„Almenn launaþróun“ elítunnar

Hvernig eiga laun fólksins á gólfinu og síðan elítunnar hjá ríkinu að þróast?

Auglýsing

Starfs­hópur undir for­ystu Jóhann­esar Karls Sveins­sonar hrl. komst að því að dög­unum að elítan hjá rík­inu, stjórn­endur hjá hinu opin­bera sem falla undir kjara­ráð, hafi á und­an­förnum árum þró­ast í launum með sam­bæri­legum hætti, í stórum drátt­um, og aðrar stéttir á vinnu­mark­aði. Þannig hafi launin verið í takt við „al­menna launa­þró­un“ eins og segir í lögum um ráð­ið, að taka þurfi til­lit til við launa­á­kvarð­an­ir.

Þessi nið­ur­staða var þvert á mat verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og hags­muna­sam­taka atvinnu­rek­enda, bæði Sam­taka atvinnu­lífs­ins og Við­skipta­ráðs, en þau hafa gagn­rýnt kjara­ráð harð­lega, fyrir höfr­unga­hlaups ákvarð­anir í laun­um, þar sem elítan er sett í leið­andi hlut­verk miðað við aðrar stéttir þegar launa­þróun er ann­ars veg­ar.

Meðal ann­ars af þessum sökum stendur ekki til að end­ur­skoða tug­pró­senta launa­hækk­anir elít­unnar hjá rík­inu að und­an­förnu, heldur frekar að breyta því hvernig eigi að ákvarða laun elít­unnar fram­veg­is. Flestir voru sam­mála um að það þyrfti að gera breyt­ing­ar, svo það kom ekki á óvart.

Auglýsing

Launa­skriðið hjá rík­inu hefur reyndar verið með nokkrum ólík­ind­um, allt frá því að laun lækna voru hækkuð um tugi pró­senta árið 2015.

Höfr­unga­hlaup í krónum

Ein af rök­unum fyrir því höfr­unga­hlaupi í launa­þró­un, voru þau, að læknar væru með svo lág laun, í alþjóð­legu sam­hengi, að það þyrfti að hækka launin mik­ið, til að koma í veg fyrir skort á sér­fræði­læknum og ýta undir að þeir kæmu heim. Þegar samið var við lækna, eftir verk­fall og hörð átök, kost­aði Banda­ríkja­dalur tæp­lega 140 krón­ur.

Núna kostar hann 100 krón­ur.

Í heimi íslensku krón­unnar ger­ist alls konar og það endar ein­hvern veg­inn. Ekk­ert er öruggt.

Laun lækna, á alþjóða­vísu, hafa því tekið algjöra kúvend­ingu upp á við - mælt í bæði krónum (fyrst það var reynt að leið­rétta alþjóð­legu launin með krón­um, þrátt fyrir að það sé ómögu­legt verk­efni) og erlendri mynt.

Ekki er allt sem sýn­ist

En vand­inn sem kjara­ráð hefur verið að glíma við, og fengið yfir sig mikla gagn­rýni fyrir hvernig það hefur horft á mál­in, krist­all­ast í skil­grein­ingu á „al­mennri launa­þró­un“. Í lögum um kjara­ráð er það gert að laga­skyldu, að ráðið horfi til þess að laun elít­unnar hjá rík­inu þró­ist í takt við almenna launa­þró­un, eins og áður seg­ir.

Kjara­ráð, starfs­hópur stjórn­valda og stjórn­völd sjálf - að for­set­anum und­an­skildum - horfa þannig á hlut­ina að horfa til sömu hlut­falls­legu breyt­inga á laun­um, þegar það er metið hvort elítan sé að fylgja almennri launa­þróun eða ekki. 

Þetta er umdeilt hag­stjórn­ar­legt atriði, og ekki aug­ljóst að þau hafi rétt fyrir sér um þetta. Kannski hafa verka­lýðs­hreyf­ingin og atvinnu­rek­endur rétt fyrir sér, þegar þau segja að kjara­ráð horfi of þröngt á hlut­ina.

Til ein­föld­unar er hægt að taka dæmi: 

Fólkið á gólf­inu er með 500 þús­und í laun og hækkar svo um 10 pró­sent í kjara­samn­ing­um. Það fær því 550 þús­und með hækk­un­inni, hækkar um 50 þús­und krón­ur.

Stjórn­andi hjá rík­inu er með 1,5 millj­ónir í laun, og hækkar um 10 pró­sent eftir ákvörðun kjara­ráðs. Heild­ar­launin hækka um 150 þús­und krón­ur, eða þrefalt meira en hjá fólk­inu á gólf­inu.

Þarna vaknar spurn­ing­in: Er ákvörðun kjara­ráðs, um að hækka launin hjá stjórn­and­anum um 10 pró­sent, í takt við „al­menna launa­þró­un“?

Ef svo er, þá mun heild­ar­launa­munur á milli fólks­ins á gólf­inu og síðan elít­unnar hjá rík­inu alltaf breikka, og það mikið og hratt. Ekki er víst að það sé sú almenna launa­þróun sem að er stefnt.

Í þessu til­viki, gæti það verið í takt við almenna launa­þró­un, að hækka laun stjórn­and­ans um fjögur pró­sent, og samt yrði krónu­tölu­hækk­unin hærri en hjá fólk­inu á gólf­inu, og heild­ar­hækk­unin fyrir launa­greið­and­ann mun hærri, sé horft á málin út frá þeim hags­mun­um, vegna áhrifa á launa­tengd gjöld.

Rýni­vinna og krónu­tölu­hækk­anir

Ef að verk­efni kjara­ráðs myndi fær­ast í þessa rýni­vinnu krónu­tölu­hækk­ana, og hvað telst eðli­legt á hverjum tíma­punkti - fremur en að fylgja hlut­falls­lega sömu launa­þróun - þá er lík­legt að ákvarð­anir ráðs­ins myndu snú­ast um meiri smá­at­riði og tím­setn­ingar í launa­á­kvörð­un­um,  og hvað telj­ist eðli­legur munur milli fólks­ins á gólf­inu og síðan elít­unn­ar. 

Þannig myndi þetta flókna og við­kvæma hag­stjórn­ar­tæki, sem ákvörðun launa elít­unnar er, ekki verða eins hættu­legt og það er núna. Það er ekki víst að þetta snú­ist um grund­vall­ar­breyt­ingar á lögum um ráð­ið, heldur frekar hvernig unnið er eftir þeim.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari