Kaupþing ný mynd

Besta leiðin til að ræna banka er að eignast hann

Íslenska útrásin hófst með því að hópur manna komst yfir Búnaðarbankann með blekkingum og án þess að leggja út neitt eigið fé. Næstu árin jókst auður, völd og umsvif þeirra gríðarlega. Afleiðingarnar eru öllum kunnar. Nú hefur blekkingin verið opinberuð. Aðalleikendur hafa kannski misst æruna en þeir hafa haldið peningunum sem þeir komust yfir og áhrifunum sem þeir veita.

Íslenska útrásin og fjár­mála­æv­in­týrið sem henni fylgdi hófst form­lega með einka­væð­ingu á hlut rík­is­ins í Lands­banka Íslands og Bún­að­ar­banka Íslands undir lok árs 2002 og í byrjun árs 2003. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar um aðkomu þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser að kaupum á 45,8 pró­sent hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­anum er opin­ber­aður blekk­ing­ar­leikur sem reynd­ist enn ótrú­legri og marg­slungn­ari en flestir ætl­uðu.

Lengi hafa verið uppi grun­semdir um að aðkoma þýska bank­ans væri ekki öll það sem hún var séð. Hauck & Auf­häuser var lít­ill einka­banki sem ekki átti neitt sýni­legt erindi við að kaupa íslenskan við­skipta­banka. Þegar kafað var ofan í upp­lýs­ingar úr frum­gögnum sem lágu til grund­vallar skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis frá 12. apríl 2010 um aðdrag­anda og orsakir falls íslensku bank­anna 2008 og tengda atburði og vistaðar eru hjá Þjóð­skjala­safni Íslands, fékkst margt af því stað­fest. Þegar við bætt­ust upp­lýs­ingar úr kerfum Arion banka hf., Deloitte ehf., Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, hér­aðs­sak­sókn­ara (áður emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara), Íslands­banka hf., Kaup­hallar Íslands hf., Kaup­þings ehf. (áður slita­stjórn Kaup­þings), Nas­daq verð­bréfa­mið­stöðvar hf. og Rík­is­end­ur­skoð­unar komst heild­ar­mynd á þá fléttu sem átt hefði sér stað. Fléttu sem í fólst ein­beittur brota­vilji til að blekkja stjórn­völd, eft­ir­lits­að­ila, almenn­ing og fjöl­miðla til að leyna því hverjir hefðu raun­veru­lega staðið að baki aðkomu Hauck & Auf­häuser að Bún­að­ar­bank­an­um. Fléttu sem í fólst til­færsla á fé milli félaga með sér­kenni­leg nöfn á fram­andi aflandseyj­um. Fléttu sem í fólst að aðal­ger­end­urnir högn­uð­ust um marga millj­arða króna.

En af hverju réð­ust menn í svona víð­feðma fléttu? Og hverjar urðu afleið­ing­arn­ar?

Fyrri spurn­ing­unni má svara með því að segja að það fylgdu því mikil tæki­færi fyrir metn­að­ar­gjarna banka­menn að kom­ast yfir Bún­að­ar­bank­ann. Hann var með gott láns­hæfi eftir að hafa verið ára­tugum saman í rík­i­s­eigu og hann var með við­skipta­banka­leyfi. Slíkur banki færði nýjum eig­endum völd og aðgengi að gríð­ar­legum fjár­mun­um. Fjár­munum sem hægt var að nota til að auka enn þau völd og lána ótæpi­lega til tengdra aðila á tímum þar sem gott láns­hæfi og háir íslenskir vextir tryggðu aðgengi að nán­ast botn­lausu láns­fjár­magni erlendis frá.

Seinni spurn­ing­unni má svara með því að benda á þá atburði sem áttu sér stað snemma í októ­ber 2008.

En upp­hafið allt má rekja til hausts­ins 2002.

Lagt á ráðin í Kringl­unni í októ­ber 2002

Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar um aðkomu Hauck & Auf­häuser er ítrekað minnst á orðróm um að búið hefði verið að ákveða að sam­eina Kaup­þing og Bún­að­ar­banka Íslands áður en að hin svo­kall­aði S-hóp­ur, með Ólaf Ólafs­son í broddi fylk­ing­ar, keypti 45,8 pró­sent hlut í síð­ar­nefnda bank­an­um. Kaup­þing var á þessum tíma lítið fjár­mála­fyr­ir­tæki sem hafði þó vaxið hratt og vakið athygli fyrir fyr­ir­ferð og djörf­ung. Stjórn­endur þess, sér­stak­lega þeir Sig­urður Ein­ars­son og Hreiðar Már Sig­urðs­son, þóttu hold­gerv­ingar nýrra tíma í íslensku fjár­málaum­hverfi. Áhættu­sæknir og ákveðn­ir.

Í skýrsl­unni segir að nán­ari stað­hæf­ingar um þessi atriði – þ.e. um fyr­ir­hug­aða en leyni­lega sam­ein­ingu Kaup­þings og Bún­að­ar­bank­ans – hafi ítrekað komið fram á und­an­förnum árum og að þær hafi allar lotið að því að sam­komu­lag um sam­ein­ing­una hafi legið fyrir í októ­ber 2002. Þá hafi verið haldnir fundir í þáver­andi skrif­stofu­hús­næði eign­ar­halds­fé­lags­ins Sunds ehf. í svo­nefndum litla turni Kringl­unn­ar.

Sigurjón Þ. Árnason starfaði hjá Búnaðarbankanum þegar hann var einkavæddur. Hann hefur sagt það augljóst að fulltrúi Hauck & Aufhäuser hafi ekkert vitað um bankann. „Hann hefði alveg eins getað hafa verið að kaupa ísbúð.“

Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar seg­ir: „Á þeim fundum voru sagðir hafa verið meðal ann­arra Ólafur Ólafs­son og Sig­urður Ein­ars­son­ar, þáver­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings hf. Um þetta var haft eftir Sig­ur­jóni Þ. Árna­syni í[...]­skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis 12. apríl 2010: „Þessi díll held ég var allur og það að sam­ein­ing­unni, þetta var allt hannað miklu fyrr, það er alltaf talað um að það hafi verið hannað í skrif­stof­unni hjá Sund í októ­ber 2002.[...]ég [held] reyndar að það hafi verið samið um þetta fyrir löngu, löngu síðan og verið eitt­hvað mjög grun­sam­legt allt í tengslum við þessi kaup á Bún­að­ar­bank­an­um. Ég get sagt ykkur frá því síðar ef þið vilj­ið, það fannst mér allt mjög grun­sam­leg­t.“

Ármann Þor­valds­son, sem var einn af æðstu stjórn­endum Kaup­þings og stýrði m.a. banka veld­is­ins í Bret­landi, skrif­aði um þetta í bók sinni „Æv­in­týra­eyj­an“ sem kom út 2009. Þar greinir Ármann frá því að þreif­ingar hefðu átt sér stað við S-hóp­inn á meðan að hann var enn að semja við stjórn­völd um kaup á eign­ar­hlutnum í Bún­að­ar­bank­an­um.

Björn Jón Braga­son sagn­fræð­ingur rakti svip­aða sögu í grein sem hann skrif­aði í tíma­ritið Sögu í lok árs 2011. Þar sagði hann að sam­ein­ing Kaup­þings og Bún­að­ar­bank­ans hafi verið „hönn­uð“ á leyni­fundum mörgum mán­uðum áður en einka­væð­ingin gekk í gegn. Þá fundi sátu, að sögn Björns Jóns, Finnur Ing­ólfs­son, Sig­urður Ein­ars­son og Ólafur Ólafs­son.

Aðal­leik­endur máls­ins hafa alltaf neitað því að þetta sam­komu­lag hafi verið gert. Ólafur Ólafs­son sagði til að mynda í yfir­lýs­ingu 4. apríl 2003 að það væri „rangt að samn­ingar hafi legið fyrir um sam­ein­ingu Bún­að­ar­banka og Kaup­þings áður en gengið var frá kaup­unum á kjöl­festu­hlutnum í Bún­að­ar­bank­anum eins og ýjað hafi verið að.“ Það verður þó að taka þeirri yfir­lýs­ingu með ákveðnum fyr­ir­vara, í ljósi þess að nán­ast ekk­ert sem Ólafur hefur haldið fram opin­ber­lega um við­skiptin hefur reynst satt.

Blekkt til að mæta skil­yrðum

Hóp­ur­inn sem keypti hlut­inn í Bún­að­ar­bank­anum gekk alltaf undir nafn­inu S-hóp­ur­inn. Sá hópur sam­an­stóð af Eglu ehf. (fé­lags í eigu Kers (að mestu í eigu Ólafs Ólafs­­son­­ar) sem átti 49,5 pró­­sent, VÍS sem átti 0,5 pró­­sent og opin­ber­­lega Hauck & Auf­häuser sem sagt var eiga 50 pró­­sent), Eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu Sam­vinn­u­­trygg­ing­um, Sam­vinn­u­líf­eyr­is­­sjóðnum og VÍS. Rík­ ­tengsl voru við Fram­sókn­ar­flokk­inn og sam­vinnu­hreyf­ing­una sál­ugu innan hóps­ins. Óum­deil­an­legur leið­togi hóps­ins, og sá sem stýrði öllu í kringum hann, var Ólafur Ólafs­son.

Ein frægasta fréttaljósmynd Íslandssögunnar sýnir Ólaf Ólafsson og Finn Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og varaformann Framsóknarflokksins, keyra saman í burtu eftir að hafa undirritað kaupsamning að Búnaðarbankanum fyrir hönd S-hópsins.
Mynd: Skjáskot af frétt Morgunblaðsins.

S-hóp­ur­inn hafði sent inn bréf til fram­kvæmda­nefndar um einka­væð­ingu og lýst yfir áhuga á að kaupa hlut í annað hvort Lands­banka Íslands eða Bún­að­ar­bank­anum sum­arið 2002. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar segir að ekki verði annað sé en að hóp­ur­inn hafi látið fyrst í það skína að erlendur aðili myndi koma að til­boði hans á fundi með fram­kvæmda­nefnd­inni 28. ágúst 2002. Þannig var bókað í fund­ar­gerð að full­trúar S-hóps­ins hafi upp­lýst að „tveir erlendir bankar hefðu sýnt áhuga á að koma að mál­inu sem ráð­gjafar eða fjár­fest­ar“ og síðan hafi full­trúar hóps­ins spurt hvort það breytti stöðu hóps­ins í ferl­inu.

Sam­kvæmt fund­ar­gerð­inni svar­aði for­maður fram­kvæmda­nefnd­ar­innar því til að svo væri ekki, frekar væri „gef­inn plús fyrir erlenda pen­inga“. Þar var því strax ljóst að aðkoma erlends banka myndi styrkja til­boð S-hóps­ins. Í kjöl­farið var látið mjög sterkt í það skína að franski bank­inn Société Générale ætl­aði sér að kaupa hlut.

Ákveðið var 4. nóv­em­ber 2002 að mæla með því að ganga til samn­inga við S-hóp­inn um kaup á 45,8 pró­sent hlut í Bún­að­ar­bank­an­um. Þá höfðu meintir fundir um ætl­aða sam­ein­ingu við Kaup­þing þegar átt sér stað. Kaup­þings var hins vegar hvergi getið í til­boði S-hóps­ins.

Í til­kynn­ingu fram­kvæmda­nefndar um einka­væð­ingu um einka­við­ræður við S-hóp­inn kom skýrt fram að lyk­il­for­senda fyrir þeim væri aðkoma erlendrar fjár­mála­stofn­un­ar. Ann­ars yrðu þær hugs­an­lega ekki fram­lengdr­ar.

Þegar hinn hóp­ur­inn sem val­inn hafði verið til við­ræðna um kaup á hlutn­um, Kald­bak­ur, óskaði eftir skýr­ingum á þessu svar­aði for­maður fram­kvæmda­nefndar um einka­væð­ingu því til að sér­stak­lega hefðu þrjú atriði „skilið á milli við val á við­semj­anda“. Meðal þeirra atriða sem nefnd voru í þessu sam­bandi var að S-hóp­ur­inn hefði haft í sínum hópi „virt erlent fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fjár­fest­i“.

Á þessum tíma lá ekk­ert fast fyrir um neina erlenda aðkomu að kaupum S-hóps­ins. Í bréf­inu sagði nefndin að „S-hóp­ur­inn hefði gefið til kynna að 25-30% hlutur í eign­ar­halds­fé­lagi um eign í Bún­að­ar­bank­anum yrði í eigu Société Générale eða ann­ars alþjóð­legs fjár­fest­is.“ Fram­kvæmda­nefndin lagði áherslu á að „þátt­taka Société Générale eða ann­arrar hátt virtrar alþjóð­legrar fjár­mála­stofn­un­ar, sem umtals­verðs hlut­hafa í eign­ar­halds­fé­lagi um til­boðið [hefði] verið veiga­mik­ill þáttur á bak við ákvörðun nefnd­ar­innar að efna til einka­við­ræðna við [S-hóp­inn]“. Lögð var áhersla á að einka­við­ræður yrðu ákveðnar til til­tek­ins tak­mark­aðs tíma og að fram­kvæmda­nefndin yrði treg til að fram­lengja einka­við­ræður ef hún teldi þá „Société Générale eða annan alþjóð­legan fjár­festi ólík­legan til að eiga umtals­verðan hlut í eign­ar­halds­fé­lagi um til­boð­ið“.

Því blasti við að erlendur aðili var nauð­syn­legur til að til­boð­inu yrði tek­ið.

Ráð­gjafar á vegum Ólafs tóku þátt í blekk­ing­ar­leiknum

Nú hefur verið opin­berað að, líkt og marga grun­aði, þá var aðkoma Société Générale hluti af blekk­ing­ar­leik. Aldrei stóð til að bank­inn myndi kaupa hlut í Bún­að­ar­bank­an­um. Tveir starfs­menn þýska­lands­arms bank­ans, sem störf­uðu fyrir Ólaf Ólafs­son í mál­inu, höfðu aldrei neina heim­ild til að skuld­binda slíkan stór­banka í kaup á við­skipta­banka á Íslandi. Menn­irnir voru ein­fald­lega að sinna ráð­gjöf og spil­uðu þar með í leik Ólafs. Fyrir ómakið fengu þeir um 300 millj­ónir króna greidd­ar, sam­kvæmt skýrsl­unni.

Sá banki sem samþykkti að vera leppur í einni bíræfnustu blekkingarfléttu sem ráðist hefur verið í hérlendis var lítill þýskur einkabanki, Hauck & Aufhäuser. Það tók rúmlega 14 ár að upplýsa endanlega um aðkomu hans.
Mynd: Facebook-síða rannsóknarnefndar Alþingis.

Það sem síðan gerð­ist þekkja flest­ir. Beðið var með að til­kynna hver erlenda fjár­mála­stofn­unin sem myndi taka þátt í kaup­unum væri nán­ast fram að und­ir­skrift, sem átti sér stað 16. jan­úar 2003. Þegar á hólm­inn var komið reynd­ist hún, sam­kvæmt til­kynn­ing­um, vera þýski einka­bank­inn Hauck & Auf­häuser. En nú hefur auð­vitað verið opin­berað með til­vísun í gögn að sú aðkoma var líka blekk­ing. Kaup­þing fjár­magn­aði kaupin að fullu, að baki lágu bak­samn­ingar sem tryggðu Hauck & Auf­häuser fullt skað­leysi, þókn­ana­tekjur upp á eina milljón evra fyrir að leppa og sölu­rétt á hlutnum eftir að þýski lepp­bank­inn var búinn að halda á honum í tæp tvö ár.

Til við­bótar lá fyrir í flétt­unni, sem var kölluð „Puffin“, að hagn­aður sem gæti skap­ast hjá réttum eig­enda hlut­ar­ins, aflands­fé­lags­ins Well­ing & Partners á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, myndi renna til tveggja aflands­fé­laga, skráð á sama stað, sem áttu það félag. Annað þeirra aflands­fé­laga var Mar­ine Choice Limited, í eigu Ólafs Ólafs­son­ar. Hann hagn­að­ist um 3,8 millj­arða króna á flétt­unni. Hitt félag­ið, Dek­hill Advis­ors, hagn­að­ist um 2,9 millj­arða króna á „Puffin“ verk­efn­inu. Á núvirði er sam­eig­in­legur hagn­aður félag­anna tveggja rúm­lega 11 millj­arðar krona. 

Eign­ar­hald Dek­hill hefur ekki verið stað­fest. Rann­sókn­ar­nefndin ályktar að aðilar tengdir Kaup­þingi hafi verið eig­endur þess. Þar er án nokk­urs vafa átt við að mögu­lega hafi stjórn­endur Kaup­þings átt það. En það hefur líka öðrum mögu­leikum verið velt upp. Í samn­ings­drögum sem birt eru í skýrsl­unni kom á einum tíma til greina að Ágúst og Lýður Guð­munds­synir myndu eiga hlut í Well­ing & Partners.

Bræður keyptu í Kaup­þingi í miðri flétt­u...­með láni frá Kaup­þingi

En hvernig koma þeir bræður að þessum leik?

Ágúst og Lýður Guð­munds­synir léku stórt hlut­verk í þeirri spila­borg sem Kaup­þing var. Og nú þegar aðkoma Kaup­þings að einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans hefur verið stað­fest af rann­sókn­ar­nefnd verður að skoða inn­komu þeirra í Kaup­þing í öðru ljósi.

Spólum aðeins til baka. Á tíunda ára­tugnum áttu átta spari­­­sjóðir í land­inu, þar á meðal SPRON, eign­­ar­halds­­­fé­lag sem hét Meið­­ur. Félagið hélt á eign­­ar­hluti spari­­­sjóð­anna átta í þá litlu fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki sem hét Kaup­­þing. For­­stjóri Kaup­­þings á þessum tíma var Guð­­mundur Hauks­­son. Hann var yfir­maður og fyr­ir­mynd þess hóps sem síðar tók yfir og stýrði Kaup­þingi í upp­gangi og loks fram af bjarg­brún­inni. Guð­mundur hætti þar 1996 til að taka við stöðu spari­­­sjóðs­­stjóra SPRON, sem þá þótti stærra starf en að stýra litlu fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki.

Í októ­ber 2002, á sama tíma og meintir fundir lyk­il­manna úr S-hópnum og Kaup­þings­manna um vænt­an­lega sam­ein­ingu áttu sér stað í Kringl­unni, setti Kaup­­þing eign sína í sjálfu sér inn í eign­­ar­halds­­­fé­lagið Meið, sem átti eftir það 15,7 pró­sent í Kaup­þingi. Kaup­­þing mátti sam­­kvæmt lögum ekki eiga meira en tíu pró­­sent í sjálfu sér og því var ljóst að fyr­ir­tækið þurfti að selja sinn hlut í Meið, alls 55 pró­sent hluta­fjár. Það gerði Kaup­­þing  27. des­em­ber 2002, skömmu áður en S-hóp­­ur­inn svo­­kall­aði kláraði kaupin á Bún­­að­­ar­­bank­­anum af rík­­inu.

Kaupin voru fjár­­­mögnuð af Kaup­­þingi og kaup­and­inn var Bakka­bra­edur Hold­ing, félag í eigu bræðr­anna Lýðs og Ágústs Guð­­munds­­sona. Bræð­­urnir höfðu verið góðir við­­skipta­vinir Kaup­­þings um skeið og sterk tengsl höfðu skap­­ast á milli þeirra og helstu stjórn­­enda Kaup­­þings. Kaup­verðið er um 2,4 millj­arðar króna, eða nán­ast sama upp­hæð og Hauck & Auf­häuser greiddi fyrir sinn meinta hlut í Bún­að­ar­bank­an­um. Kaup­verð á 45,8 pró­sent hlut í bank­anum var um 11,8 millj­arðar króna og hlutur þýska bank­ans, sem Kaup­þing lán­aði leyni­lega fyr­ir, um 2,7 millj­arðar króna.

Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir léku lykilhlutverk í spilaborg Kaupþings. Félag þeirra var stærsti eigandi bankans á uppgangstímum hans.

Kaup­þing lán­aði því Bakka­var­ar­bræðrum til að kaupa hluti í sjálfum sér. Pen­ing­arnir sem Bakka­var­ar­bræður greiddu Kaup­þingi (sem voru fengnir að láni frá sama banka) nýtt­ust svo til að lána Well­ing & Partners á Bresku Jóm­frú­areyjum sem lán­aði Hauck & Auf­häuser til að þykj­ast vera að kaupa í Bún­að­ar­bank­an­um.

Upp­hafið að enda­lok­unum og afleið­ing­unum

Það má með sanni segja að bolt­inn hafi byrjað að rúlla hjá öllum hlut­að­eig­andi eftir að þessi flétta var fram­kvæmd. Nafni Meiðs var breytt í Exista og bræð­urnir héldu þar um alla þræði í krafti mik­ils eign­ar­hluta. Exista var ásamt félagi Ólafs Ólafs­sonar stærsti eig­andi sam­ein­aðs banka Kaup­þings og Bún­að­ar­banka, sem lengst af hét bara Kaup­þing, fram að því að hann féll í októ­ber 2008. Við blasir að hvor­ugur aðil­inn borg­aði nokkuð eigið fé fyrir þann hlut sem hann eign­að­ist í Kaup­þingi. Þeir lögðu ekki út eina krónu.

Allir hlut­að­eig­andi efn­uð­ust stór­kost­lega á þessum tíma. Exista keypti m.a. VÍS, Sím­ann, stóran hlut í finnska trygg­inga­fé­lag­inu Sampo og meira að segja Við­skipta­blað­ið. Auk þess var Bakka­vör mik­il­vægur hluti af sam­stæð­unni. Virði eigna hennar mæld­ist mörg hund­ruð millj­arðar króna.

Ólafur Ólafs­son varð einn rík­asti og valda­mesti maður lands­ins. Í árs­lok 2003 voru eignir Kjal­ars, fjár­fest­inga­fé­lags Ólafs, metnar á 3,2 millj­arða króna. Tveimur árum síðar voru þær metnar á 85 millj­arða króna. Aðrir með­limir S-hóps­ins nutu líka góðs af verkn­að­inum og urðu fokrík­ir, þótt Ólafur hafi skarað þar fram úr.

Sigurður Einarsson hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta í stærsta einstaklingsgjaldþroti sem orðið hefur hérlendis. Hann reyndist eiga sáralitlar uppgefnar eignir. Ólafur Ólafsson er hins vegar á meðal ríkustu manna landsins og mjög umsvifamikill jafnt á Íslandi sem og erlendis. Hér sitja þeir saman á sakamannabekk í Al Thani-málinu.

Ólafur barst á og var fyr­ir­ferða­mik­ill á þessum árum. Hann stofn­aði góð­gerð­ar­sjóð og setti millj­arð króna í hann og hann fékk Elton John til að syngja í klukku­tíma í fimm­tugs­af­mæl­inu sínu. Hann keypti sér þyrlu og flaug henni sjálfur ítrekað í bústað sinn á Snæ­fells­nesi. Við­skipta­veldi hans sam­an­stóð af fjár­fest­inga­fé­lög­unum Kjalar og Eglu. Auk hlut­ar­ins í Sam­skip átti hann m.a. hluti í HB Granda, Iceland Seafood, Alfesca og ýmsum fast­eigna­verk­efnum svo fátt eitt sé nefnt. Ólafur var líka stór­tækur í gjald­miðla­skipta­samn­ingum og gerði m.a. einn slíkan við Kaup­þing 6. októ­ber 2008, sama dag og neyð­ar­lög voru sett á Íslandi. Þar veðj­aði hann gegn íslensku krón­unni og krafð­ist þess átta dögum síðar að samn­ing­ur­inn yrði gerður upp á geng­inu 305 krónur á hverja evru, sem hefði þýtt að Kaup­þing, fallni bank­inn sem hann verið næst stærsti eig­and­inn í, ætti að borga honum 115 millj­arða króna. 

Hluta­bréfa­verð í sam­ein­uðu Kaup­þingi rauk upp eftir að Puffin-fléttan var fram­kvæmd. Í upp­hafi árs 2003 var það 129,5 krónur á hlut. Á fyrsta árinu hækk­aði gengið um 73,4 pró­sent. Frá árs­byrjun 2004 og fram á mitt ár 2007 hækk­uðu hluta­bréf í Kaup­þingi um 536 pró­sent. Virði eign­ar­hluta Ólafs og Bakka­var­ar­bræðra hækk­aði um sama hlut­fall. Síðar kom reyndar í ljós að Kaup­þing hafði stundað skipu­lagða og kerf­is­bundna mark­aðs­mis­notkun að minnsta kosti frá byrjun árs 2005. Til­gang­ur­inn var að halda uppi verði bréf­anna hand­virkt. Fyrir þetta hlutu níu fyrr­ver­andi stjórn­endur og starfs­menn Kaup­þing dóm í Hæsta­rétti í fyrra­haust. Á meðal þeirra sem hlutu dóm í mál­inu voru Hreiðar Már Sig­urðs­son, Sig­urður Ein­ars­son, Bjarki Diego og Magnús Guð­munds­son. Allir fjórir léku lyk­il­hlut­verk í því þegar Puffin-fléttan um aðkomu Hauck & Auf­häuser að kaup­unum á Bún­að­ar­bank­anum var hönnuð og fram­kvæmd.

Alls tókst Ólafi og tengdum félögum að safna upp skuldum upp á 147 millj­arða króna við íslensku bank­ana fram að hruni þeirra. Mest skuld­uðu félög Ólafs Kaup­þingi, alls 96,1 millj­arð króna. Exista-bræður voru enn stór­tæk­ari í skulda­söfn­un. Þeir og félög tengd þeim skuld­uðu íslenskum bönkum 309 millj­arða króna við hrun­ið. Þar af námu skuldir þeirra við Kaup­þing, bank­ann sem þeir voru stærsti eig­and­inn í, 239 millj­örðum króna.

Stjórn­endur Kaup­þings fengu líka drauma sína upp­fyllta. Áður óþekkt ofur­laun, umfangs­mikil hluta­bréfa­kaup, útrás og tögl og haldir í íslensku atvinnu­lífi. Sig­urður Ein­ars­son var sæmdur fálka­orð­unni og Ólafur Ragnar Gríms­son tal­aði um hann sem einn sinn nán­asta sam­starfs­mann. Hann og Hreiðar Már voru kjörnir við­skipta­menn árs­ins. Og svo fram­veg­is.

Afrakst­ur­inn af þessum bræð­ingi öllum saman varð fimmta stærsta gjald­þrot heims­sög­unn­ar.

Marg­dæmdir en fokríkir og fjár­festa á Íslandi með afslætti

Síð­ustu ár hafa verið afdrifa­rík fyrir þennan hóp. Helstu stjórn­endur Kaup­þings, sér­stak­lega Hreiðar Már, hafa verið ákærðir margoft og hlotið þyngstu dóma sem fallið hafa í Hæsta­rétti í efna­hags­brota­málum á Íslandi. Dóm­arnir voru m.a. fyrir stór­fellda mark­aðs­mis­notkun og hina svoköll­uðu Al Than­i-fléttu, sem minnir um margt á Puffin-flétt­una í kringum Hauck & Auf­häuser blekk­ing­una. Í henni var fengin erlendur aðili til að þykj­ast eiga hlut í Kaup­þingi sem Kaup­þing fjár­magn­aði í reynd og bak­samn­ingur var í gildi sem gat gert það að verkum að Ólafur Ólafs­son hagn­að­ist ef fléttan gengi upp, en átti ekki að geta tapað neinu ef hún gerði það ekki. En eru mál gegn þeim óút­kljáð fyrir dóm­stólum eða enn í rann­sókn, bæði hér­lendis og erlend­is.

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er sá einstaki aðili sem hefur hlotið þyngstu dóma í efnahagsbrotamálum á Íslandi. Enn eru mál gegn honum til meðferðar í dómskerfinu og til rannsóknar, bæði hérlendis og erlendis.

Sig­urður Ein­ars­son var úrskurð­aður gjald­þrota 23. sept­em­ber 2015 en alls var kröfum upp á 254,4 millj­arða króna lýst í bú hans. Ein­ungis 38,3 millj­ónir króna feng­ust upp í kröfur eða tæp­lega 0,02 pró­sent. Um er að ræða langstærsta gjald­þrot ein­stak­lings í Íslands­sög­unni. Sam­kvæmt þessu virt­ist Sig­urður eiga nán­ast engar eignir þrátt fyrir allan upp­gang­inn, ofur­launin og við­skipta­samn­ing­anna á fyrstu árum ald­ar­inn­ar.

Hreiðar Már Sig­urðs­son og fjöl­skylda hans eru í miklum og blóm­legum við­skiptum á Íslandi. Þau hafa frá árinu 2009 byggt upp fyr­ir­tækið Gisti­ver sem tengd­ist rekstri fjöl­margra gisti­staða víðs vegar um land­ið. Eig­in­­kona Hreið­­ars er skráður eig­andi félags­­ins og fram­­kvæmda­­stjóri.

Ólafur Ólafs­son gerði skulda­upp­gjörs­sam­komu­lag við Arion banka árið 2011. Sam­kvæmt því slapp Ólafur við að greiða 64 millj­arða króna af skuldum sínum en þurfti að láta valdar eign­ir, meðal ann­ars eign­ar­hlut sinn í HB Granda. Ólafur hélt hins vegar Sam­skipum að fullu auk fjölda ann­arra eigna hér heima og erlend­is. Hann er í dag tal­inn með rík­ustu Íslend­ing­unum og virð­ist eiga mjög digra sjóði til að eyða í almanna­tengsla­fyr­ir­tæki og lög­fræði­þjón­ustu. Ólafur hefur greitt fyrir slíkt í mjög opin­skárri bar­áttu fyrir upp­reist æru í kjöl­far þess að hann hlaut þungan fang­els­is­dóm í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða. Sú bar­átta snýr m.a. að því að ráð­ast gegn dóms­kerfi lands­ins, enda heldur Ólafur því fram að dómur Hæsta­réttar í mál­inu hafi verið rang­ur.

Bakka­var­ar­bræð­urnir Ágúst og Lýður hafa líka náð vopnum sín­um. Þeim hefur tek­ist að ná fullum yfir­ráðum í Bakka­vör að nýju m.a. með því að kaupa hluti í félag­inu af íslenskum líf­eyr­is­sjóð­um. Í úttekt sem gerð var á starf­semi líf­eyr­is­sjóð­anna í aðdrag­anda banka­hruns­ins, og kynnt var í apríl 2012, kom fram að sjóð­irnir hefðu tapað sam­tals 170,9 millj­örðum króna á hluta­bréfum og skulda­bréfum sem útgefin voru af Existu og tengdum aðil­um, þar sem bræð­urnir voru stærstu eig­end­ur. Hlut­deild þess­ara aðila, sem voru aðal­lega Kaup­þing, Exista og Bakka­vör, í heild­ar­tapi líf­eyr­is­sjóð­anna vegna slíkra bréfa var 44 pró­sent.

Lýður hlaut átta mán­aða fang­els­is­dóm fyrir sinn hlut í því að senda ranga til­­kynn­ingu til fyr­ir­tækja­­skrár í hinu svo­­kall­aða Exista-­­máli. Þá var til­­kynnt um hluta­fjár­­aukn­ingu upp á 50 millj­­arða í lok árs 2008, en aðeins var greitt fyrir það um einn millj­­arður króna. Í Panama­skjöl­unum var stað­fest að þeir bræður hefðu átt minnst sex aflands­fé­lög skráð í þekktum skatta­skjól­um.

Og nán­ast allir ofan­greindir eiga aug­ljós­lega digra sjóði erlend­is. Á meðal þeirra sem hafa nýtt sér fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands, sem veitti eig­endum erlendra mynta tæki­færi til að fá 20 pró­sent afslátt á íslenskum eignum með því að flytja pen­inga inn í íslenskt hag­kerfi, eru félög í eigu  bræðr­anna Lýðs og Ágústs Guð­­munds­­sona, Hreið­­ars Más Sig­­urðs­­son­ar og Ólafs Ólafs­­son­­ar.

Það þarf kannski ekki að koma mikið á óvart. Líkt og segir í þekktri bók William K. Black, lög­fræð­ings og sér­fræð­ings í hvít­flibbaaf­brot­um, þá er besta leiðin til að ræna banka að eign­ast slík­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar