Auglýsing

Stjórn­mál end­ur­spegla sam­fé­lagið að mörgu leyti. Flokkar sem sækj­ast eftir áhrifum bjóða upp á mis­mun­andi hug­myndir og leiðir til að ná mis­mun­andi mark­mið­um. Fylgni við þau mark­mið, og þá sam­fé­lags­þróun sem þau leiða af sér, sýna í hvaða átt kjós­endur vilja toga til­veru sína.

Ára­tugum saman voru íslensk stjórn­mál þannig að hér ríkti 4+1 kerfi. Fjórir stjórn­mála­flokkar sem röð­uðu sér snyrti­lega frá vinstri til hægri á hefð­bundnum kvarða voru uppi­staðan í kerf­inu og fengu oft­ast nær um 90 pró­sent allra greiddra atkvæða. Nokkuð eins­leitir karlar voru alls­ráð­andi í fylk­ing­ar­broddi þeirra allra.

Svo var alltaf einn flokkur til sem end­ur­spegl­aði tíð­ar­and­ann. Þeir urðu allir skamm­líf­ir. Nægir þar að nefna Banda­lag jafn­að­ar­manna, Kvenna­list­ann, Borg­ara­flokk­inn og Þjóð­vaka og Frjáls­lynda flokk­inn í því sam­bandi.

Auglýsing

Tveir flokkar stjórn­uðu síðan vana­lega öllu, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur til að mynda verið í rík­is­stjórn í þrjú af hverjum fjórum árum sem liðið hafa frá því að hann var stofn­að­ur. Og Fram­sókn í tvö af hverjum þrem­ur.

Það er ekki langt síðan að þessi staða var nokk­urs konar lög­mál. Flokk­arnir tveir fengu tæp­lega 60 pró­sent atkvæða í þing­kosn­ingum 1999 og tæp­lega helm­ing árið 2007.

Breytt lands­lag

Í kosn­ingum allra síð­ustu ára hefur póli­tíska lands­lagið gjör­breyst. Eftir opin­ber­anir Panama­skjal­anna var kosið til Alþingis í októ­ber 2016. Þáver­andi rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks kol­féll og fylgi fjór­flokks­ins fór niður í 62 pró­sent. Alls fengu flokkar sem voru stofn­aðir eftir árið 2012 um 38 pró­sent atkvæða. Þrír þeirra náðu mönnum inn á þing og fengu sam­tals þriðj­ung þing­manna.

Eftir þessar sögu­legu kosn­ingar voru sjö flokkar á Alþingi, konur höfðu þar aldrei verið fleiri og þing­mannaflóran end­ur­spegl­aði fjöl­breyti­leika íslensku þjóð­ar­innar betur en nokkru sinni áður.

Þrír yngstu flokk­arn­ir,­Björt fram­tíð, Við­reisn og Pírat­ar, áttu það sam­eig­in­legt að leggja mikla áherslu á frjáls­lyndi. Þeir vildu, að minnsta kosti í orði, breyt­ingar sem byggðu á jákvæðni, meira gagn­sæi og meira vald til fólks­ins. Þeir voru allir alþjóð­lega- og lýð­ræð­is­lega sinn­að­ir. Vildu minni spill­ingu og minni frænd­hygli. Opn­ara sam­fé­lag.

Það reynd­ist flókið að mynda rík­is­stjórn á hefð­bund­inn máta. Eftir fjöl­margar til­raunir end­uðu tveir nýju flokk­anna, Við­reisn og Björt fram­tíð, í mjög tæpri og óvin­sælli rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Rík­is­stjórn sem sprakk eftir átta mán­uði. Og kosið var að nýju í októ­ber 2017. Í aðdrag­anda þeirra var við­höfð póli­tísk orð­ræða um að það þyrfti að koma á stjórn­festu, helst tveggja flokka sterkri stjórn sem gerði litlar mála­miðlar og að það væri eitt­hvað „sem kjós­endur þyrftu að huga að“.

Kjós­endur hlýddu ekki

Nið­ur­staðan varð að átta flokkar voru kosnir á þing og algjör­lega ómögu­legt var að mynda stjórn með færri en þremur flokk­um. Sitj­andi rík­is­stjórn beið afhroð og tap­aði tólf þing­mönn­um. Björt fram­tíð þurrk­að­ist út, Við­reisn rétt hékk inni og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk sína næst verstu nið­ur­stöðu í sög­unni. Innan árs sveifl­að­ist pendúll­inn frá frjáls­lyndi og opnun í átt að þjóð­ern­is­kennd og auk­inni ein­angr­un­ar­hyggju sem boðuð var af nýjum popúl­ískum flokk­um. Slíkir fengu ell­efu þing­menn kjörna.

Sig­ur­veg­arar kosn­ing­anna voru mið­aldra karl­ar. Fjöldi kvenna á þingi fór úr 30 í 24. Nið­ur­stöð­urnar voru allt aðrar en árið áður.

Samt var mynduð rík­is­stjórn þriggja flokka sem til­heyrðu gamla fjór­flokkn­um. Nokk­urs konar kyrr­stöðu­stjórn í kringum per­sónu­vin­sældir Katrínar Jak­obs­dóttur um að breyta kerfum eins lítið og kostur er á sama tíma og sam­fé­lagið á Íslandi er að ganga í gegnum meiri breyt­ingar en nokkru sinni áður.

Sveiflan til baka í höf­uð­borg­inni

Í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum um síð­ustu helgi voru 16 flokkar í fram­boði og átta náðu kjöri. Þar sem Sam­fylk­ingin og Píratar úti­loka sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk er ómögu­legt að mynda meiri­hluta sem inni­heldur færri en fjóra flokka. Sós­í­alista­flokkur Íslands, flokkur sem stillir sér upp sem málsvari fátæks fólks á Íslandi, hlaut glæsi­lega kosn­ingu og fékk fleiri atkvæði en Mið­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokk­ur, Flokkur fólks­ins og flokkur sitj­andi for­sæt­is­ráð­herra, Vinstri græn.

Konur eru nú mik­ill meiri­hluti borg­ar­full­trúa, alls 15 af 23. Af þeim átta flokkum sem náðu inn eru odd­vitar sex þeirra kon­ur. Ein­ungis stóru flokk­arnir tveir sem ráku kosn­inga­bar­áttu sem sner­ist um hvor þeirra ætti að fá borg­ar­stjóra­stól­inn, Sjálf­stæð­is­flokkur og Sam­fylk­ing, er stýrt af körl­um. Tveir inn­flytj­endur eru kjörnir full­trúar í Reykja­vík. Einn full­trúi er af blönd­uðum upp­runa. Sjón­ar­miðin sem eru end­ur­spegluð hafa aldrei verið fleiri.

Frjáls­lyndir flokkar og vinstri flokkar fengu rúm­lega 53 pró­sent atkvæða. Íhalds­mengið fékk 44 pró­sent. Þrjú kyn­þátta­hyggju­fram­boð fengu sam­tals 505 atkvæði.

Á lands­byggð­inni var nið­ur­staðan síðan allt önn­ur. Þar vann hinn þjóð­ern­is­sinn­aði Mið­flokkur stærsta kosn­inga­sig­ur­inn.

Breyta þarf stjórn­ar­háttum

Það er gjör­breytt póli­tískt lands­lag á Íslandi vegna þess að íslenskt sam­fé­lag er að ganga í gegnum mesta breyt­ing­ar­skeið sem það hefur nokkru sinni gengið í gegn­um. Við erum að vaxa upp úr því að vera þjóð sem sættir sig við eins­leita og keim­líka stjórn­endur sem reka stjórn­kerfi okkar úr rassvas­anum og taka ákvarð­anir yfir viskíglasi og vindl­um. Fylgið getur sveifl­ast á milli mjög ólíkra póla eftir því hvort þjóðin upp­lifir sig jákvæða eða hrædda.

Skila­boðin sem send hafa verið í und­an­förnum kosn­ingum eru ekki sú að að þjóð­ina lengi eftir hinum svo­kall­aða stöð­ug­leika for­tíð­ar, þar sem „sterkir“ leið­togar tóku allar ákvarð­an­ir.

Skila­boðin eru þau að stjórn­ar­hætt­irnir end­ur­spegli nið­ur­stöður kosn­inga bet­ur. Að ólík sjón­ar­mið komi saman og fundnar verði leiðir til þess að vinna með þau. Ef stjórn­mála­menn finna ekki leiðir til að vinna með þessa stöðu mun fylgið leita enn frekar á popúlista sem ná að nýta sér gremju kjós­enda.

Það ætti allt gott fólk að vilja forð­ast.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari