Peningaglýja hagfræðings

Dr. Ásgeir Daníelsson svarar annarri grein dr. Ólafs Margeirssonar.

Auglýsing

Í grein sem Ólafur Mar­geirs­son birti á Kjarn­anum 17. nóv­em­ber sl. segir hann að láns­fé „stórjókst“ á 8. ára­tug síð­ustu ald­ar, enda hafi þá verið hér „ofgnótt láns­fjár“, sem sýni að full­yrð­ing und­ir­rit­aðs í grein sem birt­ist á Kjarn­anum 31. októ­ber um að lánsfé hafi minnkað stór­lega á þessum tíma sé kol­röng. 

Það er rétt hjá Ólafi að nafn­virði útlána inn­láns­stofn­ana jókst mikið á þessum árum, enda verð­bólgan mik­il, einkum eftir 1973. Þetta með „ofgnótt láns­fjár“ á þessum árum er hins vegar ekki alveg í sam­ræmi við löngu biðrað­irnar eftir við­tölum við banka­stjóra eða þá stað­reynd að raun­virði útlán­anna minnk­aði og virði þeirra sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu sömu leiðis eins og sést á með­fylgj­andi mynd.m.kr., verðl.

Ég var auð­vitað að ræða þá miklu lækkun útlán­anna eftir 1973 sem myndin sýn­ir.

Þegar horft er á hag­tölur á tímum mik­illar verð­bólgu er mik­il­vægt að gera sér grein fyrir áhrifum verð­bólg­unn­ar. Þróun stærð­anna á föstu verð­lagi segir mun meira um efna­hags­fram­vind­una en þróun nafn­verðs­ins sem segir oft ekk­ert annað en að það var mikil verð­bólga. Tökum sem dæmi þróun launa í fjár­málakrepp­unni. Ég held að laun hafi lækkað um 11,0% á árunum 2008 og 2009. Ætli Ólafur finni það ekki út að þetta sé líka alrangt því sam­kvæmt launa­vísi­tölu Hag­stof­unnar hækk­uðu nafn­laun um 12,4% á þessum árum. Ég held að 11,0% lækkun raun­laun­anna, sem fæst með því að stað­virða launa­vísi­töl­una með vísi­tölu neyslu­verðs, segi mun meira um þróun launa á þessum tíma en hækkun nafn­laun­anna.

Pen­ingag­lýja

Key­nes taldi að fólk væri oft haldið því sem hann kall­aði pen­ingag­lýju (e. money ill­usion) sem merkir að fólk áttar sig ekki á að nafn­breyt­ingar stærða, t.d. launa, eru ekki það sama og raun­breyt­ing­ar. Hann taldi að ef nafn­laun hækka um 3% sé fólk ánægð­ara þótt verð­lag hækki líka um 3% en ef launin eru óbreytt og verð­lag líka. Hann taldi að fólki væri sér­stak­lega illa við lækkun nafn­launa jafn­vel þótt ein­hverjir hag­fræð­ingar reyndu, kannski með réttu, að telja því trú um að raun­launin myndu standa í stað vegna lækk­unar verð­lags. 

Auglýsing
Peningaglýjan og treg­breyt­an­leiki verðs og einkum launa var það sem Key­nes not­aði til að útskýra hvers vegna breyt­ing í fram­boði pen­inga hefði ekki ein­ungis áhrif á verð­lag heldur líka á raun­stærð­ir, en á þessum tíma héldu „klass­ísku“ (e. „classics“) hag­fræð­ing­arnir því fram að pen­inga­stjórnun hefði ein­ungis áhrif á verð­lag. Ég hef ekki hug­mynd um af hverju Ólafur vill endi­lega að ég sé sömu skoð­unar og „klass­ísku“ hag­fræð­ing­arnir sem Key­nes reifst við fyrir tæpri öld.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Kristján Guy Burgess
Opið samfélag er besta bóluefnið
Kjarninn 1. desember 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar