Lífeyrissjóðir færa niður eignir og kröfur á United Silicon um 90 prósent

Frjálsi lífeyrissjóðurinn er búinn að færa niður eign og kröfur á United Silicon um 90 prósent. Það sama eftir EFÍA gert. Varúðarniðurfærslur þeirra nema yfir milljarði króna.

United Silicon ágúst 2017
Auglýsing

Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem fjárfesti 1.178 milljónum króna í United Silicon, hefur færð niður virði þeirra hlutabréfa og skuldabréfa sem sjóðurinn á í fyrirtækinu um 90 prósent. Um varúðarniðurfærslu er að ræða, og nemur hún rúmum milljarði króna. Sömu sögu er að segja af Eftirlaunasjóði félags íslenskra atvinnuflugmanna (EFÍA). Þar nemur niðurfærslan einnig 90 prósentum. Þetta er haft eftir Arnaldi Loftssyni, framkvæmdastjóra Frjálsa lífeyrissjóðsins, í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um efnahagsmál og viðskipti, í dag. Þar kemur einnig fram að fjárfestingin skiptist jafnt á milli skuldabréfa og hlutabréfa í United Silicon og að öll viðskiptin hafi verið framkvæmd eftir ráðgjöf Arion banka.  

Markaðurinn greinir líka frá því að stjórnendur Kaupþings, stærsta eiganda Arion banka, vilji fá svör um hversu mikið þurfi að afskrifa af átta milljarða króna lánum hans til United Silicon áður en að hlutafjárútboð í Arion banka, sem er fyrirhugað í haust, fer fram. Arion banki hefur þegar afskrifað allt hlutafé í United Silicon, sem var metið á einn milljarð króna. Alls átti bankinn 16,3 prósent í fyrirtækinu.

Í greiðslustöðvun

United Silicon rekur kís­il­málm­verk­smiðju í Helgu­vík. Félagið óskaði eftir greiðslu­stöðvun 14. ágúst síð­ast­lið­inn. Ástæðan eru erf­ið­leikar í rekstri kís­il­málm­verk­smiðj­unni sem hóf fram­leiðslu í nóv­em­ber 2016, og rekja má til síend­ur­tek­inna bil­ana í bún­aði sem hafa valdið félag­inu miklu tjóni. Nýfall­inn gerð­ar­dómur í deilu félags­ins við ÍAV hf. eykur enn á óvissu félags­ins. Sam­kvæmt honum þarf United Silicon að greiða ÍAV um einn millj­arð króna. Greiðslustöðvun fyrirtækisins var framlengd í vikunni og gildir nú fram í desember.

Auglýsing

Á meðal hlut­hafa og lán­veit­enda þess eru Arion banki og íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Alls nam fjárfesting lífeyrissjóða í verkefninu um 2,2 milljörðum króna. Þar af fjárfestu þrír lífeyrissjóðir sem eru í stýringu hjá Arion banka í verkefninu fyrir .1375 milljónir króna. Frjálsi lífeyrissjóðurinn lagði til langstærstan hluta þeirrar upphæðar, eða 1.178 milljónir króna. Hinir tveir sjóðirnir eru Eftirlaunasjóður félags íslenskra atvinnuflugmanna (EFÍA) og Lífeyrissjóð starfsmanna Búnaðarbanka Íslands (LSBÍ). Arion banki rekur alla sjóðina þrjá, starfsfólk bankans gegnir stjórnunarstöðum í þeim og þeir eru til húsa í höfuðstöðvum hans í Borgartúni.

Líkt og kemur fram hér að ofan var ráðist í fjárfestinguna eftir ráðleggingar frá Arion banka.

Stýrt af starfsmanni Arion banka

Í yfir­­lýs­ingu sem EFÍA birti á heima­­síðu sinni í ágúst kom fram að heild­­ar­fjár­­­fest­ing hans í verk­efn­inu væri 112,9 millj­­ónir króna. Líkt og með aðrar sér­­hæfðar fjár­­­fest­ingar hafi það verið stjórn sjóðs­ins sem tók ákvörðun um hana „að und­an­­geng­inni ítar­­legri grein­ingu sér­­fræð­inga Arion Banka.“ Fram­­kvæmda­­stjóri sjóðs­ins er starfs­­maður Arion banka.

Fjórði sjóðurinn sem lagði United Silicon til fé var Festa lífeyrissjóður. Festa lagði félag­inu til 875 millj­ónir króna í hlutafé og skulda­bréfa­lán. Sjóðurinn hefur nú færð niður 3,5 prósenta eignarhlut sjóðsins í United Silicon að fullu.

Kjarninn hefur óskað eftir því að fá hluthafalista United Silicon afhentan en ekki fengið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent