57 íslenskir sjómenn grunaðir um skattaundanskot

skip
Auglýsing

57 íslenskir sjó­menn hafa verið til rann­sóknar hjá emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra vegna skatta­laga­brota sem grunur er um að þeir hafi framið á meðan að þeir störf­uðu hjá íslenskum útgerðum erlend­is. Búið er að kæra meiri­hluta þeirra til hér­aðs­sak­sókn­ara. Hin meintu brot mann­anna fel­ast í því að þeir hafi ekki greitt skatt af launum sínum á Ísland á meðan að þeir unnu hjá íslenskum útgerðum í Afr­íku, þótt þeir hafi átt heim­il­is­festi hér. Grunur leikur á um að ein­stök mál snú­ist um und­an­skot upp á tugi millj­óna króna. Frá þessu er greint í Frétta­tím­anum í dag.

Mál sjó­mann­anna 57 eru meiri­hluti þeirra 108 mála sem tengj­ast Panama­skjöl­unum svoköll­uðu sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur tekið til rann­sókn­ar. Þau höfðu þó flest verið tekin til rann­sóknar áður en að gögn um skatta­skjóls­við­skipti voru keypt af íslenskum stjórn­völdum í fyrra og áður en að umfjöllun um Panama­skjölin hófst í vor. Rann­sókn­irnar á mönn­unum snú­ast um hvort að lög­legt hafi verið hjá þeim að skrá lög­heim­ili sitt erlend­is, meðal ann­ars á Márit­an­íu, á sama tíma og þeir bjuggu í reynd á Íslandi. Með þeim hætti komust þeir hjá háum skatt­greiðsl­um.

46 mál komin til sak­sókn­ara

RÚV greindi frá því um síð­ustu helgi að skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóri hefði vísað 46 skattaund­an­­skota­­málum til sak­­sókn­­ara. Í öllum mál­unum er talið að stór­­felld lög­­brot hafi verið framin sem varða við hegn­ing­­ar­lög. Talið er að hund­ruðum millj­­óna króna hafi verið komið undan skatt­i. 

Auglýsing

Bryn­­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóri gekk frá kaupum á gögnum um eig­inir Íslend­inga í skatta­­skjólum fyrir 37 millj­­ónir króna sum­­­arið 2015. Í þeim fund­ust 500 félög sem tengd­ust Íslend­ing­­um. Í frétt RÚV sagði að í hverju máli geti skattaund­an­­skot numið á bil­inu einni milljón króna upp í tugi, ef ekki hund­ruði millj­­óna króna.

Í Pana­ma­skjöl­unum sem fjöl­miðlar greindu frá í apríl á þessu ári fund­ust nöfn um 600 Íslend­inga. Jafn­­vel þó það sé ekki ólög­­legt að eiga pen­inga í skatta­­skjólum er oft ómög­u­­legt að sann­­reyna skatta­­upp­­lýs­ingar félaga sem skráð eru í skatta­­skjól­­um.

108 mál hafa verið tekin til for­m­­leg­­arar rann­­sóknar sem tengd­ust Pana­ma­skjöl­un­­um. Sum höfðu verið áður til rann­­sókn­­ar. 34 mál voru tekin til for­m­­legrar rann­­sóknar eftir að skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóri keypti skatta­­gögnin í fyrra. Þrjú hafa verið felld nið­­ur.

Tekin hefur verið skýrsla af hátt í 200 manns vegna þess­­ara mála og hátt í 100 manns hafa stöðu sak­­born­ings í þessum mál­­um. 46 málum hefur verið vísað til sak­­sókn­­ara þar sem skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóri hefur kom­ist að nið­­ur­­stöðu um að stór­­felld brot hafi verið fram­in.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None