Ef við berjumst þá gætum við tapað

Íbúi í Reykjanesbæ skrifar um mengunina frá verksmiðju í Helguvík.

Auglýsing

Svo mikið að segja en of lít­ill tími til að segja það. Ég hata þetta, ég hata allt um það. Ég hata að þurfa að berj­ast fyrir hreinu lofti sem við þurfum öll að anda. Ef bæj­ar­yf­ir­völd hefðu hugsað út fyrir kass­ann þegar kom að því að skapa störf fyrir íbúa Reykja­nes­bæjar hefði verið hægt að koma í veg fyrir allt varð­andi umhverf­isslysið í Helgu­vík. Þeir hefðu get­að skapað næga vinnu og tryggt okkur öruggt, hreint og heil­brigt umhverf­i. 

Í stað þess að setja saman hóp af skap­andi fólki til að hugsa upp hvernig við hefð­um getað tek­ist á við það atvinnu­leysi sem blasti við okkur þá hopp­uðu ráða­menn og bæj­ar­yf­ir­völd um borð í einn mesta meng­un­ar­djöful sem hægt var að finna og seldu okk­ur íbúa á algjöru gjafa­verði. Ég er ekki viss um hvert hlut­verk kjör­inna full­trúa okkar er en þau eru klár­lega ekki að vinna vinn­una sína þegar kemur að því að vernda íbúa og umhverfi þeirra. Kís­il­ver nútím­ans eru upp­færð 19. aldar skrímsli jafn­vel þó þau fram­leiði 21. ald­ar vör­ur.

Hvað voru ráða­menn að hugsa þegar þau ákváðu að styðja við upp­bygg­ingu á ekki einu heldur tveimur meng­andi kís­il­verum sem eiga bara eftir að menga umhverfið okkar og stofna heilsu okkar íbúa í hættu? Voru þau bara að hugsa um að skapa störf? 150 störf?Pen­ing til að rétta af fjár­hag bæj­ar­ins? Voru þau að fóðra eigin vasa? Átti þetta að vera fjöð­ur í hatt­inn þeirra ?

Auglýsing

Hvað voru þau að hugsa?

Mér líður svo­lítið eins og það sé verið að leggja okkur íbúa í ein­elti. Mér líður eins og við séum lögð í ein­elti af United Sil­icon og þeim kjörnu full­trúum sem voru kosin einmitt til að standa vörð um hags­muni okk­ar. Kæru íbú­ar, ef við berj­umst getum við tap­að, ef við berj­umst ekki þá höfum við tap­að nú þeg­ar. 

Núna er rétti tím­inn til að berj­ast. Að hefja bar­daga sem við öll, íbúar þessa bæj­ar­fé­lags, ættum að vera saman í. Það er ekk­ert eðli­legt við það að hér sé komið starfs­leyfi fyrir tveimur stærstu kís­il­verum í heim­in­um. Það sem er óeðli­legt við það er að sumum finn­st þetta bara allt í lagi og jafn­vel styðja við áfram­hald­andi veg­ferð skrímsla­vinnsl­unnar í Helgu­vík. Nú vil ég ekki leggja neinum orð í munn en það er mín ályktun að þeir opin­beru starfs­menn sem koma að mál­inu virð­ast halda að þessi kís­il­ver eigi eftir að bjarga bæj­ar­fé­lag­inu frá gjald­þroti. Það er hins vegar stað­reynd að ef verk­smiðjur af þess­ari stærð­argráðu fá að rísa eiga þær eftir að skila mjög tak­mörk­uðu fjár­magni til bæj­ar­fé­lags­ins.

Eina sem þær munu skilja eftir sig er mjög sviðin jörð og heilsu­lausir og van­sælir íbú­ar. Ég neita að trúa því að mann­rétt­indi okkar íbúa hér í Reykja­nesbæ trompi ekki þau starfs­leyfi og samn­inga sem gerð hafa verið í kringum Helgu­vík. Hér er ég að tala um þá stað­reynd að tak­markið er að brenna um eða yfir 4000 tonnum af kol­um, kvarsi og við­arkur­li hvern ein­asta dag. Bar­átta okkar bæj­ar­búa gegn þess­ari vá á hins vegar eftir að skila sér út í sam­fé­lag­ið. Við fáum nátt­úr­una okkar til baka, lífs­gæði aukast, heilsa íbúa batnar og svæð­ið okkar eft­ir­sókn­ar­verð­ara. Auk þess getum við státað okkur af því afreki að vera bær­inn sem stóð saman og sigr­aði Gol­í­at.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar