Efling-stéttarfélag stendur með félagsmönnum hvaðan sem þeir koma

Stanislaw Bukowski kýs A-lista stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar, með Ingvar Vigur Halldórsson í broddi fylkingar.

Auglýsing

Það við­horf heyr­ist oft, ekki síst hjá fólki á mínum aldri, að það sé ósann­gjarnt að þurfa að greiða af laun­unum til stétt­ar­fé­lags. Maður fái ekk­ert á móti. Ég kipp­ist alltaf við þegar ég heyri þetta og mót­mæli. Ekki af því að ég sé eitt­hvað öðru­vísi en aðr­ir, ég hugs­aði svona sjálf­ur. Þangað til ég þurfti á félag­inu að halda. Það skipti nefni­lega öllu máli fyrir fram­tíð mína á Íslandi þegar ég þurfti á Efl­ingu að halda.

Ég flutti til Íslands árið 2000. Eftir tveggja ára vinnu hjá sama vinnu­veit­anda ákvað ég að skipta um vinnu. Vinnu­veit­and­inn var alls ekki ánægður og hót­aði að senda mig úr landi og borg­aði ekki fyrir síð­asta mán­uð­inn. Íslenskur vinnu­fé­lagi minn hvatti mig til að fara til félags­ins og biðja um hjálp. Ég get alveg við­ur­kennt, að ég var ekki mjög spenntur fyrir því. Ég hélt að það hefði lít­inn til­gang og var hik­andi við að biðja um aðstoð.  En á end­anum fór ég að ráðum vinnu­fé­lag­ans sem kom mér í sam­band við félag­ið. Þar sem ég vann á þessum tíma sex daga vik­unn­ar, bauðst starfs­maður Efl­ingar til að hitta mig utan skrif­stofu­tíma, á sunnu­degi. Til að gera langa sögu stutta, þá stóð félagið með mér alla leið. Það reyndi fyrst að inn­heimta kröf­una hjá atvinnu­rek­and­anum og þegar það gekk ekki, var farið með málið alla leið fyrir dóm­stóla og þar vannst það. Þetta tók langan tíma, um tvö ár, en starfs­menn félags­ins gáfust aldrei upp og stóðu þétt við bakið á mér allan tím­ann.

Á kaf í félags­starfið

Síðan leiddi eitt af öðru. Áður en ég vissi af, var ég kom­inn á kaf í félags­starfið og í stjórn, þar sem ég var í 8 ár. Ég hætti af því að ég hafði ekki lengur tíma, var í námi og fullri vinnu, kom­inn með fjöl­skyldu og að gera upp hús í frí­tím­an­um. Fyrir mér er Ísland land tæki­fær­anna. Ég kom hingað korn­ung­ur, strax eftir skóla og sveins­próf í bif­véla­virkj­un. Núna er ég mennt­aður skrúð­garð­yrkju­fræð­ingur í góðri vinnu hjá góðu fyr­ir­tæki.

Auglýsing

Það býr margt fólk af erlendum upp­runa á Íslandi og sér­stak­lega margir Pól­verj­ar. Margir þeirra eru í Efl­ingu. Sem betur fer eru flestir atvinnu­rek­endur gott og heið­ar­legt fólk, en það eru því miður und­an­tekn­ing­ar. Og þar liggur einmitt hættan fyrir fólk eins og okkur - inn­flytj­endur í fram­andi landi. Óheið­ar­legu und­an­tekn­ing­arnar vilja fá fólk í þeirri stöðu sem ég var. Þá geta þeir notað yfir­burði sína, tungu­málið og þekk­ingu á þjóð­fé­lag­inu til að brjóta á starfs­fólk­inu. Þeir geta sagt okkur hvað sem er og við höfum lítið val annað en að taka gott og gilt það sem þeir segja. Það eru alltof mörg dæmi um þetta. Ef vinnu­fé­lag­inn hefði ekki leitt mig til félags­ins, hefði þetta komið fyrir mig líka. Leiðin til að koma í veg fyrir að atvinnu­rek­endur brjóti á okkur er að fylgj­ast með starf­inu í verka­lýðs­fé­lag­inu og leita til þess ef við höldum að hlut­irnir séu ekki eins og þeir eiga að vera. Til þess er það - og þess vegna greiðum við félags­gjald­ið. Á vef Efl­ingar er gríð­ar­lega mikið magn af upp­lýs­ing­um, ekki bara á íslensku, heldur líka á pólsku og ensku. Ég var stundum feng­inn til að túlka þegar Pól­verjar þurftu að eiga sam­skipti við félag­ið. Það þarf ekki leng­ur, því á skrif­stof­unni starfar pólsk kona, meðal ann­ars við afgreiðslu.

Von­andi þarftu aldrei…

Við félaga mína segi ég: Greiðsl­urnar eru einmitt til að tryggja þetta, tryggja að þú getir leitað réttar þíns og fáir stuðn­ing ef á þarf að halda. Von­andi þarftu aldrei á því að halda, en þú veist það aldrei fyrir fram. Von­andi þarftu aldrei að leita á náðir sjúkra­sjóðs­ins, en þú veist það ekki held­ur. Ef til þess kem­ur, þá er hann þarna, traustur bak­hjarl ef á þarf að halda. Ég get haldið áfram og talið upp aðgang að sum­ar­húsum og allt fram­boðið af fræðslu - til dæmis í íslensku. Allt eru þetta rétt­indi sem standa félags­mönnum til boða.

Eftir nokkra daga eru kosn­ingar til stjórnar í Efl­ingu. Ég hvet alla til að taka þátt í því að velja félag­inu stjórn - félag­inu okk­ar. Ég kýs A-lista stjórnar og trún­að­ar­ráðs, með Ingvar Vigur Hall­dórs­son í broddi fylk­ing­ar. Það er fólk sem hefur næman skiln­ing á þörfum almenns launa­fólks og er ótengt stjórn­mála­flokk­um.

Höf­undur er fæddur í Pól­landi, en hefur búið á Íslandi frá árinu 2000. Hann hóf snemma þátt­töku í starfi Efl­ing­ar-­stétt­ar­fé­lags og sat í stjórn félags­ins í 8 ár. Hann er mennt­aður skrúð­garð­yrkju­fræð­ing­ur.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar