Namibísk stjórnvöld vilja fá þrjá Samherjamenn framselda

Íslensk lög heimila ekki að íslenskir ríkisborgarar séu framseldir. Því hefur vararíkissaksóknari hafnað beiðni namibískra stjórnvalda um að þrír núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja verði framseldir til landsins.

Hluti þeirra sem eru ákærðir í málinu.
Hluti þeirra sem eru ákærðir í málinu.
Auglýsing

Namibísk stjórn­völd hafa sett í gang form­legt ferli til að reyna að fá þrjá núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn Sam­herja fram­selda til lands­ins vegna mála­ferla á hendur þeim. Kröf­unni hefur verið hafnað þar sem engin heim­ild er í lögum til að fram­selja íslenska rík­is­borg­ara til ann­arra landa. Frá þessu er greint á vef The Namibi­an.

Helgi Magnús Gunn­ars­sonar vara­rík­is­sak­sókn­ari stað­festir við RÚV í dag að beiðni hafi borist frá namibískum stjórn­völdum en að ekki sé heim­ild í lögum til að verða við henni.

Um er að ræða þá Aðal­stein Helga­son, Egil Helga Árna­son og Ingvar Júl­í­us­son. Ingvar er fjár­­­mála­­stjóri Sam­herja á Kýp­­ur, en þeir Egill Helgi og Aðal­­­steinn voru fram­­kvæmda­­stjórar á vegum Sam­herja í Namib­­íu. Kjarn­inn greindi frá því í febr­úar að sak­sókn­ari í Namibíu hefði til­kynnt að hann vildi leggja fram ákæru á hendur þeim og fimm félögum á vegum Sam­herja. Ekki er hægt að ákæra menn­ina nema að þeir mæti fyrir dóm­ara og það hafa þeir ekki gert sjálf­vilj­ug­ir. 

Auglýsing
Ákæran er alls í fjórtán lið­um, en félögin sem tengj­­ast Sam­herja og stjórn­­endur þeirra eru meðal ann­­ars sak­aðir um fjársvik, pen­inga­þvætti og mút­u­brot.

Tveir fyrr­ver­andi ráð­herrar í haldi

Allir þrír eru þeir í hópi þeirra sex ein­stak­l­inga sem greint hefur verið frá að hafi rétt­­ar­­stöðu sak­­born­inga í rann­­sókn emb­ættis hér­­aðs­sak­­sókn­­ara hér á landi í Sam­herj­a­mál­inu svo­kall­aða. 

Auk Íslend­ing­anna þriggja og fimm félaga með tengsl við Sam­herja sem ekki hefur tek­ist að ákæra bein­ist ákæra namibískra yfir­­­valda að sak­­born­ingum sem flestir verið hafa í varð­haldi frá því skömmu eftir að Sam­herj­­a­skjölin komu upp á yfir­­­borðið í lok árs 2019.

Þeirra á meðal eru tveir fyrr­ver­andi ráð­herr­­ar, Bern­hardt Esau fyrr­ver­andi sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra og Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­mála­ráð­herra.

Kallar mála­rekst­ur­inn aðför

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og einn þeirra sem er með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara á mál­efnum Sam­herja, tjáði sig um málið við sjáv­ar­út­vegsvef mbl.is í gær.

Þar sagði hann að Sam­herji hef­ði ætíð byggt á því að þegar fé­lög tengd Sam­herja og starfs­­menn þeirra myndu fá tæki­­færi til að greina frá sinni hlið mála myndi mála­­rekst­­ur­inn í Namib­íu taka á sig aðra mynd. Hann kall­aði mála­rekst­ur­inn aðför að ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum tengdum Sam­herja sem þau hefði þurft að sæta á op­in­ber­um vett­vangi án þess að njóta við­eig­andi máls­með­ferð­ar. 

Þor­steinn fjall­aði ekki um það að þeim starfs­mönnum sem undir eru í mál­inu stendur öllum til boða að mæta fyrir dóm­stóla til að gera grein fyrir máli sínu. Namibísk stjórn­völd hafa bein­línis leitað aðstoðar íslenskra stjórn­valda við að fá þá til að gera það.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent