The Economist: Styrking krónunnar áhættuþáttur

Fagtímaritið The Economist telur að þrátt fyrir jákvæðar hagtölur á Íslandi í augnablikinu, ekki síst vegna vaxandi ferðaþjónustu, þá geti brugðið til beggja vona.

Áhorfandi á Austurvelli
Auglýsing

Tíma­ritið The Economist segir í umfjöllun sinni um stöð­u ­mála á Íslandi að ein helsta áhættan sem íslensku efna­hagur standi frammi fyr­ir­ þessi miss­erin sé sú að krónan styrk­ist of mikið gagn­vart helst­u við­skipta­mynt­um, og grafi að lokum undan sam­keppn­is­hæfni hag­kerf­is­ins, einkum ­út­flutn­ings­ins.

Krónan hefur styrkst veru­lega á síð­ustu tólf mán­uð­um. Evr­an ­kostar nú 123 krónur en kostað 150 krónur um mitt ár í fyrra. Banda­ríkja­dal­ur ­kostar nú 113 krónur en hann kost­aði 136 krónur fyrir ári síð­an. Pund­ið, sem hefur gefið veru­lega eftir í kjöl­far Brex­it-­kosn­ing­ar­innar í júní, kostar nú 140 krónur en kost­aði 206 krónur fyrir rúm­lega ári síð­an.

Styrk­ing krón­unnar kemur sér illar fyr­ir­ ­út­flutn­ings­fyr­ir­tæki, ekki síst í sjáv­ar­út­vegi, og segir í umfjöllun The Economist að þrátt fyrir að ferð­þjón­usta hafi vaxið hratt, með jákvæðum áhrif­um ­fyrir hag­kerf­ið, þá sé full ástæða til að fylgj­ast grannt með þessu. Nú sé það ekki fjár­mála­kerfið sem sé veikast fyr­ir, líkt og raunin var árið 2008, held­ur ­séu það frum­at­vinnu­veg­irn­ir.

AuglýsingBúist er við því að hag­vöxtur á þessu ári verði um 5 pró­sent, sem er mikið í alþjóð­legum sam­an­burði. Í grein­inni segir enn fremur að „­stærsta áhyggju­efn­ið“ (big­gest worry) sé með­ferð á erlendum aflandskrónu­eig­end­um, í tengslum við afnám hafta.

Eins og kunn­ugt er hefur birst for­dæma­laus her­ferð, með­ heil­síðu­aug­lýs­ingum í dag­blöðum og umfjöll­unum á sam­fé­lags­miðjum undir merkj­u­m Ís­lands­vakt­ar­innar (Iceland Watch), þar sem spjótin hafa beinst að Seðla­banka Ís­lands og stjórn­völd­um. Aug­ljóst virð­ist, að aflandskrónu­eig­endur standi að baki þess­ari her­ferð, þó það komi hvergi opin­ber­lega fram.

Heildar aflandskrónu­eign þeirra nemur um 300 millj­örð­um, eða ­sem nemur um 10 pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu, segir í grein­inn­i. 

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None