Namibísk stjórnvöld vilja fá þrjá Samherjamenn framselda

Íslensk lög heimila ekki að íslenskir ríkisborgarar séu framseldir. Því hefur vararíkissaksóknari hafnað beiðni namibískra stjórnvalda um að þrír núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja verði framseldir til landsins.

Hluti þeirra sem eru ákærðir í málinu.
Hluti þeirra sem eru ákærðir í málinu.
Auglýsing

Namibísk stjórnvöld hafa sett í gang formlegt ferli til að reyna að fá þrjá núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja framselda til landsins vegna málaferla á hendur þeim. Kröfunni hefur verið hafnað þar sem engin heimild er í lögum til að framselja íslenska ríkisborgara til annarra landa. Frá þessu er greint á vef The Namibian.

Helgi Magnús Gunnarssonar vararíkissaksóknari staðfestir við RÚV í dag að beiðni hafi borist frá namibískum stjórnvöldum en að ekki sé heimild í lögum til að verða við henni.

Um er að ræða þá Aðalstein Helgason, Egil Helga Árnason og Ingvar Júlíusson. Ingvar er fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kýp­ur, en þeir Egill Helgi og Aðal­steinn voru fram­kvæmda­stjórar á vegum Sam­herja í Namib­íu. Kjarninn greindi frá því í febrúar að saksóknari í Namibíu hefði tilkynnt að hann vildi leggja fram ákæru á hendur þeim og fimm félögum á vegum Samherja. Ekki er hægt að ákæra mennina nema að þeir mæti fyrir dómara og það hafa þeir ekki gert sjálfviljugir. 

Auglýsing
Ákæran er alls í fjórtán lið­um, en félögin sem tengj­ast Sam­herja og stjórn­endur þeirra eru meðal ann­ars sak­aðir um fjársvik, pen­inga­þvætti og mútu­brot.

Tveir fyrrverandi ráðherrar í haldi

Allir þrír eru þeir í hópi þeirra sex ein­stak­linga sem greint hefur verið frá að hafi rétt­ar­stöðu sak­born­inga í rann­sókn emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara hér á landi í Samherjamálinu svokallaða. 

Auk Íslend­ing­anna þriggja og fimm félaga með tengsl við Sam­herja sem ekki hefur tekist að ákæra bein­ist ákæra namibískra yfir­valda að sak­born­ingum sem flestir verið hafa í varð­haldi frá því skömmu eftir að Sam­herj­a­skjölin komu upp á yfir­borðið í lok árs 2019.

Þeirra á meðal eru tveir fyrr­ver­andi ráð­herr­ar, Bern­hardt Esau fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra.

Kallar málareksturinn aðför

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og einn þeirra sem er með réttarstöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á málefnum Samherja, tjáði sig um málið við sjávarútvegsvef mbl.is í gær.

Þar sagði hann að Sam­herji hef­ði ætíð byggt á því að þegar fé­lög tengd Sam­herja og starfs­menn þeirra myndu fá tæki­færi til að greina frá sinni hlið mála myndi mála­rekst­ur­inn í Namib­íu taka á sig aðra mynd. Hann kallaði málareksturinn aðför að einstaklingum og fyrirtækjum tengdum Samherja sem þau hefði þurft að sæta á op­in­ber­um vett­vangi án þess að njóta viðeig­andi málsmeðferðar. 

Þorsteinn fjallaði ekki um það að þeim starfsmönnum sem undir eru í málinu stendur öllum til boða að mæta fyrir dómstóla til að gera grein fyrir máli sínu. Namibísk stjórnvöld hafa beinlínis leitað aðstoðar íslenskra stjórnvalda við að fá þá til að gera það.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent