Er félagsmönnum ekki treystandi fyrir eigin félagi?

Hjördís Kristjánsdóttir, sem situr í stjórn Eflingar, hvetur félagsmenn til að mæta á kjörstað í komandi stjórnarkjöri og sýna hug sinn.

Auglýsing

Er okkur félags­mönnum í Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi sjálfum ekki treystandi fyrir okkar eigin félagi? Er okkur ekki treystandi fyrir því að standa fyrir kosn­ingum um for­ystu okkar eins og hingað til? Þurfum við utan­að­kom­andi aðstoð til að hafa réttar skoð­anir og kjósa nú rétt í kom­andi for­manns- og stjórn­ar­kosn­ingum í Efl­ingu?   Því­líkt van­traust á félaga Efl­inga. Hingað til hafa verið  kosn­ingar í Efl­ingu og öðrum félögum án utan­að­kom­andi afskipta. Áróður for­ystu­manna nokk­urra ann­arra stétt­ar­fé­laga gengur út á það að stilla Efl­ingu upp sem vondu grýl­unni sem öllu ráði innan ASÍ. Það er auð­vitað alger­lega til­hæfu­laust. Þeir sem þekkja ASÍ  vita að sam­bandið er með for­ystu sem er valin á fjöl­mennu ASÍ þingi. Efl­ing-­stétt­ar­fé­lag ræður þar ekki fram­vindu nema í sam­ræmi við styrk sinn og stöðu.

Þeir for­ystu­menn sem hafa deilt mest á Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lag eru í stétt­ar­fé­lögum sem bera jafn mikla ábyrgð á síð­ustu kjara­samn­ingum og Efl­ing-­stétt­ar­fé­lag. Ég veit ekki betur en  að félags­menn í VR og Verka­lýðs­fé­lagi  Akra­ness hafi sam­þykkt sömu kjara­samn­inga og Efl­ing og nið­ur­staðan hafi verið ákveðin af almennum félags­mönnum í atkvæða­greiðslu um samn­ing­ana eins og í Fló­anum og Efl­ingu.

Mér finnst það líka mjög sér­kenni­legt og lúa­legt af for­mönnum ann­arra stétt­ar­fé­laga að beita sér gegn rétt­kjör­inni stjórn Efl­ingar þegar mark­mið þeirra er aug­ljós­lega að hafa áhrif á nið­ur­stöður í kosn­ingum í Efl­ingu til að bæta sína eigin stöðu innan Alþýðu­sam­bands­ins. Þetta er óaf­sak­an­leg fram­koma að mínu mati. Hvar erum við komin þegar for­ystu­menn þurfa að vega hver annan með þessum hætti en treysta sér ekki til að standa og falla á eigin for­sendum sinna eigin stétt­ar­fé­laga?

Auglýsing

Nið­ur­staða mín er sú að við félags­menn í Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi eigum að standa fast á sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti félags­ins til að ákveða sína eigin for­ystu og sína fram­tíð. Það er heldur ekki í lagi að stjórn­mála­flokkur skuli vera með afskipti af kosn­ingum innan stétt­ar­fé­lag­anna. Þessi afskipti stjórn­mála­afla eru ekki í lagi og verða aldrei í lagi. Ef við líðum stjórn­mála­öflum þetta, þá geta aðrir stjórn­mála­flokkar komið á þrösk­uld­inn og þá er verka­lýðs­bar­áttan fyrir bí - verka­lýðs­flokkar og stjórn­mála­flokkar eiga ekki sam­leið og það hefur verið sátt um þetta innan stjórn­mála­flokka og verka­lýðs­hreyf­ingar ára­tugum sam­an.

Ég tel að með svona vinnu­brögðum muni ekk­ert ávinn­ast nema illindi milli félaga og for­ystu­manna. Ég tel að hver  maður eigi að standa og falla með sjálfum sér og sínum félögum sama hvaðan hann kemur eða hverra manna hann er. Hvað er ömur­legra fyrir stétt­ar­fé­lag en for­ystu­menn sem eru verk­færi í höndum stjórn­mála­flokks sem vill ná völdum innan stétt­ar­fé­lags.

Það eru líka því miður allt of mikil ósann­indi í gangi um Efl­ingu, stjórn félags­ins og starfs­menn. Því er haldið fram að Efl­ing standi ekki með erlendum verka­mönn­um. Það er fásinna að halda þessu fram. Stór hluti félags­ins er af erlendu bergi brot­inn og þessir félags­menn eru dug­legir að sækja sín rétt­indi til félags­ins hvort sem er í styrkjum eða öðru og félagið vinnur jafn mikið í launa­kröfum fyrir þá og aðra félags­menn. Það kom fram í gagn­rýni á félagið að í stjórn Efl­ingar sæti bara verka­fólk. En hvar er gras­rótin ef það er ekki einmitt verka­fólkið sem  á að vera full­trúar í stjórn­inni. Að verka­menn eigi að vera  rót­tækir sós­í­alistar er  bara gömul klisja sem mjög fátt fólk innan Efl­ingar styð­ur, full­yrði ég.

Í verka­lýðs­fé­lög­unum erum við með mis­mikla menntun að baki og vinnum mörg ólík störf. Við eigum að standa stolt og gæta okkar rétt­inda í hvaða félagi sem við erum og aldrei að líða full­yrð­ingar um að okkur sé ekki treystandi fyrir eigin félagi.  

Mætum á kjör­stað og sýnum hug okkar í verki að okkur sé treystandi fyrir okkar eigin félagi og að við viljum ekki póli­tísk afskipti af okkar málum í Efl­ingu.

Þess vegna kjósum við A-list­ann í kosn­ingum fram und­an!

Höf­undur er trún­að­ar­maður hjá Öss­uri og situr í stjórn Efl­ing­ar-­stétt­ar­fé­lags.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar