Jón Steinar reyndi að hafa áhrif á dómara í máli Baldurs

Benedikt Bogason Hæstaréttardómari hefur stefnt Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl. fyrir meiðyrði. Í stefnunni sjálfri er fjallað um það hvernig Jón Steinar hagaði sér innan dómskerfisins þegar mál Baldurs Guðlaugssonar var til meðferðar.

jon-steinar.png
Auglýsing

Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, gengst við því að hafa beitt samdómara sína þrýstingi þegar mál Baldurs Guðlaugssonar var til umfjöllunar í Hæstarétti.

Jón Steinar var vanhæfur í málinu vegna vináttu við Baldur. 

Í stefnu Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara á hendur Jóni Steinari eru þessi afskipti sögð brot á lögum um dómstóla. 

Auglýsing

Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld, en umfjöllun um þessi mál verður í fréttaskýringaþættinum Kveik í kvöld.

Í stefnu Benedikts segir að á meðan mál Baldurs var til meðferðar í Hæstarétti; einkum frá því að málflutningi lauk og þar til dómur féll, hafi Jón Steinar ítrekað gert sér ferð inn á skrifstofur dómaranna í málinu þar sem hann „leitaðist við að hafa áhrif á hvernig þeir myndu dæma málið efnislega,“ að því er fram kom í frétt RÚV, og er það vitnað beint í stefnu Benedikts.

Jón Steinar full­yrðir í nýrri bók, Með lognið í fang­ið, að Hæsti­réttur hafi framið dóms­morð á Baldri Guð­laugs­syni, fyrr­ver­andi ráðu­neyt­is­stjóra í fjár­mála­ráðu­neyt­inu, en hann var dæmdur fyrir inn­herja­svik í tengslum við sölu hans á hluta­bréfum í Lands­bank­an­um. 

Hæstirétt­ur stað­festi tveggja ára fang­els­is­­dóm yfir Baldri vegna inn­­herj­a­svika og brota í op­in­beru starfi. Einn hæsta­rétt­­ar­­dóm­­ari, Ólaf­ur Börk­ur Þor­­valds­­son, skil­aði sér­á­liti og vildi láta vísa mál­inu frá.

Bald­ur var ákærður fyr­ir inn­­herj­a­­svik og brot í op­in­beru starf­i þegar hann seldi hluta­bréf í Lands­­bank­an­um 17. og 18. sept­­em­ber 2008. Bald­ur var þá ráðu­neyt­is­­stjóri, eins og áður seg­ir, og sat í sam­ráðs­hópi ís­­lenskra stjórn­­­valda um fjár­­­mála­­stöðug­­leika. Sölu­and­virði bréfanna, 192 millj­ónir króna, var einnig gert upp­tækt.

Bene­dikt krefst þess að fimm ummæli í bók­inni verði dæmd dauð og ómerk, að því er fram kemur í frétt RÚV, en þau snúa að full­yrð­ingum Jóns Stein­ars um að dóms­morð hafi verið framið. „Dóms­morð er... dráp af ásettu ráði, þar sem rétt­ar­farið verður að morð­tól­in­u,“ ­skrifar Jón Steinar í bók sinni og vísar þar til gam­allar skil­grein­ingar á hug­tak­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent