Auglýsing

Stjórn­mál end­ur­spegla sam­fé­lagið að mörgu leyti. Flokkar sem sækj­ast eftir áhrifum bjóða upp á mis­mun­andi hug­myndir og leiðir til að ná mis­mun­andi mark­mið­um. Fylgni við þau mark­mið, og þá sam­fé­lags­þróun sem þau leiða af sér, sýna í hvaða átt kjós­endur vilja toga til­veru sína.

Ára­tugum saman voru íslensk stjórn­mál þannig að hér ríkti 4+1 kerfi. Fjórir stjórn­mála­flokkar sem röð­uðu sér snyrti­lega frá vinstri til hægri á hefð­bundnum kvarða voru uppi­staðan í kerf­inu og fengu oft­ast nær um 90 pró­sent allra greiddra atkvæða. Nokkuð eins­leitir karlar voru alls­ráð­andi í fylk­ing­ar­broddi þeirra allra.

Svo var alltaf einn flokkur til sem end­ur­spegl­aði tíð­ar­and­ann. Þeir urðu allir skamm­líf­ir. Nægir þar að nefna Banda­lag jafn­að­ar­manna, Kvenna­list­ann, Borg­ara­flokk­inn og Þjóð­vaka og Frjáls­lynda flokk­inn í því sam­bandi.

Auglýsing

Tveir flokkar stjórn­uðu síðan vana­lega öllu, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur til að mynda verið í rík­is­stjórn í þrjú af hverjum fjórum árum sem liðið hafa frá því að hann var stofn­að­ur. Og Fram­sókn í tvö af hverjum þrem­ur.

Það er ekki langt síðan að þessi staða var nokk­urs konar lög­mál. Flokk­arnir tveir fengu tæp­lega 60 pró­sent atkvæða í þing­kosn­ingum 1999 og tæp­lega helm­ing árið 2007.

Breytt lands­lag

Í kosn­ingum allra síð­ustu ára hefur póli­tíska lands­lagið gjör­breyst. Eftir opin­ber­anir Panama­skjal­anna var kosið til Alþingis í októ­ber 2016. Þáver­andi rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks kol­féll og fylgi fjór­flokks­ins fór niður í 62 pró­sent. Alls fengu flokkar sem voru stofn­aðir eftir árið 2012 um 38 pró­sent atkvæða. Þrír þeirra náðu mönnum inn á þing og fengu sam­tals þriðj­ung þing­manna.

Eftir þessar sögu­legu kosn­ingar voru sjö flokkar á Alþingi, konur höfðu þar aldrei verið fleiri og þing­mannaflóran end­ur­spegl­aði fjöl­breyti­leika íslensku þjóð­ar­innar betur en nokkru sinni áður.

Þrír yngstu flokk­arn­ir,­Björt fram­tíð, Við­reisn og Pírat­ar, áttu það sam­eig­in­legt að leggja mikla áherslu á frjáls­lyndi. Þeir vildu, að minnsta kosti í orði, breyt­ingar sem byggðu á jákvæðni, meira gagn­sæi og meira vald til fólks­ins. Þeir voru allir alþjóð­lega- og lýð­ræð­is­lega sinn­að­ir. Vildu minni spill­ingu og minni frænd­hygli. Opn­ara sam­fé­lag.

Það reynd­ist flókið að mynda rík­is­stjórn á hefð­bund­inn máta. Eftir fjöl­margar til­raunir end­uðu tveir nýju flokk­anna, Við­reisn og Björt fram­tíð, í mjög tæpri og óvin­sælli rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Rík­is­stjórn sem sprakk eftir átta mán­uði. Og kosið var að nýju í októ­ber 2017. Í aðdrag­anda þeirra var við­höfð póli­tísk orð­ræða um að það þyrfti að koma á stjórn­festu, helst tveggja flokka sterkri stjórn sem gerði litlar mála­miðlar og að það væri eitt­hvað „sem kjós­endur þyrftu að huga að“.

Kjós­endur hlýddu ekki

Nið­ur­staðan varð að átta flokkar voru kosnir á þing og algjör­lega ómögu­legt var að mynda stjórn með færri en þremur flokk­um. Sitj­andi rík­is­stjórn beið afhroð og tap­aði tólf þing­mönn­um. Björt fram­tíð þurrk­að­ist út, Við­reisn rétt hékk inni og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk sína næst verstu nið­ur­stöðu í sög­unni. Innan árs sveifl­að­ist pendúll­inn frá frjáls­lyndi og opnun í átt að þjóð­ern­is­kennd og auk­inni ein­angr­un­ar­hyggju sem boðuð var af nýjum popúl­ískum flokk­um. Slíkir fengu ell­efu þing­menn kjörna.

Sig­ur­veg­arar kosn­ing­anna voru mið­aldra karl­ar. Fjöldi kvenna á þingi fór úr 30 í 24. Nið­ur­stöð­urnar voru allt aðrar en árið áður.

Samt var mynduð rík­is­stjórn þriggja flokka sem til­heyrðu gamla fjór­flokkn­um. Nokk­urs konar kyrr­stöðu­stjórn í kringum per­sónu­vin­sældir Katrínar Jak­obs­dóttur um að breyta kerfum eins lítið og kostur er á sama tíma og sam­fé­lagið á Íslandi er að ganga í gegnum meiri breyt­ingar en nokkru sinni áður.

Sveiflan til baka í höf­uð­borg­inni

Í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum um síð­ustu helgi voru 16 flokkar í fram­boði og átta náðu kjöri. Þar sem Sam­fylk­ingin og Píratar úti­loka sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk er ómögu­legt að mynda meiri­hluta sem inni­heldur færri en fjóra flokka. Sós­í­alista­flokkur Íslands, flokkur sem stillir sér upp sem málsvari fátæks fólks á Íslandi, hlaut glæsi­lega kosn­ingu og fékk fleiri atkvæði en Mið­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokk­ur, Flokkur fólks­ins og flokkur sitj­andi for­sæt­is­ráð­herra, Vinstri græn.

Konur eru nú mik­ill meiri­hluti borg­ar­full­trúa, alls 15 af 23. Af þeim átta flokkum sem náðu inn eru odd­vitar sex þeirra kon­ur. Ein­ungis stóru flokk­arnir tveir sem ráku kosn­inga­bar­áttu sem sner­ist um hvor þeirra ætti að fá borg­ar­stjóra­stól­inn, Sjálf­stæð­is­flokkur og Sam­fylk­ing, er stýrt af körl­um. Tveir inn­flytj­endur eru kjörnir full­trúar í Reykja­vík. Einn full­trúi er af blönd­uðum upp­runa. Sjón­ar­miðin sem eru end­ur­spegluð hafa aldrei verið fleiri.

Frjáls­lyndir flokkar og vinstri flokkar fengu rúm­lega 53 pró­sent atkvæða. Íhalds­mengið fékk 44 pró­sent. Þrjú kyn­þátta­hyggju­fram­boð fengu sam­tals 505 atkvæði.

Á lands­byggð­inni var nið­ur­staðan síðan allt önn­ur. Þar vann hinn þjóð­ern­is­sinn­aði Mið­flokkur stærsta kosn­inga­sig­ur­inn.

Breyta þarf stjórn­ar­háttum

Það er gjör­breytt póli­tískt lands­lag á Íslandi vegna þess að íslenskt sam­fé­lag er að ganga í gegnum mesta breyt­ing­ar­skeið sem það hefur nokkru sinni gengið í gegn­um. Við erum að vaxa upp úr því að vera þjóð sem sættir sig við eins­leita og keim­líka stjórn­endur sem reka stjórn­kerfi okkar úr rassvas­anum og taka ákvarð­anir yfir viskíglasi og vindl­um. Fylgið getur sveifl­ast á milli mjög ólíkra póla eftir því hvort þjóðin upp­lifir sig jákvæða eða hrædda.

Skila­boðin sem send hafa verið í und­an­förnum kosn­ingum eru ekki sú að að þjóð­ina lengi eftir hinum svo­kall­aða stöð­ug­leika for­tíð­ar, þar sem „sterkir“ leið­togar tóku allar ákvarð­an­ir.

Skila­boðin eru þau að stjórn­ar­hætt­irnir end­ur­spegli nið­ur­stöður kosn­inga bet­ur. Að ólík sjón­ar­mið komi saman og fundnar verði leiðir til þess að vinna með þau. Ef stjórn­mála­menn finna ekki leiðir til að vinna með þessa stöðu mun fylgið leita enn frekar á popúlista sem ná að nýta sér gremju kjós­enda.

Það ætti allt gott fólk að vilja forð­ast.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari