Hæstiréttur sakfelldi alla í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings

hreidar-mar.jpg
Auglýsing

Hæsti­réttur Íslands dæmdi í dag alla níu sak­born­ing­anna í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings seka. Refs­ing sex sak­born­inga var ákveðin sú sama og í hér­aði, refs­ing eins var þyngd en tveimur var ekki gerð sér­stök refs­ing. 

Ingólfur Helga­­son hlaut þyngstan dóm í mál­inu, fjög­­urra og hálfs árs fang­elsi. Bjarki H. Diego hlaut tveggja og hálfs árs dóm, Einar Pálmi Sig­munds­son tveggja ára skil­orðs­bund­inn dóm og Birnir Sær Björns­son og Pétur Krist­inn Guð­mars­son fengu báðir 18 mán­aða skil­orðs­bund­inn dóm. Sig­­urður Ein­­ar­s­­son fékk eins árs hegn­ing­­ar­auka við þann fjög­­urra ára dóm sem hann hlaut í Al Than­i-­­mál­in­u. Magn­úsi Guð­munds­syni og Björk Þór­ar­ins­dóttur var ekki gerð sér­stök refs­ing fyrir þau brot sem þau voru dæmd fyr­ir. 

Refs­ing Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaup­þings, var þyngd og honum gerður sex mán­aða hegn­ing­ar­auki. Hægt er að lesa dóm Hæsta­réttar hér.

Auglýsing

Í mál­inu, sem kallað hefur ver­ið stóra mark­aðs­mis­­­not­k­un­­ar­­mál Kaup­­þings, voru níu fyrr­ver­andi starfs­­menn Kaup­­þings ákærð­­ir. Þau níu sem voru ákærð eru Sig­­­urður Ein­­­ar­s­­­son, fyrrum starf­andi stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður Kaup­­­þings, Hreiðar Már Sig­­­urðs­­­son, fyrr­ver­andi for­­­stjóri Kaup­­­þings, Magnús Guð­­­munds­­­son, fyrr­ver­andi for­­­stjóri Kaup­­­þings í Lúx­em­­­borg, Ingólfur Helga­­­son, fyrr­ver­andi for­­­stjóri Kaup­­­þings á Íslandi, Bjarki Diego, fyrr­ver­andi fram­­­kvæmda­­­stjóri útlána, Einar Pálmi Sig­­­munds­­­son, fyrr­ver­andi fram­­­kvæmda­­­stjóri eigin við­­­skipta Kaup­­­þings, Pétur Freyr Guð­mar­s­­­son, fyrr­ver­andi starfs­­­maður eigin við­­­skipta, Birnir Sær Björns­­­son, fyrr­ver­andi starfs­­­maður eigin við­­­skipta, og Björk Þór­­­ar­ins­dótt­ir, sem sæti átti í lána­­­nefnd Kaup­­­þings. Bjarki og Björk voru ákærð fyrir umboðs­­svik í mál­inu, ekki mark­aðs­mis­­­not­k­un. 

Í mál­inu var hinum ákærðu gefið að sök að hafa ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hluta­bréfa í Kaup­­­þingi, frá hausti 2007 og fram að falli bank­ans haustið 2008, og aukið selj­an­­­leika þeirra með „kerf­is­bundn­um“ og „stór­­­felld­um“ kaup­um, eins og segir í ákæru, í krafti fjár­­­hags­­­legs styrks bank­ans. 

Stærð og umfang máls­ins á sér ekki hlið­­­stæðu hér á landi. Aðal­­­­­með­­­­­ferð þess í hér­­aðs­­dómi Reykja­víkur tók 22 daga og yfir 50 manns voru kall­aðir til­­­ ­­­sem vitn­i á meðan að hún stóð yfir. Það liðu fimm vikur frá því að aðal­­­­­með­­­­­ferð­ í mál­inu lauk og þangað til að dómur fékkst. 

Hér­­aðs­­dómur komst að þeirri nið­­ur­­stöðu 26. júní í fyrra að Hreiðar Már, Sig­­urð­­ur, Ingólf­­ur, Einar Pálmi, Birnir Snær, Pétur Krist­inn og Bjarki væru sekir í mál­inu. Bjarki var ein­ungis dæmdur vegna ákæru fyrir umboðs­­svik. Tveimur liður ákæru á hendur Magn­úsi var vísað frá en að öðru leyti var hann sýkn­aður af þeim sökum sem á hann voru born­­­ar. Björk var sýknuð af ákærðu um umboðs­­svik í mál­inu. Í Hæsta­rétti var Magnús sak­felldur fyrir hlut­deild í mark­aðs­mis­notkun og fyrir hlut­deild í umboðs­svik­um. Björk var sak­felld fyrir ónot­hæfa til­raun til umboðs­svika vegna einnar lán­veit­ing­ar.

Í sept­em­ber voru Hreiðar Már og Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­­­mála­­stjóri Kaup­­þings, hafa verið ákærð af hér­­aðs­sak­­sókn­­ara fyrir umboðs- og inn­­herj­a­­svik. Í ákæru þess máls kom fram að ef Hreiðar Már yrði sýkn­aður í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­inu yrði fallið frá ákærunni um inn­herja­svik. Hægt er að lesa um þá ákæru hér.

Frétt­inni var breytt klukkan 15:34.

Í upp­haf­legri frétt RÚV, sem birt­ist áður en að dómur Hæsta­réttar var birtur á vefn­um, kom fram að sjö hefði verið sak­felld­ir. Kjarn­inn byggði sína frétt á þeim upp­lýs­ing­um. Það reynd­ist ekki rétt og hefur fréttin nú verið lag­færð í sam­ræmi við dóm­inn.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lóa Margrét Hauksdóttir
Börnin í heiminum eiga öll að hafa það gott!
Kjarninn 20. nóvember 2019
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None