„Almenn launaþróun“ elítunnar

Hvernig eiga laun fólksins á gólfinu og síðan elítunnar hjá ríkinu að þróast?

Auglýsing

Starfs­hópur undir for­ystu Jóhann­esar Karls Sveins­sonar hrl. komst að því að dög­unum að elítan hjá rík­inu, stjórn­endur hjá hinu opin­bera sem falla undir kjara­ráð, hafi á und­an­förnum árum þró­ast í launum með sam­bæri­legum hætti, í stórum drátt­um, og aðrar stéttir á vinnu­mark­aði. Þannig hafi launin verið í takt við „al­menna launa­þró­un“ eins og segir í lögum um ráð­ið, að taka þurfi til­lit til við launa­á­kvarð­an­ir.

Þessi nið­ur­staða var þvert á mat verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og hags­muna­sam­taka atvinnu­rek­enda, bæði Sam­taka atvinnu­lífs­ins og Við­skipta­ráðs, en þau hafa gagn­rýnt kjara­ráð harð­lega, fyrir höfr­unga­hlaups ákvarð­anir í laun­um, þar sem elítan er sett í leið­andi hlut­verk miðað við aðrar stéttir þegar launa­þróun er ann­ars veg­ar.

Meðal ann­ars af þessum sökum stendur ekki til að end­ur­skoða tug­pró­senta launa­hækk­anir elít­unnar hjá rík­inu að und­an­förnu, heldur frekar að breyta því hvernig eigi að ákvarða laun elít­unnar fram­veg­is. Flestir voru sam­mála um að það þyrfti að gera breyt­ing­ar, svo það kom ekki á óvart.

Auglýsing

Launa­skriðið hjá rík­inu hefur reyndar verið með nokkrum ólík­ind­um, allt frá því að laun lækna voru hækkuð um tugi pró­senta árið 2015.

Höfr­unga­hlaup í krónum

Ein af rök­unum fyrir því höfr­unga­hlaupi í launa­þró­un, voru þau, að læknar væru með svo lág laun, í alþjóð­legu sam­hengi, að það þyrfti að hækka launin mik­ið, til að koma í veg fyrir skort á sér­fræði­læknum og ýta undir að þeir kæmu heim. Þegar samið var við lækna, eftir verk­fall og hörð átök, kost­aði Banda­ríkja­dalur tæp­lega 140 krón­ur.

Núna kostar hann 100 krón­ur.

Í heimi íslensku krón­unnar ger­ist alls konar og það endar ein­hvern veg­inn. Ekk­ert er öruggt.

Laun lækna, á alþjóða­vísu, hafa því tekið algjöra kúvend­ingu upp á við - mælt í bæði krónum (fyrst það var reynt að leið­rétta alþjóð­legu launin með krón­um, þrátt fyrir að það sé ómögu­legt verk­efni) og erlendri mynt.

Ekki er allt sem sýn­ist

En vand­inn sem kjara­ráð hefur verið að glíma við, og fengið yfir sig mikla gagn­rýni fyrir hvernig það hefur horft á mál­in, krist­all­ast í skil­grein­ingu á „al­mennri launa­þró­un“. Í lögum um kjara­ráð er það gert að laga­skyldu, að ráðið horfi til þess að laun elít­unnar hjá rík­inu þró­ist í takt við almenna launa­þró­un, eins og áður seg­ir.

Kjara­ráð, starfs­hópur stjórn­valda og stjórn­völd sjálf - að for­set­anum und­an­skildum - horfa þannig á hlut­ina að horfa til sömu hlut­falls­legu breyt­inga á laun­um, þegar það er metið hvort elítan sé að fylgja almennri launa­þróun eða ekki. 

Þetta er umdeilt hag­stjórn­ar­legt atriði, og ekki aug­ljóst að þau hafi rétt fyrir sér um þetta. Kannski hafa verka­lýðs­hreyf­ingin og atvinnu­rek­endur rétt fyrir sér, þegar þau segja að kjara­ráð horfi of þröngt á hlut­ina.

Til ein­föld­unar er hægt að taka dæmi: 

Fólkið á gólf­inu er með 500 þús­und í laun og hækkar svo um 10 pró­sent í kjara­samn­ing­um. Það fær því 550 þús­und með hækk­un­inni, hækkar um 50 þús­und krón­ur.

Stjórn­andi hjá rík­inu er með 1,5 millj­ónir í laun, og hækkar um 10 pró­sent eftir ákvörðun kjara­ráðs. Heild­ar­launin hækka um 150 þús­und krón­ur, eða þrefalt meira en hjá fólk­inu á gólf­inu.

Þarna vaknar spurn­ing­in: Er ákvörðun kjara­ráðs, um að hækka launin hjá stjórn­and­anum um 10 pró­sent, í takt við „al­menna launa­þró­un“?

Ef svo er, þá mun heild­ar­launa­munur á milli fólks­ins á gólf­inu og síðan elít­unnar hjá rík­inu alltaf breikka, og það mikið og hratt. Ekki er víst að það sé sú almenna launa­þróun sem að er stefnt.

Í þessu til­viki, gæti það verið í takt við almenna launa­þró­un, að hækka laun stjórn­and­ans um fjögur pró­sent, og samt yrði krónu­tölu­hækk­unin hærri en hjá fólk­inu á gólf­inu, og heild­ar­hækk­unin fyrir launa­greið­and­ann mun hærri, sé horft á málin út frá þeim hags­mun­um, vegna áhrifa á launa­tengd gjöld.

Rýni­vinna og krónu­tölu­hækk­anir

Ef að verk­efni kjara­ráðs myndi fær­ast í þessa rýni­vinnu krónu­tölu­hækk­ana, og hvað telst eðli­legt á hverjum tíma­punkti - fremur en að fylgja hlut­falls­lega sömu launa­þróun - þá er lík­legt að ákvarð­anir ráðs­ins myndu snú­ast um meiri smá­at­riði og tím­setn­ingar í launa­á­kvörð­un­um,  og hvað telj­ist eðli­legur munur milli fólks­ins á gólf­inu og síðan elít­unn­ar. 

Þannig myndi þetta flókna og við­kvæma hag­stjórn­ar­tæki, sem ákvörðun launa elít­unnar er, ekki verða eins hættu­legt og það er núna. Það er ekki víst að þetta snú­ist um grund­vall­ar­breyt­ingar á lögum um ráð­ið, heldur frekar hvernig unnið er eftir þeim.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiLeiðari