Peningaglýja hagfræðings

Dr. Ásgeir Daníelsson svarar annarri grein dr. Ólafs Margeirssonar.

Auglýsing

Í grein sem Ólafur Mar­geirs­son birti á Kjarn­anum 17. nóv­em­ber sl. segir hann að láns­fé „stórjókst“ á 8. ára­tug síð­ustu ald­ar, enda hafi þá verið hér „ofgnótt láns­fjár“, sem sýni að full­yrð­ing und­ir­rit­aðs í grein sem birt­ist á Kjarn­anum 31. októ­ber um að lánsfé hafi minnkað stór­lega á þessum tíma sé kol­röng. 

Það er rétt hjá Ólafi að nafn­virði útlána inn­láns­stofn­ana jókst mikið á þessum árum, enda verð­bólgan mik­il, einkum eftir 1973. Þetta með „ofgnótt láns­fjár“ á þessum árum er hins vegar ekki alveg í sam­ræmi við löngu biðrað­irnar eftir við­tölum við banka­stjóra eða þá stað­reynd að raun­virði útlán­anna minnk­aði og virði þeirra sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu sömu leiðis eins og sést á með­fylgj­andi mynd.m.kr., verðl.

Ég var auð­vitað að ræða þá miklu lækkun útlán­anna eftir 1973 sem myndin sýn­ir.

Þegar horft er á hag­tölur á tímum mik­illar verð­bólgu er mik­il­vægt að gera sér grein fyrir áhrifum verð­bólg­unn­ar. Þróun stærð­anna á föstu verð­lagi segir mun meira um efna­hags­fram­vind­una en þróun nafn­verðs­ins sem segir oft ekk­ert annað en að það var mikil verð­bólga. Tökum sem dæmi þróun launa í fjár­málakrepp­unni. Ég held að laun hafi lækkað um 11,0% á árunum 2008 og 2009. Ætli Ólafur finni það ekki út að þetta sé líka alrangt því sam­kvæmt launa­vísi­tölu Hag­stof­unnar hækk­uðu nafn­laun um 12,4% á þessum árum. Ég held að 11,0% lækkun raun­laun­anna, sem fæst með því að stað­virða launa­vísi­töl­una með vísi­tölu neyslu­verðs, segi mun meira um þróun launa á þessum tíma en hækkun nafn­laun­anna.

Pen­ingag­lýja

Key­nes taldi að fólk væri oft haldið því sem hann kall­aði pen­ingag­lýju (e. money ill­usion) sem merkir að fólk áttar sig ekki á að nafn­breyt­ingar stærða, t.d. launa, eru ekki það sama og raun­breyt­ing­ar. Hann taldi að ef nafn­laun hækka um 3% sé fólk ánægð­ara þótt verð­lag hækki líka um 3% en ef launin eru óbreytt og verð­lag líka. Hann taldi að fólki væri sér­stak­lega illa við lækkun nafn­launa jafn­vel þótt ein­hverjir hag­fræð­ingar reyndu, kannski með réttu, að telja því trú um að raun­launin myndu standa í stað vegna lækk­unar verð­lags. 

Auglýsing
Peningaglýjan og treg­breyt­an­leiki verðs og einkum launa var það sem Key­nes not­aði til að útskýra hvers vegna breyt­ing í fram­boði pen­inga hefði ekki ein­ungis áhrif á verð­lag heldur líka á raun­stærð­ir, en á þessum tíma héldu „klass­ísku“ (e. „classics“) hag­fræð­ing­arnir því fram að pen­inga­stjórnun hefði ein­ungis áhrif á verð­lag. Ég hef ekki hug­mynd um af hverju Ólafur vill endi­lega að ég sé sömu skoð­unar og „klass­ísku“ hag­fræð­ing­arnir sem Key­nes reifst við fyrir tæpri öld.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Helgi Hrafn Gunnarsson
Sönnunarbyrði yfirvalda
Kjarninn 4. apríl 2020
Hægt að banna arðgreiðslur banka og koma í veg fyrir endurkaup á hlutabréfum
Seðlabankinn ætlast til þess að viðskiptabankar nýti ekki það 350 milljarða króna svigrúm sem þeim hefur verið veitt með því að afnema eiginfjárauka til að greiða út arð. Fjármálaeftirlit hans getur bannað arðgreiðslur við ákveðnar aðstæður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Neftóbakssala ÁTVR hefur dregist saman um 66 þúsund dósir það sem af er ári
Heildsala ÁTVR á íslensku neftóbaki dróst saman um 32 prósent, eða 3,3 tonn, á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við söluna á sama tímabili í fyrra. Innfluttir tóbakslausir níkótínpúðar virðast vera að sópa til sín markaðshlutdeild.
Kjarninn 3. apríl 2020
Hjúkrunarfræðingar fá áfram greiðslur sem þeir áttu að missa um síðustu mánaðarmót
Vaktaálagsaukinn sem leggst ofan á laun hjúkrunarfræðinga, en var aflagður um nýliðin mánaðarmót með þeim afleiðingum að laun þeirra lækkuðu umtalsvert, hefur verið framlengdur.
Kjarninn 3. apríl 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar