Lífeyrissjóðir færa niður eignir og kröfur á United Silicon um 90 prósent

Frjálsi lífeyrissjóðurinn er búinn að færa niður eign og kröfur á United Silicon um 90 prósent. Það sama eftir EFÍA gert. Varúðarniðurfærslur þeirra nema yfir milljarði króna.

United Silicon ágúst 2017
Auglýsing

Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn, sem fjár­festi 1.178 millj­ónum króna í United Sil­icon, hefur færð niður virði þeirra hluta­bréfa og skulda­bréfa sem sjóð­ur­inn á í fyr­ir­tæk­inu um 90 pró­sent. Um var­úð­ar­nið­ur­færslu er að ræða, og nemur hún rúmum millj­arði króna. Sömu sögu er að segja af Eft­ir­launa­sjóði félags íslenskra atvinnu­flug­manna (EFÍA). Þar nemur nið­ur­færslan einnig 90 pró­sent­um. Þetta er haft eftir Arn­aldi Lofts­syni, fram­kvæmda­stjóra Frjálsa líf­eyr­is­sjóðs­ins, í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í dag. Þar kemur einnig fram að fjár­fest­ingin skipt­ist jafnt á milli skulda­bréfa og hluta­bréfa í United Sil­icon og að öll við­skiptin hafi verið fram­kvæmd eftir ráð­gjöf Arion banka.  

Mark­að­ur­inn greinir líka frá því að stjórn­endur Kaup­þings, stærsta eig­anda Arion banka, vilji fá svör um hversu mikið þurfi að afskrifa af átta millj­arða króna lánum hans til United Sil­icon áður en að hluta­fjár­út­boð í Arion banka, sem er fyr­ir­hugað í haust, fer fram. Arion banki hefur þegar afskrifað allt hlutafé í United Sil­icon, sem var metið á einn millj­arð króna. Alls átti bank­inn 16,3 pró­sent í fyr­ir­tæk­inu.

Í greiðslu­stöðvun

United Sil­icon rekur kís­­il­­málm­­verk­smiðju í Helg­u­vík. Félagið óskaði eftir greiðslu­­stöðvun 14. ágúst síð­­ast­lið­inn. Ástæðan eru erf­ið­­leikar í rekstri kís­­il­­málm­­verk­smiðj­unni sem hóf fram­­leiðslu í nóv­­em­ber 2016, og rekja má til síend­­ur­­tek­inna bil­ana í bún­­aði sem hafa valdið félag­inu miklu tjóni. Nýfall­inn gerð­­ar­­dómur í deilu félags­­ins við ÍAV hf. eykur enn á óvissu félags­­ins. Sam­­kvæmt honum þarf United Sil­icon að greiða ÍAV um einn millj­­arð króna. Greiðslu­stöðvun fyr­ir­tæk­is­ins var fram­lengd í vik­unni og gildir nú fram í des­em­ber.

Auglýsing

Á meðal hlut­hafa og lán­veit­enda þess eru Arion banki og íslenskir líf­eyr­is­­sjóð­­ir. Alls nam fjár­fest­ing líf­eyr­is­sjóða í verk­efn­inu um 2,2 millj­örðum króna. Þar af fjár­festu þrír líf­eyr­is­sjóðir sem eru í stýr­ingu hjá Arion banka í verk­efn­inu fyrir .1375 millj­ónir króna. Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn lagði til langstærstan hluta þeirrar upp­hæð­ar, eða 1.178 millj­ónir króna. Hinir tveir sjóð­irnir eru Eft­ir­launa­sjóður félags íslenskra atvinnu­flug­manna (EFÍA) og Líf­eyr­is­sjóð starfs­manna Bún­að­ar­banka Íslands (LSBÍ). Arion banki rekur alla sjóð­ina þrjá, starfs­fólk bank­ans gegnir stjórn­un­ar­stöðum í þeim og þeir eru til húsa í höf­uð­stöðvum hans í Borg­ar­túni.

Líkt og kemur fram hér að ofan var ráð­ist í fjár­fest­ing­una eftir ráð­legg­ingar frá Arion banka.

Stýrt af starfs­manni Arion banka

Í yfir­­­lýs­ingu sem EFÍA birti á heima­­­síðu sinni í ágúst kom fram að heild­­­ar­fjár­­­­­fest­ing hans í verk­efn­inu væri 112,9 millj­­­ónir króna. Líkt og með aðrar sér­­­hæfðar fjár­­­­­fest­ingar hafi það verið stjórn sjóðs­ins sem tók ákvörðun um hana „að und­an­­­geng­inni ítar­­­legri grein­ingu sér­­­fræð­inga Arion Banka.“ Fram­­­kvæmda­­­stjóri sjóðs­ins er starfs­­­maður Arion banka.

Fjórði sjóð­ur­inn sem lagði United Sil­icon til fé var Festa líf­eyr­is­sjóð­ur. Festa lagði félag­inu til 875 millj­­ónir króna í hlutafé og skulda­bréfa­lán. Sjóð­ur­inn hefur nú færð niður 3,5 pró­senta eign­ar­hlut sjóðs­ins í United Sil­icon að fullu.

Kjarn­inn hefur óskað eftir því að fá hlut­haf­alista United Sil­icon afhentan en ekki feng­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent