Minnst átta hafa farist í kraftmesta Atlantshafsstormi allra tíma

Kraftmesti Atlantshafsbylurinn gekk á land í Karíbahafi í gær og í nótt. Hann hefur sótt í sig veðrið undanfarna sólarhringa. Bylurinn verður eflaust í lægri styrkleikaflokki þegar hann lendir á Flórída.

Irma er orðinn að kraftmesta fellibyl sem orðið hefur til á Atlantshafi síðan mælingar hófust.
Irma er orðinn að kraftmesta fellibyl sem orðið hefur til á Atlantshafi síðan mælingar hófust.
Auglýsing

Aðeins nokkrum dögum eftir að felli­byl­ur­inn Har­vey gekk á land yfir Hou­ston í Texas hefur nýr felli­bylur orðið til og gengið á land. Það er felli­byl­ur­inn Irma sem ógnar byggð í og við Karí­ba­haf.

Irma er þegar orðin að fimmta stigs felli­byl og er kraft­mesti felli­bylur sem orðið hefur til á Atl­ants­hafi síðan mæl­ingar hófust. Vind­hraði byls­ins hefur náð meira en 70 metrum á sek­úndu, en þær mæl­ingar náð­ust áður en storm­ur­inn eyði­lagði mæli­tæki veð­ur­fræð­inga.

Auglýsing

Til þess að setja slíkan vind­hraða í sam­hengi við íslenskan raun­veru­leika þá er efsta stig vind­hraða­flokk­unar Veð­ur­stofu Íslands 30 metrar á sek­úndu. Slíkur vind­hraði er kallað stór­viðri og mælst er til þess að fólk sé ekki á ferli. Í gamla vind­stiga­kerf­inu hrað­ari vindur en 32,7 metrar á sek­úndu kall­aður fár­viðri.

Storm­ur­inn gekk á land á kar­ab­ískum eyjum í gær og heldur áfram í átt að Flór­ída, þar sem Irma mun ná landi um helg­ina. Leið storms­ins er eftir Bar­bados-eyj­um, yfir Dóminíska lýð­veld­ið, við norð­ur­strönd Kúbu áður en hann tekur stefn­una norður frá Kúbu yfir að Flór­ída í Banda­ríkj­un­um.

Storm­ur­inn hefur þegar ollið miklu tjóni í byggðu bóli. Frétta­stofa Reuters greinir frá því að átta hafi farist í storm­inum á Saint Martin í nótt. Storm­inum fylgdi einnig mikil eyði­legg­ing og flóð. Full­trúi bæj­ar­ráðs­ins á Saint Martin segir 95 pró­sent af öllu hafa eyði­lagst.

Fylgstu með ferðum Irmu

Á eftir Irmu kemur annar stormur sem hefur fengið nafnið Jose. Ekki er búist við að leið hans liggi um byggð ból eins og leið Irmu. Jose er þegar orð­inn að fyrsta stigs felli­byl undan ströndum Suð­ur­-Am­er­íku. Jose má sjá á kort­inu hér að ofan, merktur styrk­leika sín­um.

Sést vel úr geimnum

Stór bylur á borð við Irmu sést vel út um glugga Alþjóð­legu geim­stöðv­ar­innar sem sveimar umhverfis jörð­ina. Þessar myndir birt­ust á vef banda­rísku geim­vís­inda­stofn­un­ar­innar í vik­unni.

Hvernig verða felli­byljir til?

Felli­bylur verður aðeins til við sér­stakar aðstæður í nátt­úr­unni. Felli­bylur verður aðeins til yfir haffleti þar sem hafið er meira en 26 gráðu heitt og þar sem and­rúms­loftið verður hratt kalt eftir því sem ofar dreg­ur.

Hringrás fellibylja

Kraftur felli­byls­ins verður til við upp­streymi lofts. Upp­streymið verður til vegna þess að hlýja loftið yfir hafflet­inum stígur og kólnar hratt, með þeim afleið­ingum að það fellur aft­ur, en hlýnar þegar það kemst aftur nærri hafflet­in­um.

Kraftur felli­bylja fer yfir­leitt minnk­andi þegar þeir nálg­ast land eða ganga á land. Þá er orku­búið í haf­inu ekki lengur til staðar til að knýja hringrás­ina. Felli­byljir eru flokk­aðir eftir styrk í fimm flokka.

Flokkun felli­bylja

Stig Þrýst­ingur í auga Vind­hraði Flóð­bylgja Tjón
1 yfir 980 mb 38-49 m/s undir 1,5 m lítið
2 965-979 mb 49-57 m/s 1,5 til 2,5 all­mikið
3 945-964 mb 57-69 m/s 2,5 til 3,5 mikið
4 920-944mb 67-80 m/s 3,5 til 5,5 mjög mikið
5 undir 920 mb yfir 80 m/s yfir 5,5 fádæma mikið

Búast má við tíð­ari felli­byljum

Miðað við spár vís­inda­manna og þá þróun sem þegar hefur orðið á lofts­lagi jarð­ar, þá má gera ráð fyrir að felli­byljir verði tíð­ari í fram­tíð­inni. Ekki nóg með að þeir verði tíð­ari heldur má einnig gera ráð fyrir að þeir verði kraft­meiri.

Ástæðan er að höfin eru að hitna og eins og útskýrt var hér að ofan þá eru þau orku­búr fyrir ofsa­veður af þessu tægi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent