Panamamótmælin: Þátttaka almennings og markmið mótmælenda

Auglýsing

Atburða­rás­in ­sem Panama­lek­inn hratt af stað í íslensku sam­fé­lagi fyrr á þessu ári er merki­leg fyrir margra hluta sak­ir. Opin­ber­anir á tengslum ráða­manna við aflands­fé­lög leiddu til fáheyrðra afsagna úr mik­il­vægum valda­stöðum og leið­togar rík­is­stjórn­ar­innar fundu sig knúna til þess að lofa almenn­ingi snemm­búnum kosn­ing­um. 

En ­at­burða­rás­in ­segir merki­lega hluti um sam­tím­ann einmitt líka vegna þess hve almenn­ingur hafði mikil áhrif á hana. Líkt og hrun­vet­ur­inn 2008-2009 léku fjölda­mót­mæli veiga­mikið hlut­verk í valda­tafli stjórn­mál­anna. Sunnu­dags­kvöldið 3. apr­íl, eftir umfjöllun Kast­ljóss um eign­ar­halds­fé­lag­ið Wintris, fór boð­uðum komum á Face­book á mót­mæli undir yfir­skrift­inni „Kosn­ingar strax“ sem halda átti dag­inn eftir að fjölga gríð­ar­lega. Vænt­ingar um stærð mót­mæl­anna urðu svo miklar að erlent fjöl­miðla­fólk flykkt­ist til lands­ins til þess að fylgj­ast með. Svo fór að lær­dómur þjóð­ar­innar úr Bús­á­halda­bylt­ing­unni, að fjölda­mót­mæli geti fellt rík­is­stjórn, virkj­aði þús­undir til þess að taka þátt í mót­mælum mánu­dag­inn 4. apr­íl. Mót­mæl­in, sem skipu­leggj­endur sögðu ein þau stærstu sem átt hefðu sér stað hér­lend­is, sköp­uðu ber­sýni­lega titr­ing í stjórn­ar­sam­starf­inu. Dag­inn eftir mót­mælin fylgd­ist þjóðin með beinni útsend­ingu af sein­ustu augna­blikum þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra í starfi. En þótt ráð­herr­ann hafi vikið strax drifu vænt­ingar um að mót­mæli geti fellt rík­is­stjórn dag­leg (en æ fámenn­ari) mót­mæli næstu vik­urn­ar.

Þótt þessi saga sé kunn hefur túlkun atburð­anna liðið fyrir skort á stað­reynd­um. Tölur um fjölda mót­mæl­enda hafa verið á reiki og hlut­læg gögn um mark­mið „venju­legra“ mót­mæl­enda hafa ekki legið fyr­ir. Fyrir utan nokkur frétta­við­töl er ekki vitað fyrir víst af hverju allt þetta fólk mætti til að mót­mæla. Var um að ræða tíma­bundna reiði vegna fram­göngu þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra og sam­ráð­herra hans? Eða voru hugð­ar­efni þátt­tak­enda djúp­stæð­ari og „stærri“ en fram­ganga nokk­urra ráð­herra? Með öðrum orð­um: var óánægjan sem dreif þús­undir almennra borg­ara niður á Aust­ur­völl í apr­íl­mán­uði síð­ast­liðnum tíma­bundin – eða er um að ræða við­var­andi óánægju í sam­fé­lag­inu sem leitt gæti til meiri mót­mæla í fram­tíð­inni?

Auglýsing

Könnun á mót­mæla­þátt­töku

Stuttu eftir að mót­mælin hófust í vor fékk und­ir­rit­að­ur­ ­Fé­lags­vís­inda­stofnun HÍ til þess að fram­kvæma net­könnun meðal íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (18 ára og eldri) á mót­mæla­þátt­töku. Könn­unin fór fram á tíma­bil­inu 13. apríl til 4. maí og reynd­ist svörun ásætt­an­leg (63%), um 1000 manns svör­uðu könn­un­inni.

Svar­endur voru spurðir um hvort þeir hefðu tekið þátt í tveimur stærstu mót­mæla­við­burð­un­um, mánu­dags­mót­mæl­unum 4. apríl og laug­ar­dags­mót­mæl­unum 9. apr­íl. Tafla 1 sýnir 23% þátt­töku í mánu­dags­mót­mæl­unum 4. apríl (dag­inn eftir Kast­ljós­þátt­inn). Miðað við þá nið­ur­stöðu væri áætl­aður fjöldi mót­mæl­enda um 35 þús­und manns. En sú tala er lík­lega ofmat. Rann­sóknir hafa bent til þess þeir sem áhuga hafi á stjórn­málum taki frekar þátt í net­könn­unum en þeir sem minni áhuga hafa. Þess vegna er lík­lega minna um mót­mæl­endur í hópi þeirra sem ekki svör­uðu könn­un­inni. Neðri röð í töflu birtir leið­rétt mat sem gerir ráð fyrir að könn­unin ofmeti mót­mæla­þátt­töku umtals­vert (þ.e. um þriðj­ung). Þessi nið­ur­staða bendir til þess að þátt­takan hafi verið um 17% af íbúum höf­uð­borg­ar­svæðis (18 ára og eldri). Svo virð­ist sem taln­ing þeirra sem skipu­lögðu mót­mælin hafi því verið nærri lagi; ekki færri en 26 þús­und manns virð­ast hafa tekið þátt í mánu­dags­mót­mæl­unum 4. apr­íl.

Fjöldi þátt­tak­enda í laug­ar­dags­mót­mæl­unum 9. apríl virð­ist líka vera mjög nálægt taln­ingu skipu­leggj­enda mót­mæl­anna. Leið­rétta matið fyrir þátt­töku í þeim mót­mælum er um 10% eða 15 þús­und manns.

Mik­il­vægt er að árétta að aðferðin við að leið­rétta svar­bjögun eyðir ekki óvissu um nákvæman fjölda þátt­tak­enda. Bjög­unin er óþekkt og kanna þarf þátt­tök­una með fleiri aðferðum (t.d. með síma­könn­un) til þess að stað­festa þessar nið­ur­stöð­ur. Ólík­legt er þó að miklu muni og því ljóst að þátt­takan í þessum tveimur við­burðum var afar mikil á íslenskan mæli­kvarða.

Þótt fjöl­miðlar hafi ekki alltaf fylgst vel með voru mót­mæli á Aust­ur­velli dag­legur við­burður í apr­íl­mán­uði og fram í maí, en sífellt fækk­aði í hópi mót­mæl­enda. Svar­endur voru spurðir hvort þeir hefðu mætt í ein­hvern af þessum mót­mæla­við­burð­um. Leið­rétta matið lengst til hægri í töflu 1 (neðri röð) bendir til þess að um 22% íbúa höf­uð­borg­ar­svæðis hafi mætt í mót­mæli á tíma­bil­inu (um 33 þús­und manns). Gögnin eins og þau eru kynnt hér gera þó ekki grein­ar­mun á eðli þátt­tök­unn­ar; margir mæta aðeins í stutta stund á mót­mæla­við­burð en aðrir standa vakt­ina allan tím­ann.

Athygli vekur að heild­ar­þátt­takan í mót­mæla­hrin­unni í apríl virð­ist vera á pari við þátt­tök­una í Bús­á­halda­bylt­ing­unni (kann­anir hafa bent til þess að um fjórð­ungur íbúa höf­uð­borg­ar­svæðis hafi tekið ein­hvern þátt í þeirri mót­mæla­hrin­u).

Tafla 1. Mat á þátt­töku íbúa höf­uð­borg­ar­svæðis í mót­mælum á Aust­ur­velli sl. vor

.

Skýr­ing­ar: Nið­ur­stöður í töflu byggj­ast á svörum 1001 íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­is. Allar nið­ur­stöður eru vegnar með til­liti til ald­urs og mennt­un­ar. Fjöldi mót­mæl­enda er áætl­aður með því að miða við fjölda skráðra íbúa höf­uð­borg­ar­svæðis á aldr­inum 19-80 ára (um 152.000). Í neðri röð í töflu er gert ráð fyrir því að könn­unin ofmeti mót­mæla­þátt­töku um 33 pró­sent (vegna þess að svar­endur í net­könn­unum hafa meiri stjórn­mála­á­huga en aðr­ir).

Ástæður mót­mæla­þátt­töku

Svar­endur sem sögð­ust hafa tekið þátt í mót­mælum í apr­íl­mán­uði (290 manns) voru beðnir um að nefna þrjár ástæður fyrir þátt­töku sinni. Á mynd 1 má sjá algeng­ustu ástæð­urnar sem nefndar voru. Fram kemur að algeng­asta ástæðan er óánægja með stöðu lýð­ræð­is­ins; flestir sögð­ust hafa mót­mælt vegna þess að þeir telja stjórn­málin spillt og sið­ferði stjórn­mála­manna ábóta­vant. Þá vildu margir flýta kosn­ing­um, enda sú krafa yfir­skrift mót­mæl­anna frá upp­hafi. Ýmis önnur þemu komu fram sem tengj­ast óánægju með stöðu lýð­ræð­is­ins. Sumir upp­lifðu sið­ferð­is­lega vand­læt­ingu og að það hefði verið borg­ara­leg skylda þeirra að mót­mæla. Fáeinir nefndu það sér­stak­lega að þeir hefðu mót­mælt til að knýja á um nýja stjórn­ar­skrá. Þessar nið­ur­stöður ríma vel við aðra nið­ur­stöðu sem fram kemur í þess­ari könnun (ekki sýnt á mynd) og sem líka kom fram í könn­unum á bús­á­halda­mót­mæl­in­um, sem er að trú á spill­ingu í stjórn­málum og óánægja með lýð­ræðið eru afar sterkir for­spár­þættir mót­mæla­þátt­töku.

.Athygli vekur að óánægja með spill­ingu og sið­ferð­is­bresti er oftar nefnd sem ástæða fyrir mót­mæla­þátt­töku heldur en tíma­bundnu hneyksl­is­málin sem opin­ber­uð­ust í Panama­lek­an­um. En auð­vitað voru þau mál­efni mót­mæl­endum ofar­lega í huga. Fram­ganga þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra og sam­ráð­herra hans var oft nefnd sem ástæða mót­mæla­þátt­töku. Kröfur um afsagnir þess­ara ein­stak­linga koma fyrir í mörgum svörum, sér­stak­lega krafan um afsögn Sig­mundar Dav­íðs en einnig Bjarna Bene­dikts­sonar og Ólafar Nor­dal.

Loks gaf hluti mót­mæl­enda til kynna að hann hefði mót­mælt vegna ­stjórn­mála­skoð­ana; þessir ein­stak­lingar vildu öðru fremur koma rík­is­stjórn­inni frá vegna stefnu hennar og mál­efna. Þetta rímar á­gæt­lega við íslenskar rann­sóknir sem sýnt hafa að stjórn­mála­skoð­an­ir, sér­stak­lega fylgni við vinstri­flokka, tengj­ast mót­mæla­þátt­töku hér­lend­is.

End­ur­tekin þemu – og kannski ein­hver ný?

Í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins magn­að­ist upp á Íslandi til­finn­inga­þrungin orð­ræða um spill­ingu í stjórn­málum sem virkj­aði hluta þjóð­ar­innar til þess að taka þátt í mót­mælum gegn stjórn­völd­um. Van­traustið á stjórn­málum staf­aði öðru fremur af þeirri sýn, sem magn­að­ist upp í Hrun­inu, að sér­hags­munir hinna efna­meiri hefðu náð sterkum tökum á rík­is­vald­inu. Nýliðnir atburðir sýna að sú orð­ræða blundar enn í til­finn­inga­lífi margra Íslend­inga. Panama­lek­inn end­ur­vakti þessar til­finn­ing­ar; hann opin­ber­aði hvernig fjár­mála­kerf­ið, sem rík­is­valdið los­aði undan sam­fé­lags­legu aðhaldi á árunum fyrir efna­hags­hrun­ið, aðstoðar þá efna­meiri við að fela eignir fyrir yfir­völd­um. Hneyksl­is­málin sem leiddu til mót­mæl­anna í apr­íl­mán­uð­i—að valda­miklir íslenskir stjórn­mála­menn hafi reynst nátengdir svona gjörn­ing­um—­fengu tíma­bundna athygli, en und­ir­liggj­andi drif­kraftur mik­illar mót­mæla­þátt­töku var, líkt og í Bús­á­halda­bylt­ing­unni, útbreidd óánægja með stöðu lýð­ræð­is­ins.

Á und­an­förnum miss­erum hefur van­traust almenn­ings á stjórn­mál­um; sem stafað hefur af útbreiddri sýn á spill­ingu og sið­ferð­is­brest í stjórn­mál­um; valdið óvæntum sveiflum í fylgi gam­alla og nýrra stjórn­mála­flokka, auk þess sem það hefur skapað frjóan jarð­veg fyrir fjölda­mót­mæli. Þró­unin er alþjóð­leg og ekki bundin við Ísland. En það gerir hana ekk­ert minna var­huga­verða. Fjár­málakreppan opin­ber­aði hvernig frelsun fjár­magnsafl­anna ára­tug­ina á undan hafði veikt sam­fé­lags­legt vald yfir veiga­miklum sviðum þjóð­lífs­ins. Panama­lek­inn gaf almenn­ingi inn­sýn í afleið­ing­arnar og hefur lík­lega aukið á van­traust­ið. Hættan til lengri tíma er sú að borg­ar­arnir missi enn frekar trúnna á að stofn­anir stjórn­mál­anna séu far­vegur átaka um þjóð­fé­lags­gerð­ina. Þá getur skap­ast lýð­ræðiskreppa og stjórn­málin fær­ast í auknum mæli út á torg og stræti, sér­stak­lega þegar kreppir að eða þegar áföll eiga sér stað.

Snemm­búnar kosn­ingar í haust bjóða upp á tæki­færi fyrir stjórn­málin að end­ur­vekja traust. Ástandið í þjóð­fé­lag­inu nú felur í sér sjald­gæf sókn­ar­færi fyrir fram­sækin stjórn­mála­öfl; stór hluti borg­ar­anna er mót­tæki­legur fyr­ir trú­verð­ug­um skila­boðum um lýð­ræð­is­legar umbæt­ur. Eigi umbætur að end­ur­vekja traust almenn­ings á stjórn­málum til lengri tíma hljóta þær að fela í sér ekki aðeins aðgerðir gegn spill­ingu og sið­ferð­is­brestum heldur líka aðgerðir sem auka sam­fé­lags­legt aðhald á fjár­magns­öfl­un­um. Fjár­mála­kerfið í núver­andi mynd rímar ber­sýni­lega illa við rétt­læt­is- og lýð­ræðis­kennd margra Íslend­inga. En eins og dæmin sanna aust­an­hafs og vestan um þessar mundir skapa ólga, óvissa og van­traust líka sókn­ar­færi fyrir stjórn­mála­öfl af því tag­inu sem ala á ótta og leit­ast við að sam­eina fólk með ein­földum skila­boðum um „okk­ur“ og „hina“. Þá er stutt í hatur og öfgar og ólík­legt að lýð­ræð­isum­bætur verði ofar­lega á dag­skrá. Að þessu leyti stendur Ísland á tíma­mótum í haust. Það mun reyna á lýð­ræðis­kennd stjórn­mála­manna og kjós­enda.

Höf­undur er er pró­fessor í félags­fræði við HÍ.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None