Hæstiréttur sakfelldi alla í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings

hreidar-mar.jpg
Auglýsing

Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag alla níu sakborninganna í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings seka. Refsing sex sakborninga var ákveðin sú sama og í héraði, refsing eins var þyngd en tveimur var ekki gerð sérstök refsing. 

Ingólfur Helga­son hlaut þyngstan dóm í mál­inu, fjög­urra og hálfs árs fang­elsi. Bjarki H. Diego hlaut tveggja og hálfs árs dóm, Einar Pálmi Sigmundsson tveggja ára skil­orðs­bund­inn dóm og Birnir Sær Björnsson og Pétur Krist­inn Guðmarsson fengu báðir 18 mán­aða skil­orðs­bund­inn dóm. Sig­urður Ein­ars­son fékk eins árs hegn­ing­ar­auka við þann fjög­urra ára dóm sem hann hlaut í Al Than­i-­mál­in­u. Magnúsi Guðmundssyni og Björk Þórarinsdóttur var ekki gerð sérstök refsing fyrir þau brot sem þau voru dæmd fyrir. 

Refsing Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, var þyngd og honum gerður sex mánaða hegningarauki. Hægt er að lesa dóm Hæstaréttar hér.

Auglýsing

Í málinu, sem kallað hefur verið stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál Kaup­þings, voru níu fyrr­ver­andi starfs­menn Kaup­þings ákærð­ir. Þau níu sem voru ákærð eru Sig­­urður Ein­­ar­s­­son, fyrrum starf­andi stjórn­­­ar­­for­­maður Kaup­­þings, Hreiðar Már Sig­­urðs­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Kaup­­þings, Magnús Guð­­munds­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Kaup­­þings í Lúx­em­­borg, Ingólfur Helga­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Kaup­­þings á Íslandi, Bjarki Diego, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri útlána, Einar Pálmi Sig­­munds­­son, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri eigin við­­skipta Kaup­­þings, Pétur Freyr Guð­mar­s­­son, fyrr­ver­andi starfs­­maður eigin við­­skipta, Birnir Sær Björns­­son, fyrr­ver­andi starfs­­maður eigin við­­skipta, og Björk Þór­­ar­ins­dótt­ir, sem sæti átti í lána­­nefnd Kaup­­þings. Bjarki og Björk voru ákærð fyrir umboðs­svik í mál­inu, ekki mark­aðs­mis­notk­un. 

Í mál­inu var hinum ákærðu gefið að sök að hafa ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hluta­bréfa í Kaup­­þingi, frá hausti 2007 og fram að falli bank­ans haustið 2008, og aukið selj­an­­leika þeirra með „kerf­is­bundn­um“ og „stór­­felld­um“ kaup­um, eins og segir í ákæru, í krafti fjár­­hags­­legs styrks bank­ans. 

Stærð og umfang máls­ins á sér ekki hlið­­stæðu hér á landi. Aðal­­­með­­­ferð þess í hér­aðs­dómi Reykja­víkur tók 22 daga og yfir 50 manns voru kall­aðir til­­ ­­sem vitn­i á meðan að hún stóð yfir. Það liðu fimm vikur frá því að aðal­­­með­­­ferð­ í mál­inu lauk og þangað til að dómur fékkst. 

Hér­aðs­dómur komst að þeirri nið­ur­stöðu 26. júní í fyrra að Hreiðar Már, Sig­urð­ur, Ingólf­ur, Einar Pálmi, Birnir Snær, Pétur Krist­inn og Bjarki væru sekir í mál­inu. Bjarki var ein­ungis dæmdur vegna ákæru fyrir umboðs­svik. Tveimur liður ákæru á hendur Magn­úsi var vísað frá en að öðru leyti var hann sýkn­aður af þeim sökum sem á hann voru born­­ar. Björk var sýknuð af ákærðu um umboðs­svik í mál­inu. Í Hæstarétti var Magnús sakfelldur fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun og fyrir hlutdeild í umboðssvikum. Björk var sakfelld fyrir ónothæfa tilraun til umboðssvika vegna einnar lánveitingar.

Í september voru Hreiðar Már og Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Kaup­þings, hafa verið ákærð af hér­aðs­sak­sókn­ara fyrir umboðs- og inn­herja­svik. Í ákæru þess máls kom fram að ef Hreiðar Már yrði sýknaður í stóra markaðsmisnotkunarmálinu yrði fallið frá ákærunni um innherjasvik. Hægt er að lesa um þá ákæru hér.

Fréttinni var breytt klukkan 15:34.

Í upphaflegri frétt RÚV, sem birtist áður en að dómur Hæstaréttar var birtur á vefnum, kom fram að sjö hefði verið sakfelldir. Kjarninn byggði sína frétt á þeim upplýsingum. Það reyndist ekki rétt og hefur fréttin nú verið lagfærð í samræmi við dóminn.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None