Minnst átta hafa farist í kraftmesta Atlantshafsstormi allra tíma

Kraftmesti Atlantshafsbylurinn gekk á land í Karíbahafi í gær og í nótt. Hann hefur sótt í sig veðrið undanfarna sólarhringa. Bylurinn verður eflaust í lægri styrkleikaflokki þegar hann lendir á Flórída.

Irma er orðinn að kraftmesta fellibyl sem orðið hefur til á Atlantshafi síðan mælingar hófust.
Irma er orðinn að kraftmesta fellibyl sem orðið hefur til á Atlantshafi síðan mælingar hófust.
Auglýsing

Aðeins nokkrum dögum eftir að felli­byl­ur­inn Har­vey gekk á land yfir Hou­ston í Texas hefur nýr felli­bylur orðið til og gengið á land. Það er felli­byl­ur­inn Irma sem ógnar byggð í og við Karí­ba­haf.

Irma er þegar orðin að fimmta stigs felli­byl og er kraft­mesti felli­bylur sem orðið hefur til á Atl­ants­hafi síðan mæl­ingar hófust. Vind­hraði byls­ins hefur náð meira en 70 metrum á sek­úndu, en þær mæl­ingar náð­ust áður en storm­ur­inn eyði­lagði mæli­tæki veð­ur­fræð­inga.

Auglýsing

Til þess að setja slíkan vind­hraða í sam­hengi við íslenskan raun­veru­leika þá er efsta stig vind­hraða­flokk­unar Veð­ur­stofu Íslands 30 metrar á sek­úndu. Slíkur vind­hraði er kallað stór­viðri og mælst er til þess að fólk sé ekki á ferli. Í gamla vind­stiga­kerf­inu hrað­ari vindur en 32,7 metrar á sek­úndu kall­aður fár­viðri.

Storm­ur­inn gekk á land á kar­ab­ískum eyjum í gær og heldur áfram í átt að Flór­ída, þar sem Irma mun ná landi um helg­ina. Leið storms­ins er eftir Bar­bados-eyj­um, yfir Dóminíska lýð­veld­ið, við norð­ur­strönd Kúbu áður en hann tekur stefn­una norður frá Kúbu yfir að Flór­ída í Banda­ríkj­un­um.

Storm­ur­inn hefur þegar ollið miklu tjóni í byggðu bóli. Frétta­stofa Reuters greinir frá því að átta hafi farist í storm­inum á Saint Martin í nótt. Storm­inum fylgdi einnig mikil eyði­legg­ing og flóð. Full­trúi bæj­ar­ráðs­ins á Saint Martin segir 95 pró­sent af öllu hafa eyði­lagst.

Fylgstu með ferðum Irmu

Á eftir Irmu kemur annar stormur sem hefur fengið nafnið Jose. Ekki er búist við að leið hans liggi um byggð ból eins og leið Irmu. Jose er þegar orð­inn að fyrsta stigs felli­byl undan ströndum Suð­ur­-Am­er­íku. Jose má sjá á kort­inu hér að ofan, merktur styrk­leika sín­um.

Sést vel úr geimnum

Stór bylur á borð við Irmu sést vel út um glugga Alþjóð­legu geim­stöðv­ar­innar sem sveimar umhverfis jörð­ina. Þessar myndir birt­ust á vef banda­rísku geim­vís­inda­stofn­un­ar­innar í vik­unni.

Hvernig verða felli­byljir til?

Felli­bylur verður aðeins til við sér­stakar aðstæður í nátt­úr­unni. Felli­bylur verður aðeins til yfir haffleti þar sem hafið er meira en 26 gráðu heitt og þar sem and­rúms­loftið verður hratt kalt eftir því sem ofar dreg­ur.

Hringrás fellibylja

Kraftur felli­byls­ins verður til við upp­streymi lofts. Upp­streymið verður til vegna þess að hlýja loftið yfir hafflet­inum stígur og kólnar hratt, með þeim afleið­ingum að það fellur aft­ur, en hlýnar þegar það kemst aftur nærri hafflet­in­um.

Kraftur felli­bylja fer yfir­leitt minnk­andi þegar þeir nálg­ast land eða ganga á land. Þá er orku­búið í haf­inu ekki lengur til staðar til að knýja hringrás­ina. Felli­byljir eru flokk­aðir eftir styrk í fimm flokka.

Flokkun felli­bylja

Stig Þrýst­ingur í auga Vind­hraði Flóð­bylgja Tjón
1 yfir 980 mb 38-49 m/s undir 1,5 m lítið
2 965-979 mb 49-57 m/s 1,5 til 2,5 all­mikið
3 945-964 mb 57-69 m/s 2,5 til 3,5 mikið
4 920-944mb 67-80 m/s 3,5 til 5,5 mjög mikið
5 undir 920 mb yfir 80 m/s yfir 5,5 fádæma mikið

Búast má við tíð­ari felli­byljum

Miðað við spár vís­inda­manna og þá þróun sem þegar hefur orðið á lofts­lagi jarð­ar, þá má gera ráð fyrir að felli­byljir verði tíð­ari í fram­tíð­inni. Ekki nóg með að þeir verði tíð­ari heldur má einnig gera ráð fyrir að þeir verði kraft­meiri.

Ástæðan er að höfin eru að hitna og eins og útskýrt var hér að ofan þá eru þau orku­búr fyrir ofsa­veður af þessu tægi.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Telja áhrif þess að afnema stimpilgjald af íbúðarhúsnæði óveruleg
Átta þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu í síðasta mánuði fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Það er í sjötta sinn sem frumvarpið er lagt fram. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur afnámið líklegt til að hækka íbúðarverð.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Flokkur fólksins sækir fylgið til ómenntaðra og tekjulágra á Suðurlandi og Suðurnesjum
Fylgi Flokks fólksins hefur ekki mælst mikið síðastliðið ár. Í nóvember er meðaltalsfylgið 3,9 prósent sem myndi líkast til ekki duga flokknum til að fá þingmann. Áferð kjósenda Flokks fólksins er þó enn svipuð því sem hún var fyrir rúmum þremur árum.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Uwięzieni w płomieniach
Co wydarzyło się na miejscu pożaru przy Bræðraborgarstígur i jak potoczyły się losy tych, którzy go przeżyli? Poniżej znajduje się podsumowanie obszernej serii artykułów na temat tej tragedii opublikowanych przez Kjarninn.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Húsnæði Kauphallarinnar
Verðlagning íslenskra félaga bjartsýnni en áður
Fjárfestum finnst meira varið í flest fyrirtæki í Kauphöllinni heldur en ársreikningar þeirra segja til um og hefur sá mælikvarði hækkað á síðustu árum. Verðlagningin er þó nokkuð lægri en í kauphöllum hinna Norðurlandanna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Geðheilsa þjóðar í krísu
Áhrif COVID-19 á samfélagið eru mikil og víða marka afleiðinga sjúkdómsins og sóttvarnaaðgerða djúp spor. Fyrirséð er að efnahagsáhrif verða mikil enda atvinnuleysi við það mesta sem Íslendingar hafa séð í áraraðir.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiErlent