Ágúst og Lýður fá á annan tug milljarða í sinn hlut

Skráningu Bakkavarar í London verður haldið til streitu eftir allt saman, en tilkynning var send út í síðustu viku um að ákveðið hefði verið að falla frá henni.

bakkavör 3.11.2017
Auglýsing

Eigendur Bakkavarar, Ágúst og Lýður Guðmundssynir ásamt vogunarsjóðnum Baupost, munu fá greiddar 158 milljónir punda þegar félagið verður skráð á markað í London á fimmtudaginn, jafnvirði 21 milljarðs króna. 

Þetta kemur fram í umfjöllun Financial Times. Markaðsvirði félagsins er við skráningu ríflega einn milljarður punda, eða sem nemur 143 milljörðum króna.

Greint var frá því í gær að hluthafar fyrirtækisins hefðu ákveðið skrá félagið á markað, og halda þannig áformum um slíkt til streitu. Í síðustu viku var í tilkynningu greint frá því ekkert yrði af skráningunni, en hluthafar ákváðu síðar að halda sig við skráningunni og verða hlutabréf fyrirtækisins tekin til viðskipta 16. nóvember. 

Auglýsing

Fjárfestum býðst um fjórðungshlutur í fyrirtækinu en Ágúst og Lýður eiga 59 prósent hlut í félaginu en Baupost Group 41 prósent. Sé mið tekið af þeim hlutföllum fara um 12,7 milljarðar í hlut Ágúst og Lýðs.

Skráningin markar tímamót í sögu Bakkavarar, en á þessu ári eru 31 ár frá því að Ágúst og Lýður stofnuðu félagið. Undanfarin ár hafa verið mikil rússíbanareið fyrir fyrirtækið og hluthafa þess, eins og rakið hefur verið í fréttaskýringum á vef Kjarnans.

Óhætt er að segja að Ágúst og Lýður, ásamt Baupost, hafi náð að gera sér mun meiri verðmæti úr hlutnum í Bakkavör en Arion banki og íslenskir lífeyrissjóðir gerðu eftir hrunið. 

Í janúar 2016 var send tilkynning til fjölmiðla um að BG12 ehf., félag í eigu Arion banka, Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, Gildi lífeyrissjóðs, fleiri minni lífeyrissjóða og fagfjárfesta hefði selt 46 prósent hlut sinn í Bakkavör til félags sem er í eigu bræðranna Ágústar og Lýðs og bandarískra fjárfestingasjóða í stýringu hjá Baupost Group L.L.C

Kaupverðið nam 147 milljónum punda, um 20 milljörðum króna. 

Sameinaði lífeyrissjóðurinn og dótturfélag Klakka seldu jafnframt sinn fimm prósent hlut í Bakkavör Group og má ætla að kaupverðið hafi verið um þrír milljarðar króna. Kaupendur skuldbundu sig til að leggja fram kauptilboð í alla aðra útistandandi hluti í félaginu, rétt um ellefu prósent, á sömu kjörum, og gerðu þeir það að lokum.

Nú við skráningu félagsins er verðmiðinn meira en þrefalt hærri en sá sem Arion banki og íslenskir lífeyrissjóðir miðuðu við þegar hluturinn var seldur. Miðað við söluverðið í janúar í fyrrra þá var verðmiðinn á Bakkavör um 319 milljónir punda, en við skráningu á fimmtudaginn verður hann ríflega einn milljarður punda, eins og áður segir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent