Gagnslaust verkefni?

„Dr. Ásgeir Daníelsson hefur sitthvað um skoðanir mínar á hagfræðilegri aðferðafræði að athuga og skorar á mig að skoða gögn. Ég geri það, skipti ekki um skoðun en hvet hann til þess.“ Þetta segir Dr. Ólafur Margeirsson.

Auglýsing

Ef það er eitt­hvað sem er mik­il­vægt þegar kemur að sér­fræð­ingum þá er það þegar þeir tjá sig í ræðu og riti sem hinn almenni áhorf­andi og les­andi getur skil­ið. Þetta gildir um alla sér­fræð­inga: lækna, jarð­fræð­inga, veð­ur­fræð­inga, hag­fræð­inga, o.s.frv. Geta sér­fræð­inga til að tjá sig á þennan hátt sem og opin­ber umræða milli þeirra er sér­stak­lega mik­il­væg og veitir almenn­ingi tæki­færi til að skilja flókin mál­efni bet­ur. Þess vegna vil ég strax þakka Ásgeiri Dan­í­els­syni fyrir grein hans í Kjarn­anum ekki alls fyrir löngu og tek áskorun hans með ánægju – og vona að hann haldi þræð­inum á lofti.

Er verð­trygg­ing nauð­syn­leg til að tryggja fram­boð láns­fjár?

Eitt þeirra atriða sem Ásgeir full­yrðir er að verð­trygg­ing á 8. ára­tugnum hafi tryggt fram­boð láns­fjár. Hann stað­hæfir: „Það er auð­velt að afla gagna um gíf­ur­legan sam­drátt í fram­boð á lánsfé á [8. ára­tugn­um].“

Auglýsing

En gögnin segja einmitt þvert á móti að það var mikil aukn­ing á lánsfé á 8. ára­tugn­um, líkt og með­fylgj­andi mynd sýn­ir.

Þvert á stað­hæf­ingu Ásgeirs stórjókst fram­boð af lánsfé á 8. ára­tugn­um: árleg aukn­ing útlána inn­láns­stofn­ana nær þre­fald­að­ist milli 1971 (fyrri punkt­ur) og 1980 (seinni punkt­ur). Myndin sýnir árs­breyt­ingu útistand­andi lána inn­láns­stofn­ana. Gögn frá Hag­stofu Íslands, Seðla­banka Íslands.

Ástæðan fyrir ofgnótt láns­fjár á þessum tíma var ekki vegna þess að sparn­aður var til stað­ar. Allir post-Key­nes­ian hag­fræð­ingar vita að eng­inn þarf að leggja fé inn í banka til að banki geti búið til útlán: bankar eru ekki milli­göngu­að­ilar milli þeirra sem spara og þeirra sem taka lán heldur búa þeir inn­lánið til handa lán­tak­anum um leið og þeir veita honum lán­ið. Þess vegna þurfti enga verð­trygg­ingu til að tryggja fram­boð láns­fjár á 8. ára­tugn­um. Og gögn­in, sjá mynd, bein­línis sýna það: það var eng­inn „gíf­ur­legur sam­dráttur í fram­boði láns­fjár“ heldur þvert á móti var mikil aukn­ing.

Toppnum á útlána­gleði bank­anna var náð 1982, en 1983 var mesta verð­bólguár í skráðri hag­sögu Íslands: 84,3% árs­verð­bólga. Vit­an­lega var skortur á lánum til langs tíma með fasta vexti á þessum tíma en þegar vaxta­frelsi kom 1986 batn­aði það: þá loks gátu lán­veit­endur veitt lán með álagi ofan á vexti rík­is­verð­bréfa og –víxla án þess að vera hand­stýrt af Seðla­bank­an­um. Til­koma vaxta­frelsis var mikið fram­fara­spor á Íslandi og gerði verð­trygg­ingu, sem m.a. var ætlað að tryggja raun­á­vöxtun láns­fjár og fram­boð af lang­tíma­lán­um, til­gangs­lausa. Árið 1986 hefði átt að hætta að verð­tryggja lán til ein­stak­linga.

Hlut­leysi pen­inga

Hlut­leysi pen­inga í hag­fræði lýsir þeirri hug­mynd að pen­ingar og nafn­stærðir yfir höfuð hafi ekki áhrif á (lang­tíma) raun­þróun við­kom­andi hag­kerf­is. Hug­myndin er náfrænka pen­inga­magns­kenn­ing­ar­innar í hag­fræði. Í sinni ein­föld­ustu mynd er hug­myndin að sé pen­inga­magn í umferð tvö­faldað hafi það engin áhrif á lang­tíma­þróun raun­stærða á borð við raun­vexti, hag­vöxt, raun­vöxt einka­neyslu eða fjölda starf­andi innan hag­kerf­is­ins heldur tvö­fald­ist ein­fald­lega nafn­stærðir hag­kerf­is­ins, s.s. verð­lag og nafn­laun, vegna tvö­föld­unar pen­inga­magns. Pen­ingar sem slíkir skipta ekki máli – þeir eru hlut­lausir – því undir niðri snýst hag­kerfið um við­skipti sem byggj­ast á raun­stærð­um.

Key­nes, ólíkt því sem Ásgeir heldur fram, benti á að for­sendan um hlut­leysi pen­inga hefði mikið praktískt vægi en þar sem hún væri aðeins mögu­lega rétt til langs tíma ætti alls ekki að not­ast við hana. Með orðum sínum – „til langs tíma erum við öll dauð“ – var Key­nes, öfugt við það sem Ásgeir heldur fram, að benda á að for­sendan um hlut­leysi pen­inga hefði mikið praktískt vægi og blind­aði hag­fræð­ingum sýn á það sem skipti máli meðan við værum a.m.k. flest á lífi:

„[Ef við tvö­földum pen­inga­magn í umferð, tvö­fald­ast verð­lag]. Pen­inga­magns­kenn­ingin er oft sett svo fram, eða á svip­aðan máta. Nú, „til langs tíma“ er þetta lík­lega rétt... en til langs tíma er vill­andi leið­sögn fyrir mál­efni nútíð­ar. Til langs tíma erum við öll dauð. Hag­fræð­ingar taka sér gagns­laust verk­efni fyrir hendur ef á storma­sömum tímum geti þeir ein­göngu sagt okkur að þegar storm­inn lægir er sjór­inn flatur á ný“.

Með þessum orðum var Key­nes, strax árið 1923, að hamra á því að pen­inga­magns­kenn­ingin og hug­myndin um hlut­leysi ættu ekki að vera ofar­lega í huga fólks. Hann hélt sig við þessa skoðun sína og hamr­aði m.a. á henni í bréfi til Roos­evelt árið 1933.

Hug­myndin um hlut­leysi pen­inga skiptir máli í umræð­unni um verð­trygg­ingu. Eitt helsta hald­reipi þeirra sem styðja verð­trygg­ingu á lánum til ein­stak­linga er að hún lækki, að jafn­aði, raun­vexti slíkra lána m.v. óverð­tryggð lán.

Það atriði, þvert á stað­hæf­ingu Ásgeirs, er alls óvíst í fyrsta lagi: Lána­mál Rík­is­ins bentu á að yfir tíma­bilið 2003 – 2014 spar­aði rík­is­sjóður sér tugi millj­arða króna með því að gefa út óverð­tryggð rík­is­skulda­bréf í stað verð­tryggðra og sam­kvæmt gögnum Seðla­bank­ans um vaxta­kostnað almennra verð­tryggðra lána ann­ars vegar og óverð­tryggðra hins vegar er eng­inn munur milli lána­for­manna yfir tíma­bilið mars 2001 – ágúst 2017. „Að jafn­aði“ gildir kannski bara „til langs tíma“ – þegar við erum öll dauð.

En mik­il­væg­ara er að hug­myndin um hlut­leysi pen­inga blindar hag­fræð­ingum sýn. Kenn­ingin segir þeim að það sem skipti máli séu raun­stærðir hag­kerf­is­ins. Nafn­stærð­ir, á borð við greiðslu­flæði, skipta engu máli „til langs tíma“. Þess vegna horfir Ásgeir því miður fram­hjá þeim áhrifum sem hag­kerfið verður fyrir vegna mis­mun­andi eðlis greiðslu­flæða verð­tryggðra og óverð­tryggðra lána, jafn­vel þótt hann bendi rétti­lega á það sjálfur að greiðslu­flæði lán­anna haga sér á mis­mun­andi hátt: skamm­tíma­sveiflan í greiðslu­flæði óverð­tryggðra lána er meiri en verð­tryggðra.

Verð­trygg­ingin og fjár­mála­legur stöð­ug­leiki

Ásgeir telur það jákvætt fyrir fjár­mála­legan stöð­ug­leika að greiðslu­flæði verð­tryggðra lána sé stöðugra til skamms tíma í senn en af óverð­tryggð­um. Þess vegna, þvert á mína skoð­un, telur Ásgeir verð­tryggð lán til ein­stak­linga jákvætt fyr­ir­bæri fyrir fjár­mála­legan stöð­ug­leika.

Ég er á and­verðum meiði. Verð­tryggð lán ýta undir skuld­setn­ingu heim­ila því vegna lægra greiðslu­flæðis í upp­hafi láns­tím­ans en af óverð­tryggðum lánum freist­ast lán­takar til að taka verð­tryggð lán: þau ráða við hærri höf­uð­stól en í til­viki óverð­tryggðra lána og geta þannig keypt stærra hús­næði. Ásgeir notar svip­aða rök­semda­færslu fyrir ágæti verð­tryggðra lán og sú sem lá að baki „freistnilána“ (e. tea­ser loans) í Banda­ríkj­unum fyrir 2008. „Freistnilán“ voru með „til­boðsvexti“ í upp­hafi láns­tím­ans og eðli­lega var greiðslu­flæðið af þeim því lægra í upp­hafi láns­tím­ans en af öðrum lán­um. Þannig áttu lánin m.a. að veita fólki tæki­færi til að geta keypt hús­næði – og þegar tíma­bil til­boðs­vaxt­anna rann út og greiðslu­flæðið snar­hækk­aði var hug­myndin sú að þá átti að selja hús­næðið eða greiða gamla lánið upp og taka nýtt lán sem einnig átti að vera „freistnilán“.

Þannig virka verð­tryggð lán: aukin skuld­setn­ing heim­ila gengur upp svo lengi sem hús­næð­is­verðið hækkar hraðar en höf­uð­stóll láns­ins. En þegar hús­næð­is­verðið hættir að hækka þurrkast eigið féð út. Greiðslu­vilji hverfur og fjár­mála­legur óstöð­ug­leiki eykst. Þetta á sér ekki stað í til­viki óverð­tryggðra lána: þar getur hús­næð­is­verð staðið í stað en þar sem ekki um „freistnilán“ er að ræða hefur lán­tak­inn borgað allan vaxta­kostn­að­inn strax og byggt upp eigið fé í hús­næð­inu frá fyrstu afborg­un. Og greiðslu­flæði óverð­tryggðra lána breyt­ist ekki neitt þótt verð­bólga breyt­ist. Þannig getur verð­bólga hækkað en sé pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands þeirrar skoð­unar að um skamm­tíma­hækkun verð­bólgu sé að ræða sem engin áhrif hefur á verð­bólgu­vænt­ingar er stýri­vaxta­hækkun til­gangs­laus. Og sé engin stýri­vaxta­breyt­ing eða vænt­ingar um slíkt breyt­ist vaxta­kostn­aður óverð­tryggðra lána ekki neitt þótt verð­bólga breyt­ist.

Ofan á hvatann til auk­innar skuld­setn­ingar vegna verð­tryggðra lána leggj­ast svo áhrifin af hærra og breyti­legra vaxta­stigi til að auka hætt­una enn frekar á fjár­mála­legum óstöð­ug­leika vegna verð­trygg­ing­ar. Það er, sem betur fer, almennt við­ur­kennt í dag að verð­trygg­ing á lánum til ein­stak­linga hafi nei­kvæð áhrif á getu Seðla­banka Íslands til að hafa áhrif á eft­ir­spurn­ar­hlið hag­kerf­is­ins, einmitt vegna þess að verð­trygg­ingin ver lán­tak­ann fyrir stýri­vaxta­breyt­ingum Seðla­bank­ans. Pen­inga­stefnu­nefnd neyð­ist í kjöl­farið til að breyta stýri­vöxtum meira en ef lán væru almennt óverð­tryggð. Séu þannig vextir hækk­aðir til að berj­ast gegn verð­bólgu hækka vext­irnir meira en ef þeir gerðu ef lán væru almennt óverð­tryggð. Það veldur hærra vaxta­stigi og tæki­færi mynd­ast til vaxta­mun­ar­við­skipta með krón­una. Sveiflur í gengi krón­unnar aukast, inn­flutn­ings­verð­bólga verður erf­ið­ari að meta til langs tíma, sem aftur hefur neikvæð áhrif á verð­bólgu­vænt­ingar – sem aftur þýðir að Seðla­bank­inn verður að vera enn harð­ari í bar­átt­unni við verð­bólgu. Allt hefur þetta áhrif til þess að auka fjár­mála­legan óstöð­ug­leika m.v. ef öll lán til ein­stak­linga væru óverð­tryggð: vextir verða hærri og sveiflu­kennd­ari, gengi krón­unnar sveiflu­kennd­ara, verð­bólgu­vænt­ingar óstöðugri og verð­bólga sveiflu­kennd­ari.

Að taka að sér rétt verk­efni

Aðferða­fræði og for­sendur skipta máli: á þessum atriðum eru kenn­ingar sér­fræð­inga byggðar og í ljósi mis­mun­andi kenn­inga skilja sér­fræð­ingar heim­inn á mis­mun­andi máta. Ráð­legg­ingar þeirra til almenn­ings og stjórn­mála­manna verða í kjöl­farið mis­mun­andi.

Það er annarri aðferða­fræði og for­sendum en þeim sem beitt er innan nýklass­ískrar hag­fræði að þakka að ég hef aðra sýn á verð­trygg­ingu en margir hag­fræð­ing­ar. Það er post-Key­nes­ian aðferða­fræði að þakka að ég legg svo mikla áherslu á nafn­stærðir hag­kerf­is­ins, sér­stak­lega greiðslu­flæði – „því til langs tíma erum við öll dauð.“

Ég skora á Ásgeir að taka sér erf­ið­ara verk­efni fyrir hendur en það eitt að segja okkur „að þegar storm­inn lægir verður sjór­inn flatur á ný“. Til þess verður hann og aðrir nýklass­ískir hag­fræð­ingar að horfa á og taka til greina áhrif verð­trygg­ingar láns­fjár á nafn­stærðir í hag­kerf­inu, sér­stak­lega greiðslu­flæði: hag­kerfið er ekki keyrt á raun­stærð­um, sama hversu oft gert er ráð fyrir því.

Höf­undur er doktor í hag­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar