Auglýsing

Nokkrir hlutir voru opin­beraðir í lið­inni viku. Þeir eiga það allir sam­eig­in­legt að sýna það sem er að í okkar ann­ars góða sam­fé­lagi. Þau sam­fé­lags­mein sem þarf að taka á til að hér skap­ist sátt.

Fyrst ber að nefna að 62 ein­stak­lingar sem rök­studdur grunur er um að hafi svikið undan skatti munu sleppa við ákæru. Ekki vegna þess að þeir séu sak­laus­ir, vegna þess að rann­sókn­ar­að­ilar telja að svo sé ekki. Und­an­dreg­inn skatt­stofn þeirra er 9,7 millj­arðar króna. Alls eru 90 mál í við­bót, sem snú­ast sam­tals um und­an­dregin skatt­stofn upp á 20 millj­arða króna, líka í hættu á að verða að engu.

Ástæðan fyrir þessu er rof í máls­með­ferð vegna þess að beðið var nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í máli Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar og Tryggva Jóns­son­ar, sem töldu illa á sér brotið vegna þess að þeir sviku undan skatti og þurftu bæði að borga álag og sæta refsi­með­ferð. Nið­ur­fell­ing skattsvika­mál­anna sem minnst er á hér að ofan er því afleið­ing af mála­rekstri þess­ara tveggja manna.

Auglýsing

Það er nauð­syn­legt að átta sig á því hvað um er að ræða hér. Sá hópur sem nú sleppur við að þurfa að bera ábyrgð á gjörðum sínum í sam­ræmi við lög sveikst undan því að greiða það til sam­neysl­unnar sem honum bar. Þetta eru aðilar sem komu t.d. fram í Panama­skjöl­un­um. Ein­stak­lingar sem sýndu ein­beittan brota­vilja til að græða með ólög­mætum hætti með stór­tækum fjár­magnstil­færsl­um. Menn sem eiga þegar millj­arða króna en fannst það ekki nóg, og vildu líka kom­ast hjá því að greiða skatta.

Skila­boðin út frá jafn­ræði og varn­að­ar­á­hrifum eru ömur­leg. En þau eru þessi: ef þú ert mjög rík­ur, og hefur tæki og tól til að fela pen­ing­anna þína í aflands­fé­lagi, þá slepp­urðu við afleið­ingar vegna gjörða þinna. Þetta er hópur sem lifir í öðrum efna­hags­legum veru­leika en þorri þjóð­ar­inn­ar. Sem forð­aði pen­ingum í aðra gjald­miðla áður en krónan hrundi haustið 2008, sem kom með sömu pen­inga heim í gegnum fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands með virð­is­aukn­ingu til að kaupa upp eignir á bruna­út­sölu­verði og sem getur nú inn­leyst þann ágóða og farið með hann aftur í aflandið. Þetta er þröngur hópur fjár­magns­eig­enda, mest megnis rík­asta pró­sent lands­manna, sem hefur hagn­ast mikið á íslensku sam­fé­lagi og nýtur stór­kost­legs aðstöðumun­ar. Og nú liggur fyrir að lög og reglur gilda ekki um þennan hóp með sama hætti og þau gilda um aðra lands­menn.

Lög brot­in, en ekk­ert gert

Þetta er nú ekki neitt nýtt hér á landi. Það virð­ast gilda aðrar reglur um áhrifa­fólk með góð tengsl við valda- og pen­inga­menn en aðra borg­ara lands­ins. Það sást til að mynda ágæt­lega þegar fjöl­miðla­fyr­ir­tækið Pressan fékk að taka mörg hund­ruð millj­óna króna ólög­mæt lán í opin­berum gjöld­um, líf­eyr­is­sjóðs-, stétt­ar­fé­lags- og með­lags­greiðslum starfs­manna sinna og nota til að reka sig árum saman í ólög­mætri sam­keppni við hina sem hlíta lögum og regl­um.

Undir eðli­legum kring­um­stæðum hefði fyr­ir­tæki, sama í hvaða geira það starfar, sem sýnir af sér svona athæfi verið lokað sam­stundis af toll­yf­ir­völdum og saka­mál höfðað gagn­vart þeim sem báru ábyrgð á hinum ólög­mæta rekstri. Hvor­ugt hefur gerst. Þess í stað fór sam­steypan í kenni­tölu­flakk í trássi við vilja meiri­hluta­eig­enda og er nú fjár­mögnuð með hund­ruð millj­óna króna fyr­ir­greiðslu frá huldu­mönn­um.

Þess ber líka að geta að umrædd fjöl­miðla­sam­steypa hefur rekið linnu­lausan áróður fyrir hönd ákveð­inna stjórn­mála­manna og dæmdra hvít­flibbaaf­brota­manna á und­an­förnum árum.

Ofan­greint eru atriði sem ansi margar stofn­anir hins opin­bera ættu að vera með rann­sókn­ar. Toll­stjóri, skatt­rann­sókn­ar­stjóri, hér­aðs­sak­sókn­ari, sam­keppn­is­eft­ir­lit og fjöl­miðla­nefnd, svo þær aug­ljós­ustu séu nefnd­ar.

Van­hæfur maður reynir að hafa áhrif á nið­ur­stöðu

Annað mál sem kom upp í vik­unni snýr að dóms­kerf­inu. Jón Steinar Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari, hefur skrifað bók sem er málsvörn fyrir dæmda hvít­flibbaaf­brota­menn. Nið­ur­staða hans er að dóms­kerfið hafi dæmt eftir stemmn­ingu sam­fé­lags­ins, ekki lög­um, og að framið hafi verið dóms­morð á vini hans. Það er sann­ar­lega ekk­ert athuga­vert við að Jón Steinar riti slíka bók til að skapa umræðu. Og raunar hið besta mál. Um efn­is­at­riði þeirra mála sem hann tekur til umfjöll­unar hefur svo verið fjallað fram og til baka í fjöl­miðlum og víðar á und­an­förnum árum. Jóni Stein­ari finnst reyndar ekki gert nógu mikið úr hans mál­flutn­ingi í fjöl­miðlum og kvartar sáran undan því að skoð­unum hans sé ekki gert hærra undir höfði. Hann er líka í fullum rétti til að bera fram þær umkvart­an­ir.

En það sem er ekki í lagi er að hæsta­rétt­ar­dóm­ari sem hefur lýst sig van­hæfan í dóms­máli sökum þess að sak­born­ing­ur­inn er vinur hans, sé að reyna að hafa áhrif á nið­ur­stöðu sama máls með því að þrýsta á dóm­ar­anna sem dæma í því. Það er ekki í lagi að gera það munn­lega með því að vera sífellt að koma inn á skrif­stofur þeirra til að ræða málið eftir að mál­flutn­ingi lýkur og þeir eru að rita dóm í mál­inu, og það er sann­ar­lega ekki í lagi að gera það í formi minn­is­blaðs þar sem við­kom­andi dóm­ara er leið­beint um hvernig megi sýkna við hins van­hæfa hæsta­rétt­ar­dóm­ara.

Óheið­ar­leiki hefur engar afleið­ingar

Við höfum líka fengið að sjá skugga­hlið við­skipta­lífs­ins á und­an­förnum dög­um. Arion banki og líf­eyr­is­sjóðir lands­ins seldu hlut sinn í Bakka­vör til bræðr­anna Ágústs og Lýðs Guð­munds­sona, stofn­enda Bakka­var­ar, í byrjun árs 2016. Þá var miðað við að verðið á félag­inu væri um 43 millj­arðar króna. Í dag verður Bakka­vör skráð á markað í Bret­landi. Virði félags­ins er nú 143 millj­arðar króna, eða rúm­lega þrisvar sinnum hærra en það verð sem líf­eyr­is­sjóð­irnir og bank­inn, sem er að hluta í eigu íslenska rík­is­ins, seldi bræðr­unum sinn hlut á. Þessi hópur hefði fengið 66 millj­arða króna fyrir 46 pró­senta hlut­inn sinn í dag, en seldi á 20 millj­arða króna í fyrra.

Þetta er sér­stak­lega áhuga­vert vegna þess að í úttekt sem gerð var á starf­semi líf­eyr­is­sjóð­anna í aðdrag­anda banka­hruns­ins, og kynnt var í apríl 2012, kom fram að sjóð­irnir hefðu tapað sam­tals 170,9 millj­örðum króna á hluta­bréfum og skulda­bréfum sem útgefin voru af félögum tengdum bræðr­un­um. Hlut­deild þess­ara aðila, sem voru aðal­lega Kaup­þing, Exista og Bakka­vör, í heild­ar­tapi líf­eyr­is­sjóð­anna vegna slíkra bréfa var 44 pró­sent.

Samt héldu líf­eyr­is­sjóð­irnir og Arion banki áfram að eiga við­skipti við þá.

Liðkað var fyrir þessum við­skiptum af Seðla­banka Íslands, en Ágúst og Lýður fluttu millj­arða króna í gegnum fjár­fest­inga­leið hans til að kaupa upp hluti í Bakka­vör á sínum tíma. Þeir millj­arðar komu frá erlendum félögum þeirra bræðra sem voru troð­full af pen­ing­um, en í Panama­skjöl­unum var opin­berað að þeir áttu fjölda aflands­fé­laga í þekktum skatta­skjólum.

Þá voru bræð­urnir auð­vitað í lyk­il­hlut­verki í Hauck & Auf­häuser-flétt­unni, þegar þeir ásamt hópi ann­arra við­skipta­manna komust yfir Bún­að­ar­bank­ann með feiki­lega óheið­ar­legum hætti. Og með afleið­ingum sem leiddu af sér gríð­ar­legar ham­farir fyrir íslenskt sam­fé­lag.

Eitt­hvað verður að gera, því ann­ars lag­ast ekki neitt

Það mætti telja fleira til. EFTA-­dóm­stóll­inn benti til að mynda á hið aug­ljósa í vik­unni, að sér­reglur Íslend­inga vegna inn­flutn­ings á fersku kjöti og ost­um, stand­ast ekki EES-­samn­ing­inn. Þessar sér­reglur eru settar til að vernda nið­ur­greidda og ósjálf­bæra inn­lenda mat­væla­fram­leiðslu og stuðlar að hærra vöru­verði og minna fram­boði fyrir neyt­end­ur.

Það mætti líka benda á að Arion banki hefur afskrifað sam­tals 4,8 millj­arða króna af lánum sínum til United Sil­icon verk­smiðj­unn­ar. Enn á bank­inn útistand­andi 5,4 millj­arða króna á verk­smiðj­una, en veru­leg óvissa er um að hún verði nokkurn tím­ann starf­hæf með þeim hætti að hún geti lifað í sátt og sam­lyndi við nærum­hverfi sitt. Raunar úti­lok­aði banka­stjóri Arion banka það ekki í kvöld­frétt­unum í gær að United Sil­icon gæti verið sett í þrot.

Bank­inn var ekki einn um að taka þátt í þess­ari feigð­ar­för. Þrír líf­eyr­is­sjóðir lögðu millj­arða í verk­efnið líka. Tveimur þeirra er stýrt af starfs­manni Arion banka og ákvörðun sjóð­anna um að taka þátt í fjár­fest­ing­unni var tekin að und­an­geng­inni grein­ingu starfs­manna Arion banka. Eng­inn hefur þurft að sæta ábyrgð vegna þessa.

Hér að ofan  er farið yfir nokkur mál sem opin­bera íslensk þjóð­ar­mein. Flest þeirra eiga það sam­eig­in­legt að hafa ratað í fréttir á allra síð­ustu dög­um. Öll eru þau risa­stór mál sem eru ekki að vekja nein sér­stök við­brögð. Við virð­umst vera orðin nokkuð ónæm fyrir rugli eftir það hring­leika­hús fárán­leik­ans sem okkur hefur verið boðið upp á und­an­farin ár.

Ekk­ert þeirra mála sem hér eru til umfjöll­unar eru í lagi. Það er ekki í lagi að efsta lag þjóð­ar­innar megi svíkja undan skatti án afleið­inga, að fjöl­miðla­sam­steypur geti rekið áróð­urs­starf­semi með ólög­mætum hætti, að van­hæfir dóm­arar reyna að hafa áhrif á nið­ur­stöður í máli vina sinna eða að menn sem hafa kostað sam­fé­lagið hund­ruð millj­arða króna fái tæki­færi á silf­ur­fati frá líf­eyr­is­sjóðum og íslenskum bönkum til að græða ævin­týra­lega á þeirra kostn­að.

Allt eru þetta mein sem þarf að laga. Í þeirri við­gerð þarf næsta rík­is­stjórn að leika ráð­andi hlut­verk. Hún hefur tækin og tólin til þess að gera það. Það mun ekki nægja henni að ná bara saman um „breiðu lín­urn­ar“ í því hvernig eigi að eyða pen­ing­um. Hún þarf líka að sýna það í verki að henni sé alvara um að auka traust og jafn­ræði og draga úr tor­tryggni í sam­fé­lag­inu. Það verður hennar helsta verk­efni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari