„Almenn launaþróun“ elítunnar

Hvernig eiga laun fólksins á gólfinu og síðan elítunnar hjá ríkinu að þróast?

Auglýsing

Starfs­hópur undir for­ystu Jóhann­esar Karls Sveins­sonar hrl. komst að því að dög­unum að elítan hjá rík­inu, stjórn­endur hjá hinu opin­bera sem falla undir kjara­ráð, hafi á und­an­förnum árum þró­ast í launum með sam­bæri­legum hætti, í stórum drátt­um, og aðrar stéttir á vinnu­mark­aði. Þannig hafi launin verið í takt við „al­menna launa­þró­un“ eins og segir í lögum um ráð­ið, að taka þurfi til­lit til við launa­á­kvarð­an­ir.

Þessi nið­ur­staða var þvert á mat verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og hags­muna­sam­taka atvinnu­rek­enda, bæði Sam­taka atvinnu­lífs­ins og Við­skipta­ráðs, en þau hafa gagn­rýnt kjara­ráð harð­lega, fyrir höfr­unga­hlaups ákvarð­anir í laun­um, þar sem elítan er sett í leið­andi hlut­verk miðað við aðrar stéttir þegar launa­þróun er ann­ars veg­ar.

Meðal ann­ars af þessum sökum stendur ekki til að end­ur­skoða tug­pró­senta launa­hækk­anir elít­unnar hjá rík­inu að und­an­förnu, heldur frekar að breyta því hvernig eigi að ákvarða laun elít­unnar fram­veg­is. Flestir voru sam­mála um að það þyrfti að gera breyt­ing­ar, svo það kom ekki á óvart.

Auglýsing

Launa­skriðið hjá rík­inu hefur reyndar verið með nokkrum ólík­ind­um, allt frá því að laun lækna voru hækkuð um tugi pró­senta árið 2015.

Höfr­unga­hlaup í krónum

Ein af rök­unum fyrir því höfr­unga­hlaupi í launa­þró­un, voru þau, að læknar væru með svo lág laun, í alþjóð­legu sam­hengi, að það þyrfti að hækka launin mik­ið, til að koma í veg fyrir skort á sér­fræði­læknum og ýta undir að þeir kæmu heim. Þegar samið var við lækna, eftir verk­fall og hörð átök, kost­aði Banda­ríkja­dalur tæp­lega 140 krón­ur.

Núna kostar hann 100 krón­ur.

Í heimi íslensku krón­unnar ger­ist alls konar og það endar ein­hvern veg­inn. Ekk­ert er öruggt.

Laun lækna, á alþjóða­vísu, hafa því tekið algjöra kúvend­ingu upp á við - mælt í bæði krónum (fyrst það var reynt að leið­rétta alþjóð­legu launin með krón­um, þrátt fyrir að það sé ómögu­legt verk­efni) og erlendri mynt.

Ekki er allt sem sýn­ist

En vand­inn sem kjara­ráð hefur verið að glíma við, og fengið yfir sig mikla gagn­rýni fyrir hvernig það hefur horft á mál­in, krist­all­ast í skil­grein­ingu á „al­mennri launa­þró­un“. Í lögum um kjara­ráð er það gert að laga­skyldu, að ráðið horfi til þess að laun elít­unnar hjá rík­inu þró­ist í takt við almenna launa­þró­un, eins og áður seg­ir.

Kjara­ráð, starfs­hópur stjórn­valda og stjórn­völd sjálf - að for­set­anum und­an­skildum - horfa þannig á hlut­ina að horfa til sömu hlut­falls­legu breyt­inga á laun­um, þegar það er metið hvort elítan sé að fylgja almennri launa­þróun eða ekki. 

Þetta er umdeilt hag­stjórn­ar­legt atriði, og ekki aug­ljóst að þau hafi rétt fyrir sér um þetta. Kannski hafa verka­lýðs­hreyf­ingin og atvinnu­rek­endur rétt fyrir sér, þegar þau segja að kjara­ráð horfi of þröngt á hlut­ina.

Til ein­föld­unar er hægt að taka dæmi: 

Fólkið á gólf­inu er með 500 þús­und í laun og hækkar svo um 10 pró­sent í kjara­samn­ing­um. Það fær því 550 þús­und með hækk­un­inni, hækkar um 50 þús­und krón­ur.

Stjórn­andi hjá rík­inu er með 1,5 millj­ónir í laun, og hækkar um 10 pró­sent eftir ákvörðun kjara­ráðs. Heild­ar­launin hækka um 150 þús­und krón­ur, eða þrefalt meira en hjá fólk­inu á gólf­inu.

Þarna vaknar spurn­ing­in: Er ákvörðun kjara­ráðs, um að hækka launin hjá stjórn­and­anum um 10 pró­sent, í takt við „al­menna launa­þró­un“?

Ef svo er, þá mun heild­ar­launa­munur á milli fólks­ins á gólf­inu og síðan elít­unnar hjá rík­inu alltaf breikka, og það mikið og hratt. Ekki er víst að það sé sú almenna launa­þróun sem að er stefnt.

Í þessu til­viki, gæti það verið í takt við almenna launa­þró­un, að hækka laun stjórn­and­ans um fjögur pró­sent, og samt yrði krónu­tölu­hækk­unin hærri en hjá fólk­inu á gólf­inu, og heild­ar­hækk­unin fyrir launa­greið­and­ann mun hærri, sé horft á málin út frá þeim hags­mun­um, vegna áhrifa á launa­tengd gjöld.

Rýni­vinna og krónu­tölu­hækk­anir

Ef að verk­efni kjara­ráðs myndi fær­ast í þessa rýni­vinnu krónu­tölu­hækk­ana, og hvað telst eðli­legt á hverjum tíma­punkti - fremur en að fylgja hlut­falls­lega sömu launa­þróun - þá er lík­legt að ákvarð­anir ráðs­ins myndu snú­ast um meiri smá­at­riði og tím­setn­ingar í launa­á­kvörð­un­um,  og hvað telj­ist eðli­legur munur milli fólks­ins á gólf­inu og síðan elít­unn­ar. 

Þannig myndi þetta flókna og við­kvæma hag­stjórn­ar­tæki, sem ákvörðun launa elít­unnar er, ekki verða eins hættu­legt og það er núna. Það er ekki víst að þetta snú­ist um grund­vall­ar­breyt­ingar á lögum um ráð­ið, heldur frekar hvernig unnið er eftir þeim.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari