The Economist: Styrking krónunnar áhættuþáttur

Fagtímaritið The Economist telur að þrátt fyrir jákvæðar hagtölur á Íslandi í augnablikinu, ekki síst vegna vaxandi ferðaþjónustu, þá geti brugðið til beggja vona.

Áhorfandi á Austurvelli
Auglýsing

Tíma­ritið The Economist segir í umfjöllun sinni um stöð­u ­mála á Íslandi að ein helsta áhættan sem íslensku efna­hagur standi frammi fyr­ir­ þessi miss­erin sé sú að krónan styrk­ist of mikið gagn­vart helst­u við­skipta­mynt­um, og grafi að lokum undan sam­keppn­is­hæfni hag­kerf­is­ins, einkum ­út­flutn­ings­ins.

Krónan hefur styrkst veru­lega á síð­ustu tólf mán­uð­um. Evr­an ­kostar nú 123 krónur en kostað 150 krónur um mitt ár í fyrra. Banda­ríkja­dal­ur ­kostar nú 113 krónur en hann kost­aði 136 krónur fyrir ári síð­an. Pund­ið, sem hefur gefið veru­lega eftir í kjöl­far Brex­it-­kosn­ing­ar­innar í júní, kostar nú 140 krónur en kost­aði 206 krónur fyrir rúm­lega ári síð­an.

Styrk­ing krón­unnar kemur sér illar fyr­ir­ ­út­flutn­ings­fyr­ir­tæki, ekki síst í sjáv­ar­út­vegi, og segir í umfjöllun The Economist að þrátt fyrir að ferð­þjón­usta hafi vaxið hratt, með jákvæðum áhrif­um ­fyrir hag­kerf­ið, þá sé full ástæða til að fylgj­ast grannt með þessu. Nú sé það ekki fjár­mála­kerfið sem sé veikast fyr­ir, líkt og raunin var árið 2008, held­ur ­séu það frum­at­vinnu­veg­irn­ir.

AuglýsingBúist er við því að hag­vöxtur á þessu ári verði um 5 pró­sent, sem er mikið í alþjóð­legum sam­an­burði. Í grein­inni segir enn fremur að „­stærsta áhyggju­efn­ið“ (big­gest worry) sé með­ferð á erlendum aflandskrónu­eig­end­um, í tengslum við afnám hafta.

Eins og kunn­ugt er hefur birst for­dæma­laus her­ferð, með­ heil­síðu­aug­lýs­ingum í dag­blöðum og umfjöll­unum á sam­fé­lags­miðjum undir merkj­u­m Ís­lands­vakt­ar­innar (Iceland Watch), þar sem spjótin hafa beinst að Seðla­banka Ís­lands og stjórn­völd­um. Aug­ljóst virð­ist, að aflandskrónu­eig­endur standi að baki þess­ari her­ferð, þó það komi hvergi opin­ber­lega fram.

Heildar aflandskrónu­eign þeirra nemur um 300 millj­örð­um, eða ­sem nemur um 10 pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu, segir í grein­inn­i. 

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None