„Almenn launaþróun“ elítunnar

Hvernig eiga laun fólksins á gólfinu og síðan elítunnar hjá ríkinu að þróast?

Auglýsing

Starfs­hópur undir for­ystu Jóhann­esar Karls Sveins­sonar hrl. komst að því að dög­unum að elítan hjá rík­inu, stjórn­endur hjá hinu opin­bera sem falla undir kjara­ráð, hafi á und­an­förnum árum þró­ast í launum með sam­bæri­legum hætti, í stórum drátt­um, og aðrar stéttir á vinnu­mark­aði. Þannig hafi launin verið í takt við „al­menna launa­þró­un“ eins og segir í lögum um ráð­ið, að taka þurfi til­lit til við launa­á­kvarð­an­ir.

Þessi nið­ur­staða var þvert á mat verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og hags­muna­sam­taka atvinnu­rek­enda, bæði Sam­taka atvinnu­lífs­ins og Við­skipta­ráðs, en þau hafa gagn­rýnt kjara­ráð harð­lega, fyrir höfr­unga­hlaups ákvarð­anir í laun­um, þar sem elítan er sett í leið­andi hlut­verk miðað við aðrar stéttir þegar launa­þróun er ann­ars veg­ar.

Meðal ann­ars af þessum sökum stendur ekki til að end­ur­skoða tug­pró­senta launa­hækk­anir elít­unnar hjá rík­inu að und­an­förnu, heldur frekar að breyta því hvernig eigi að ákvarða laun elít­unnar fram­veg­is. Flestir voru sam­mála um að það þyrfti að gera breyt­ing­ar, svo það kom ekki á óvart.

Auglýsing

Launa­skriðið hjá rík­inu hefur reyndar verið með nokkrum ólík­ind­um, allt frá því að laun lækna voru hækkuð um tugi pró­senta árið 2015.

Höfr­unga­hlaup í krónum

Ein af rök­unum fyrir því höfr­unga­hlaupi í launa­þró­un, voru þau, að læknar væru með svo lág laun, í alþjóð­legu sam­hengi, að það þyrfti að hækka launin mik­ið, til að koma í veg fyrir skort á sér­fræði­læknum og ýta undir að þeir kæmu heim. Þegar samið var við lækna, eftir verk­fall og hörð átök, kost­aði Banda­ríkja­dalur tæp­lega 140 krón­ur.

Núna kostar hann 100 krón­ur.

Í heimi íslensku krón­unnar ger­ist alls konar og það endar ein­hvern veg­inn. Ekk­ert er öruggt.

Laun lækna, á alþjóða­vísu, hafa því tekið algjöra kúvend­ingu upp á við - mælt í bæði krónum (fyrst það var reynt að leið­rétta alþjóð­legu launin með krón­um, þrátt fyrir að það sé ómögu­legt verk­efni) og erlendri mynt.

Ekki er allt sem sýn­ist

En vand­inn sem kjara­ráð hefur verið að glíma við, og fengið yfir sig mikla gagn­rýni fyrir hvernig það hefur horft á mál­in, krist­all­ast í skil­grein­ingu á „al­mennri launa­þró­un“. Í lögum um kjara­ráð er það gert að laga­skyldu, að ráðið horfi til þess að laun elít­unnar hjá rík­inu þró­ist í takt við almenna launa­þró­un, eins og áður seg­ir.

Kjara­ráð, starfs­hópur stjórn­valda og stjórn­völd sjálf - að for­set­anum und­an­skildum - horfa þannig á hlut­ina að horfa til sömu hlut­falls­legu breyt­inga á laun­um, þegar það er metið hvort elítan sé að fylgja almennri launa­þróun eða ekki. 

Þetta er umdeilt hag­stjórn­ar­legt atriði, og ekki aug­ljóst að þau hafi rétt fyrir sér um þetta. Kannski hafa verka­lýðs­hreyf­ingin og atvinnu­rek­endur rétt fyrir sér, þegar þau segja að kjara­ráð horfi of þröngt á hlut­ina.

Til ein­föld­unar er hægt að taka dæmi: 

Fólkið á gólf­inu er með 500 þús­und í laun og hækkar svo um 10 pró­sent í kjara­samn­ing­um. Það fær því 550 þús­und með hækk­un­inni, hækkar um 50 þús­und krón­ur.

Stjórn­andi hjá rík­inu er með 1,5 millj­ónir í laun, og hækkar um 10 pró­sent eftir ákvörðun kjara­ráðs. Heild­ar­launin hækka um 150 þús­und krón­ur, eða þrefalt meira en hjá fólk­inu á gólf­inu.

Þarna vaknar spurn­ing­in: Er ákvörðun kjara­ráðs, um að hækka launin hjá stjórn­and­anum um 10 pró­sent, í takt við „al­menna launa­þró­un“?

Ef svo er, þá mun heild­ar­launa­munur á milli fólks­ins á gólf­inu og síðan elít­unnar hjá rík­inu alltaf breikka, og það mikið og hratt. Ekki er víst að það sé sú almenna launa­þróun sem að er stefnt.

Í þessu til­viki, gæti það verið í takt við almenna launa­þró­un, að hækka laun stjórn­and­ans um fjögur pró­sent, og samt yrði krónu­tölu­hækk­unin hærri en hjá fólk­inu á gólf­inu, og heild­ar­hækk­unin fyrir launa­greið­and­ann mun hærri, sé horft á málin út frá þeim hags­mun­um, vegna áhrifa á launa­tengd gjöld.

Rýni­vinna og krónu­tölu­hækk­anir

Ef að verk­efni kjara­ráðs myndi fær­ast í þessa rýni­vinnu krónu­tölu­hækk­ana, og hvað telst eðli­legt á hverjum tíma­punkti - fremur en að fylgja hlut­falls­lega sömu launa­þróun - þá er lík­legt að ákvarð­anir ráðs­ins myndu snú­ast um meiri smá­at­riði og tím­setn­ingar í launa­á­kvörð­un­um,  og hvað telj­ist eðli­legur munur milli fólks­ins á gólf­inu og síðan elít­unn­ar. 

Þannig myndi þetta flókna og við­kvæma hag­stjórn­ar­tæki, sem ákvörðun launa elít­unnar er, ekki verða eins hættu­legt og það er núna. Það er ekki víst að þetta snú­ist um grund­vall­ar­breyt­ingar á lögum um ráð­ið, heldur frekar hvernig unnið er eftir þeim.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari