Efling-stéttarfélag stendur með félagsmönnum hvaðan sem þeir koma

Stanislaw Bukowski kýs A-lista stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar, með Ingvar Vigur Halldórsson í broddi fylkingar.

Auglýsing

Það við­horf heyr­ist oft, ekki síst hjá fólki á mínum aldri, að það sé ósann­gjarnt að þurfa að greiða af laun­unum til stétt­ar­fé­lags. Maður fái ekk­ert á móti. Ég kipp­ist alltaf við þegar ég heyri þetta og mót­mæli. Ekki af því að ég sé eitt­hvað öðru­vísi en aðr­ir, ég hugs­aði svona sjálf­ur. Þangað til ég þurfti á félag­inu að halda. Það skipti nefni­lega öllu máli fyrir fram­tíð mína á Íslandi þegar ég þurfti á Efl­ingu að halda.

Ég flutti til Íslands árið 2000. Eftir tveggja ára vinnu hjá sama vinnu­veit­anda ákvað ég að skipta um vinnu. Vinnu­veit­and­inn var alls ekki ánægður og hót­aði að senda mig úr landi og borg­aði ekki fyrir síð­asta mán­uð­inn. Íslenskur vinnu­fé­lagi minn hvatti mig til að fara til félags­ins og biðja um hjálp. Ég get alveg við­ur­kennt, að ég var ekki mjög spenntur fyrir því. Ég hélt að það hefði lít­inn til­gang og var hik­andi við að biðja um aðstoð.  En á end­anum fór ég að ráðum vinnu­fé­lag­ans sem kom mér í sam­band við félag­ið. Þar sem ég vann á þessum tíma sex daga vik­unn­ar, bauðst starfs­maður Efl­ingar til að hitta mig utan skrif­stofu­tíma, á sunnu­degi. Til að gera langa sögu stutta, þá stóð félagið með mér alla leið. Það reyndi fyrst að inn­heimta kröf­una hjá atvinnu­rek­and­anum og þegar það gekk ekki, var farið með málið alla leið fyrir dóm­stóla og þar vannst það. Þetta tók langan tíma, um tvö ár, en starfs­menn félags­ins gáfust aldrei upp og stóðu þétt við bakið á mér allan tím­ann.

Á kaf í félags­starfið

Síðan leiddi eitt af öðru. Áður en ég vissi af, var ég kom­inn á kaf í félags­starfið og í stjórn, þar sem ég var í 8 ár. Ég hætti af því að ég hafði ekki lengur tíma, var í námi og fullri vinnu, kom­inn með fjöl­skyldu og að gera upp hús í frí­tím­an­um. Fyrir mér er Ísland land tæki­fær­anna. Ég kom hingað korn­ung­ur, strax eftir skóla og sveins­próf í bif­véla­virkj­un. Núna er ég mennt­aður skrúð­garð­yrkju­fræð­ingur í góðri vinnu hjá góðu fyr­ir­tæki.

Auglýsing

Það býr margt fólk af erlendum upp­runa á Íslandi og sér­stak­lega margir Pól­verj­ar. Margir þeirra eru í Efl­ingu. Sem betur fer eru flestir atvinnu­rek­endur gott og heið­ar­legt fólk, en það eru því miður und­an­tekn­ing­ar. Og þar liggur einmitt hættan fyrir fólk eins og okkur - inn­flytj­endur í fram­andi landi. Óheið­ar­legu und­an­tekn­ing­arnar vilja fá fólk í þeirri stöðu sem ég var. Þá geta þeir notað yfir­burði sína, tungu­málið og þekk­ingu á þjóð­fé­lag­inu til að brjóta á starfs­fólk­inu. Þeir geta sagt okkur hvað sem er og við höfum lítið val annað en að taka gott og gilt það sem þeir segja. Það eru alltof mörg dæmi um þetta. Ef vinnu­fé­lag­inn hefði ekki leitt mig til félags­ins, hefði þetta komið fyrir mig líka. Leiðin til að koma í veg fyrir að atvinnu­rek­endur brjóti á okkur er að fylgj­ast með starf­inu í verka­lýðs­fé­lag­inu og leita til þess ef við höldum að hlut­irnir séu ekki eins og þeir eiga að vera. Til þess er það - og þess vegna greiðum við félags­gjald­ið. Á vef Efl­ingar er gríð­ar­lega mikið magn af upp­lýs­ing­um, ekki bara á íslensku, heldur líka á pólsku og ensku. Ég var stundum feng­inn til að túlka þegar Pól­verjar þurftu að eiga sam­skipti við félag­ið. Það þarf ekki leng­ur, því á skrif­stof­unni starfar pólsk kona, meðal ann­ars við afgreiðslu.

Von­andi þarftu aldrei…

Við félaga mína segi ég: Greiðsl­urnar eru einmitt til að tryggja þetta, tryggja að þú getir leitað réttar þíns og fáir stuðn­ing ef á þarf að halda. Von­andi þarftu aldrei á því að halda, en þú veist það aldrei fyrir fram. Von­andi þarftu aldrei að leita á náðir sjúkra­sjóðs­ins, en þú veist það ekki held­ur. Ef til þess kem­ur, þá er hann þarna, traustur bak­hjarl ef á þarf að halda. Ég get haldið áfram og talið upp aðgang að sum­ar­húsum og allt fram­boðið af fræðslu - til dæmis í íslensku. Allt eru þetta rétt­indi sem standa félags­mönnum til boða.

Eftir nokkra daga eru kosn­ingar til stjórnar í Efl­ingu. Ég hvet alla til að taka þátt í því að velja félag­inu stjórn - félag­inu okk­ar. Ég kýs A-lista stjórnar og trún­að­ar­ráðs, með Ingvar Vigur Hall­dórs­son í broddi fylk­ing­ar. Það er fólk sem hefur næman skiln­ing á þörfum almenns launa­fólks og er ótengt stjórn­mála­flokk­um.

Höf­undur er fæddur í Pól­landi, en hefur búið á Íslandi frá árinu 2000. Hann hóf snemma þátt­töku í starfi Efl­ing­ar-­stétt­ar­fé­lags og sat í stjórn félags­ins í 8 ár. Hann er mennt­aður skrúð­garð­yrkju­fræð­ing­ur.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar