Birgir Þór Harðarson

Ekki hægt að skilja Panamamótmælin nema út af því fordæmi sem búsáhaldamótmælin settu

Íslendingar gátu seint kallast þjóð mótmæla fyrir efnahagshrunið 2008 en eftir það varð heldur betur kúvending í þeim málum hér á landi. Almenningur flykktist á Austurvöll til að mótmæla ástandinu eftir hrunið og síðan þá hafa þúsundir Íslendinga mótmælt við hin ýmsu tækifæri – og hafa sum mótmæli jafnvel ratað í heimsfréttirnar. Kjarninn ræddi við prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem rannsakað hefur fyrirbærið mótmæli.

Stóra málið og það sem ég hef áhuga á er í raun og veru hvað ger­ist á þessum sjald­gæfu krítísku augna­blikum þegar margir ákveða á sama tíma að taka þátt í mót­mæl­um. Það er eitt­hvað við þessi krítísku móment.“

Þetta segir Jón Gunnar Bern­burg pró­fessor í félags­fræði við Háskóla Íslands en hann birti á dög­unum grein í tíma­rit­inu European Soci­olog­ical Review um Panama­leka­mót­mælin sem áttu sér stað þann 4. apríl 2016. 

For­saga mót­mæl­anna er sú að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra eftir að upp­ljóstrað var um það í umfjöllun um Panama­skjölin að hann hefði átt félagið Wintris ásamt eig­in­konu sinni. Það félag, sem skráð var til heim­ilis á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, var kröfu­hafi í bú föllnu íslensku bank­anna með kröfur upp á rúm­lega 500 millj­ónir króna og var ekki til­greint í hags­muna­skrán­ingu Sig­mundar Dav­íðs. Þegar Sig­mundur Davíð var spurður um Wintris í sjón­varps­við­tali þann 3. apríl þá sagði hann ósatt um til­urð félags­ins og tengsl sín við það. 

Mik­ill mann­fjöldi safn­að­ist saman á Aust­ur­velli dag­inn eftir til þess að mót­mæla en talið er að um 26.000 manns hafi mætt – en þetta eru án efa fjöl­menn­ustu mót­mæli Íslands­sög­unn­ar. 

Fólk býst við því að sagan end­ur­taki sig

Jón Gunnar segir að hann hafi haft mestan áhuga á þessum fyrsta atburði en fólk hélt þó áfram að mót­mæla næstu daga og vik­ur. „Ég hef nefni­lega áhuga á því hvernig skyndi­leg útbreiðsla vænt­inga um að stór mót­mæli myndu eiga sér stað höfðu áhrif á mót­mæla­þátt­töku almenn­ings á þessum tíma­punkti. Ef við hugsum um Panama­lek­ann þá sjáum við að það er ýmis­legt þegar við horfum á þetta sögu­lega sem bendir til þess að slíkar vænt­ingar hafi breiðst út snögg­lega í kjöl­far þessa máls.“

Hann útskýrir að almenna hug­myndin sé sú að ef eitt­hvað ger­ist sem vekur upp hneykslun yfir mál­efni sem áður hefur valdið fjölda­mót­mælum – sem sagt end­ur­tekið hneyksli – þá geti vænt­ingar um mikla mót­mæla­þátt­töku breiðst út. Tvær ástæður eru fyrir því, sam­kvæmt Jóni Gunn­ari. 

Í fyrsta lagi þá sé fólk skyn­samt og hugsi með sér að það sem einu sinni hafi gerst sé lík­legt til að ger­ast aft­ur. Fólk búist við því að sagan end­ur­taki sig. Bendir hann á að nokkurn árum áður hafi hrunið átt sér stað og þá hafi hneykslun um for­rétt­indi valdið stórum mót­mæl­um. „Það er svo margt sem minnir á þetta í þessum aðstæð­um. Þannig má ætla að fólk viti að sagan end­ur­taki sig.“

Í öðru lagi telji fólk sem upp­lifir hneykslun í þessum aðstæðum að margir aðrir upp­lifi það sama. Fólk sé með­vitað um að aðrir upp­lifi sömu til­finn­ingar og hneyksl­un. „Þess vegna getum við ætlað að þessar aðstæður hafi valdið þessum vænt­ing­um. Svo höfum líka hlut­lægar vís­bend­ing­ar, til að mynda var greint frá því í frétt­unum þennan dag að yfir­vof­andi væru þessi mót­mæli. Það voru meira að segja fréttir af því að fjöl­miðla­fólk væri fljúg­andi til Íslands hvaðanæva af úr Evr­ópu til þess að verða vitni að mót­mæl­un­um.“

Gögnin sýni einnig að lög­reglan hafi farið að und­ir­búa sig fyrir stór mót­mæli um leið og þátt­ur­inn var sýndur á RÚV. „Það eru alls konar vís­bend­ingar um þetta.“ 

Jón Gunnar segir að fólk hugsi með sér, sérstaklega það sem styður málefnið, að nú geti mótmæli raunverulega haft áhrif. Núna skipti máli að taka þátt.
Aðsend mynd

Öryggi í fjöld­anum

Jón Gunnar útskýrir fyr­ir­bærið mót­mæli sem svo að fjöldi fólks sé óánægt með eitt­hvað til­tekið ástand án þess að eitt­hvað sér­stakt ger­ist – en svo breyt­ist eitt­hvað. 

„Svo er það þetta sér­staka við ákveðin augna­blik og ein kenn­ingin sem ég hef áhuga á hér er sú að svona móment ein­kenn­ist af því að skyndi­lega breið­ast út vænt­ingar um að margir aðrir ætli að mót­mæla. Það er mögu­lega ein mik­il­væg skýr­ing. Það breið­ist út þessi vænt­ing að margir aðrir ætli að mót­mæla. Það þarf eitt­hvað sam­eig­in­legt að ger­ast, það þarf eitt­hvað að sam­eina fólk í þessum vænt­ing­um.“

Jón Gunnar nefnir þrjár ástæður fyrir því af hverju þetta ætti að skipta máli. Í fyrsta lagi þá hugsi fólk með sér, sér­stak­lega það sem styður mál­efn­ið, að nú geti mót­mæli raun­veru­lega haft áhrif. Núna skipti máli að taka þátt. Ef ein­ungis 10 manns ætla að mæta þá skipti engu máli að taka þátt – það hafi engin áhrif. 

Í öðru lagi þá hugsi fólk að það sé öryggi í fjöld­an­um. „Nú get ég mætt og mót­mælt án þess að gera mig að fífli. Ég er ekki bara ein­hver sér­vitr­ing­ur,“ gæti ein­hver hugs­að. 

Í þriðja lagi ef ein­stak­lingur heldur að margir ætli að mæta þá mynd­ist félags­legur þrýst­ing­ur. Fólk upp­lifi það sem skyldu sína að mæta, sér­stak­lega ef þeir nán­ustu ætla að mæta. 

Mótmælin eftir Panamalekann á Austurvelli.
Birgir Þór Harðarson

Sam­spil milli vænt­inga og stuðn­ings

Varð­andi þennan atburð sem Jón Gunnar rann­sak­aði sér­stak­lega, Panama­leka­mót­mæl­in, þá segir hann það hafa komið í ljós í könn­unum að þeir sem væntu þess að mót­mælin yrðu stór voru einmitt mest lík­legir til að taka þátt. „En það kom líka í ljós að það er sam­spil á milli vænt­inga og stuðn­ings við mót­mæl­in.“

Hann segir að vænt­ingar um stór mót­mæli virki ein­stak­linga til þátt­töku sem styðja stór mót­mæli en virkji ekki þá sem styðja þau ekki. „Þetta er ekki sjálf­virkt ferli, vænt­ing­arnar um að mót­mæli verði stór hvetji ekki alla til að mæta heldur aðeins þá sem styðja mót­mæl­in. Að sama skapi kemur í ljós að það að styðja til­tekin mót­mæli er ekki nóg til að hvetja fólk til að mæta í þau. Þú verður líka að vænta þess að margir aðrir taki þátt.“

Mikið breytt­ist fyrir og eftir hrun í mót­mæla­menn­ingu á Íslandi en eftir bús­á­halda­bylt­ing­una var fólk mun áfjáð­ara í að mót­mæla við fleiri til­efni. Hvernig horfir þessi breyt­ing við þér?

Jón Gunnar segir að það sé einmitt ekki hægt að skilja Panama­leka­mót­mælin nema út af því for­dæmi sem bús­á­halda­mót­mælin settu. „Þau er þetta for­dæmi sem kveikir í þessum vænt­ingum um að stór mót­mæli séu að fara að eiga sér stað. Af því að þetta er svipað mál­efni, spill­ing og for­rétt­indi ríka fólks­ins. Það er það sem hvatti fólk bæði í bús­á­halda­mót­mæl­unum og í Panama­leka­mót­mæl­un­um.“

Allt í sögu­legu sam­hengi

Jón Gunnar hefur einnig rann­sakað bús­á­halda­mót­mælin og bendir hann á áhuga­verðar and­stæður á milli mót­mæl­anna. „Þegar hrunið varð í októ­ber 2008 þá tók það tölu­verðan tíma – margar vikur – fyrir mót­mæla­hreyf­ingu að byggj­ast upp. Hún byrj­aði með litlum fundum og síðan stækk­uðu mót­mæl­in. Þá verða til vænt­ingar um að mót­mæla­þátt­taka sé að verða mik­il. Þetta var öðru­vísi í Panama­lek­anum því þá bara einn tveir og bingó: Stærstu mót­mæli Íslands­sög­unn­ar! Vegna þess að for­dæmið var til í menn­ing­unn­i.“

Þannig hafi þró­unin verið öfug í þessum tveimur mót­mæl­um. Þau byggð­ust upp á mörgum vikum í bús­á­halda­mót­mæl­unum en sprungu strax út í Panama­lek­anum og dóu svo út. „Þetta er allt í sögu­legu sam­heng­i,“ segir hann. 

Jón Gunnar segir að fræð­unum sé talað um „prot­est cycles“ eða mót­mæla­hringrás­ir. „Mót­mæla­at­burðir tengj­ast og það fer eftir því hvort mót­mæli séu upp­hafið á ein­hverri til­tek­inni hreyf­ingu eða í miðj­unni á ein­hverju tíma­bili. Það eru ólík öfl að verki.“

Ef for­rétt­indum og spill­ingu yrði skyndi­lega mót­mælt á morgun af ein­hverri ástæðu þá væru þau mót­mæli í þessu sama sam­hengi og Bús­á­halda­mót­mælin og Panama­leka­mót­mæl­in. 

„Þegar hrunið varð í október 2008 þá tók það töluverðan tíma – margar vikur – fyrir mótmælahreyfingu að byggjast upp. Hún byrjaði með litlum fundum og síðan stækkuðu mótmælin,“ segir Jón Gunnar.
EPA

Aðstæður – eins og veður – hafa auð­vitað áhrif

Jón Gunnar bendir á að snemma árs 2016 hafi ekki verið hægt að sjá nein merki þess að fólk ætl­aði að mót­mæla. „Það er svo merki­legt þegar svona ger­ist. Allt í einu mynd­ast sér­stakar aðstæður þar sem fólk er hneykslað yfir mál­efni og þá geta trig­ger­ast ákveðnar vænt­ingar um stór mót­mæli.“

En hefur veður engin áhrif á mót­mæli?

„Ég held að allt sem við getum kallað aðstæður og tæki­færi hafi áhrif. Það fer eng­inn að mót­mæla í blind­byl. Oft þegar maður fer að tala um svona hluti þá er eins og maður sé að gera lítið úr mál­efn­inu en þetta er spurn­ing um hvað virkjar þá sem styðja mál­efnið til að mæta í mót­mæli. Vont veður klár­lega dregur úr þeim og gott veður eykur lík­urn­ar.“

Hann segir að þeim mun nær mót­mæl­unum sem fólk býr því lík­legra sé það til að mæta í þau. „Það er þessi kostn­aður sem þarf að leggja til. Ef þú býrð til dæmis í Hafn­ar­firði þá kostar það tíma, ves­en, barnapössun og allt þetta að mæta í mót­mæli. Allt öðru­vísi en ef þú byggir í 101. Þannig að allir svona þættir skipta máli,“ segir hann að lok­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiViðtal