Hæstiréttur sakfelldi alla í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings

hreidar-mar.jpg
Auglýsing

Hæsti­réttur Íslands dæmdi í dag alla níu sak­born­ing­anna í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings seka. Refs­ing sex sak­born­inga var ákveðin sú sama og í hér­aði, refs­ing eins var þyngd en tveimur var ekki gerð sér­stök refs­ing. 

Ingólfur Helga­­son hlaut þyngstan dóm í mál­inu, fjög­­urra og hálfs árs fang­elsi. Bjarki H. Diego hlaut tveggja og hálfs árs dóm, Einar Pálmi Sig­munds­son tveggja ára skil­orðs­bund­inn dóm og Birnir Sær Björns­son og Pétur Krist­inn Guð­mars­son fengu báðir 18 mán­aða skil­orðs­bund­inn dóm. Sig­­urður Ein­­ar­s­­son fékk eins árs hegn­ing­­ar­auka við þann fjög­­urra ára dóm sem hann hlaut í Al Than­i-­­mál­in­u. Magn­úsi Guð­munds­syni og Björk Þór­ar­ins­dóttur var ekki gerð sér­stök refs­ing fyrir þau brot sem þau voru dæmd fyr­ir. 

Refs­ing Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaup­þings, var þyngd og honum gerður sex mán­aða hegn­ing­ar­auki. Hægt er að lesa dóm Hæsta­réttar hér.

Auglýsing

Í mál­inu, sem kallað hefur ver­ið stóra mark­aðs­mis­­­not­k­un­­ar­­mál Kaup­­þings, voru níu fyrr­ver­andi starfs­­menn Kaup­­þings ákærð­­ir. Þau níu sem voru ákærð eru Sig­­­urður Ein­­­ar­s­­­son, fyrrum starf­andi stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður Kaup­­­þings, Hreiðar Már Sig­­­urðs­­­son, fyrr­ver­andi for­­­stjóri Kaup­­­þings, Magnús Guð­­­munds­­­son, fyrr­ver­andi for­­­stjóri Kaup­­­þings í Lúx­em­­­borg, Ingólfur Helga­­­son, fyrr­ver­andi for­­­stjóri Kaup­­­þings á Íslandi, Bjarki Diego, fyrr­ver­andi fram­­­kvæmda­­­stjóri útlána, Einar Pálmi Sig­­­munds­­­son, fyrr­ver­andi fram­­­kvæmda­­­stjóri eigin við­­­skipta Kaup­­­þings, Pétur Freyr Guð­mar­s­­­son, fyrr­ver­andi starfs­­­maður eigin við­­­skipta, Birnir Sær Björns­­­son, fyrr­ver­andi starfs­­­maður eigin við­­­skipta, og Björk Þór­­­ar­ins­dótt­ir, sem sæti átti í lána­­­nefnd Kaup­­­þings. Bjarki og Björk voru ákærð fyrir umboðs­­svik í mál­inu, ekki mark­aðs­mis­­­not­k­un. 

Í mál­inu var hinum ákærðu gefið að sök að hafa ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hluta­bréfa í Kaup­­­þingi, frá hausti 2007 og fram að falli bank­ans haustið 2008, og aukið selj­an­­­leika þeirra með „kerf­is­bundn­um“ og „stór­­­felld­um“ kaup­um, eins og segir í ákæru, í krafti fjár­­­hags­­­legs styrks bank­ans. 

Stærð og umfang máls­ins á sér ekki hlið­­­stæðu hér á landi. Aðal­­­­­með­­­­­ferð þess í hér­­aðs­­dómi Reykja­víkur tók 22 daga og yfir 50 manns voru kall­aðir til­­­ ­­­sem vitn­i á meðan að hún stóð yfir. Það liðu fimm vikur frá því að aðal­­­­­með­­­­­ferð­ í mál­inu lauk og þangað til að dómur fékkst. 

Hér­­aðs­­dómur komst að þeirri nið­­ur­­stöðu 26. júní í fyrra að Hreiðar Már, Sig­­urð­­ur, Ingólf­­ur, Einar Pálmi, Birnir Snær, Pétur Krist­inn og Bjarki væru sekir í mál­inu. Bjarki var ein­ungis dæmdur vegna ákæru fyrir umboðs­­svik. Tveimur liður ákæru á hendur Magn­úsi var vísað frá en að öðru leyti var hann sýkn­aður af þeim sökum sem á hann voru born­­­ar. Björk var sýknuð af ákærðu um umboðs­­svik í mál­inu. Í Hæsta­rétti var Magnús sak­felldur fyrir hlut­deild í mark­aðs­mis­notkun og fyrir hlut­deild í umboðs­svik­um. Björk var sak­felld fyrir ónot­hæfa til­raun til umboðs­svika vegna einnar lán­veit­ing­ar.

Í sept­em­ber voru Hreiðar Már og Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­­­mála­­stjóri Kaup­­þings, hafa verið ákærð af hér­­aðs­sak­­sókn­­ara fyrir umboðs- og inn­­herj­a­­svik. Í ákæru þess máls kom fram að ef Hreiðar Már yrði sýkn­aður í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­inu yrði fallið frá ákærunni um inn­herja­svik. Hægt er að lesa um þá ákæru hér.

Frétt­inni var breytt klukkan 15:34.

Í upp­haf­legri frétt RÚV, sem birt­ist áður en að dómur Hæsta­réttar var birtur á vefn­um, kom fram að sjö hefði verið sak­felld­ir. Kjarn­inn byggði sína frétt á þeim upp­lýs­ing­um. Það reynd­ist ekki rétt og hefur fréttin nú verið lag­færð í sam­ræmi við dóm­inn.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Kallar eftir „ákveðni“ stjórnvalda í sóttvarnaraðgerðum
Samkvæmt útreikningum hagfræðiprófessors hefur Ísland forskot í baráttunni gegn útbreiðslu COVID-19, auk þess sem reynsla frá öðrum löndum sýni að harðar sóttvarnaraðgerðir hafi verið árangursríkar.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None