Minnst átta hafa farist í kraftmesta Atlantshafsstormi allra tíma

Kraftmesti Atlantshafsbylurinn gekk á land í Karíbahafi í gær og í nótt. Hann hefur sótt í sig veðrið undanfarna sólarhringa. Bylurinn verður eflaust í lægri styrkleikaflokki þegar hann lendir á Flórída.

Irma er orðinn að kraftmesta fellibyl sem orðið hefur til á Atlantshafi síðan mælingar hófust.
Irma er orðinn að kraftmesta fellibyl sem orðið hefur til á Atlantshafi síðan mælingar hófust.
Auglýsing

Aðeins nokkrum dögum eftir að felli­byl­ur­inn Har­vey gekk á land yfir Hou­ston í Texas hefur nýr felli­bylur orðið til og gengið á land. Það er felli­byl­ur­inn Irma sem ógnar byggð í og við Karí­ba­haf.

Irma er þegar orðin að fimmta stigs felli­byl og er kraft­mesti felli­bylur sem orðið hefur til á Atl­ants­hafi síðan mæl­ingar hófust. Vind­hraði byls­ins hefur náð meira en 70 metrum á sek­úndu, en þær mæl­ingar náð­ust áður en storm­ur­inn eyði­lagði mæli­tæki veð­ur­fræð­inga.

Auglýsing

Til þess að setja slíkan vind­hraða í sam­hengi við íslenskan raun­veru­leika þá er efsta stig vind­hraða­flokk­unar Veð­ur­stofu Íslands 30 metrar á sek­úndu. Slíkur vind­hraði er kallað stór­viðri og mælst er til þess að fólk sé ekki á ferli. Í gamla vind­stiga­kerf­inu hrað­ari vindur en 32,7 metrar á sek­úndu kall­aður fár­viðri.

Storm­ur­inn gekk á land á kar­ab­ískum eyjum í gær og heldur áfram í átt að Flór­ída, þar sem Irma mun ná landi um helg­ina. Leið storms­ins er eftir Bar­bados-eyj­um, yfir Dóminíska lýð­veld­ið, við norð­ur­strönd Kúbu áður en hann tekur stefn­una norður frá Kúbu yfir að Flór­ída í Banda­ríkj­un­um.

Storm­ur­inn hefur þegar ollið miklu tjóni í byggðu bóli. Frétta­stofa Reuters greinir frá því að átta hafi farist í storm­inum á Saint Martin í nótt. Storm­inum fylgdi einnig mikil eyði­legg­ing og flóð. Full­trúi bæj­ar­ráðs­ins á Saint Martin segir 95 pró­sent af öllu hafa eyði­lagst.

Fylgstu með ferðum Irmu

Á eftir Irmu kemur annar stormur sem hefur fengið nafnið Jose. Ekki er búist við að leið hans liggi um byggð ból eins og leið Irmu. Jose er þegar orð­inn að fyrsta stigs felli­byl undan ströndum Suð­ur­-Am­er­íku. Jose má sjá á kort­inu hér að ofan, merktur styrk­leika sín­um.

Sést vel úr geimnum

Stór bylur á borð við Irmu sést vel út um glugga Alþjóð­legu geim­stöðv­ar­innar sem sveimar umhverfis jörð­ina. Þessar myndir birt­ust á vef banda­rísku geim­vís­inda­stofn­un­ar­innar í vik­unni.

Hvernig verða felli­byljir til?

Felli­bylur verður aðeins til við sér­stakar aðstæður í nátt­úr­unni. Felli­bylur verður aðeins til yfir haffleti þar sem hafið er meira en 26 gráðu heitt og þar sem and­rúms­loftið verður hratt kalt eftir því sem ofar dreg­ur.

Hringrás fellibylja

Kraftur felli­byls­ins verður til við upp­streymi lofts. Upp­streymið verður til vegna þess að hlýja loftið yfir hafflet­inum stígur og kólnar hratt, með þeim afleið­ingum að það fellur aft­ur, en hlýnar þegar það kemst aftur nærri hafflet­in­um.

Kraftur felli­bylja fer yfir­leitt minnk­andi þegar þeir nálg­ast land eða ganga á land. Þá er orku­búið í haf­inu ekki lengur til staðar til að knýja hringrás­ina. Felli­byljir eru flokk­aðir eftir styrk í fimm flokka.

Flokkun felli­bylja

Stig Þrýst­ingur í auga Vind­hraði Flóð­bylgja Tjón
1 yfir 980 mb 38-49 m/s undir 1,5 m lítið
2 965-979 mb 49-57 m/s 1,5 til 2,5 all­mikið
3 945-964 mb 57-69 m/s 2,5 til 3,5 mikið
4 920-944mb 67-80 m/s 3,5 til 5,5 mjög mikið
5 undir 920 mb yfir 80 m/s yfir 5,5 fádæma mikið

Búast má við tíð­ari felli­byljum

Miðað við spár vís­inda­manna og þá þróun sem þegar hefur orðið á lofts­lagi jarð­ar, þá má gera ráð fyrir að felli­byljir verði tíð­ari í fram­tíð­inni. Ekki nóg með að þeir verði tíð­ari heldur má einnig gera ráð fyrir að þeir verði kraft­meiri.

Ástæðan er að höfin eru að hitna og eins og útskýrt var hér að ofan þá eru þau orku­búr fyrir ofsa­veður af þessu tægi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent