Gagnslaust verkefni?

„Dr. Ásgeir Daníelsson hefur sitthvað um skoðanir mínar á hagfræðilegri aðferðafræði að athuga og skorar á mig að skoða gögn. Ég geri það, skipti ekki um skoðun en hvet hann til þess.“ Þetta segir Dr. Ólafur Margeirsson.

Auglýsing

Ef það er eitt­hvað sem er mik­il­vægt þegar kemur að sér­fræð­ingum þá er það þegar þeir tjá sig í ræðu og riti sem hinn almenni áhorf­andi og les­andi getur skil­ið. Þetta gildir um alla sér­fræð­inga: lækna, jarð­fræð­inga, veð­ur­fræð­inga, hag­fræð­inga, o.s.frv. Geta sér­fræð­inga til að tjá sig á þennan hátt sem og opin­ber umræða milli þeirra er sér­stak­lega mik­il­væg og veitir almenn­ingi tæki­færi til að skilja flókin mál­efni bet­ur. Þess vegna vil ég strax þakka Ásgeiri Dan­í­els­syni fyrir grein hans í Kjarn­anum ekki alls fyrir löngu og tek áskorun hans með ánægju – og vona að hann haldi þræð­inum á lofti.

Er verð­trygg­ing nauð­syn­leg til að tryggja fram­boð láns­fjár?

Eitt þeirra atriða sem Ásgeir full­yrðir er að verð­trygg­ing á 8. ára­tugnum hafi tryggt fram­boð láns­fjár. Hann stað­hæfir: „Það er auð­velt að afla gagna um gíf­ur­legan sam­drátt í fram­boð á lánsfé á [8. ára­tugn­um].“

Auglýsing

En gögnin segja einmitt þvert á móti að það var mikil aukn­ing á lánsfé á 8. ára­tugn­um, líkt og með­fylgj­andi mynd sýn­ir.

Þvert á stað­hæf­ingu Ásgeirs stórjókst fram­boð af lánsfé á 8. ára­tugn­um: árleg aukn­ing útlána inn­láns­stofn­ana nær þre­fald­að­ist milli 1971 (fyrri punkt­ur) og 1980 (seinni punkt­ur). Myndin sýnir árs­breyt­ingu útistand­andi lána inn­láns­stofn­ana. Gögn frá Hag­stofu Íslands, Seðla­banka Íslands.

Ástæðan fyrir ofgnótt láns­fjár á þessum tíma var ekki vegna þess að sparn­aður var til stað­ar. Allir post-Key­nes­ian hag­fræð­ingar vita að eng­inn þarf að leggja fé inn í banka til að banki geti búið til útlán: bankar eru ekki milli­göngu­að­ilar milli þeirra sem spara og þeirra sem taka lán heldur búa þeir inn­lánið til handa lán­tak­anum um leið og þeir veita honum lán­ið. Þess vegna þurfti enga verð­trygg­ingu til að tryggja fram­boð láns­fjár á 8. ára­tugn­um. Og gögn­in, sjá mynd, bein­línis sýna það: það var eng­inn „gíf­ur­legur sam­dráttur í fram­boði láns­fjár“ heldur þvert á móti var mikil aukn­ing.

Toppnum á útlána­gleði bank­anna var náð 1982, en 1983 var mesta verð­bólguár í skráðri hag­sögu Íslands: 84,3% árs­verð­bólga. Vit­an­lega var skortur á lánum til langs tíma með fasta vexti á þessum tíma en þegar vaxta­frelsi kom 1986 batn­aði það: þá loks gátu lán­veit­endur veitt lán með álagi ofan á vexti rík­is­verð­bréfa og –víxla án þess að vera hand­stýrt af Seðla­bank­an­um. Til­koma vaxta­frelsis var mikið fram­fara­spor á Íslandi og gerði verð­trygg­ingu, sem m.a. var ætlað að tryggja raun­á­vöxtun láns­fjár og fram­boð af lang­tíma­lán­um, til­gangs­lausa. Árið 1986 hefði átt að hætta að verð­tryggja lán til ein­stak­linga.

Hlut­leysi pen­inga

Hlut­leysi pen­inga í hag­fræði lýsir þeirri hug­mynd að pen­ingar og nafn­stærðir yfir höfuð hafi ekki áhrif á (lang­tíma) raun­þróun við­kom­andi hag­kerf­is. Hug­myndin er náfrænka pen­inga­magns­kenn­ing­ar­innar í hag­fræði. Í sinni ein­föld­ustu mynd er hug­myndin að sé pen­inga­magn í umferð tvö­faldað hafi það engin áhrif á lang­tíma­þróun raun­stærða á borð við raun­vexti, hag­vöxt, raun­vöxt einka­neyslu eða fjölda starf­andi innan hag­kerf­is­ins heldur tvö­fald­ist ein­fald­lega nafn­stærðir hag­kerf­is­ins, s.s. verð­lag og nafn­laun, vegna tvö­föld­unar pen­inga­magns. Pen­ingar sem slíkir skipta ekki máli – þeir eru hlut­lausir – því undir niðri snýst hag­kerfið um við­skipti sem byggj­ast á raun­stærð­um.

Key­nes, ólíkt því sem Ásgeir heldur fram, benti á að for­sendan um hlut­leysi pen­inga hefði mikið praktískt vægi en þar sem hún væri aðeins mögu­lega rétt til langs tíma ætti alls ekki að not­ast við hana. Með orðum sínum – „til langs tíma erum við öll dauð“ – var Key­nes, öfugt við það sem Ásgeir heldur fram, að benda á að for­sendan um hlut­leysi pen­inga hefði mikið praktískt vægi og blind­aði hag­fræð­ingum sýn á það sem skipti máli meðan við værum a.m.k. flest á lífi:

„[Ef við tvö­földum pen­inga­magn í umferð, tvö­fald­ast verð­lag]. Pen­inga­magns­kenn­ingin er oft sett svo fram, eða á svip­aðan máta. Nú, „til langs tíma“ er þetta lík­lega rétt... en til langs tíma er vill­andi leið­sögn fyrir mál­efni nútíð­ar. Til langs tíma erum við öll dauð. Hag­fræð­ingar taka sér gagns­laust verk­efni fyrir hendur ef á storma­sömum tímum geti þeir ein­göngu sagt okkur að þegar storm­inn lægir er sjór­inn flatur á ný“.

Með þessum orðum var Key­nes, strax árið 1923, að hamra á því að pen­inga­magns­kenn­ingin og hug­myndin um hlut­leysi ættu ekki að vera ofar­lega í huga fólks. Hann hélt sig við þessa skoðun sína og hamr­aði m.a. á henni í bréfi til Roos­evelt árið 1933.

Hug­myndin um hlut­leysi pen­inga skiptir máli í umræð­unni um verð­trygg­ingu. Eitt helsta hald­reipi þeirra sem styðja verð­trygg­ingu á lánum til ein­stak­linga er að hún lækki, að jafn­aði, raun­vexti slíkra lána m.v. óverð­tryggð lán.

Það atriði, þvert á stað­hæf­ingu Ásgeirs, er alls óvíst í fyrsta lagi: Lána­mál Rík­is­ins bentu á að yfir tíma­bilið 2003 – 2014 spar­aði rík­is­sjóður sér tugi millj­arða króna með því að gefa út óverð­tryggð rík­is­skulda­bréf í stað verð­tryggðra og sam­kvæmt gögnum Seðla­bank­ans um vaxta­kostnað almennra verð­tryggðra lána ann­ars vegar og óverð­tryggðra hins vegar er eng­inn munur milli lána­for­manna yfir tíma­bilið mars 2001 – ágúst 2017. „Að jafn­aði“ gildir kannski bara „til langs tíma“ – þegar við erum öll dauð.

En mik­il­væg­ara er að hug­myndin um hlut­leysi pen­inga blindar hag­fræð­ingum sýn. Kenn­ingin segir þeim að það sem skipti máli séu raun­stærðir hag­kerf­is­ins. Nafn­stærð­ir, á borð við greiðslu­flæði, skipta engu máli „til langs tíma“. Þess vegna horfir Ásgeir því miður fram­hjá þeim áhrifum sem hag­kerfið verður fyrir vegna mis­mun­andi eðlis greiðslu­flæða verð­tryggðra og óverð­tryggðra lána, jafn­vel þótt hann bendi rétti­lega á það sjálfur að greiðslu­flæði lán­anna haga sér á mis­mun­andi hátt: skamm­tíma­sveiflan í greiðslu­flæði óverð­tryggðra lána er meiri en verð­tryggðra.

Verð­trygg­ingin og fjár­mála­legur stöð­ug­leiki

Ásgeir telur það jákvætt fyrir fjár­mála­legan stöð­ug­leika að greiðslu­flæði verð­tryggðra lána sé stöðugra til skamms tíma í senn en af óverð­tryggð­um. Þess vegna, þvert á mína skoð­un, telur Ásgeir verð­tryggð lán til ein­stak­linga jákvætt fyr­ir­bæri fyrir fjár­mála­legan stöð­ug­leika.

Ég er á and­verðum meiði. Verð­tryggð lán ýta undir skuld­setn­ingu heim­ila því vegna lægra greiðslu­flæðis í upp­hafi láns­tím­ans en af óverð­tryggðum lánum freist­ast lán­takar til að taka verð­tryggð lán: þau ráða við hærri höf­uð­stól en í til­viki óverð­tryggðra lána og geta þannig keypt stærra hús­næði. Ásgeir notar svip­aða rök­semda­færslu fyrir ágæti verð­tryggðra lán og sú sem lá að baki „freistnilána“ (e. tea­ser loans) í Banda­ríkj­unum fyrir 2008. „Freistnilán“ voru með „til­boðsvexti“ í upp­hafi láns­tím­ans og eðli­lega var greiðslu­flæðið af þeim því lægra í upp­hafi láns­tím­ans en af öðrum lán­um. Þannig áttu lánin m.a. að veita fólki tæki­færi til að geta keypt hús­næði – og þegar tíma­bil til­boðs­vaxt­anna rann út og greiðslu­flæðið snar­hækk­aði var hug­myndin sú að þá átti að selja hús­næðið eða greiða gamla lánið upp og taka nýtt lán sem einnig átti að vera „freistnilán“.

Þannig virka verð­tryggð lán: aukin skuld­setn­ing heim­ila gengur upp svo lengi sem hús­næð­is­verðið hækkar hraðar en höf­uð­stóll láns­ins. En þegar hús­næð­is­verðið hættir að hækka þurrkast eigið féð út. Greiðslu­vilji hverfur og fjár­mála­legur óstöð­ug­leiki eykst. Þetta á sér ekki stað í til­viki óverð­tryggðra lána: þar getur hús­næð­is­verð staðið í stað en þar sem ekki um „freistnilán“ er að ræða hefur lán­tak­inn borgað allan vaxta­kostn­að­inn strax og byggt upp eigið fé í hús­næð­inu frá fyrstu afborg­un. Og greiðslu­flæði óverð­tryggðra lána breyt­ist ekki neitt þótt verð­bólga breyt­ist. Þannig getur verð­bólga hækkað en sé pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands þeirrar skoð­unar að um skamm­tíma­hækkun verð­bólgu sé að ræða sem engin áhrif hefur á verð­bólgu­vænt­ingar er stýri­vaxta­hækkun til­gangs­laus. Og sé engin stýri­vaxta­breyt­ing eða vænt­ingar um slíkt breyt­ist vaxta­kostn­aður óverð­tryggðra lána ekki neitt þótt verð­bólga breyt­ist.

Ofan á hvatann til auk­innar skuld­setn­ingar vegna verð­tryggðra lána leggj­ast svo áhrifin af hærra og breyti­legra vaxta­stigi til að auka hætt­una enn frekar á fjár­mála­legum óstöð­ug­leika vegna verð­trygg­ing­ar. Það er, sem betur fer, almennt við­ur­kennt í dag að verð­trygg­ing á lánum til ein­stak­linga hafi nei­kvæð áhrif á getu Seðla­banka Íslands til að hafa áhrif á eft­ir­spurn­ar­hlið hag­kerf­is­ins, einmitt vegna þess að verð­trygg­ingin ver lán­tak­ann fyrir stýri­vaxta­breyt­ingum Seðla­bank­ans. Pen­inga­stefnu­nefnd neyð­ist í kjöl­farið til að breyta stýri­vöxtum meira en ef lán væru almennt óverð­tryggð. Séu þannig vextir hækk­aðir til að berj­ast gegn verð­bólgu hækka vext­irnir meira en ef þeir gerðu ef lán væru almennt óverð­tryggð. Það veldur hærra vaxta­stigi og tæki­færi mynd­ast til vaxta­mun­ar­við­skipta með krón­una. Sveiflur í gengi krón­unnar aukast, inn­flutn­ings­verð­bólga verður erf­ið­ari að meta til langs tíma, sem aftur hefur neikvæð áhrif á verð­bólgu­vænt­ingar – sem aftur þýðir að Seðla­bank­inn verður að vera enn harð­ari í bar­átt­unni við verð­bólgu. Allt hefur þetta áhrif til þess að auka fjár­mála­legan óstöð­ug­leika m.v. ef öll lán til ein­stak­linga væru óverð­tryggð: vextir verða hærri og sveiflu­kennd­ari, gengi krón­unnar sveiflu­kennd­ara, verð­bólgu­vænt­ingar óstöðugri og verð­bólga sveiflu­kennd­ari.

Að taka að sér rétt verk­efni

Aðferða­fræði og for­sendur skipta máli: á þessum atriðum eru kenn­ingar sér­fræð­inga byggðar og í ljósi mis­mun­andi kenn­inga skilja sér­fræð­ingar heim­inn á mis­mun­andi máta. Ráð­legg­ingar þeirra til almenn­ings og stjórn­mála­manna verða í kjöl­farið mis­mun­andi.

Það er annarri aðferða­fræði og for­sendum en þeim sem beitt er innan nýklass­ískrar hag­fræði að þakka að ég hef aðra sýn á verð­trygg­ingu en margir hag­fræð­ing­ar. Það er post-Key­nes­ian aðferða­fræði að þakka að ég legg svo mikla áherslu á nafn­stærðir hag­kerf­is­ins, sér­stak­lega greiðslu­flæði – „því til langs tíma erum við öll dauð.“

Ég skora á Ásgeir að taka sér erf­ið­ara verk­efni fyrir hendur en það eitt að segja okkur „að þegar storm­inn lægir verður sjór­inn flatur á ný“. Til þess verður hann og aðrir nýklass­ískir hag­fræð­ingar að horfa á og taka til greina áhrif verð­trygg­ingar láns­fjár á nafn­stærðir í hag­kerf­inu, sér­stak­lega greiðslu­flæði: hag­kerfið er ekki keyrt á raun­stærð­um, sama hversu oft gert er ráð fyrir því.

Höf­undur er doktor í hag­fræði.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar