarninn 11. janúar 2023
    Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
    Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
    Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
    Kjarninn 10. janúar 2023
    Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
    Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
    Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
    Kjarninn 10. janúar 2023
    Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
    Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
    Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
    Kjarninn 10. janúar 2023
    Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
    Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
    Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
    Kjarninn 10. janúar 2023
    Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
    Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
    Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
    Kjarninn 10. janúar 2023
    Meira úr sama flokkiAðsendar greinar