Efling-stéttarfélag stendur með félagsmönnum hvaðan sem þeir koma

Stanislaw Bukowski kýs A-lista stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar, með Ingvar Vigur Halldórsson í broddi fylkingar.

Auglýsing

Það við­horf heyr­ist oft, ekki síst hjá fólki á mínum aldri, að það sé ósann­gjarnt að þurfa að greiða af laun­unum til stétt­ar­fé­lags. Maður fái ekk­ert á móti. Ég kipp­ist alltaf við þegar ég heyri þetta og mót­mæli. Ekki af því að ég sé eitt­hvað öðru­vísi en aðr­ir, ég hugs­aði svona sjálf­ur. Þangað til ég þurfti á félag­inu að halda. Það skipti nefni­lega öllu máli fyrir fram­tíð mína á Íslandi þegar ég þurfti á Efl­ingu að halda.

Ég flutti til Íslands árið 2000. Eftir tveggja ára vinnu hjá sama vinnu­veit­anda ákvað ég að skipta um vinnu. Vinnu­veit­and­inn var alls ekki ánægður og hót­aði að senda mig úr landi og borg­aði ekki fyrir síð­asta mán­uð­inn. Íslenskur vinnu­fé­lagi minn hvatti mig til að fara til félags­ins og biðja um hjálp. Ég get alveg við­ur­kennt, að ég var ekki mjög spenntur fyrir því. Ég hélt að það hefði lít­inn til­gang og var hik­andi við að biðja um aðstoð.  En á end­anum fór ég að ráðum vinnu­fé­lag­ans sem kom mér í sam­band við félag­ið. Þar sem ég vann á þessum tíma sex daga vik­unn­ar, bauðst starfs­maður Efl­ingar til að hitta mig utan skrif­stofu­tíma, á sunnu­degi. Til að gera langa sögu stutta, þá stóð félagið með mér alla leið. Það reyndi fyrst að inn­heimta kröf­una hjá atvinnu­rek­and­anum og þegar það gekk ekki, var farið með málið alla leið fyrir dóm­stóla og þar vannst það. Þetta tók langan tíma, um tvö ár, en starfs­menn félags­ins gáfust aldrei upp og stóðu þétt við bakið á mér allan tím­ann.

Á kaf í félags­starfið

Síðan leiddi eitt af öðru. Áður en ég vissi af, var ég kom­inn á kaf í félags­starfið og í stjórn, þar sem ég var í 8 ár. Ég hætti af því að ég hafði ekki lengur tíma, var í námi og fullri vinnu, kom­inn með fjöl­skyldu og að gera upp hús í frí­tím­an­um. Fyrir mér er Ísland land tæki­fær­anna. Ég kom hingað korn­ung­ur, strax eftir skóla og sveins­próf í bif­véla­virkj­un. Núna er ég mennt­aður skrúð­garð­yrkju­fræð­ingur í góðri vinnu hjá góðu fyr­ir­tæki.

Auglýsing

Það býr margt fólk af erlendum upp­runa á Íslandi og sér­stak­lega margir Pól­verj­ar. Margir þeirra eru í Efl­ingu. Sem betur fer eru flestir atvinnu­rek­endur gott og heið­ar­legt fólk, en það eru því miður und­an­tekn­ing­ar. Og þar liggur einmitt hættan fyrir fólk eins og okkur - inn­flytj­endur í fram­andi landi. Óheið­ar­legu und­an­tekn­ing­arnar vilja fá fólk í þeirri stöðu sem ég var. Þá geta þeir notað yfir­burði sína, tungu­málið og þekk­ingu á þjóð­fé­lag­inu til að brjóta á starfs­fólk­inu. Þeir geta sagt okkur hvað sem er og við höfum lítið val annað en að taka gott og gilt það sem þeir segja. Það eru alltof mörg dæmi um þetta. Ef vinnu­fé­lag­inn hefði ekki leitt mig til félags­ins, hefði þetta komið fyrir mig líka. Leiðin til að koma í veg fyrir að atvinnu­rek­endur brjóti á okkur er að fylgj­ast með starf­inu í verka­lýðs­fé­lag­inu og leita til þess ef við höldum að hlut­irnir séu ekki eins og þeir eiga að vera. Til þess er það - og þess vegna greiðum við félags­gjald­ið. Á vef Efl­ingar er gríð­ar­lega mikið magn af upp­lýs­ing­um, ekki bara á íslensku, heldur líka á pólsku og ensku. Ég var stundum feng­inn til að túlka þegar Pól­verjar þurftu að eiga sam­skipti við félag­ið. Það þarf ekki leng­ur, því á skrif­stof­unni starfar pólsk kona, meðal ann­ars við afgreiðslu.

Von­andi þarftu aldrei…

Við félaga mína segi ég: Greiðsl­urnar eru einmitt til að tryggja þetta, tryggja að þú getir leitað réttar þíns og fáir stuðn­ing ef á þarf að halda. Von­andi þarftu aldrei á því að halda, en þú veist það aldrei fyrir fram. Von­andi þarftu aldrei að leita á náðir sjúkra­sjóðs­ins, en þú veist það ekki held­ur. Ef til þess kem­ur, þá er hann þarna, traustur bak­hjarl ef á þarf að halda. Ég get haldið áfram og talið upp aðgang að sum­ar­húsum og allt fram­boðið af fræðslu - til dæmis í íslensku. Allt eru þetta rétt­indi sem standa félags­mönnum til boða.

Eftir nokkra daga eru kosn­ingar til stjórnar í Efl­ingu. Ég hvet alla til að taka þátt í því að velja félag­inu stjórn - félag­inu okk­ar. Ég kýs A-lista stjórnar og trún­að­ar­ráðs, með Ingvar Vigur Hall­dórs­son í broddi fylk­ing­ar. Það er fólk sem hefur næman skiln­ing á þörfum almenns launa­fólks og er ótengt stjórn­mála­flokk­um.

Höf­undur er fæddur í Pól­landi, en hefur búið á Íslandi frá árinu 2000. Hann hóf snemma þátt­töku í starfi Efl­ing­ar-­stétt­ar­fé­lags og sat í stjórn félags­ins í 8 ár. Hann er mennt­aður skrúð­garð­yrkju­fræð­ing­ur.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar