Hæstiréttur sakfelldi alla í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings

hreidar-mar.jpg
Auglýsing

Hæsti­réttur Íslands dæmdi í dag alla níu sak­born­ing­anna í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings seka. Refs­ing sex sak­born­inga var ákveðin sú sama og í hér­aði, refs­ing eins var þyngd en tveimur var ekki gerð sér­stök refs­ing. 

Ingólfur Helga­­son hlaut þyngstan dóm í mál­inu, fjög­­urra og hálfs árs fang­elsi. Bjarki H. Diego hlaut tveggja og hálfs árs dóm, Einar Pálmi Sig­munds­son tveggja ára skil­orðs­bund­inn dóm og Birnir Sær Björns­son og Pétur Krist­inn Guð­mars­son fengu báðir 18 mán­aða skil­orðs­bund­inn dóm. Sig­­urður Ein­­ar­s­­son fékk eins árs hegn­ing­­ar­auka við þann fjög­­urra ára dóm sem hann hlaut í Al Than­i-­­mál­in­u. Magn­úsi Guð­munds­syni og Björk Þór­ar­ins­dóttur var ekki gerð sér­stök refs­ing fyrir þau brot sem þau voru dæmd fyr­ir. 

Refs­ing Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaup­þings, var þyngd og honum gerður sex mán­aða hegn­ing­ar­auki. Hægt er að lesa dóm Hæsta­réttar hér.

Auglýsing

Í mál­inu, sem kallað hefur ver­ið stóra mark­aðs­mis­­­not­k­un­­ar­­mál Kaup­­þings, voru níu fyrr­ver­andi starfs­­menn Kaup­­þings ákærð­­ir. Þau níu sem voru ákærð eru Sig­­­urður Ein­­­ar­s­­­son, fyrrum starf­andi stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður Kaup­­­þings, Hreiðar Már Sig­­­urðs­­­son, fyrr­ver­andi for­­­stjóri Kaup­­­þings, Magnús Guð­­­munds­­­son, fyrr­ver­andi for­­­stjóri Kaup­­­þings í Lúx­em­­­borg, Ingólfur Helga­­­son, fyrr­ver­andi for­­­stjóri Kaup­­­þings á Íslandi, Bjarki Diego, fyrr­ver­andi fram­­­kvæmda­­­stjóri útlána, Einar Pálmi Sig­­­munds­­­son, fyrr­ver­andi fram­­­kvæmda­­­stjóri eigin við­­­skipta Kaup­­­þings, Pétur Freyr Guð­mar­s­­­son, fyrr­ver­andi starfs­­­maður eigin við­­­skipta, Birnir Sær Björns­­­son, fyrr­ver­andi starfs­­­maður eigin við­­­skipta, og Björk Þór­­­ar­ins­dótt­ir, sem sæti átti í lána­­­nefnd Kaup­­­þings. Bjarki og Björk voru ákærð fyrir umboðs­­svik í mál­inu, ekki mark­aðs­mis­­­not­k­un. 

Í mál­inu var hinum ákærðu gefið að sök að hafa ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hluta­bréfa í Kaup­­­þingi, frá hausti 2007 og fram að falli bank­ans haustið 2008, og aukið selj­an­­­leika þeirra með „kerf­is­bundn­um“ og „stór­­­felld­um“ kaup­um, eins og segir í ákæru, í krafti fjár­­­hags­­­legs styrks bank­ans. 

Stærð og umfang máls­ins á sér ekki hlið­­­stæðu hér á landi. Aðal­­­­­með­­­­­ferð þess í hér­­aðs­­dómi Reykja­víkur tók 22 daga og yfir 50 manns voru kall­aðir til­­­ ­­­sem vitn­i á meðan að hún stóð yfir. Það liðu fimm vikur frá því að aðal­­­­­með­­­­­ferð­ í mál­inu lauk og þangað til að dómur fékkst. 

Hér­­aðs­­dómur komst að þeirri nið­­ur­­stöðu 26. júní í fyrra að Hreiðar Már, Sig­­urð­­ur, Ingólf­­ur, Einar Pálmi, Birnir Snær, Pétur Krist­inn og Bjarki væru sekir í mál­inu. Bjarki var ein­ungis dæmdur vegna ákæru fyrir umboðs­­svik. Tveimur liður ákæru á hendur Magn­úsi var vísað frá en að öðru leyti var hann sýkn­aður af þeim sökum sem á hann voru born­­­ar. Björk var sýknuð af ákærðu um umboðs­­svik í mál­inu. Í Hæsta­rétti var Magnús sak­felldur fyrir hlut­deild í mark­aðs­mis­notkun og fyrir hlut­deild í umboðs­svik­um. Björk var sak­felld fyrir ónot­hæfa til­raun til umboðs­svika vegna einnar lán­veit­ing­ar.

Í sept­em­ber voru Hreiðar Már og Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­­­mála­­stjóri Kaup­­þings, hafa verið ákærð af hér­­aðs­sak­­sókn­­ara fyrir umboðs- og inn­­herj­a­­svik. Í ákæru þess máls kom fram að ef Hreiðar Már yrði sýkn­aður í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­inu yrði fallið frá ákærunni um inn­herja­svik. Hægt er að lesa um þá ákæru hér.

Frétt­inni var breytt klukkan 15:34.

Í upp­haf­legri frétt RÚV, sem birt­ist áður en að dómur Hæsta­réttar var birtur á vefn­um, kom fram að sjö hefði verið sak­felld­ir. Kjarn­inn byggði sína frétt á þeim upp­lýs­ing­um. Það reynd­ist ekki rétt og hefur fréttin nú verið lag­færð í sam­ræmi við dóm­inn.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None