Peningaglýja hagfræðings

Dr. Ásgeir Daníelsson svarar annarri grein dr. Ólafs Margeirssonar.

Auglýsing

Í grein sem Ólafur Mar­geirs­son birti á Kjarn­anum 17. nóv­em­ber sl. segir hann að láns­fé „stórjókst“ á 8. ára­tug síð­ustu ald­ar, enda hafi þá verið hér „ofgnótt láns­fjár“, sem sýni að full­yrð­ing und­ir­rit­aðs í grein sem birt­ist á Kjarn­anum 31. októ­ber um að lánsfé hafi minnkað stór­lega á þessum tíma sé kol­röng. 

Það er rétt hjá Ólafi að nafn­virði útlána inn­láns­stofn­ana jókst mikið á þessum árum, enda verð­bólgan mik­il, einkum eftir 1973. Þetta með „ofgnótt láns­fjár“ á þessum árum er hins vegar ekki alveg í sam­ræmi við löngu biðrað­irnar eftir við­tölum við banka­stjóra eða þá stað­reynd að raun­virði útlán­anna minnk­aði og virði þeirra sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu sömu leiðis eins og sést á með­fylgj­andi mynd.m.kr., verðl.

Ég var auð­vitað að ræða þá miklu lækkun útlán­anna eftir 1973 sem myndin sýn­ir.

Þegar horft er á hag­tölur á tímum mik­illar verð­bólgu er mik­il­vægt að gera sér grein fyrir áhrifum verð­bólg­unn­ar. Þróun stærð­anna á föstu verð­lagi segir mun meira um efna­hags­fram­vind­una en þróun nafn­verðs­ins sem segir oft ekk­ert annað en að það var mikil verð­bólga. Tökum sem dæmi þróun launa í fjár­málakrepp­unni. Ég held að laun hafi lækkað um 11,0% á árunum 2008 og 2009. Ætli Ólafur finni það ekki út að þetta sé líka alrangt því sam­kvæmt launa­vísi­tölu Hag­stof­unnar hækk­uðu nafn­laun um 12,4% á þessum árum. Ég held að 11,0% lækkun raun­laun­anna, sem fæst með því að stað­virða launa­vísi­töl­una með vísi­tölu neyslu­verðs, segi mun meira um þróun launa á þessum tíma en hækkun nafn­laun­anna.

Pen­ingag­lýja

Key­nes taldi að fólk væri oft haldið því sem hann kall­aði pen­ingag­lýju (e. money ill­usion) sem merkir að fólk áttar sig ekki á að nafn­breyt­ingar stærða, t.d. launa, eru ekki það sama og raun­breyt­ing­ar. Hann taldi að ef nafn­laun hækka um 3% sé fólk ánægð­ara þótt verð­lag hækki líka um 3% en ef launin eru óbreytt og verð­lag líka. Hann taldi að fólki væri sér­stak­lega illa við lækkun nafn­launa jafn­vel þótt ein­hverjir hag­fræð­ingar reyndu, kannski með réttu, að telja því trú um að raun­launin myndu standa í stað vegna lækk­unar verð­lags. 

Auglýsing
Peningaglýjan og treg­breyt­an­leiki verðs og einkum launa var það sem Key­nes not­aði til að útskýra hvers vegna breyt­ing í fram­boði pen­inga hefði ekki ein­ungis áhrif á verð­lag heldur líka á raun­stærð­ir, en á þessum tíma héldu „klass­ísku“ (e. „classics“) hag­fræð­ing­arnir því fram að pen­inga­stjórnun hefði ein­ungis áhrif á verð­lag. Ég hef ekki hug­mynd um af hverju Ólafur vill endi­lega að ég sé sömu skoð­unar og „klass­ísku“ hag­fræð­ing­arnir sem Key­nes reifst við fyrir tæpri öld.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar