Undandreginn skattstofn mála sem hafa verið niðurfelld er 9,7 milljarðar

Alls hafa verið felld niður 62 skattsvikamál vegna þess að rof varð á rannsóknum þeirra. Fleiri mál verða líkast til felld niður, þrátt fyrir að rökstuddur grunur sé um stórfelld skattsvik. Umfangsmesta málið snýst um skattsstofn upp á 2,2 milljarða.

Flestir þeirra sem voru til rannsóknar, en sleppa nú við ákæru, færðu fjármagn sem átti að skattleggjast á Íslandi til annarra landa og gáfu ekki réttar upplýsingar um skattstofn þess til að reyna að komast hjá greiðslu lögboðina skatta.
Flestir þeirra sem voru til rannsóknar, en sleppa nú við ákæru, færðu fjármagn sem átti að skattleggjast á Íslandi til annarra landa og gáfu ekki réttar upplýsingar um skattstofn þess til að reyna að komast hjá greiðslu lögboðina skatta.
Auglýsing

Undandregin skattstofn þeirra 62 skattsvikamála sem héraðssaksóknari hefur fellt niður er alls 9,7 milljarðar króna. Um er að ræða 5,7 milljarða króna í vanframtaldar tekjur og fjóra milljarða króna í vanframtaldar fjármagnstekjur.

Umfangsmesta málið snýst um vanframtaldar tekjur og fjármagnstekjur vegna greiðslna frá erlendu félagi, vaxtagreiðslna og hlutabréfaviðskipta upp á samtals um 2,2 milljónir króna. Annað stórt mál snýst um vanframtaldar tekjur upp á 876 milljónir króna vegna kaupa á hlutabréfum á lægra verði en gangverði, óheimilar úthlutunar úr lögaðila og vanframtalinna stjórnarlauna.

Þetta kemur fram í yfirliti yfir þau mál sem voru látin niður falla sem Kjarninn fékk frá embætti skattrannsóknarstjóra.

Málin voru felld niður vegna þess að málsmeðferð þeirra hjá annars vegar skattyfirvöldum og hins vegar héraðssaksóknara var ekki nægilega samtvinnuð í efni og tíma, aðallega vegna þess að þeim var slegið á frest vegna þess að beðið var niðurstöðu máls sem var til meðferðar hjá Mannréttindadómstóli Evrópu.

Það rof sem varð vegna þess að málin voru sett á bið varð á endanum til þess að þau voru látin niður falla.

Líklegt að fleiri mál verði látin falla niður

Kjarninn greindi frá því í gær að málin, sem eru gegn einstaklingum sem grunaðir eru um að hafa framið skattsvik, hefðu verið látin niður falla. Á meðal þeirra mála sem felld voru niður eru mál einstaklinga sem komu fyrir í Panamaskjölunum svokölluðu. Búist er við því að enn fleiri mál tengd ætluðum skattsvikum verði felld niður á næstunni, en samtals eru 152 slík mál til meðferðar hjá embætti héraðssaksóknara. Alls er skattstofninn í öllum þeim málum yfir 30 milljarðar króna.

Auglýsing
Þegar er búið að endurákvarða skattgreiðslur á flesta þeirra sem undir eru í þeim rannsóknum. En í þeim málum sem felld hafa verið niður mun ekki verða hægt að leggja sektir á þá sem þau snúast um. Sekt fyrir skattsvik getur verið frá því að vera tvöföld sú skattfjárhæð sem skotið var undan og upp að tífaldri þeirra fjárhæð. Því er ljóst að íslenska ríkið verður af miklum fjárhæðum vegna þessa og þeir sem sviku stórfellt undan skatti munu enn fremur ekki þurfa að sæta refsingu fyrir að hafa framið hegningarlagabrot.

Íslensku sjómennirnir sleppa

Engar upplýsingar fást hjá embættum skattrannsóknarstjóra eða héraðssaksóknara um hvaða einstaklingar séu undir í þeim málum sem hafa verið látin niður falla. Samkvæmt heimildum Kjarnans eru mál íslenskra sjómanna sem störfuðu hjá íslenskum útgerðum erlendis þó á meðal þeirra mála sem felld voru niður. Hin meintu brot mann­anna fólust í því að þeir greiddu ekki skatt af launum sínum á Íslandi á meðan að þeir unnu hjá íslenskum útgerðum í Afr­íku, þótt þeir hafi átt heim­il­is­festi hér. Alls eru 33 þeirra mála sem hafa verið látin niður falla vegna tekna sem urðu til vegna starfa erlendis. Um tugi milljóna króna er um að ræða í vanframtöldum tekjum í hverju tilfelli fyrir sig. Sá einstaklingur sem vanframtaldi mest af tekjum vegna starfa erlendis var samtals með 114,5 milljónir króna í tekjur.

En stóru tölurnar í málunum sem hafa verið látin niður falla eru í málum af öðrum toga. Líkt og áður sagði snúast tvö stærstu málin, sem samtals snúast um vantaldar tekjur upp á rúmlega þrjá milljarða króna, um annars vegar greiðslur frá erlendu félagi, vaxtatekjur og hlutabréfaviðskipti og hins vegar um vanframtaldar tekjur vegna kaupa á hlutabréfum á lægra verði en gangverði, óheimilar úthlutunar úr lögaðila og vanframtalinna stjórnarlauna.

Þá eru stór mál sem snúast um tekjur vegna óheimilar úthlutunar úr félögum og vegna framvirkra samninga. Þar eru vanframtaldar tekjur og fjármagnstekjur upp á mörg hundruð milljónir króna í einstökum málum.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar